Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 33 VETRARLEIKIRNIR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þriðja árið í röð er það Breiðablik sem er með mestu sigurgönguna að baki á undirbúningstímabilinu þegar keppni fer af stað í efstu deild karla. Bæði 2013 og 2014 náði Kópavogs- liðið bestum árangri allra liða í vetr- ar- og vormótunum, þegar allir mótsleikir á þeim tíma voru lagðir saman, og sú er líka raunin í ár. Undirbúningstímabilið er svipað hjá Breiðabliki í ár og 2013. Þá unnu Blikarnir 12 leiki af 14 í vetrarmót- unum, og þar af 8 leiki af tíu gegn liðum úr efstu deild. Núna unnu Blikar níu leiki í röð, í febrúar, mars og apríl, unnu bæði Fótbolta.net-mótið og Lengjubik- arinn. Þeir unnu tólf leiki og gerðu tvö jafntefli í fjórtán mótsleikjum. Þar af voru sjö sigrar og eitt jafntefli í átta leikjum gegn liðum úr efstu deild. Hvað segir þetta um gengið á Íslandsmótinu? En hvað segja úrslit á undirbún- ingstímabilinu um gengi liðanna á sjálfu Íslandsmótinu? Skoðum hver niðurstaðan hefur verið undanfarin tvö ár og berum saman við gengi lið- anna í leikjum við önnur úrvalsdeild- arlið á viðkomandi undirbúnings- tímabili: Árið 2013 varð lokaröðin í deild- inni þessi, röðin eftir vetrarleikina innan sviga: 1 KR (2) 2 FH (4) 3 Stjarnan (7) 4 Breiðablik (1) 5 Valur (3) 6 ÍBV (6) 7 Keflavík (10) 8 Fylkir (9) 9 Fram (12) 10 Þór (11) 11 Víkingur Ó. (5) 12 ÍA (8) Árið 2014 varð lokaröðin í deild- inni þessi, röðin eftir vetrarleikina innan sviga: 1 Stjarnan (4) 2 FH (3) 3 KR (2) 4 Víkingur R. (7) 5 Valur (12) 6 Fylkir (8) 7 Breiðablik (1) 8 Keflavík (9) 9 Fjölnir (11) 10 ÍBV (10) 11 Fram (5) 12 Þór (6) Miðað við þessi tvö ár er mark- tækast að horfa á frammistöðu Eyjamanna. Þeir hafa bæði árin endað í sama sæti á Íslandsmótinu og þeir hefðu verið í að vetrarleikj- unum loknum. ÍBV er reyndar eina liðið hvort árið fyrir sig sem endar á nákvæmlega sama stað. Breiðablik er ósigrað í vetur  Hefur unnið tólf leiki og gert tvö jafntefli frá áramótum  Tveir bikarar Morgunblaðið/Eva Björk Marksækinn Albert Brynjar Ingason skoraði sex mörk fyrir Fylki í seinni umferð Íslandsmótsins í fyrra og gerði níu mörk í mótsleikjum Árbæjarliðs- ins í vetur. Hann gæti hæglega orðið einn af þeim markahæstu í sumar. FÓTBOLTINN 2015 MÖRK Í VETUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þrír leikmenn urðu jafnir og marka- hæstir í mótsleikjum úrvalsdeild- arliðanna á undirbúningstímabilinu. Ellert Hreinsson úr Breiðabliki, Kristinn Freyr Sigurðsson úr Val og Albert Ingason úr Fylki skoruðu 9 mörk hver í leikjum sinna liða í Reykjavíkurmótinu, Fótbolta.net- mótinu og Lengjubikarnum. Næstur á eftir þeim kom Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson með 8 