Morgunblaðið - 21.05.2015, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015
ÍSLENSKT TAL
POWERSÝNING
KL. 10:30
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxus
ingu, er ekki eitthvað andlegt í
þeim? Og litirnir, fölrauður, bleikur
og sundlaugablár, eru þeir ekki líka
íslenskir?“ spyr hann Helga og
hlær.
Lühti segir síðan að myndverk sín
séu alltaf óræð. „Ég hef engan
áhuga á að skapa expressjóníska
list, tjáningin á að koma úr hugs-
ununum um verkin, ekki úr mynd-
unum sjálfum.
Mér finnst gaman að beita ein-
földum og ódýrum brögðum í sköp-
unarferlinu. Ekki eins og Picasso og
Bacon með tjáningarríkum lita-
samsetningum í málverki, heldur
kann ég betur við að ýta á takka á
myndavél eða smella með músinni í
Photoshop.“ Þegar Lühti er spurður
að því hvort hann njóti þess að vera
prakkaralegur í listinni, þá glottir
hann og kinkar kolli. „Ég vildi
gjarnan vera prakkari en mér tekst
það aldrei. Ég leita líka fegurðar en
tekst aldrei að fanga hana í sinni
hreinustu mynd.“ efi@mbl.is
Morgunblaðið/Einar Falur
Í stofunni Urs Lühti við nokkur verka sinna í Ganginum. Til hægri er eitt
nýju verkanna sem hann vann fyrir sýninguna en á hillu eldri myndröð.
AF TÓNLIST
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Írska sjarmatröllið Damien Rice
hélt eftirminnilega tónleika í
Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld og
höfðu sérfróðir um söngvaskáldið
það á orði, að tónleikum loknum,
að Rice hefði verið í óvenjugóðu
formi þetta kvöld. Rice fór sem
rússíbani um tilfinningaskalann,
allt frá því að leika á gítarinn og
syngja svo mjúklega að vart
heyrðist í honum yfir í að
sprengja nánast hátalara og
hljóðhimnur tónleikagesta með
gargandi rokki. Allt virtist þá
ætla að bresta; röddin, gítarinn,
hátalararnir og Rice sjálfur. Allt
með vilja gert, geri ég ráð fyrir.
Stundum var hann trúbador;
söngvari, gítarleikari og sagna-
maður, og stundum eins manns
hljómsveit, þökk sé skælifetlum
og fótknúnum hljóðbrellugræjum
sem ég kann ekki að nefna. Rice
var einn á sviðinu, engin hljóm-
sveit og söngkonan Lisa Hann-
igan fjarri góðu gamni. Ekki kom
það að sök, Rice jafnvel betri án
hljómsveitar en með, vilja sumir
meina.
Rice heillaði gesti með hisp-
urslausri framkomu sinni þetta
kvöld, ófeiminn við að tala um til-
finningar sínar og misheppnuð
ástarsambönd m.a. og benti rétti-
lega á að lögin hans væru ekki
ástarsöngvar, eins og einhverjir
virtust halda. Þau væru öllu held-
ur haturslög, söngvar um mistök,
eftirsjá, tímann og sorgina, þó
vissulega kæmi ástin oftast nær
við sögu. Rice lá mikið á hjarta
þetta kvöld og hann var á köflum
tregafullur, jafnvel bitur, þó alltaf
væri stutt í grínið.
Kærastinn Jesús
En byrjum á byrjuninni, tékk-
nesku tónlistarkonunni Marketu
Irglovu sem hitaði upp fyrir Rice
með blíðum söng og mjúkum ball-
öðum. Irglova hefur búið hér og
starfað í þrjú ár, varð ástfangin
af Íslendingi og eiga þau nú von á
öðru barni sínu. Irglova deildi
þessu með tónleikagestum, virtist
allt að því feimin þegar hún sagði
frá og brosti sínu blíðasta. Irglova
tók nokkur lög sem ég kann ekki
að nefna, falleg en dálítið keimlík
hvert öðru og endaði svo á lagi úr
rokksöngleiknum Jesus Christ
Superstar, ,,I don’t know how to
love him“. Söngurinn var ægifag-
ur og Irglova sagði skemmtilega
sögu áður en hún hóf hann, að
hún hefði orðið ástfangin af Jesú
þegar hún horfði barnung á kvik-
myndina Jesus Christ Superstar.
Ekki hefði hún þá gert sér grein
fyrir pínu Krists á krossinum,
teiknað myndir af honum kross-
festum hvert sem hún fór og þeg-
ar fólk spurði af hverju myndin
væri hefði hún einfaldlega svarað
því til að hún væri af kærastanum
hennar. Var þá hlegið í Þjóðleik-
húsinu.
