Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 30
LEIKJAHÆSTIR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Kristján Finnbogason, varamark- vörður FH-inga, sem verður 44 ára gamall í þessum mánuði, er bæði elsti leikmaður Pepsi-deildar karla í ár og leikjahæstur þeirra sem skipa leikmannahópa liðanna tólf í deild- inni. Kristján hefur spilað 268 leiki í efstu deild með ÍA, KR og Fylki en hann hefur ekki náð að spila leik í deildinni fyrir FH-inga enn sem komið er. Kristján lék síðast í deild- inni undir lok tímabilsins 2013, þá með Fylki, en var varamarkvörður fyrir Róbert Örn Óskarsson hjá FH á síðasta tímabili án þess að þurfa að hlaupa í skarðið. Aðeins tveir leikmenn í sögu ís- lenskrar knattspyrnu hafa spilað fleiri leiki í efstu deild hérlendis en Kristján. Birkir Kristinsson lék 321 leik í markinu hjá KA, ÍA, Fram og ÍBV og Gunnar Oddsson spilaði 294 leiki í deildinni með Keflavík, Leiftri og KR. Þeir sem hafa leikið 200 leiki og meira í efstu deild í upphafi tímabils- ins, og eru í leikmannahópum lið- anna tólf í deildinni 2015, eru sjö talsins. Atli leikjahæsti útispilarinn Atli Jóhannsson, miðjumaður Stjörnunnar, er leikjahæstur af úti- spilurunum í deildinni í ár. Atli hefur leikið 233 leiki með ÍBV, KR og Stjörnunni. Hann er í 13.-14. sæti yf- ir þá leikjahæstu frá upphafi og gæti farið upp í 5.-6. sætið í ár, nái hann að spila alla leiki Stjörnunnar á tímabilinu. Magnús S. Þorsteinsson, sóknar- maður Keflvíkinga, kemur næstur af þeim sem spila í deildinni í ár. Hann hefur leikið 220 leiki með Keflavík og Grindavík. Grétar Sigfinnur Sigurðarson, miðvörður KR-inga, kemur næstur með 218 leiki fyrir Val, Víking og KR. Atli Viðar Björnsson, framherji FH-inga, hefur spilað 205 leiki í deildinni, alla fyrir Hafnarfjarð- arliðið. Hólmar Örn Rúnarsson, miðju- maður Keflvíkinga, sem er kominn aftur þangað frá FH, er með 204 leiki fyrir þessi tvö félög. Óskar Örn Hauksson, kantmaður úr KR, komst á listann yfir 200 leikja mennina í lokaumferð Íslands- mótsins í fyrra en þá lék hann sinn 200. leik í efstu deild. Einn 200 leikja maður hefur lagt skóna á hilluna frá því í fyrra. Fjalar Þorgeirsson, sem þá varði mark Vals, á að baki 227 leiki í deildinni. Hann er nú markvarðaþjálfari hjá Stjörnunni. Kristján áfram sá leikjahæsti  Varamarkvörður FH er að verða 44 ára og er þriðji hæstur frá upphafi  Atli efstur útispilaranna og sjö 200 leikja menn spila í deildinni í ár Morgunblaðið/Golli 233 Stjörnumaðurinn Atli Jóhannsson, til hægri, í baráttu við Chris Tsonis hjá Fjölni á síðasta tímabili. Hann er leikjahæstur af þeim útispilurum sem leika í efstu deild á þessu keppnistímabili. FÓTBOLTINN 2015 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 30 KOMDU Í FÓTBOLTA #komduifotbolta www.ksi.is MARKAHÆSTIR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Atli Viðar Björnsson, sóknar- maðurinn reyndi úr FH, getur orð- ið fjórði leikmaðurinn frá upphafi til að skora 100 mörk í efstu deild. Atli, sem er 35 ára gamall, skoraði 8 mörk fyrir FH í deildinni í fyrra og hefur nú samtals gert 98 mörk, öll fyrir Hafnarfjarðarliðið, enda hefur hann ekki spilað með öðru félagi í efstu deild. Tryggvi Guðmundsson á marka- metið sem hann sló árið 2012 og bætti um tvö mörk árið 2013, en hann gerði 131 mark fyrir ÍBV, KR, FH og Fylki. Ingi Björn Albertsson hafði átt metið í aldarfjórðung en hann skoraði 126 mörk fyrir Val og FH á árunum 1970 til 1987. Guðmundur Steinsson er sá þriðji sem hefur náð hundrað mörkum en hann gerði 101 mark fyrir Fram og Víking á árunum 1978 til 1993. Næstir á eftir Atla Viðari á markalista allra tíma eru Her- mann Gunnarsson sem skoraði 95 mörk fyrir Val og ÍBA og Matthías Hallgrímsson sem skoraði 94 mörk fyrir ÍA og Val. Langt í næstu menn Þess verður hinsvegar langt að bíða að aðrir leikmenn komist í tæri við 100 mörkin. Af þeim sem nú leika í efstu deild er Hörður Sveinsson úr Keflavík næstur á eftir Atla Viðari en Hörður hefur gert 54 mörk. Atli Guðnason úr FH er með 53 mörk og Albert Brynjar Ingason úr Fylki, sonur Inga Björns, hefur skorað 50 mörk í efstu deild. Skorar Atli 100. markið?  Vantar aðeins tvö til að verða sá fjórði sem nær hundraðinu Morgunblaðið/Árni Sæberg 98 Atli Viðar Björnsson er marka- hæstur FH-inga frá upphafi. Tryggvi Guðmundsson 131 Ingi Björn Albertsson 126 Guðmundur Steinsson 101 Atli Viðar Björnsson 98 Hermann Gunnarsson 95 Matthías Hallgrímsson 94 Hörður Magnússon 87 Björgólfur Takefusa 83 Ragnar Margeirsson 83 Arnar Gunnlaugsson 82 Steingrímur Jóhannesson 81 Guðmundur Steinarsson 81 Ríkharður Jónsson 78 Pétur Pétursson 72 Steinar Jóhannsson 72 Flest mörk í efstu deild Birkir Kristinsson 321 Gunnar Oddsson 294 Kristján Finnbogason 268 Sigurður Björgvinsson 267 Guðmundur Steinarsson 255 Heimir Guðjónsson 254 Andri Marteinsson 246 Júlíus Tryggvason 243 Tryggvi Guðmundsson 241 Sigurbjörn Hreiðarsson 240 Þormóður Egilsson 239 Guðmundur Benediktsson 237 Atli Jóhannsson 233 Sigursteinn Gíslason 233 Pálmi Haraldsson 231 Pétur Ormslev 231 Flestir leikir í efstu deild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.