Morgunblaðið - 21.05.2015, Side 15

Morgunblaðið - 21.05.2015, Side 15
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is • BLI A3 MFP Line of the Year 2013 • BLI A3 MFP Line of the Year 2012 • BLI A3 MFP Line of the Year 2011 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ef að líkum lætur munu uppbygging- aráform á reit fyrir aftan gamla Kennaraháskólann verði komin í formlegt deiliskipulag næsta haust. Um er ræða 50 íbúðir fyrir eldri borgara og allt að 100 íbúðir fyrir námsmenn. Að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, var leitað til fjögurra arkitektastofa við hönnun svæðisins. Lagt var til í ráðinu að tillaga A2f arkitekta yrði ofan á og að hún yrði grunnurinn að lýsingu sem er fyrsta stig deiliskipu- lags. A2f mun þróa hugmyndina áfram „Þessi tillaga hefur ekki form- lega verið valin. En eftir að hafa farið rækilega ofan í kosti og galla, þá telj- um við að þessi tillaga henti best,“ segir Hjálmar. Hann segir að teknar verði upp viðræður við íbúana og leit- að álits á því hvort þeir séu sammála um að besta tillagan hafi verið valin. Að lýsingarstigi loknu fara áform- in í deiluskipulagsgerð þar sem end- anleg tillaga verður valin. „Deili- skipulagsvinnan fer fram í sumar og síðan verður það auglýst í haust. Þá hafa borgarbúar í nágrenninu sex vikur til að skila athugasemdum,“ segir Hjálmar. Fái málið hnökra- lausan framgang verður skipulagið samþykkt seinni hluta hausts að sögn Hjálmars. 0,2 stæði á hverja íbúð Sjá má deiliskipulagssvæðið á af- mörkuðu svæði á meðfylgjandi korti. Svæðið er um 3.65 ha. að stærð og af- markast af lóð Háteigsskóla, lóð- unum við 27-45, oddatölumegin við Bólstaðarhlíð, lóð kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg, Háteigsvegi og Stakkahlíð. Innan deiliskipulagssvæðisins eru bygg- ingar Kennaraháskóla Íslands, KHÍ, og íþróttahús. Þar er einnig færanleg kennslustofa sem tilheyrir Háskóla Íslands en er leigð út til Háteigs- skóla. Áætlað er að hún muni víkja við gerð deiliskipulagsins. Á hluta nýbyggingasvæðisins eru nokkrir tugir bílastæða KHÍ sem verða fjar- lægð. Stór hluti þess er hins vegar óbyggt svæði í órækt. Samkvæmt áætlunum munu 0,2 stæði fylgja hverri stúdentaíbúð en eitt stæði á hverja 120 fermetra við íbúðir eldri borgara. Bílastæðaskortur fyrirséður Böðvar Jónsson, framkvæmda- stjóri Byggingarfélags námsmanna, segir fyrirséð að bílastæðaskortur verði á svæðinu miðað við núverandi áætlanir. „Við munum koma þeim sjónarmiðum á framfæri í deiliskipu- lagsvinnunni að þarna sé allt of lítið af bílastæðum,“ segir Böðvar. Hann segir að bílastæðafjöldi komi til með að hafa áhrif á stærð íbúða. „Ef bíla- stæðin eru svona fá, þá verða íbúð- irnar minni. Við hefðum alveg haft not fyrir að byggja para- og fjöl- skylduíbúðir líka en það er tómt. mál að tala um það ef bílastæði eru svo fá. Reynslan sýnir okkur að pör og barnafólk er á bíl,“ segir Böðvar. Stefna á deiliskipu- lagssamþykkt í haust  Íbúðir fyrir eldri borgara og námsmenn  Fá bílastæði Fyrirhugað framkvæmdasvæði Kennaraháskólinn Þjónustumiðstöð og íbúðir aldraðra Námsmannaíbúðir St ak ka hl íð Háteigsskóli Bólstaðahlíð Háteigsvegur Malín Brand malin@mbl.is Nokkur innflutningsfyrirtæki innan Félags atvinnurekenda hafa farið þess á leit við Matvælastofnun að hún sinni þeirri skyldu að votta innfluttar búvör- ur sem bíða nú tollafgreiðslu. Engar búvörur (kjöt, ostar, kart- öflur o.fl.) hafa verið toll- afgreiddar síðan dýralæknar Mat- vælastofnunar lögðu niður störf vegna verkfalls og á meðan liggja hundruð tonna matar undir skemmdum. Í frétt á vef Félags atvinnurek- enda, FA, er fjallað um að gríð- arlegt tjón sé yfirvofandi verði ekk- ert að gert en ekki sé lagaleg krafa um að innlendur dýralæknir stimpli skjölin heldur aðeins að Mat- vælastofnun geri það. Vilja bjarga verðmætum Heilbrigðisvottorð sem koma með vörum upprunnum innan Evrópska efnahagssvæðisins eru gefin út af þarlendum dýralæknum og er það í samræmi við þær heilbrigðisreglur sem gilda hér á landi. Ólafur Stephensen, fram- kvæmdastjóri FA, segir að verið sé að leita leiða til að bjarga þessum verðmætum og koma nauðsynlegri matvöru á