Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 6
FÓTBOLTINN 2015
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015
6
ið á braut eins og Ólafur Páll Snorra-
son, Hólmar Örn Rúnarsson, Ingi-
mundur Ingimundarson og Emil
Pálsson, svo einhverjir séu nefndir, en
þeir leikmenn sem FH-ingar hafa
fengið í þeirra stað eru engir aukvisar.
Þórarinn Ingi Valdimarsson og Guð-
mann Þórisson eru gæða leikmenn og
Guðmann hefur sjaldan spilað betur
en hann gerði í svart/hvíta búningnum
en miðvörðurinn sterki er aftur kom-
inn í FH eftir stutta dvöl í Svíþjóð.
Belginn Jeremy Serwy og Senegalinn
Amath André Diedhiou eru góð viðbót
í góðan hóp FH og þá verður fróðlegt
að sjá hvort Bjarni Þór Viðarsson nær
að endurlífga sinn feril en hann hefur
átt erfitt uppdráttar undanfarin ár
þar sem meiðsli hafa sett strik í reikn-
inginn. Talandi um meiðsli þá er Sam
Tillen mættur aftur til leiks en hann
missti úr allt síðasta tímabil eftir að
hafa fótbrotnað á undirbúnings-
tímabilinu. Fáir efast um getu Tillens
og hans spyrnuhæfileika en það getur
verið erfitt að komast í gang eftir erfið
meiðsli og líklega mun það taka bak-
vörðinn einhvern tíma að komast í al-
mennilega leikæfingu. Síðasta púslu-
spilið hjá Heimi hvað
leikmannahópinn varðar var hinn ungi
Kristján Flóki Finnbogason og sumir
hafa haldið því fram að ungi framherj-
inn geti sprungið út í sumar. Altént
eru hæfileikarnir til staðar en sam-
keppnin um framherjastöðurnar er
hörð.
Það er valinn maður í hverju rúmi í
liði FH allt frá markverði til fremsta
manns og ekki auðvelt fyrir þjálf-
arann að velja þá 11 bestu hverju
sinni. Jákvæður höfuðverkur fyrir
þjálfarann kunna margir að segja en
víst er að nokkur pressa verður á
manninum í brúnni í ár enda krafa
forráðamanna félagsins og stuðnings-
manna að landa þeim stóra í haust.
Allt annað en
titill vonbrigði
Morgunblaðið/Eggert
Fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson er þrautreyndur og lykilmaður á miðjunni
hjá FH-ingum. Hann tók við fyrirliðastöðunni af Ólafi Páli Snorrasyni.
Leikmenn
árið 2015
Efsta deild Lands-
Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá
* var í láni
1 Róbert Örn Óskarsson 1987 42 0 0 ÍR ‘12
12 Kristján Finnbogason 1971 268 0 20 Fylki ‘14
Markverðir
4 Samuel Tillen 1985 118 6 0 Fram ‘13
5 Pétur Viðarsson 1987 105 3 0 *Víkingi R. ‘09
15 Guðmann Þórisson 1987 83 8 1 Mjällby ‘15
16 Jón Ragnar Jónsson 1985 77 1 0 Þrótti R. ‘10
19 Viktor Helgi Benediktsson 1998 0 0 0
20 Kassim Doumbia 1990 18 4 0 Waas.-Beveren‘14
21 Böðvar Böðvarsson 1995 12 0 0
23 Brynjar Á. Guðmundsson 1992 26 3 0
26 Jonathan Hendrickx 1993 11 0 0 FortunaSittard‘14
30 Hörður Ingi Gunnarsson 1998 0 0 0
Varnarmenn
6 Sam Hewson 1988 71 2 0 Fram ‘14
10 Davíð Þór Viðarsson 1984 141 8 8 Vejle-Kolding ‘13
13 Bjarni Þór Viðarsson 1988 0 0 1 Silkeborg ‘15
24 Grétar Snær Gunnarsson 1997 0 0 0
27 Baldur Búi Heimisson 1997 0 0 0
29 Eggert Georg Tómasson 1996 0 0 0 Leiknir F. ‘15
Miðjumenn
7 Steven Lennon 1988 47 19 0 Sandnes Ulf ‘14
9 Þórarinn Ingi Valdimarsson 1990 86 18 3 ÍBV ‘15
11 Atli Guðnason 1984 178 53 3 *Fjölni ‘06
17 Atli Viðar Björnsson 1980 205 98 4 *Fjölni ‘08
18 Kristján Flóki Finnbogason 1995 2 0 0 FC Köbenhavn‘15
22 Jérémy Sewry 1991 0 0 0 Ujpest ‘15
25 Amath Diedhiou 1989 0 0 0 SheriffTiraspol‘15
28 Sigurður Gísli Snorrason 1995 0 0 0
Sóknarmenn
FH-ingar enn með óbragð í munni
Stór og sterkari leikmannahópur
FH
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
FH-ingum svíður enn sárt tapið gegn
Stjörnunni í hreinum úrslitaleik
Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð í
einum mest spennandi og drama-
tískum leik í manna minnum á Ís-
landsmótinu. Annað tímabilið í röð
enduðu FH-ingar með engan stóran
titil í höndunum, eitthvað sem menn
sætta sig ekki við á þeim bænum.
Einn tapleikur í 22 leikjum á mótinu
kom í veg fyrir að FH hampaði Ís-
landsmeistaratitlinum sem verður að
teljast með nokkrum ólíkindum.