mörk. Markahæstu leikmenn í hverju liði fyrir sig á undirbúnings- tímabilinu voru eftirtaldir: Stjarnan Arnar Már Björgvinsson 5, Þór- hallur Knútsson 3, Jeppe Hansen 3. FH Atli Viðar Björnsson 5, Steven Lennon 5, Brynjar Ásgeir Guð- mundsson 3, Atli Guðnason 3. KR Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Al- marr Ormarsson 4, Gary Martin 3, Aron Bjarki Jósepsson 3. Víkingur R. Stefán Þór Pálsson 6, Haukur Baldvinsson 3, Andri Rúnar Bjarna- son 3, Pape Mamadou Faye 3. Valur Kristinn Freyr Sigurðsson 9, Pat- rick Pedersen 7, Haukur Páll Sig- urðsson 4, Ragnar Þór Gunnarsson 3, Haukur Ásberg Hilmarsson 3, Sigurður Egill Lárusson 3. Fylkir Albert Ingason 9, Andrés Már Jó- hannesson 3, Ásgeir Örn Arnþórs- son 3, Ingimundur Óskarsson 3. Breiðablik Ellert Hreinsson 9, Arnþór Ari Atlason 7, Arnór Sveinn Aðal- steinsson 5, Davíð Kristján Ólafsson 3, Olgeir Sigurgeirsson 3. Keflavík Hólmar Örn Rúnarsson 4, Hörður Sveinsson 4, Jóhann Birnir Guð- mundsson 3, Sigurbergur Elísson 3. Fjölnir Aron Sigurðarson 3, Birnir Snær Ingason 3, Gunnar Már Guðmunds- son 2, Viðar Ari Jónsson 2. ÍBV Aron Bjarnason 5, Bjarni Gunn- arsson 4, Gauti Þorvarðarson 3, Jo- nathan Glenn 3. Leiknir R. Hilmar Árni Halldórsson 7, Ólafur H. Kristjánsson 6, Kolbeinn Kára- son 3, Kristján Páll Jónsson 3. ÍA Garðar B. Gunnlaugsson 8, Arse- nij Buinickij 7, Arnar Már Guð- jónsson 5, Jón Vilhelm Ákason 3. Fjórir héldu sínu striki En hversu líklegt er að þeir leik- menn sem voru markahæstir í vetur og vor verði líka markahæstu menn sinna liða á Íslandsmótinu í sumar? Í fyrra náðu fjórir leikmenn að halda sínu striki eftir gott marka- skor yfir veturinn og skoruðu líka mest fyrir lið sitt um sumarið. Það voru Árni Vilhjálmsson úr Breiða- bliki, Hörður Sveinsson úr Keflavík, Gary Martin úr KR og Jóhann Helgi Hannesson úr Þór. Hjá hinum átta liðunum voru það aðrir leikmenn sem tóku við og gerðu flest mörk á Íslandsmótinu. Fjórir skoruðu 9 mörk í vetur Morgunblaðið/Ómar Níu Ellert Hreinsson skoraði grimmt fyrir Breiðablik í vetur. Allir mótsleikir: Breiðablik 14 12 2 0 34:8 38 Valur 14 9 3 2 40:20 30 Stjarnan 13 9 1 3 22:11 28 ÍA 13 8 2 3 30:23 26 Leiknir R. 13 7 4 2 26:19 25 Víkingur R 13 7 3 3 24:19 24 FH 12 7 2 3 25:14 23 Fjölnir 12 6 1 5 15:16 19 KR 12 5 3 4 20:15 18 Fylkir 11 5 2 4 23:13 17 Keflavík 11 3 4 4 21:23 13 ÍBV 11 3 2 6 20:24 11 Innbyrðis í efstu deild: Breiðablik 8 7 1 0 18:4 22 Valur 8 4 2 2 18:13 14 FH 7 3 2 2 9:9 11 ÍA 7 3 1 3 13:12 10 Stjarnan 7 3 1 3 8:8 10 Fjölnir 7 3 1 3 7:11 10 Leiknir R. 7 2 3 2 11:11 9 Víkingur R. 7 2 2 3 8:13 8 KR 7 2 1 4 10:12 7 Keflavík 6 1 3 2 11:13 6 Fylkir 5 1 1 3 7:6 4 ÍBV 6 0 2 4 7:16 2 Staðan eftir vetrarleikina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.