Morgunblaðið - 21.05.2015, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015
„Seinni undanúrslitariðillinn er miklu
erfiðari en sá fyrri, en ég er sann-
færður um að María komist áfram
enda frábær söngkona. Þeir jákvæð-
ustu tala um hana sem „the dark
horse“ sem gæti unnið öllum að óvör-
um,“ segir Felix Bergsson, sem er
kynnir í sjónvarpsútsendingum RÚV
frá Eurovision í Vín. Seinni undan-
keppnin fer fram í kvöld og hefst bein
útsending kl. 19, en flutningur Maríu
Ólafsdóttur á „Unbroken“ er 12. lagið
í röðinni af þeim 17 sem keppa í
kvöld. Röð flytjenda má nálgast á
vefnum eurovision.tv.
Að sögn Felix spá veðbankar Sví-
þjóð sigri, en þar er á ferðinni Måns
Zelmerlöw með lagið „Heroes“. Í
næstu sætum á eftir eru Ítalía, Rúss-
land og Ástralía. „Atriði Svía er mjög
flott og mikið í það lagt. Því var hvísl-
að að mér að söngvarinn sjálfur væri
að setja mikla peninga í þetta atriði.
Hann er ákaflega einbeittur og í
þessu til að vinna, en það á reyndar
næstum alltaf við um Svíana. Þeir
haga sér alltaf eins og sigurvegarar
og það fleytir þeim mjög langt,“ segir
Felix og tekur fram að Guy Sebastian
frá Ástralíu gæti komið á óvart. „Það
bæri vott um mikla gestrisni,“ segir
Felix og rifjar upp að Áströlum var
boðið að taka þátt í ár í tilefni af 60
ára afmæli keppninnar.
Spurður hvort eitthvað hafi komið
sér á óvart við úrslit fyrri undan-
úrslitariðilsins svarar Felix því neit-
andi, en tekur fram að sér hafi þótt
miður að Finnar hafi ekki komist
áfram. „Það var upplýst í gær að
dómnefndir og áhorfendur voru ekki
sammála um eitt laganna og mér
finnst líklegt að reyndin hafi verið sú
að dómnefndir hafi ekki kosið Finna
áfram, en að áhorfendur hafi gert
það,“ segir Felix og tekur fram að
ekki verði upplýst um hvaða lag hafi
verið að ræða fyrr en að lokinni aðal-
keppni á laugardag. silja@mbl.is
Ljósmynd/Elena Volotova(EBU)
Örugg María Ólafsdóttir geislaði af öryggi þegar hún söng lagið Unbroken
á lokaæfingu í Vín í gær, en seinni undanriðill Eurovision fer fram í kvöld.
Seinni riðillinn í
Eurovision erfiðari
Ljósmynd/Elena Volotova (EBU).
Hetjur Måns Zelmerlöw syngur
framlag Svía sem nefnist Heroes.
17 lönd keppa um 10 sæti í kvöld
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Tónlistarmaðurinn Helgi Valur
hefur gefið út fjórðu plötu sína,
Notes From The Underground, en
platan kom út þann 13. maí. Flest
lög plötunnar eru samin á áfanga-
heimili sem Helgi dvaldi á eftir
meðferð en titillag plötunnar var
samið í Berlín og markar það
endalok erfiðs
tímabils sem
einkenndist
af óreglu og
geð-
sjúkdómum.
Þá var loka-
lag plötunnar,
„Love love
love love“, samið í fyrstu innlögn
hans á geðdeild.
Að plötunni kemur fjöldi tónlist-
armanna með Helga Val. Má þar
nefna Ása Þórðarson úr hljóm-
sveitinni Much, Úlf Alexander úr
Oyama, Berg Anderson úr Grísa-
lappalísu og Katie Buckley úr Sin-
fóníuhljómsveit Íslands.
„Ég byrjaði að huga að þessari
plötu 14. mars 2012, daginn sem
ég ákvað að vera edrú en hug-
myndin fæddist á geðdeild árið
2010. Ég samdi þá fyrsta lagið
sem átti jafnframt að vera eina
lagið á plötunni,“ segir Helgi. Sú
áætlun gekk þó ekki eftir og þegar
hann var búinn að vera edrú í um
eitt ár þá hóf hann að semja og
taka upp lögin á plötuna. Hann
segir það hafa verið lið í því að
rækta sig eftir óreglu að taka upp
geislaplötu og láta gamlan draum
rætast, að gefa út á vínyl.
