Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 36
eitt& annað  Daníel Laxdal, miðvörður Stjörn- unnar, hefur spilað síðustu 63 leiki Garðabæjarliðsins í deildinni. Hann missti síðast af leik gegn Keflavík í maí árið 2012 en þá þurfti hann að taka út eins leiks banns vegna rauðs spjalds. Gunnleifur Gunn- leifsson, markvörður Breiðabliks, kemur næstur en hann hefur spilað 45 leiki í röð í deildinni.  Atli Guðnason úr FH lagði upp flest mörk í deildinni á síðasta tíma- bili, 11 talsins. Einu meira en þeir Ólafur Páll Snorrason úr FH, sem nú er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, og Ragnar Leósson úr Fjölni.  Atli Guðnason var líka útnefndur leikmaður ársins hjá Morg- unblaðinu en hann fékk flest M í einkunnagjöf blaðsins. Atli fékk 17 M samtals á tímabilinu en Elías Már Ómarsson úr Keflavík fékk 16 og þeir Árni Vilhjálmsson úr Breiðabliki og Igor Taskovic úr Víkingi komu næstir með 15 M hvor.  Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, sem nú leikur með Start í Noregi, var valinn leikmaður ársins í deildinni 2014, í kosningu leikmannanna. Elías Már Ómarsson úr Keflavík var valinn efnilegasti leikmaðurinn en hann leikur nú með Vålerenga í Noregi. Rúnar Páll Sig- mundsson úr Stjörnunni var valinn þjálfari ársins.  Albert Brynjar Ingason þarf að skora fimm mörk fyrir Fylki í sum- ar til að fara uppfyrir Sævar Þór Gíslason og verða markahæstur Fylkismanna í deildinni frá upphafi.  Kjartan Ágúst Breiðdal setur nýtt leikjamet hjá Fylki í deildinni ef hann spilar alla 22 leiki Árbæj- arliðsins. Ólafur Stígsson er efstur með 155 leiki.  Olgeir Sigurgeirsson þarf að spila 13 leiki með Breiðabliki til að slá leikjamet þjálfarans, Arnars Grétarssonar, sem lék 143 leiki fyrir félagið í deildinni. FÓTBOLTINN 2015 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 36 MOGGINN Sindri Sverrisson sindris@mbl.is FH var nálægt því að fá fullt hús í spá Morgunblaðsins fyrir Pepsi- deildina í ár. Alls komu 22 starfs- menn Morgunblaðsins að spánni; starfsmenn íþróttafréttadeildar og fleiri sparkspekingar, og hlaut FH 259 stig af 264 mögulegum. Alls spáðu 18 manns FH titlinum, þrír spáðu liðinu 2. sæti, og einn spáði því 3. sæti, en frá árinu 2003 hafa FH- ingar ávallt endað í 1. eða 2. sæti í deildinni. Tveimur liðum til viðbótar var spáð titlinum af hluta þeirra sem kusu. KR fékk þrjú atkvæði og að- eins einn hafði trú á því að Íslands- meistarar Stjörnunnar næðu að verja titil sinn. Stjarnan fékk hins vegar flest atkvæði allra í 2. sæti eða 9 talsins, og KR 7. Séu öll stig talin fengu Stjarnan og KR nákvæmlega sama stigafjölda. Enginn spáði Stjörnunni neðar en í 4. sæti en tveir settu KR í 5. sæti. Breiðablik fékk flest atkvæði í 4. sæti eða 8 talsins, en dreifingin var nokkur hjá liðinu því það fékk at- kvæði í hvert sætanna frá 2-7. Flest- ir voru á því að Valur myndi enda í 6. eða 7. sæti en einn spáði liðinu þó 9. sæti. Dreifingin var mest hjá Víkingi og ljóst að skiptar skoðanir eru um það hvernig fara muni á þessu Evrópu- ári hjá liðinu. Tveir spáðu liðinu til að mynda 2. sæti en aðrir tveir falli niður í 1. deild. Skrautleg kosning Fylkis Fylkir fékk einnig frekar skraut- lega kosningu en enginn spáði liðinu þó falli. Liðið fékk atkvæði frá 3. sæti og niður í 10. sæti. Keflavík fékk tvö atkvæði í fallsæti en aðrir voru á því að Keflvíkingar héldu sér uppi. Þeir fengu þrjú