markað. „Við fáum ekki séð að það sé skilyrði að dýralækn- ar stimpli innflutnings- og heil- brigðisvottorðin á þessum vörum,“ segir Ólafur og minnir á að ekki séu allir starfsmenn Matvælastofnunar í verkfalli. „Forstjórinn og yfirdýralækn- irinn ættu að hafa allar heimildir til að votta þessa vöru, enda geta þeir gengið í störf sinna undirmanna, samkvæmt dómum í vinnurétti,“ segir hann. Segja synjun ólögmæta Beðið er eftir svörum frá Mat- vælastofnun um hvort unnt sé að verða við ósk innflutningsfyrirtækja en í erindi lögmanns matvörufyr- irtækisins Innness, sem vitnað er í á vef FA, segir m.a. að synjun stofnunarinnar á að stimpla skjölin sé ólögmæt og mögulega hægt að lögsækja hana fyrir. Matvælastofnun hefur óskað eftir frekari upplýsingum og fylgigögn- um vegna þessa en ekki hefur verið tekin efnisleg afstaða til kröfu Inn- ness. Matvælastofnun sinni skyldu sinni Ólafur Stephensen „Tillagan var samþykkt með örlítilli orðalagsbreytingu en efnislega óbreytt. Það kom í raun á óvart hversu vel var tekið í tillöguna og ég hef ekki heyrt neinar óánægjuradd- ir,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi. Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti á þriðjudag tillögu Júlíusar um að skora á mennta- og menningar- málaráðherra að vinna að því að önn- ur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taki þátt í rekstrarkostnaði Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Gangi það ekki eftir er beint til ráðherra að leggja fyrir Alþingi að breyta lögunum. Júl- íus segist þó ekkert hafa heyrt frá fulltrúum sveitarfélaganna vegna til- lögunnar. Lítil reisn yfir tillögunni Í samræðum blaðamanns við stjórnendur umræddra sveitarfélaga kom í ljós að málið hefur ekki verið tekið til umræðu þar. Bæjarstjórar hafa þó persónulegar skoðanir á til- lögunni. „Mér finnst lítil reisn yfir tillög- unni. Mér finnst höfuðborgin gera lít- ið úr sér með þessu. Ég reikna ekki með að þeir leggi fram tillögu um að það eigi að skipta tekjum sem falla borginni í skaut, jafnt á milli sveitar- félaga. Það eru miklir fjármunir sem ríkið greiðir í fasteignagjöld hjá Reykjavíkurborg þar sem langflestar stofnanir ríkisins eru þar, auk þess sem borgin fær miklar óbeinar tekjur af staðsetningu þessa stofnana. Í þessu samhengi má benda á Reykja- víkurborg er að fara að fá 380 millj- ónir í fasteignagjöld af Hörpu auk þess sem Sinfónían borgar leigu fyrir aðstöðu þar þannig að það er verið að færa úr einum vasa borgarinnar yfir í annan,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. Hann telur Kópavogsbæ þó líklega muni sam- þykkja tillöguna komi Reykjavíkur- borg til með að skipta tekjunum, sem hún hefur frá ríkinu, jafnt milli sveit- arfélaga. Kópavogsbær kæmi út í stórum plús yrði það gert. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, sögðu Reykjavíkurborg bera skyldur sem höfuðborg til að styðja Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og vísuðu jafnframt til þess að borgin fengi tekjur fyrir það eitt að vera höfuðborg. „Svo finnst mér að ef Reykjavík- urborg sjái sér ekki fært að gera þetta eigi ríkið að sjá sóma sinn í að styðja myndalega við menningarlíf í landinu út frá þeirri hugsun að það eykur lífsgæði íbúanna og skapar verðmæti,“ segir Gunnar. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar- stjóri Seltjarnarness, lagði áherslu á að horft yrði til jafnræðis gagnvart öðrum stofnunum sem einnig þjón- uðu öllu landinu. „Mér finnst bara eðlilegt að þetta sé skoðað og ef talið er að þessi stofnun eigi að vera styrkt af öllum sveitarfélögum landsins þá þarf náttúrlega bara að gæta jafn- ræðis gagnvart öðrum stofnunum, eins og Þjóðleikhúsinu, Íslenska dansflokknum og Þjóðminjasafni Ís- lands“ segir Ásgerður. Guðný G. Ívarsdóttir, sveitarstjóri í Kjósarhreppi, sagðist ekki hafa myndað sér skoðun á málinu. Ekki náðist í bæjarstjóra Hafnarfjarðar. brynjadogg@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Harpa Sinfóníuhljómsveit Íslands leigir aðstöðu í Hörpu tónlistarhúsi. Vilja ekki taka þátt í kostnaði  Gagnrýna tillögu um sinfóníuhljómsveit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.