Syndunum kastað á bálið
Eftir alllangt hlé var komið
að Íranum góða. Hann kom víða
við í lögum sínum og spjalli við
gesti, ýmis vandamál mannanna
voru rædd, m.a. mikilvægi þess að
láta sig tilfinningar annarra
varða og að fyrirgefa sér eigin
syndir. Hann hefði sjálfur prófað
að kasta syndunum á bálið með
góðum árangri. Það var líka stutt
í grínið og furðulegar samlík-
ingar. Þannig bað Rice gesti að
ímynda sér hvernig það færi ef
unglingi væru færðar fullar
ferðatöskur af peningum á hverj-
um degi, töskur með mörg hundr-
uð milljónum króna, og hann beð-
inn um að gæta þeirra vel og
eyða ekki peningunum. Auðvitað
gengi það ekki upp frekar en að
geyma milljónir sæðisfruma á
degi hverjum! Einmitt það. Og
nokkur laga sinna kallaði Rice í
gríni ,,typpa-lög“, þó þau fjalli
raunar ekki um hinn utaná-
liggjandi fítus. Að vísu má finna
eftirfarandi setningu í texta lags-
ins ,,The Professor“: ,,Loving is
good if your dick’s made of wo-
od.“ Frekar verður ekki farið út í
þá sálma að þessu sinni.
Hæfileikarík Margrét
Sá írski brást ekki aðdáend-
um sínum þetta kvöld. Þetta voru
fyrstu tónleikarnir sem ég hef séð
með honum og þeir verða vonandi
fleiri. Rice tók fjölmörg lög af
fyrstu tveimur plötum sínum, nán-
ast hvern einasta smell (þeir eru
margir) og af síðustu plötu sinni,
hinni bráðgóðu My Favorite Fa-
ded Fantasy. Hann hóf leika á
,,Delicate“ og á eftir fylgdu m.a.
,,The Blower’s Daughter“, ,,9 Cri-
mes“, ,,Woman like a man“, ,,The
Greatest Bastard“, ,,The Profess-
or“ og ,,I remember“. Í ,,Woman
like a man“ var blindandi ljósa-
sýning og gekk mikið á og lagið
,,Amie“ tók Rice að ósk tónleika-
gests og ,,The Blower’s Daug-
hter“ var fyrsta aukalagið eftir
uppklapp og eflaust enn stærsti
smellur Rice.
Óvæntar uppákomur voru
tvær. Fyrir flutning á laginu ,,I
remember“ sagðist Rice gjarnan
vilja fá söngkonu úr sal til að
syngja með sér. Áttu tónleikagest-
ir líklega ekki von á því að ein-
hver byði sig fram en það gerði
þó ung kona að nafni Margrét.
Hún tók lagið með Rice sem
þurfti að vísu að hvísla að henni
textanum á köflum, gestum til
gamans, og söngur hennar var
fagur og merkilega góður í ljósi
aðstæðna, þ.e. að syngja óvænt
með sjálfum Damien Rice á tón-
leikum fyrir fullu Þjóðleikhúsi.
Tónleikagestir studdu vel við
Margréti, klöppuðu henni lof í
lófa og hún má sannarlega vera
stolt af sínu framlagi.
Undir lok tónleika var svo
aftur boðið upp á óvænt atriði því
karlakór Kaffibarsins, Bartónar,
birtist á sviðinu, steig hægt út úr
myrkrinu, gestum til nokkurrar
furðu. Irglova var kölluð upp á
svið og saman tóku þau Rice og
kórinn lokauppklappslag. Frábær
endir á vel heppnuðum tónleikum.
Þeir sem eiga miða á tónleika
Rice í Gamla bíói á mánudaginn
eiga von á góðu.
Persónulegi trúbadorinn
Morgunblaðið/Kristinn
Söngvaskáldið „Þeir sem eiga miða á tónleika Rice í Gamla bíói á mánudaginn eiga von á góðu,“ segir blaðamaður.
Margrét Unnarsdóttir, 24 ára nemi í sálfræði við Há-
skóla Íslands, svaraði kalli Rice og söng með honum í
laginu „I remember“ á tónleikunum. Margrét var í kór
sem barn allt til 16 ára aldurs og hóf þá stutt söngnám á
Akureyri. Hún sagði í samtali við blaðamann í gær að
hún væri mikill aðdáandi Rice og hefði því ekki viljað
sleppa þessu gullna tækifæri, að fá að syngja með hon-
um á tónleikum. Kærastinn hefði líka hvatt hana til
þess. „Ég þekki lagið vel en textinn gleymdist í stress-
inu,“ segir Margrét og hlær. Spurð að því hvernig hefði
verið að syngja með Rice segir hún það hafa verið mjög sérstaka líf-
reynslu. „Þegar þetta var yfirstaðið var mjög óraunverulegt að þetta
hefði gerst,“ segir Margrét og hlær. „Þetta var svakalega gaman.“
Söngelskur sálfræðinemi
MARGRÉT UNNARSDÓTTIR TÓK LAGIÐ MEÐ DAMIEN RICE
Margrét
Unnarsdóttir