atkvæði í 6. sæti en var hvergi spáð ofar. Nýliðar ÍA halda sér uppi sam- kvæmt spánni og raunar fékk liðið tvö atkvæði í 6. sæti. Fimm voru þó á því að liðið félli. ÍBV hafnar í 10. sæti samkvæmt spánni en átta spáðu lið- inu falli. Einn spáði liðinu 6. sæti. Fjölnir og Leiknir kveðja deildina samkvæmt þessari spá. Langflestir spáðu Leikni botnsætinu eða 10, en Fjölnir fékk næstflest atkvæði í það sæti eða 5. Tíu af þeim 22 sem komu að spánni telja að Fjölnir haldi sér uppi, og þar af voru tveir á því að lið- ið næði 7. sæti. Leikni var hvergi spáð ofar en 10. sæti en sjö voru á því að sú yrði niðurstaðan hjá liðinu. Nokkuð mikið samræmi er á milli þessarar spár og þeirrar sem þjálf- arar, fyrirliðar og forráðamenn Pepsi-deildarliðanna komu að. Mun- urinn er helst sá að Fjölni er spáð falli en ekki ÍBV. Morgunblaðið/Golli Fagnað FH-ingar fá fullt erindi til að fagna í sumar samkvæmt spánni. Langflestir tippa á FH  Nálægt því að fá fullt hús stiga hjá Morgunblaðsmönnum  Reikna með því að Fjölnismenn falli með Leikni  Skiptar skoðanir um gengi Víkings 1. FH 259 2. Stjarnan 227 3. KR 227 4. Breiðablik 190 5. Valur 155 6. Víkingur R. 153 7. Fylkir 143 8. Keflavík 101 9. ÍA 82 10. ÍBV 75 11. Fjölnir 61 12. Leiknir R. 41 Spá Morgun- blaðsins Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst 25ÁRA 1988-2013 PIPER Piper er ný gerð eftirlitsmyndavéla og öryggiskerfa fyrir heimili, sumarhús og smærri fyrirtæki •Vaktar heimilið • Kveikir ljósin • Fylgist með hita- birtu- og rakastigi • Fylgist með allri hreyfingu og hljóði Allt þetta er hægt að skoða hvaðan sem er úr heiminum í snjallsímanum þínum! Morgunblaðið bauð áhugafólki um Pepsi-deildina að spá í spilin fyrir komandi leiktíð á samskiptamiðl- inum Twitter, líkt og undanfarin ár. Þar var FH-ingum spáð Íslands- meistaratitlinum af meirihluta þeirra sem tóku þátt, en 63% þeirra 35 sem tóku þátt voru þeirrar skoð- unar. Sautján prósent töldu að KR yrði meistari, 11% að Stjarnan næði að verja titilinn, og Breiðablik og Víkingur R. fengu einnig atkvæði í efsta sæti. Stjarnan fékk langflest atkvæði í 2. sæti en flestir voru á því að KR næði 3. sætinu. Breiðablik fékk besta kosningu í 4. sæti, sem er í samræmi við aðrar kannanir. Allir settu FH og Stjörnuna í að minnsta kosti 4. sæti, en KR fékk tvö atkvæði í 6. sæti og einn spáði Breiðabliki 7. sæti, en enginn neðar. Líkt og í flestum öðrum spám var Leikni R. spáð botnsætinu en 37% voru þeirrar skoðunar. Fjörutíu pró- sent töldu þó að Leiknir héldi sér uppi. Eyjamenn þurfa að gera sér að góðu að falla niður með Leikni, sam- kvæmt spánni, en ÍA heldur sér uppi. Fjölnir fékk talsvert hærri stigafjölda en þessi lið en 34% þátt- takenda voru þó þeirrar skoðunar að leikið yrði í 1. deild í Grafarvogi að ári. Keflavík var hæst spáð 5. sæti en falli af 20% þátttakenda. Víkingur R., Valur og Fylkir koma til með að sigla nokkuð lygnan sjó samkvæmt spánni. Enginn spáði Val og Fylki falli en einn spáði Vík- ingi reyndar titlinum. Tveir spáðu Val falli en einn því að liðið næði 2. sæti. sindris@mbl.is Telja meistarana fá silfurverðlaun  FH-ingum spáð titlinum á Twitter 1. FH 401 2. Stjarnan 370 3. KR 348 4. Breiðablik 322 5. Víkingur R. 248 6. Valur 237 7. Fylkir 230 8. Keflavík 152 9. Fjölnir 141 10. ÍA 114 11. ÍBV 88 12. Leiknir R. 79 Spá áhuga- fólks á Twitter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.