Morgunblaðið - 21.05.2015, Síða 27
færðum okkur brátt nær Ósló,
eiginmaðurinn fékk vinnu á Grand
Hótel í Ósló og ég hóf störf á hár-
greiðslustofu hjá mjög þekktum
meistara, Káre A. Nilsen, sem
starfrækti þrjár stofur en þar
störfuðu fjórir Íslendingar. Þetta
var frábær tími í eitt og hálft ár
en 1986 bárust mér þær sorgar-
fréttir að Anna Kristín, systir
mín, hefði látist í bílslysi. Eftir
jarðarförina gat ég ekki hugsað
mér að fara aftur úr landi.“
Mjöll starfaði síðan á hár-
greiðslustofunni Papillu: „Þaðan
hafði ég útskrifast á sínum tíma
hjá einum af bestu meisturum í
mínu fagi, Dórotheu og Torfa.“
Mjöll starfaði auk þess á barn-
um Evrópa í Borgartúni: „Bar-
þjónaáhuginn kom frá pabba og
mömmu en pabbi rak barinn í
Súlnasal í fjölda ára og mamma
vann á barnum á Loftleiðum. Ég
hef samt starfað við hárgreiðslu
meira og minna frá útskrift, starf-
rækt eigin stofu um skeið, Hár og
förðun, og vann síðan á Kúltúr og
síðan á Primadonnu.“
Úr veiðihúsum í Kaffivagninn
Mjöll og eiginmaður hennar
ráku veiðihús í 21 ár, fyrst tvö
veiðihús við Norðurá og Hítará,
síðan bættist við Laxá í Dölum og
loks við Langá. „Þetta var ákaf-
lega skemmtilegur tími enda er ég
sjálf með veiðidellu á hæsta stigi.
Þarna kynntist maður fjölda fólks
frá öllum heimshornum, heims-
frægum persónum og yndislegu
fólki með mismunandi þarfir. Ég
hef hins vegar aldrei farið í mann-
greinarálit en það þykir mikil
dyggð við slíkar aðstæður þar sem
frægt fólk vill fá að vera það
sjálft.“
Veiðihúsarekstrinum lauk árið
2013 en þá keyptu þau hjónin
Kaffivagninn á Grandanum:
„Þetta er rótgróinn og yndislegur
staður á Grandanum við gömlu
höfnina. Ég þarf alltaf að vera ná-
lægt sjó eða vatni þó enginn sé
eins vatnshræddur og ég.“
Áhugamál Mjallar snúast fyrst
og fremst um stangveiði: „En ég
fer líka mikið á skíði, stunda golf
og hestamennsku. Reyndar hef ég
gaman af allri hreyfingu og íþrótt-
um sem stundaðar eru utandyra.“
Fjölskylda
Eiginmaður Mjallar er Guð-
mundur Viðarsson, f. 14.1. 1963,
matreiðslumaður. Foreldrar hans
eru Viðar Arthúrsson, f. 16.5 1936,
skósmiður, og Jóhanna Ein-
arsdóttir, f. 4.2. 1938, húsfreyja.
Þau búa í Reykjavík.
Börn Mjallar og Guðmundar eru
Karen Guðmundsdóttir, f. 27.11.
1988, læður hótelstjórnandi frá
JWU Providence, búsett í Reykja-
vík; Daníel Guðmundsson, f. 7.11.
1993, nemi Reykjavík; Jóhanna
Guðmundsdóttir, f. 20.7. 2001,
nemi í Reykjavík.
Systkini Mjallar: Drífa Daníels-
dóttir, f. 21.5. 1965, fram-
kvæmdastjóri; Anna Kristín Daní-
elsdóttir, f. 12.7. 1966, d. 25 3.
1986, og Kristján Daníelsson, f.
16.8. 1974, framkvæmdastjóri.
Foreldrar Mjallar eru Daníel
Stefánsson, f. 1.10. 1934, barþjónn,
og Karen Kristjánsdóttir, f. 24.12.
