Morgunblaðið - 21.05.2015, Síða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það má ýmislegt gera til að gleðja
sjálfan sig og aðra án þess að kosta miklu til.
Hvernig fólk bregst við óvæntum aðstæðum
segir mikið um það.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur lagt mikla vinnu í verkefni þitt
og sérð nú fyrir endann á því. Til eru frábær-
ar aðferðir til að bæta nokkrum núllum við
aftan við launin þín.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Rómantískt samband þarfnast
smávegis innspýtingar. Nú er erfiður tími
fyrir hvers kyns vináttu og því þarft þú að
sýna þolinmæði.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú átt ekki gott með að einbeita þér
að flóknum verkefnum í dag, hugurinn fer út
og suður. Taktu til og gerðu við það sem
þarfnast viðgerðar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Yfirmaður þinn mun hugsanlega færa
þér óvænt tíðindi í dag. Ef þú færð á tilfinn-
inguna að einhver sé að fara á bak við þig er
það sennilega rétt hjá þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú munt sennilega eiga alvarlegar
samræður um stjórnmál og trúmál við vin
þinn í dag. Mundu að réttlætið sigrar alltaf að
lokum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt þú eigir erfitt með að hemja tilfinn-
ingar þínar geturðu haft stjórn á þeim.
Stýrðu samræðum í áhugaverðar áttir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu þér ekki til hugar koma að
þú þurfir að klára allt eins og skot. Erfitt sam-
tal sem þú kvíðir mun reynast þér auðvelt. En
stórbrotin áætlun er að verða að veruleika.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þótt enginn brynja sé í fata-
skápnum skaltu brynja þig gegn ósvífnum
árásum vissra vinnufélaga. Fáðu vin þinn í lið
með þér því hann hefur góða dómgreind.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Sláið öllum þýðingarmiklum
samningaviðræðum á frest því þetta er ekki
rétti dagurinn til þess að standa í ströngu.
Kannaðu fyrst hvað þeir hafa fram að færa og
berðu það saman við þín mál.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ýmsar nýjungar eru á döfinni hjá
þér og þú ert ágætlega í stakk búinn til að
fást við þær. Haltu þessu fyrir þig eða milli
þín og náins vinar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér finnst álagið í vinnunni vera orðið
fullmikið. Sumir eiga erfiðara með að biðja
um aðstoð en aðrir. En þú getur líka valið að
líta á þetta sem innblástur.
Kemst þótt hægt fari,“ segirHjálmar Freysteinsson og
yrkir á Boðnarmiði:
Fellur allt í fastar skorður,
fljótræði er engin bót.
Fiskistofa flytur norður
fyrir næstu aldamót.
Í síðustu Vísnahornum birtust á
Leirnum gamlar ferðavísur í sam-
antekt Ólafs Stefánssonar, m.a.
þessi eftir Æra-Tobba:
Veit ég víst hvar vaðið er,
vil þó ekki segja þér –
fram af eyraroddanum,
undan svarta bakkanum.“
„Vísan hans Æra-Tobba“ varð
Grími Thomsen að yrkisefni:
„Veit ég víst hvar vaðið er,“
vaðið yfir lífsins straum;
á bakkanum sætum sofnast þér
svefni fyrir utan draum.
„Veit ég víst hvar vaðið er,
vil þó ekki segja þér.“
Enginn þetta þekkir vað,
þó munu allir ríða það.
„Fram af eyraroddanum,
undan svarta bakkanum,“
feigðar út af oddanum,
undan grafarbakkanum.
Æri-Tobbi fór um Ölfus og
Flóann:
Arra sarra urra glum,
illt þykir mér í Flóanum.
Þagnar magnar þundar klið,
þó er enn verra Ölvesið.
Kristján Gaukur Kristjánsson
segir frá því á Leirnum að faðir
hans, Kristján Jóhannsson frá
Skjaldfönn, hafi ekki verið mikið að
flíka eigin kveðskap á heimilinu –
„en vinur hans kenndi mér eftirfar-
andi ferðavísu sem faðir minn orti
víst 9 ára gamall um prest sem
þjónaði Djúpinu:
Veljast að honum veðrin stinn,
veikur er jafnan kjarkurinn.
