Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 ✝ IngibjörgBjarnadóttir fæddist í Tungu á Norðfirði 2. des- ember 1922. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 14. maí 2015. For- eldrar hennar voru Bjarni Sveinss. bátasmið- ur frá Viðfirði, f. 5.8. 1894, d. 24.2. 1978 og Guðrún Friðbjörnsd. klæðskeri frá Þingmúla í Skriðdal f. 11.5. 1893, d. 9.6. 1989. Systkini: Guðlaug Ólöf, f. 1916, látin, Guðrún Aðal- björg, f. 1918, Jónína Stefanía, f. 1919, látin, Anna Sigríður, f. 1921, látin, Friðbjörg Berg- þóra, f. 1924, látin, Sveinn, f. 1927, látinn, Unnur Ólafía, f. 1933. Hinn 20. desember 1941 giftist Ingibjörg Þórði Gísla- syni bifreiðastjóra frá Hval- eyri við Hafnarfjörð, f. 28. apríl 1911, d. 7. maí 1989. Hann var sonur Guðfinnu Sig- urðard. og Gísla Jónss., Vest- urkoti á Hvaleyri. Ingibjörg og Þórður eignuðust 5 börn. 1. Tvíburar óskírðir f/d 17. og 18. apríl 1945, 2. Guðfinnur Gísli byggingatæknifr. f. 4.4. 1947. Maki 1; Ásdís Steinunn Leifsd. kennari, f. 1952, d. björg (Imma) fæddist í Tungu á Norðfirði og ólst þar upp. Hún var þrjá vetur í Barna- skóla Norðfjarðar. Fimmtán ára veiktist hún og var send suður til lækninga árið 1938. Imma og Þórður áttu heimili á Suðurgötu 62 í Hafnarfirði alla tíð. Hún sinnti öllum heimilisstörfum þess tíma og prjónaði og saumaði. Þórður keyrði sand úr Hvaleyr- arfjöru og lagði hún fram mikla vinnu til aðstoðar. Hún starfaði við ljósböð hjá Heilsugæslustöð Hafn- arfjarðar 1972-1976 og síðan sem baðvörður í leikfimihúsi Lækjarskóla frá 1976-1993, er hún hætti vegna aldurs. Imma var auk þess mikil hann- yrðakona og prýðir margt heimili hennar. Garðurinn og blómarækt var einnig hennar áhugamál. Hún var mikil fjöl- skyldukona og fylgdist vel með afkomendum og ætt- ingjum sínum og naut þess að hafa þá í kringum sig. Alltaf stóð heimilið opið og var vel tekið á móti öllum. Eyrún Björg, dóttir Guðfinns, dvaldi mikið hjá henni og bjó hjá henni um tíma. Imma var félagslynd og var mörg ár í stjórn Hringsins í Hafnarfirði og tók virkan þátt í starfi hans alla tíð. Hún var í saumaklúbbi og tók síð- ar þátt í starfi eldri borgara. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 21. maí 2015, og hefst athöfnin kl. 11. 1983, Barn a) Ey- rún Björg, f. 1976, d. 1997. Maki 2; Elísabet Soffía Þórðard. kennari, f. 1962. Þau skildu. Börn: a) Andrés Pétur, f. 1986, b) Ívar Bergþór, f. 1992. c) Þórður Gísli, f. 1994. Vinkona Guðfinns; Jóna Guðbjörnsd. sjúkraliði, f. 1959. 3. Bjarni Rúnar bygg- ingatæknifr., f. 30.7. 1950. Maki Anna Sigríður Karlsd., f. 1952. Börn: a) Þórður Ingi, f. 1972. Maki. Linda Hrönn Þór- isd., f. 1974. Börn: Bjarni Dagur, Sindri Gunnar, Aníta Sóley, Elsa Margrét. b) Hinrik Örn, f. 1979, Maki. Brynja Ás- dís Einarsd., f. 1980, Börn: Bjartur Bóas, Benedikt Nóel, Talía Berglind. c) Ingibjörg Dóra, f. 1986. 