1940, barþjónn. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Úr frændgarði Mjallar Daníelsdóttur
Mjöll
Daníelsdóttir
Sigríður María Sigurðardóttir
húsfr. á Hrafnsnesi og var á Gvendarnesi
Magnús Guðmundsson
b.og á Bæjarstæði á
Stöðvarfirði
Sigurlaug Magnúsdóttir
húsfr. á Akureyri og í Rvík
Kristján Stefánsson
sjóm. á Eskifirði,
Akureyri og í Rvík
Karen Kristjánsdóttir
húafr. Í Rvík
Anna Siggerður Jónsdóttir
húsfr. á Fásskrúðsfirði og í Rvík
Stefán Friðriksson
sjóm. á Fáskrúðsfirði og í Rvík
Jónína Jónsdóttir
húsfr. í Haga og Austurhaga
Björn Sigurgeirs
b. í Haga og Austur-
haga í Aðaldal
Eva Björnsdóttir
húsfr. í Rvík
Karl Stefán Daníelsson
prentari í Rvík
Daníel Stefánsson
barþjónn í Rvík
Ólafía Pétursdóttir Petersen
húsfr. í Daníelshúsi og í
Brekkum
Daníel Jónsson
skipstj. og stýrim. í
Daníelshúsi í Hafnarfirði
Hjónin Mjöll og Guðmundur.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015
Ísleifur fæddist á Ási íHoltum 21.5. 1765,sonur Einars Jóns-
sonar, skólameistara í
Skálholti, og k.h., Krist-
ínar Einarsdóttur hús-
freyju.
Fyrri kona Ísleifs var
Guðrún Þorláksdóttir en
síðari kona hans Sigríður,
dóttir Gísla Thorarensen,
prófasts í Odda.
Gísli útskrifaðist úr
Skálholtsskóla 1783, fór til
náms við Kaupmanna-
hafnarháskóla 1787 og
lauk lögfræðiprófi 1790.
Sama ár varð hann sýslu-
maður í Húnavatnssýslu
og bjó á Geitaskarði.
Árið 1800 var Ísleifur
skipaður assessor við ný-
stofnaðan yfirrétt. Hann
flutti þá til Reykjavíkur og
byggði húsið Austurstræti
22 árið 1801 en það mun vera fyrsta
hús sem byggt var við Austurstræti.
Það er um margt sögufrægt hús. Ís-
leifur bjó þar til 1805, síðan Trampe
greifi, og Jörgen hundadagakóngur
settist að í húsinu 1809. Síðar bjuggu
þar Castenskjold stiftamtmaður og
Moltek greifi en húsið varð seinna
aðsetur Landsyfirréttar, var fangelsi
bæjarins og ráðhús um skeið. Það
brann árið 2007 en var endurreist
skömmu síðar. Ísleifur
flutti hins vegar að Brekku
á Álftanesi og bjó þar til
æviloka. Hann varð 1. as-
sessor 1817, yfirdómari
1834, var etatsráð að nafn-
bót frá 1817, gegndi emb-
ætti amtmanns í Suður- og
Vesturamti í fjarveru Stef-
áns Þórarinssonar og emb-
ætti stiftamtmanns þegar
Castenskjold stift-
amtmaður var settur af um
stundarsakir.
Ísleifur keypti skoska
standklukku sem Halldór
Laxness rakti ættir sínar
til í Sjömeistarasögu: Syst-
ir Ísleifs var Guðný í Ás-
garði, amma þeirra systra
Guðrúnar Klængsdóttur í
Melkoti og Guðnýjar,
ömmu Halldórs Laxness.
Jórunn, dóttir Ísleifs, erfði
klukkuna, gaf hana frænku
sinni sem gaf hana þriðju frænku
þeirra, Guðrúnu. Þetta er því klukk-
an fræga í Brekkukoti (Melkoti) þar
sem eilífðin bjó og sem sagði ei-líbbð,
ei-líbbð. Eftir að Guðrún lést og Mel-
kot var rifið fór Magnús í Melkoti
með klukkuna að Laxnesi til móður
Halldórs, en hún gaf skáldinu grip-
inn sem því er til húsa að Gljúfra-
steini.
Ísleifur lést 23.7. 1836.
Merkir Íslendingar
Ísleifur Einarsson
Sögufræg Klukkan
að Glúfrasteini.