Það er eins og andskotinn
sé í eltingarleik við prófastinn.
Fékk hann víst rassskell í skálda-
laun!“
Kristján Eiríksson rifjaði upp
þessa limru eftir Þorstein Valdi-
marsson:
Ég gekk fótbrotinn fimm tíma leið
nema fyrst, þennan spöl sem ég reið,
og stund sem ég beið
og stíg sem ég skreið –
en ég stytti mér auðvitað leið!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Fiskistofa, Æri-Tobbi
og Grímur
Í klípu
„VIÐ ÞURFUM AÐ HREINSA
ANDRÚMSLOFTIÐ, EN AÐ SJÁLFSÖGÐU
BARA OKKAR Á MILLI“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„OG ÞÚ VELTIR ÞVÍ FYRIR ÞÉR AF
HVERJU ÉG VIL EKKI FARA Á ÍTALSKA
VEITINGASTAÐI“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
...það mikilvægasta sem
þú skuldbindur þig til
að gera
VEISTU AF HVERJU
HEIMINN VANTAR MEIRA?
MÉR! ÁST! AÐ HEIMURINN
ELSKI MIG!
ER ÞAÐ AF ÞVÍ
VERTINN LEYFIR
ÞÉR AÐ SKRIFA?
HVER ER
TILGANGUR
LÍFSINS?
AF HVERJU
ER ÉG
HÉR?
Það hefur væntanlega ekki fariðfram hjá nokkru mannsbarni á
Íslandi að hún María okkar er að
fara að keppa í Eurovision-söngva-
keppninni í kvöld. Víkverji óskar
henni að sjálfsögðu allrar velgengni,
þó að hann viðurkenni það fúslega,
að á sínu heimili sjái Frú Víkverji
um öll málefni tengd Eurovision.
Víkverji eyddi til að mynda ágætu
þriðjudagskvöldi í að horfa á fyrri
undankeppnina, jafnvel þó að Ísland
ætti þar engan fulltrúa, því að frúin
skipaði honum að gera það.
x x x
Víkverji getur ekki sagt að sér hafiendilega þótt undankeppnin
leiðinleg, en hann hefði þó líklega
aldrei horft á hana ótilneyddur.
Þannig er nefnilega mál með vexti,
að Víkverji og frú hafa gert með sér
samkomulag. Víkverji situr þolin-
móður í gegnum allt Eurovision-
tengt sem frúnni dettur í hug að láta
hann horfa á, og í staðinn kemur Frú
Víkverji með Víkverja á alla heima-
leiki Knattspyrnufélags Reykjavík-
ur með tölu.
x x x
Vinnufélagar Víkverja sem frétthafa af þessu samkomulagi eru
flestir á því að þarna hljóti einhver
Genfarsáttmáli að hafa verið brot-
inn, því að það falli undir óvenju-
harða refsingu að neyða konuna til
þess að horfa á íslenskan fótbolta í
skiptum fyrir Eurovision-áhorf.
Benda þeir á að Eurovision er í
mesta lagi nokkrar vikur í apríl og
maí, en Pepsi-deildin stendur yfir
frá byrjun maí og til loka september.
Þegar bikarleikir og Evrópukeppnir
hafa bæst við reiknast Víkverja svo
til að um sé að ræða ca. 21 klukku-
tíma á öllu árinu sem fari í Stór-
veldið, á móti kannski 9 sem fari í
Eurovision með undankeppnum.
x x x
Víkverji blæs á allt slíkt tal ogbendir á móti á, að áður en
Eurovision-keppnin sjálf hefst eru
undankeppnir í hinum ýmsu löndum
sem þarf að fylgjast með af jafnmik-
illi natni og sjálfri lokakeppninni.
Þjáningar Víkverja eru því nokkurn
veginn jafnar á við þær sem frúin
þarf að þola. víkverji@mbl.is
Víkverji
Í því birtist kærleikur Guðs til okkar
að Guð hefur sent einkason sinn í
heiminn til þess að hann skyldi veita
okkur nýtt líf. (Fyrsta Jóhannesarbréf 4:9)
Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur
LEGUR
Í BÍLA OG TÆKI
Það borgar sig að nota það besta!
TRAUSTAR VÖRUR
...sem þola álagið
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is
Kúlu- og
rúllulegur