Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 14
FÓTBOLTINN 2015
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015
14
Takk hreinlæti ehf hefur flutt
alla starfsemi sína
fráViðarhöfða 2 í Skútuvog 3,
gengið inn frá
Barkarvogi
Skútuvogi 3 – 110 Reykjavík – Sími 577 6500 – www.takk.is – takk@takk.is
Erum flutt
FYLKIR
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Síðsta leiktíð var mikil rússíbanareið
hjá Fylkismönnum. Lengi vel átti
Árbæjarliðið á hættu að kveðja deild
þeirra bestu eftir 15 ára samfellda
veru en á endanum tókst liðinu að
bjarga sér frá falli. Og gott betur en
það því þegar 25 mínútur voru eftir
af Íslandsmótinu var liðið með far-
seðil í Evrópukeppnina í höndunum.
En tvö mörk frá fallliði Fram á loka-
kaflanum og tap á móti Safamýr-
arliðinu gerðu hins vegar Evr-
ópudrauminn að engu og
niðurstaðan varð sjötta sætið, einu
sæti ofar en tímabilin fjögur þar á
undan
Skilaboðin skýr úr Lautinni
Skýr skilaboð hafa borist úr
„Lautinni“ á undirbúningstímabilinu
þess efnis að markmið Fylkismanna
í ár sé að komast í Evrópukeppnina
og þeir appelsínugulu höfðu hraðar
hendur þegar mótinu lauk í fyrra.
Fylkismenn voru fljótir að hasla sér
völl á leikmannamarkaðnum og
nældu sér í góða „bita“ sem þeir
þekkja þó vel til. „Týndu“ synirnir
Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Ingi-
mundur Níels Óskarsson sneru aft-
ur í Árbæinn og fylgdu þar fordæmi
Alberts Brynjars Ingasonar, sem
kom aftur til félagsins frá FH um
mitt tímabil í fyrra og fann þar
gömlu góðu markaskóna. Albert
Brynjar skoraði 6 mörk í þeim 10
leikjum sem hann spilaði í deildinni.
Innkoma hans breytti miklu til hins
betra hvað sóknarleikinn varðar og
átti sinn þátt í þeim mikla viðsnún-
ingi sem varð á gengi Fylkis-liðisins
þegar leið á síðustu leiktíð.
Óhræddir að taka Jóa Kalla
Fylkismenn veðjuðu líka á Jó-
hannes Karl Guðjónsson og fengu
hann til liðs við sig. Það truflaði ekki
þjálfarann Ásmund Arnarsson að fá
Jóa Kalla þó svo að Skagamaðurinn
hafi fallið úr Pepsi-deildinni með
tveimur liðum á jafnmörgum árum,
ÍA og Fram. Ásmundur ætlar Jó-
hannesi mikilvægt hlutverk í liðinu
og það er vonandi að þessi fyrrver-
andi landsliðsmaður og atvinnumað-
ur til margra ára nái að sýna hvað í
honum býr. Hann skuldar betri
frammistöðu en undanfarin ár. Þá er
miðvörðurinn Kristján Hauksson
kominn aftur á fulla ferð en hann tók
fram skóna þegar leið á síðustu leik-
tíð eftir stutt hlé. Með tilkomu þess-
ara leikmanna leikur enginn vafi á
að Fylkisliðið mætir öflugra til leiks
í ár og er betur tilbúið heldur en á
síðustu leiktíð enda leikmannahóp-
urinn nánast fullmótaður snemma á
undirbúningstímabilinu ólíkt því
sem hefur verið undanfarin ár. Þó
varð miðvörðurinn öflugi Kristján
Valdimarsson að leggja skóna á hill-
una vegna þrálátra meiðsla.
Króatinn síðasta púslið
Síðasta púslið hjá Ásmundi var
svo að næla í króatíska miðvörðinn
Tonci Radovnikovic en hann er eini
erlendi leikmaðurinn sem Fylkir
teflir fram í sumar. Í fyrra voru þeir
hins vegar þrír og voru þeir ekki í
neinu uppáhaldi hjá stuðnings-
mönnum félagsins. Stór kostur í liði
Fylkismanna er sá að margir leik-
menn liðsins eru uppaldir hjá félag-
inu og fari liðið vel af stað, ólíkt und-
angengnum árum, er aldrei að vita
nema að hin nýja og fallega stúka
þeirra Fylkismanna verði full af
fólki á Evrópuleik sumarið 2016.
Markmiðin
skýr í Árbæ
Morgunblaðið/Ómar
Öflugur Andrés Már Jóhannesson gæti leikið stórt hlutverk í Fylkisliðinu en
hann hefur spilað margar stöður, á miðju, kanti eða sem bakvörður.