95 ára
Hrefna Sigurðardóttir
90 ára
Sveinn Snorrason
85 ára
Vilhelmína Þorvaldsdóttir
Þórarinn Óskarsson
Þórey J. Sigurjónsdóttir
80 ára
Auður Ellertsdóttir
Haukur Viktorsson
Sigmar Þorsteinsson
75 ára
Arnheiður Kristinsdóttir
Björg Þorsteinsdóttir
Bryndís Kristinsdóttir
Davíð Valgeirsson
Hanna María Tómasdóttir
Sigurgeir Þórarinsson
70 ára
Aðalsteinn Vilbergsson
Björn Erlendsson
Elísabet Gunnarsdóttir
Eysteinn Ingólfsson
Gísli Guðmundsson
Guðmundur Ragnar
Ingvason
Hrönn Hákonardóttir
Katrín Valsdóttir
60 ára
Erla Ólafía Gísladóttir
Guðlaug M. Ásgeirsdóttir
Hulda Karitas Harðardóttir
Linda Hrönn Sigvaldadóttir
Margrét Helga Ólafsdóttir
Randver Einar Ólason
50 ára
Drífa Daníelsdóttir
Gunnar Guðmundsson
Hallgrímur Óskarsson
Helen Williamsdóttir Gray
Helga Sigurðardóttir
Hjálmar Breiðfjörð
Jóhannsson
Jerzy Wozniak
Kristbjörg Sveinsdóttir
Magnús Helgi Sigurðsson
Ólafía Karlsdóttir
Pétur Pétursson
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
Þorbjörg Ásbjörnsdóttir
40 ára
Arnþór Þórðarson
Elísabet Huld Ragnarsdóttir
Gunnar Aron Ólason
Halldór Gunnar Pálsson
Haukur Harðarson
Hulda Rós Hákonardóttir
Íris Kristinsdóttir
Jón Þorberg Steindórsson
Jón Þorgrímur Stefánsson
Magnús Reyr Agnarsson
Sigurbrandur Kristinsson
Styrmir Guðmundsson
Viðar Daði Einarsson
Vilma K. Guðmundsdóttir
Þórleifur Karl Karlsson
30 ára
Atli Antonsson
Birna Pálsdóttir
Daggrós Þyrí
Sigurbjörnsdóttir
Friðrik Rúnar Halldórsson
Guðný Ólafsdóttir
Hannes Ingi Smárason
Harpa Særós Magnúsdóttir
Helga Vala Ingvarsdóttir
Hrannar Ólafsson
Ingibjörg R. Egilsdóttir
Lukasz Kacprzak
Marta Pálsdóttir
Mohammed Issam Ihssan
Sinokrot
Ólafur Valur Ólafsson
Sólveig Gunnarsdóttir
Tinna Rós Hansen
Til hamingju með daginn
30 ára Unnur ólst upp í
Reykjavík, er búsett þar
og var að ljúka MSc-prófi í
lífefnafræði frá HÍ.
Maki: Gísli Páll lngimund-
arson, f. 1982, bílasmiður
og rafvirki, að ljúka bif-
vélavirkjun.
Stjúpdóttir: Freyja Gísla-
dóttir, f. 2006.
Foreldrar: Guðrún Árný
Arnarsdóttir, f. 1955, hús-
freyja, og Magnús Ólafur
Helgi Axelsson, f. 1948,
lagerstjóri.
Unnur
Magnúsdóttir
30 ára Snædís ólst upp í
Grindavík og býr þar og
starfar á sambýli fyrir fatl-
aða í Grindavík.
Maki: Bogi Adolfsson, f.
1976, sjúkraflutn-
ingamaður.
Börn: Selma Líf, f. 2006,
Guðjón Darri, f. 2012, og
Margrét Jara, f. 2014.
Foreldrar: Andrea Mar-
grét Þráinsdóttir, f. 1966,
félagsliði, og Guðjón Sig-
urðsson, f. 1964, starfs-
maður hjá Stolt Seafarm.
Snædís Ósk
Guðjónsdóttir
30 ára Sigurður ólst upp
í Bandaríkjunum, býr í
Reykjavík, lauk prófum í
kvikmyndagerð og starfar
sjálfstætt sem ljósamað-
ur í kvikmyndagerð.
Maki: Svava Halldórs-
dóttir, f. 1984, fatahönn-
uður og verslunarstjóri.
Dóttir: Saga Ljós Sigurð-
ardóttir, f. 2010.
Foreldrar: Ingibjörg Petra
Guðmundsdóttir, f. 1962,
og Magnús Garðarsson, f.
1958.
Sigurður Ágúst
Magnússon
Íþróttastuðningshlífar
Mikið úrval af stuðningshlífum frá Sporlastic.
Vandaðar vörur á góðu verði.
Sporlastic vörurnar fást einnig í ýmsum apótekum. F
A
S
TU
S
_H
_2
8.
04
.1
5
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16, 2.h. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
Veit á vandaða lausn
HNJÁHLÍFAR HÁSINA- OG ÖKKLAHLÍFAR OLNBOGAHLÍFAR