Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 37
FÓTBOLTINN 2015 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 37 SPÁIN Sindri Sverrisson sindris@mbl.is FH-ingar fengu nokkuð afgerandi kosningu sem líklegasta liðið til að landa Íslandsmeistaratitlinum, í ár- legri spá fyrirliða, þjálfara og for- ráðamanna liðanna 12 í Pepsi- deildinni. Spáin var kynnt frammi fyrir fulltrúum allra liða í Ölgerðinni á þriðjudag og greinilegt var að margir biðu spenntir eftir því að sjá við hverju kollegarnir byggjust á komandi leiktíð. FH fékk 43 stigum meira en Ís- landsmeistarar Stjörnunnar í spánni. Bikarmeisturum KR er spáð 3. sætinu en þar skammt á eftir koma deildabikarmeistarar Breiða- bliks, og ef marka má spána munu þessi fjögur lið skera sig mikið úr í sumar. Eins stigs munur á ÍA og ÍBV Að sama skapi verður jöfn barátta fjögurra liða um að bjarga sér frá falli miðað við þessa spá. ÍA fékk einu stigi meira en ÍBV sem er spáð næstneðsta sæti eftir sjö ára sam- fellda veru í efstu deild. Leiknis- mönnum, sem unnu 1. deildina í fyrra, er spáð botnsætinu. Fjölnir kemur til með að þurfa að berjast fyrir lífi sínu, fékk 9 stigum meira en ÍBV í spánni. Valur, Víkingur, Fylkir og Kefla- vík raða sér í sæti 5-8 og ættu að sigla nokkuð lygnan sjó samkvæmt spánni. Spáin gengur hins vegar aldrei eftir að öllu leyti, og missir stundum alveg marks. Í fyrra var Víkingi og Fjölni til að mynda spáð falli en Víkingar náðu Evrópusæti og Fjölnir hélt sér uppi. KR var spáð Íslandsmeistaratitlinum en ekki Stjörnunni sem menn bjugg- ust við að myndi hafna í 4. sæti. Menn veðjuðu rétt á FH í 2. sæti og Val í 5. sæti, og Keflavík hafnaði í 8. sæti eftir að hafa verið spáð 7. sæti. Að öðru leyti gekk spáin illa eftir. Auk þess sem áður er nefnt má geta þess að Breiðabliki var spáð 3. sæti en lenti í 7. sæti og ÍBV var spáð 6. sæti en lenti í 10. sæti. Fallliðunum Fram og Þór hafði verið spáð 9. og 10. sæti. FH hefur nú verið spáð titlinum fjórum sinnum frá því að Heimir Guð- jónsson tók við sem aðalþjálfari liðs- ins eftir tímabilið 2007, eða árin 2009, 2011, 2013 og nú 2015. Í eitt þessara skipta hefur liðið staðið uppi sem Ís- landsmeistari en það var árið 2009, og aðeins framtíðin getur leitt í ljós hver niðurstaðan verður 2015. Fjögurra liða hópar á toppi og botni  FH fékk afgerandi kosningu hjá fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum  Spáin hefur ekki gengið eftir síðan Heimir og FH unnu 2009  Stjarnan númer tvö  Skiptist deildin í þrjá hópa? Morgunblaðið/Eva Björk Fararsnið? Ian Jeffs og félagar í ÍBV eru á leið niður í 1. deild samkvæmt þessari spá en Fjölnir heldur sér uppi. Enski framherjinn Gary Martin krækti í markakóngstitilinn á síð- asta keppnistímabili þegar hann skoraði þrennu fyrir KR gegn Þór í lokaumferð Pepsi-deildar karla. Martin hafði skorað 10 mörk áður en að leiknum kom en Jonat- han Glenn, sóknarmaður ÍBV, stóð vel að vígi með að hreppa tit- ilinn. Glenn hafði skorað 12 mörk, tveimur fleiri en næstu menn. En þrennan þýddi að Martin stóð uppi með 13 mörk þegar flautað var til leiksloka. Glenn náði ekki að skora fyrir ÍBV gegn Fjölni og varð að sætta sig við silfurskóinn með 12 mörk. Ólafur Karl Finsen, sem skoraði bæði mörk Stjörnunnar gegn FH í úr- slitaleiknum í lokaumferðinni, náði þriðja sætinu með 11 mörk. Martin er aðeins þriðji erlendi leikmaðurinn í sögunni sem hreppir markakóngstitilinn í efstu deild karla. Mihajlo Bibercic frá Júgóslavíu varð sá fyrsti þegar hann skoraði 14 mörk fyrir Skagamenn árið 1994. Gilles Mbang Ondo frá Gabon varð markakóngur árið 2010 þegar hann skoraði 14 mörk fyrir Grind- víkinga. Ondo skoraði tvö mörk gegn Selfossi í lokaumferðinni og fór með því framúr Alfreð Finn- bogasyni hjá Breiðabliki og Atla Viðari Björnssyni hjá FH, sem gerðu jafnmörg mörk og hann en í fleiri leikjum. vs@mbl.is Martin þriðji erlendi markakóngurinn 1. FH 416 2. Stjarnan 373 3. KR 348 4. Breiðablik 331 5. Valur 257 6. Víkingur R. 242 7. Fylkir 228 8. Keflavík 189 9. Fjölnir 116 10. ÍA 108 11. ÍBV 107 12. Leiknir R. 93 Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrirtækjafánar • hátíðarfánar þjóðfánar • borðfánar • bannerar www.me rkismen n.is Markakóngar síðasta áratuginn 2014 Gary Martin Ár Leikmaður Mörk 2014 Gary Martin, KR 13 2013 Atli Viðar Björnsson, FH 13 2012 Atli Guðnason, FH 12 2011 Garðar Jóhannsson, Stjörnunni 15 2010 Gilles Mbang Ondo, Grindavík 14 2009 Björgólfur Takefusa, KR 16 2008 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 16 2007 Jónas Grani Garðarsson, Fram 13 2006 Marel Baldvinsson, Breiðabliki 11 2005 Tryggvi Guðmundsson, FH 16 Methafar með 19 mörk á tímabili: Pétur Pétursson (ÍA) 1979 Guðmundur Torfason (Fram) 1986 Þórður Guðjónsson (ÍA) 1993 Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) 1997

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.