Morgunblaðið - 21.05.2015, Page 24

Morgunblaðið - 21.05.2015, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 ✝ Hrefna G.B.Þórarins fæddist í Reykja- vík 6. febrúar 1952. Hún lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. maí 2015. Uppeldisfor- eldrar hennar voru Friðrik H. Ásmundsson skipstjóri, f. 20.3. 1930, d. 27.11. 1979, og Þorgerður Gunn- arsdóttir bankastarfsmaður, f. 4.6. 1930, d. 24.5. 2006. Systkini Hrefnu eru: Þorsteinn Frið- riksson, f. 19.11. 1955, Ingibjörg Friðriksdóttir, f. 11.12. 1956, og af Hrafn Gústafsson, f. 2.12. 1988. Hrefna eignaðist Gerðu með sambýlismanni sínum Óskari Eg- ilssyni, f. 20.6. 1953, en Óskar lést í sjóslysi 25.8. 1974. Eig- inmaður Hrefnu var Gústaf Gústafsson tæknifræðingur, f. 24.2. 1959, d. 16.2. 2013. Þau slitu samvistum. Hrefna var að mestu heima- vinnandi húsmóðir en starfaði að auki við verslunar- og skrif- stofustörf. Lengst af hjá Geva- fótó, Íslenskum aðalverktökum, Landsbanka Íslands og Trygg- ingastofnun ríkisins. Útför Hrefnu fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 21. maí 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Friðrik Þór Frið- riksson, f. 6.10. 1964. Börn Hrefnu eru: 1) Gerða Óskarsdóttir, f. 25.1. 1973. Börn Gerðu eru a) Þórunn Lilja Arnórsdóttir, f. 1991, b) Friðrik Már Arn- órsson, f. 1991, c) Jóna María Arnórsdóttir, f. 1997, d) Rebekka Rut Arnórsdóttir, f. 2001, e) Arnór Gabríel Arn- órsson, f. 2007. 2) Rakel Gúst- afsdóttir, f. 14.2. 1979. Synir Rakelar eru: a) Jökull Þór Sverr- isson, f. 2000, b) Máni Örn Ott- ósson, f. 2002. 3) Margrét Gúst- afsdóttir, f. 11.11. 1986, unnusti Aron Þór Jóhannsson og 4) Gúst- Elsku mamma mín, mér finnst svo erfitt að kveðja þig enda varstu ekki nema 63 ára gömul er þú kvaddir þennan heim. Það er svo stutt síðan við mættum reglulega í ræktina og tókum á því saman og mér fannst þú svo hraust og flott. Þetta var rétt fyrir áramót og ekki óraði mig fyrir því að þú yrðir farin frá okkur núna í maí enda einungis tæpir tveir mánuðir síðan þú greindist með ólæknandi krabba- mein. Hraðinn var svo mikill á veik- indaferlinu að við sem eftir stönd- um erum enn að reyna að átta okkur. Þú varst svo hugguleg, fal- leg og skemmtileg kona. Ég man að sem stelpa dáðist ég að þér þegar þú varst að hafa þig til og fannst ég eiga fallegustu mömmu í heimin- um. Þú varst svo mikil húsmóðir og hélst alltaf fallegt og myndarlegt heimili. Þú varst mjög fjölhæf og bakaðir og eldaðir góðan mat en þar höfum við systurnar notið góðs af. Þú varst flink í höndunum og saumaðir, prjónaðir, heklaðir og málaðir skemmtilegar og litríkar myndir. Þú varst góð hárgreiðslu- kona og gast ýmislegt á því sviði. Ef þér datt í hug að gera eitthvað eins og að rífa niður flísar, festa upp hillur eða að mála heilu vegg- ina var það gert. Ekkert var þér ómögulegt, elsku mamma, og hef ég erft þann dugnað og fjölhæfni frá þér. Þú varst svo mikill húm- oristi og við systkinin og börnin okkar vorum oft í hláturskasti yfir þér, því að þú varst svo einstaklega fyndin oft á tíðum. Þú hafðir ein- staka söngrödd og ég man svo vel söngva sem þú söngst fyrir mig er ég var barn. Söngva sem ég hef sungið fyrir börnin mín fimm frá fyrstu stundu. Ég á eftir að sakna fallega brossins þíns, hlátursins og kaldhæðnislega húmorsins. Ég á eftir að sakna þess að knúsa þig og segja þér að ég elski þig. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með þér, elsku hjartans mamma, og fyrir það að börnin mín skyldu öll fá að kynnast þér enda voru þau mjög náin þér. Þú munt alltaf lifa í hjartanu mínu og minningarnar um þig ylja mér um ókomna tíð. Þín Þorgerður. „Dona dona dona … dona dona dona dona dooo …“ Þetta söngstu um leið og þú straukst um enni mér á góðum kvöldstundum fyrir svefninn þegar ég var lítil. Dona dona … við góða laglínu og lagið lifði áfram, ekki flókið, en ljúft og skylt og hlýju það bar áfram í ein- faldleika sínum. Þetta lýsir þér ágætlega, elsku mamma mín. Þú áttir gott með að finna þína taktík í hverju sem þér hugnaðist. Þinn hljóm og þinn blæ. Þú vildir ekki gera hlutina eins og flestir aðrir og ef þér hugnaðist að gera eitthvað þá fannstu bara út úr því, á þinn hátt. Ég á margar minningar um þig þar sem þú varst að punta heimilið, baka í eldhúsinu, með pensilinn á lofti og sauma eitt og annað. Mesta tilhlökkunin var þeg- ar þú varst að sauma eitthvað á mig og Gerðu. Lyktin úr bakarofn- inum var óneitanlega kær á góðum dögum og svo líka þegar við áttum okkar snyrtistofukvöld. Það var nú aldrei af þér tekið, mamma mín, að þú varst ávallt glæsileg og tignar- leg. Fegurð og fágun þín var ein- stök. Í Danmörku á Sólbakkanum var oft svo gaman að vera dóttir þín. Þú þessi mikla húsmóðir sankaðir að þér húsgestunum og alltaf var eitthvað skemmtilegt um að vera og gott á boðstólum og fólki leið alltaf vel heima hjá okkur í góðu yf- irlæti hjá Hrefnu. Þú hafðir ein- stakt lag á að gera heimilið fallegt og það höfðu allir orð á því sem komu til okkar. Þetta voru góðar minningar og er ég þakklát fyrir þær. Árin liðu og tímarnir breyttust, sumt var þér erfitt, mamma mín, þegar á leið eins og gengur og ger- ist. Þú varst alltaf góð amma og þú tókst hverju barnabarninu fagn- andi og opnum örmum og þeim fannst öllum gott að vera hjá ömmu sinni, öll á sinn hátt. Þau eiga eftir að sakna þín sárt. Svo veiktistu snögglega af krabbameininu núna í mars og veikindin stóðu stutt. Þú barðist hetjulega síðustu dagana þrátt fyr- ir þetta þunga högg. Þú gerðir þitt besta til að njóta hverrar mínútu með okkur fjölskyldu þinni. Það var gott, kæra mamma mín, að fá að leiða þína hönd síðasta spöl þinn í þessu lífi líkt og þú leiddir mína hönd inn í þetta líf. Við áttum nokkrar dýrmætar stundir núna undir lokin og við gátum kvatt hvor aðra í sátt og góðri trú um að við höfum skilað af okkur nokkuð vel því hlutverki sem við gegndum í lífi hvor annarrar. Nú er ferðalag þitt hafið á nýjum slóðum og ég veit að þín biðu margir útbreiddir faðmar. Ég trúi ekki öðru en að þú sért um- vafin dýrð og glæsileika, ómældri elsku og ljósi úr öllum áttum, þar sem þú ert núna. Njóttu þín, elsku mamma mín. Takk fyrir að leiða mig inn í þetta líf og takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Jökull og Máni biðja að heilsa og við sjáumst aftur. Knús. „Að ferðalokum finn ég þig, sem mér fagnar höndum tveim. Nú ertu komin heim, mamma mín. Hvíldu í friði. Þín