Leikmenn
árið 2015
Efsta deild Lands-
Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá
* var í láni
1 Bjarni Þórður Halldórsson 1983 155 0 0 Stjörnunni ‘11
12 Ólafur Íshólm Ólafsson 1995 1 0 0
Markverðir
3 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 1987 88 1 0 GAIS ‘15
6 Oddur Ingi Guðmundsson 1989 50 5 0 Þrótti R. ‘10
8 Jóhannes Karl Guðjónsson 1980 67 11 34 Fram ‘15
10 Andrés Már Jóhannesson 1988 115 11 0 Haugesund ‘14
13 Kolbeinn Birgir Finnsson 1999 0 0 0
17 Ásgeir Örn Arnþórsson 1990 70 7 0 *Aftureldingu ‘13
21 Daði Ólafsson 1994 13 0 0
24 Elís Rafn Björnsson 1992 50 4 0
25 Hinrik Atli Smárason 1995 0 0 0 *Elliða ‘14
27 Orri Sveinn Stefánsson 1996 0 0 0 *Elliða ‘14
29 Axel Andri Antonsson 1998 0 0 0
Miðjumenn
7 Ingimundur Níels Óskarsson 1986 134 38 0 FH ‘15
9 Ragnar Bragi Sveinsson 1994 18 0 0 Kaiserslautern‘14
14 Albert Brynjar Ingason 1986 154 50 0 FH ‘14
15 Hákon Ingi Jónsson 1995 13 1 0
22 Davíð Einarsson 1992 12 0 0 KR ‘13
Sóknarmenn
2 Kristján Hauksson 1986 144 4 0 Fram ‘13
4 Tonci Radovnikovic 1988 0 0 0 NK Solin ‘15
5 Ásgeir Eyþórsson 1993 42 3 0
11 Kjartan Ágúst Breiðdal 1986 134 19 0
16 Tómas Þorsteinsson 1988 109 2 0 *Aftureldingu ‘09
19 Reynir Haraldsson 1995 0 0 0 ÍR ‘15
20 Stefán Ragnar Guðlaugsson 1991 64 4 0 Val ‘14
23 Andri Þór Jónsson 1991 37 1 0 New Orleans ‘15
26 Ari Leifsson 1998 0 0 0
28 Sigurvin Reynisson 1995 0 0 0 *Elliða ‘14
Varnarmenn
Fylkismenn ætla sér að ná Evrópu-
sæti Góður liðsstyrkur í „Lautina“
Fjórða tímabilið í
röð er Ásmundur
Arnarsson við
stjórnvölinn hjá
Fylkismönnum
en hann kom til
félagsins frá
Fjölni úr Graf-
arvogi þar sem
hann starfaði í
sjö ár. Fyrstu tvö
tímabilin undir
stjórn Ásmundar höfnuðu Fylk-
ismenn í sjöunda sæti en sjötta sæt-
ið varð hlutskipti Árbæjarliðsins í
fyrra.
Breyting hefur orðið á aðstoðar-
þjálfarastarfinu. Sálfræðingurinn
Haukur Ingi Guðnason sem hefur
aðstoðað Ásmund undanfarin ár er
nú orðinn afreksþjálfari og yfirþjálf-
ari yngri flokka hjá Fylki en við
starfi hans tók Skagamaðurinn
Reynir Leósson, margreyndur leik-
maður hér heima og erlendis.
Hinn þrautreyndi Bjarni Þórður
Halldórsson hefur varið mark Fylk-
ismanna undanfarin ár en hann og
hinn tvítugi Ólafur Íshólm Ólafsson
munu berjast um markvarðarstöð-
una í sumar. Þeir hafa skipt leikj-
unum bróðurlega á milli sín á und-
irbúningstímabilinu.
Stefán Ragnar
Guðlaugsson lék
í stöðu hægri
bakvarðar á síð-
ustu leiktíð og
mun líklega gera
það áfram í sum-
ar. Ásgeir Ey-
þórsson, Króat-
inn Tonci
Radovnikovic og
Kristján Hauks-
son eru miðverðir Árbæjarliðsins og
í vinstri bakvarðarstöðunni hafa
Fylkismenn þá Tómas J. Þor-
steinsson og hinn unga Reyni Har-
aldsson sem kom frá ÍR-ingum í
vetur. Þá er hinn reyndi Kjartan
Ágúst Breiðdal til staðar og hann
getur leyst nokkrar stöður á vell-
inum.
Jóhannes Karl Guðjónsson og
Ásgeir Börkur Ásgeirsson koma til
með að gegna stórum og mikil-
vægum hlutverkum á miðjunni og
þar eru líka til staðar Oddur Ingi
Guðmundsson, Andrés Már Jó-
hannesson, sem reyndar getur leyst
margar stöður, og Daði Ólafsson,
allir gegnheilir Fylkismenn.
Í sóknarsveitinni eru Fylkismenn
með markaskorarann mikla Albert
Brynjar Ingason sem og þá Ingi-
mund Níels Óskarsson og Ásgeir
Örn Arnþórsson og fleiri valkosti
hafa Fylkismenn með framherjana
Ragnar Braga Sveinsson og Hákon
Inga Jónsson.
Þá gætum við fengið að sjá unga
og efnilega Fylkismenn spreyta sig
í sumar. Þeirra meðal hinn 16 ára
gamla Kolbein Finnsson og einnig
Sigurvin Reynisson.
Fylkir
Ásmundur
Arnarsson
Kjartan Ágúst
Breiðdal
Breytingar á liði Fylkis
KOMNIR:
Andri Þór Jónsson frá New
Orleans Jesters (Bandar.)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson frá
GAIS (Svíþjóð)
Egill T. Ómarsson í Elliða (lán)
Ingimundur N. Óskarsson frá FH
Jóhannes K. Guðjónsson frá Fram
Reynir Haraldsson frá ÍR
Tonci Radovnikovic frá NK Solin
(Króatíu)
FARNIR:
Agnar Bragi Magnússon, hættur
Andrew Sousa, óvíst
Björn Hákon Sveinsson í Völsung
Davíð Þór Ásbjörnsson í Þrótt R.
Finnur Ólafsson í Víking R.
Gunnar Örn Jónsson í Augnablik
Kristján Valdimarsson, hættur
Magnús Otti Benediktsson í HK
Ryan Maduro til Bandaríkjanna
Sadmir Zekovic í Kristianstad (Sv.)
Viktor Örn Guðmundss. í Fjarðab.