Ellefu tímabil í röð hefur FH ekki
endað neðar en í öðru sæti og Ís-
landmeistaratitlar Hafnarfjarðarliðs-
ins telja sex talsins frá því fyrsti
vannst á Akureyrarvelli á haustdög-
um árið 2004.
Búið að fylla vel í skörðin
Með hálftgert óbragð í munni eftir
niðurstöðu síðasta tímabils er alveg
ljóst hvað FH-ingar ætla sér í ár. Þeir
ætla að hrifsa titilinn stóra úr hönd-
um granna sinna úr Garðabænum og
hafa gefið skýr skilaboð um það með
þeim leikmannahópi sem þeir hafa
sett saman fyrir leiktíðina. Heimir
Guðjónsson hefur náð að fylla vel í
skörðin og leikmannahópur FH-
liðsins er öflugur þar sem breiddin er
mikil og sigurvegararnir margir. FH
verður klárlega í titilbaráttu í sumar
eins og síðasta áratuginn. Allt annað
kæmi mjög á óvart.
Breytingarnar á Hafnarfjarðalið-
inu hafa orðið töluverðar á milli ára
en þegar á hólminn er komið ætti
FH-liðið að mæta sterkara til leiks í
ár heldur en í fyrra. Vissulega hafa
góðir og reynslumiklir leikmenn horf-
Heimir Guð-
jónsson er áfram
í brúnni hjá FH-
ingum en hann
hefur verið að-
alþjálfari FH-
liðsins frá haust-
dögum 2007 eftir
að hafa verið að-
stoðarmaður
Ólafs Jóhann-
essonar tvö tíma-
bil og leikmaður liðsins þar áður.
Undir stjórn Heimis hafa FH-
ingar hampað þremur Íslandsmeist-
aratitlum, einum bikarmeistaratitli
og tvisvar sinnum hefur hann stýrt
liðinu til sigurs í deildabikarnum.
Guðlaugur Baldursson er hægri
hönd Heimis líkt og síðustu tímabil
en hann hefur þjálfað hjá FH um
langt árabil og þjálfaði einnig lið ÍR í
nokkur ár.
Róbert Örn Óskarsson er að-
almarkvörður liðsins. Traustur og
góður markvörður þar á ferð sem
fékk á sig fæst mörk allra mark-
varða í Pepsi-deildinni á síðustu leik-
tíð. Honum til trausts og halds er
„gamli maðurinn“ og reynsluboltinn
Kristján Finnbogason.
Það er gott mannval hvað varn-
arstöðurnar varðar. Malímaðurinn
Kassim Doumbia
byrjar mótið í
fjögurra leikja
banni en á meðan
munu Pétur Við-
arsson og Guð-
mann Þórisson
skipa miðvarð-
arstöðurnar. Jo-
nathan Hend-
rickx og Jón
Ragnar Jónsson
eru valkostirnir í hægri bakvarð-
arstöðuna og vinstra megin þeir
Sam Tillen og Böðvar Böðvarsson
en Hendrickx getur einnig leyst þá
stöðu. Brynjar Ásgeir Guðmunds-
son er einnig til staðar. Fjölhæfur
leikmaður þar á ferð sem getur spil-
að sem miðvörður, bakvörður eða á
miðjunni.
Davíð Þór Viðarsson, Sam Hew-
son og Bjarni Þór Viðarsson verða í
hlutverkum á miðri miðjunni og þar
getur líka leikmaður eins og Böðvar
Böðvarsson látið ljós sitt skína.
Steven Lennon og markvélin Atli
Viðar Björnsson koma til með að
spila í fremstu víglínu og þá er
Kristján Flóki Finnbogason til stað-
ar í þeirri stöðu en hann getur líka
spilað sem kantmaður.
Atli Guðnason verður líklegast
mest í „holunni“ góðu en getur líka
brugðið sér á kantana og spilað sem
fremsti maður ef því er að skipta.
Þórarinn Ingi Valdimarsson, Belg-
inn Jérémy Serwy og Sengalinn
Amath Diedhiou eru góðir kostir í
kantstöðunum en þeir geta líka hæg-
lega skellt sér á miðjuna. Eins og
sést á þessu verður varamannabekk-
urinn oft vel skipaður.
FH
Heimir
Guðjónsson
Guðmann
Þórisson
KOMNIR:
Bjarni Þór Viðarsson frá Silkeborg
(Danmörku)
Eggert G. Tómasson frá Leikni F.
Guðmann Þórisson frá
Mjällby (Svíþjóð)
Jérémy Sewry frá Újpest (Ung.)
Kristján Flóki Finnbogason frá
FC Köbenhavn (Danmörku)
Þórarinn Ingi Valdimarsson frá ÍBV
FARNIR:
Ási Þórhallsson í Sindra
Emil Pálsson í Fjölni (lán)
Guðjón Árni Antoníusson í Keflavík
Hólmar Örn Rúnarsson í Keflavík
Indriði Áki Þorláks. í Keflavík (lán)
Ingimundur Níels Óskarsson í Fylki
Ingvar Ásbjörn Ingvarsson í
Fjarðabyggð (lán)
Kristján P. Þórarinss. í Vík. Ó. (lán)
Ólafur Páll Snorrason í Fjölni
Sean Reynolds í Louisville (Band.)
Breytingar á liði FH