dóttir, Rakel. Elsku mamma, lífið getur verið skrítið og óréttlátt. Sérstaklega núna, það er skrítið og sárt að þú skulir vera farin frá okkur. Þú varst einstök, svo yndisleg og glæsileg og fólk hafði oft orð á því hvað þú værir flott kona. Það var alltaf stutt í húmorinn hjá þér og þú varst alltaf svo skemmtileg. Þú kenndir mér margt sem ég er svo þakklát fyrir. Ég á eftir sakna þín svo mikið, sakna þess að vera í kringum þig, hlæja með þér og knúsa þig. Núna held ég fast í góðu og fallegu minningarnar um þig og okkur saman. Ég trúi því að þú sért komin á betri stað og sért núna með pabba. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og minn- ingin um þig mun alltaf lifa í huga mínum. Elska þig, mamma mín. Þín Margrét. Hrefna G.B. Þórarins  Fleiri minningargreinar um Hrefnu G.B. Þór- arins bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Íþróttir Verðlaunagripir - gjafavara -áletranir Bikarar, verðlaunapeningar, barm- merki, orður, póstkassaplötur, plötur á leiði, gæludýramerki, starfsgreinastyttur. Fannar, Smiðjuvegi 6, Rauð gata, Kópavogi, sími 5516488 Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Þjónusta                                 ! " #$ %&& ' '' ((()*)  Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Teg. SMOOTHING - stærðir 32-40, D, DD, E, F og 32-38FF, G á kr. 7.880. Teg. SUSANNA - 32-42, DD, E, F, FF, G-skálar á kr. 11.885. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Bílstjóraskórnir komnir aftur! Teg:413202 Mjúkir og þægilegir her- raskór úr leðri og skinnfóðraðir. Litir: brúnt og svart, stærðir: 40 - 47 Verð: 15.950.- Teg: 305302 Mjúkir og þægilegir herraskór úr leðri og skinnfóðraðir. Stærðir: 40 -46 Verð: 15.885.- Teg: 458404 Þægilegir extra breiðir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir Stærðir: 41-46 Verð: 19.885 Laugavegi 178 Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Hópbílar                ! "# $  % &#'( !) Húsviðhald Tökum að okkur viðhald, við- gerðir og nýsmíði fasteigna fyrir fyritæki húsfélög og einstak- linga. Fagmenn á öllum sviðum. Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373. brbygg@simnet.is          Hreinsa þakrennur, laga vatnstjón, ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com - meðmorgunkaffinu Þökkum öllum þeim sem sýndu yndislegri móður okkar, ÞÓRUNNI KJARTANSDÓTTUR, Aflagranda 40, Reykjavík, vinskap og virðingu vegna andláts hennar. Guð blessi ykkur öll. . Kristín Lárusdóttir, Guðjón Hilmarsson, Ragnheiður Lárusdóttir, Sigurður Dagsson, Kjartan Lárusson, Anna Karlsdóttir, Guðmundur Lárusson, Birna Smith, Steinn Lárusson, Hrafnhildur Sigurbergsdóttir og ömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF BJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR, Þórustöðum 1, Eyjafjarðarsveit, lést sunnudaginn 10. maí á Sjúkrahúsi Akureyrar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls hennar. . Stefán Sigurður Árnason, María Stefánsdóttir, Guðjón Höskuldsson, Ágúst Á. Stefánsson, Sigurhanna Sigmarsdóttir, Sigurlaug Stefánsdóttir, Guðmundur St. Svanlaugsson, Stefán Stefánsson, Anna R. Árnadóttir, Helga Kr. Stefánsdóttir, Benedikt Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.