Sættir tvo heima
„Platan markar nýtt upphaf og
endalok í mínu lífi, eyðingu og til-
urð. Maður verður afkastameiri og
massar allt ferlið þegar maður er
edrú. Þá er maður ekki að sleppa
neinum liðum í ferlinu,“ segir
Helgi en hann semur alla texta og
lögin á plötunni sjálfur og eru allir
textarnir á ensku, nema tveir.
„Ég hef alltaf sungið á ensku en
mig langaði að vera mjög einlægur
og persónulegur og náði ég að
semja tvö lög á íslensku sem ég er
mjög sáttur við,“ segir hann en
lögin fjalla um að sætta tvo heima,
undirheima og líf hversdagsleik-
ans.
Fyrri hluti lokalagsins, „Love
love love love“, var saminn á geð-
deild og er fyrri hlutinn frjálst
flæði fyrstu dagana á geðdeildinni,
segir Helgi. Hann týndi síðar text-
anum og var búinn að semja nýjan
texta. Síðar fann hann textann og
varð þá úr ákveðið endurkast á
milli tveggja tímabila. Annars veg-
ar á meðan hann var á geðdeild-
inni og hins vegar nokkru seinna
er hann var útskrifaður. Helgi
Valur stendur fyrir útgáfu-
tónleikum á Húrra á miðvikudags-
kvöldið í næstu viku, 27. maí, og
hefjast þeir klukkan 21.
„Markar nýtt upphaf
og endalok í mínu lífi“
Helgi Valur með plötu Byrjaði þegar hann varð edrú
Ljósmynd/Takeshi Miyamoto
Listamaðurinn „Maður verður afkastameiri og massar allt ferlið þegar
maður er edrú. Þá er maður ekki að sleppa neinum liðum,“ segir Helgi.
Finnski hönnuðurinn Ilkka Supp-
anen hlýtur hin virtu hönn-
unarverðlaun Torsten och Wanja
Söderbergs pris í ár. Þetta eru ein
virtustu hönnunarverðlaun samtím-
ans og nemur verðlaunaféð einni
milljón sænskra króna, um sextán
milljón íslenskum.
Suppanen er fæddur árið 1968 og
nam arkitektúr við Tækniháskól-
ann í Helsinki og innanhús-
arkitektúr og húsgagnahönnun við
Aalto-háskólann þar í borg. Hann
hefur síðan unnið með fjölda
þekktra fyrirtækja, svo sem Artek,
Nokia, Zanotta og Marimekko, með
sjálfbærni að leiðarljósi. Þá hefur
hönnun hans verið sýnd í helstu
söfnum og á hönnunartvíæringum.
Suppanen hlýtur Söderbergs verðlaunin
Ljósmynd/Pierre Bjork
Hönnuðurinn Verk Suppanen hafa not-
ið verðskuldaðrar athygli á liðnum árum.
Tveir fyrirlestrar verða fluttir í
stofu 101 í Odda í dag, fimmtudag,
klukkan 16.30 í hinni athyglisverðu
fyrirlestraröð Miðaldastofu Há-
skóla Íslands um Landnám Íslands.
Sverrir Jakobsson, prófessor í
miðaldasögu, fjallar um Ara fróða,
landnám í Breiðafirði og helstu for-
ystumenn á því svæði. Náin vensl
hafa verið á milli þessara fjöl-
skyldna frá fyrstu tíð og Ari var
tengdur þeim öllum.
Torfi H. Tulinius, prófessor í ís-
lenskum miðaldafræðum, fjallar
um ritun Landnámu í ljósi kenninga
heimspekingsins Paul Ricoeur um
„sjálfsmynd sem afurð frásagna“.
Fjalla um Ara fróða og ritun Landnámu
Morgunblaðið/Sverrir
Prófessorinn Sverrir Jakobsson fjallar
um Ara fróða og landnám í Breiðafirði.
ÞÚNÝTURÞESSAÐMOKA INNKÍLÓMETRUNUMÁCANNONDALE
…OGVELURLENGRILEIÐINAHEIM.
529.900,-
CAAD86TIAGRA
SYNAPSEULTEGRACARBON56CM210.000,-
HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200
VERSLAÐU Á
WWW.GÁP.IS
LEIKASÉRUMHELGAR
&HJÓLA Í VINNUNAÁVIR
KUMDÖGUM!