4. Hrafnhildur viðskiptafr., f. 23. mars 1958. Maki; Guðjón Helgi Haf- steinss. véltæknifr., f. 1956. Börn: a) Hugrún Ósk, f. 1986. Maki; Ingi Þór H. Kúld, f. 1983. Barn: Gabríel Logi. b) Hafsteinn Þór, f. 1990. Maki; Bryndís Skarphéðinsd., f. 1991, c) Kristinn Ingi, f. 1993. d) Eyrún Björg, f. 1998. Ingi- Í dag kveðjum við elskulega móður okkar, hana Immu, eins og hún var jafnan kölluð. Á kveðjustund viljum við þakka samfylgdina og alla þá ást og hlýju sem hún ávallt sýndi. Hún var alltaf til staðar er á þurfti að halda og gekk til þeirra verka sem til féllu. Hún var mikið snyrtimenni og ber fagurt heimili hennar því best vitni. Garðurinn á Suðurgötunni var sem fegursti skrúðgarður meðan hún bjó þar og stönsuðu margir við garðinn og dáðust að er þeir áttu leið hjá . Ljúft er að minnast allra þeirra kræsinga sem á borð voru bornar við hátíðleg tæki- færi. Ég sit hér einn og hugsa í hljóði og horfi minnar æsku til. Líf mitt vil ég rekja í ljóði. Ljóð sem ég þér færa vil. Æskuárum mun aldrei gleyma, þú alltaf varst til staðar þá. Mamma, þig mun alltaf geyma, þá minningu ég aleinn á. Mjúk var ætíð móðurhöndin, mig þú leiddir lífsins braut. Dýrleg voru draumalöndin. Drauma minna alsæll naut. Þú færðir mér og frið í hjarta. Sú fegurð ætíð fylgdi þér. Þú framtíð áttir fagra, bjarta, framtíð sem þú færðir mér. Löng er orðin lífsins saga og ljósin ekki alltaf skær. Ég bið þú eigir bjarta daga, þess bið ég eins í dag og gær. Mjúk er ennþá móðurhöndin. Megi Drottinn vernda þig. Blessuð séu tryggðarböndin, bönd sem tengja þig og mig. (Bjarni Rúnar) Takk fyrir allt og allt, elsku mamma, og megi góður Guð vaka yfir þér á nýjum slóðum og fylgja þér til ástvina okkar sem eftir þér bíða. Blessuð sé minning þín. Guðfinnur Gísli, Bjarni Rúnar, Hrafnhildur. Elsku amma, þá hefur þú feng- ið hvíldina eftir langa og góða ævi. Margar minningar rifjast upp á þessari stundu. Alltaf var gott að koma til þín og spjalla um daginn og veginn. Ég gat rætt um allt milli himins og jarðar við þig og veltum við oft upp ýmsum hlutum sem okkur lágu á hjarta. Börnin mín hlökkuðu alltaf til að koma í heimsókn til þín og þeim leið vel í návist þinni. Þú tókst alltaf vel á móti okkur og hafðir mikinn áhuga á að fylgjast með því sem fram fór í okkar lífi. Ég var svo heppinn að fá að búa hjá þér á Suðurgötunni þegar ég var að læra smíðar og vann hjá trésmíða- verkstæðinu Dröfn í Hafnarfirði en ekki kominn með bílpróf. Þá áttum við góðar stundir saman og lifir þessi tími áfram í huga mín- um. Dugnaður þinn var mikill og fátt lést þú stöðva þig í að fram- kvæma það sem þú vildir. Eitt sinn komum við Linda til þín þeg- ar þú varst nýstigin upp úr veik- indum. Þá stóðstu efst í tröppu til að hengja upp gardínur. Það var þér mikils virði að hafa fallegt í kringum þig, enda ber heimili þitt þess merki. Það var þó enn mik- ilvægara í þínum huga að fjöl- skyldan stæði þétt saman og lagð- ir þú mikið af mörkum til að fjölskyldan sameinaðist við hin ýmsu tilefni og voru hinar fjöl- mörgu glæsilegu veislur sem þú hélst til vitnisburðar um það. Söknuður okkar er mikill en góðar minningar lifa í hjörtum okkar. Nú ert þú komin til afa sem tók örugglega vel á móti þér. Hvíldu í friði. Þórður Ingi. Elsku Imma amma. Nú ertu farin að hitta afa, Ey- rúnu, systur þínar og litlu strák- ana þína. Það er skrítið þegar svona fastur punktur í tilverunni fer í burtu og það mun örugglega taka smá tíma fyrir okkur að átta okkur á því að þú sért ekki hérna lengur. Við erum þó viss um það að þú ert ekki alveg farin frá okk- ur, að þú munir vaka yfir okkur og því sem við erum að gera. Það eru svo margar minningar sem við eigum af okkar tíma sam- an. Berjamó, ísblóm, laufa- brauðsbakstur, fiskibollur og veisluhlaðborð. Alltaf svo flott til fara, enda varstu hefðarkona, amma okkar. Það var hluti af sumrinu að fara með þér í sum- arbústað, að baka pönnukökur og spila hin ýmsu spil. Boltaleikir fyr- ir utan Krókahraunið og spjall um lífið og tilveruna. Elsku amma okkar, við söknum þín ógurlega en erum þakklát fyr- ir tímann okkar saman. Hugrún Ósk, Hafsteinn Þór, Kristinn Ingi og Eyrún Björg. Í dag kveð ég Immu, ömmu mína og nöfnu, Ingibjörgu Bjarnadóttur, með tveimur bæn- um sem hún kenndi mér þegar ég var lítil. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig, Guð, í faðmi þínum. (Höf. ók.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Ég er viss um að þú ert komin til tvíburanna þinna sem þú fékkst aldrei að kynnast, Þórðar afa, Ey- rúnar Bjargar og Ásdísar. Þau tóku á móti þér, þegar þú sofnaðir svefninum langa og fylgdu þér á nýja staðinn sem þú ert nú komin á. Góða ferð, elsku amma mín, hafðu það gott hjá Jesú og öllum englunum sem taka vel á móti þér. Kveðja, þín nafna og sonar– dóttir, Ingibjörg Dóra Bjarnadóttir. Ingibjörg Bjarnadóttir ✝ Guðfinna Sig-ríður Sigurð- ardóttir fæddist á Ketilseyri í Dýra- firði, 15. maí 1949. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 11. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Björnfríður Ólafía Magnúsdóttir, f. 14.12. 1926, d. 11.5. 2006, og Sigurður Frið- finnson, f. 26.3. 1916, d. 19.2. 2002. Hún var þriðja barn for- eldra sinna en þau eignuðust 17 börn. Þann 31. desember 1969 giftist Guðfinna Samúel Jóni Guðmundssyni frá Græn- hól á Barðaströnd. Börn þeirra þeirra eru 1. Sædís Hrönn, f. 15.9. 1970, börn hennar: Aron Elvar, Alex- andra Ýrr, drengur andvana upp úr fermingu fór hún að vinna utan heimilis og vann meðal annars á Héraðsskól- unum á Núpi og í Reykjanesi sem og á Sjúkraskýlinu á Þingeyri. Guðfinna flytur með eiginmanni sínum til Reykja- víkur 1971 og frá 1974 voru þau til heimilis að Fram- nesvegi 48 þar sem þau bjuggu næstu 30 árin. Hún var að mestu heimavinnandi á meðan börnin voru ung en er þau uxu úr grasi sinnti hún ýmsum umönnunarstörfum og varð það hennar helsti starfs- vettvangur. Guðfinnu var margt til lista lagt. Hún var mikil og góð saumakona, mjög nýtin og saumaði bæði úr nýjum efnum sem og not- uðum flíkum og bjó oftast til sín eigin snið. Einnig prjónaði hún og heklaði bæði flíkur og annað. Hún hafði gaman af allri matseld og undi sér vel í eldhúsinu. Síðustu árin mál- aði hún mikið og eftir hana liggja ófá falleg málverk. Útför Guðfinnu fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 21. maí 2015, kl. 13. fæddur og Ísa- bella Von. 2. Sæ- rún Magnea, f. 12.5. 1972, börn hennar: Jökull Máni, Búi og Kar- in. 3. Hafþór Ingi, f. 10.8. 1974, börn hans: Ásdís Helga, Daníel Smári, Róbert Ingi og Andri Snær. 4. Hafliði Guðmann, f. 20.11. 1985. Haf- liði og Aron hafa búið hjá þeim hjónum síðustu árin og hafa verið þeim mikil stoð og stytta. Guðfinna gekk í farskóla á Ketilseyri frá ca.7 ára aldri til fermingar og fór svo í Húsmæðraskólann á Stað- arfelli veturinn 1965-1966. Hún fór ung að leggja móður sinni lið við heimilisstörfin og Litli tónlistarmaðurinn. Mamma, ertu vakandi mamma mín? Mamma, ég vil koma til þín. Ó, mamma, gaman væri að vera stór, þá vildi ég stjórna bæði hljómsveit og kór Mamma, þú ert elskuleg, mamma mín. Mér finnst gott að koma til þín. Ó, en mamma, áðan dreymdi mig draum um þig en datt þá framúr og það truflaði mig. Þú varst drottning í hárri höll, hljómsveitin álfar, menn, og tröll, lék þér og söng í senn þú varst svo stórfengleg. Tröllin þau börðu á bumburnar, blómálfar léku á flauturnar, fiðlurnar mennskir menn, á mandólín ég. Allir mændum við upp til þín eins og blóm þegar sólin skín er þínum faðmi frá gjafir flugu um allt. Flestum gekk vel að grípa sitt, glaður náði ég fljótt í mitt, en stóll er steig ég á stóð tæpt svo hann valt. Ó, mamma, þú ert elskuleg mamma mín. Mér finnst gott að koma til þín. Ó, mamma, gaman væri að vera stór þá vildi ég stjórna bæði hljómsveit og kór. (Freymóður Jóhannesson) Sjáumst í Nangíala. Særún Magnea Samúelsdóttir. Guðfinna Sigríður Sigurðardóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA MARGRÉT FREDERIKSEN, dvalarheimilinu Grund, áður til heimilis Laufskógum 8, Hveragerði, sem lést föstudaginn 8. maí á Landspítalanum í Fossvogi, verður jarðsungin frá Hrepphólakirkju í Hrunamannahreppi föstudaginn 22. maí kl. 14. . Grétar Páll Ólafsson, Gyða Ingunn Kristófersdóttir, Halldór Þórður Ólafsson, Guðmunda Sigfúsdóttir, Reynir Ólafsson, Jónína Sigmarsdóttir, Klara Stephensen, Ólafur Stephensen, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT ERLA FRIÐJÓNSDÓTTIR, Arnarhrauni 9, Hafnarfirði, lést á Sólvangi Hafnarfirði þriðjudaginn 12. maí. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 22. maí kl. 13. . Þorkell Sigurgeir Júlíusson, Elísa Hjördís Ásgeirsdóttir, Júlíus Már Þorkelsson, Guðlaug Sveinsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN ÞÓRHALLSSON símvirkjameistari, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 17. maí. Útför hans fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi föstudaginn 22. maí kl. 13. . Katrín Stefánsdóttir, Viðar Hauksson, Þóra Stefánsdóttir, Ólafur E. Davíðsson, Stefán Snorri Stefánsson, barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN VIÐAR GUNNLAUGSSON flugmaður, Efstalandi 6, Reykjavík, lést 15. maí á gjörgæsludeild LSH, Fossvogi. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 26. maí kl. 15. . Arndís Kristjánsdóttir, Auður Kristrún Viðarsdóttir, Guðjón Baldvinsson, Arna Sigrún Viðarsdóttir, Haraldur Páll Hilmarsson, Gunnlaugur Viðar Viðarsson, Sonja Guðrún Viðarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, HÖRÐUR ÓSKARSSON viðskiptafræðingur, Hrauntúni 12, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu laugardaginn 16. maí. Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 30. maí kl. 11. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Kvenfélagið Líkn í Vestmannaeyjum. . María Guðbjörg Pálmadóttir, Pálmi Harðarson, Elín Ósk Harðardóttir, Ásta María Harðardóttir, Ásta Haraldsdóttir, Anna Steinunn Eiríksdóttir, Haraldur Óskarsson, Guðbjörg Karlsdóttir, Elínborg Óskarsdóttir, Sigurður Georgsson, Sigbjörn Þór Óskarsson, Kristín Hjartardóttir, ættingjar og vinir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.