Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 20
FÓTBOLTINN 2015 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 20 MEISTARAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Það telst alltaf til tíðinda þegar nýtt félag vinnur Íslandsmeistaratitil. Slíkt hafði ekki gerst í karlafótbolt- anum hérlendis í fimmtán ár þegar FH-ingar urðu meistarar í fyrsta sinn árið 2004. En hópurinn hefur stækkað síðan og eftir að Hafnarfjörður komst á meistarakortið hafa nágranna- byggðarlögin Kópavogur og Garða- bær bæst í hópinn. Breiðablik vann titilinn árið 2010 og síðasta haust var komið að Stjörnunni sem vann óvænt- an og magnaðan sigur þar sem liðið fór taplaust í gegnum 22 leiki Íslands- mótsins og lagði FH í hádramatískum úrslitaleik í Kaplakrika í síðustu um- ferðinni. Óhætt er að segja að þar hafi verið um að ræða sögulegasta endi á Ís- landsmóti í manna minnum – allavega í minni þeirra sem yngri eru. Ólafur Karl Finsen skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma, eftir að Stjörnumenn höfðu misst mann af velli snemma í seinni hálfleik og síðan lent marki undir. Stjarnan varð með þessu fyrsta lið- ið frá 1978 til að fara taplaust í gegn- um deildina, og það fyrsta til að leika þann leik í 22 leikjum. Valsmenn töp- uðu ekki leik þegar þeir urðu meist- arar 1978 og unnu þá sautján leiki af átján. Einokun Reykjavíkur til 1950 En rifjum nú upp sögu meist- aratitlanna. Reykjavíkurfélögin KR, Valur, Fram og Víkingur einokuðu Íslands- meistaratitilinn fyrri hluta síðustu aldar, eða til ársins 1950 þegar KR vann hann þriðja skiptið í röð. KR varð fyrsti Íslandsmeistarinn árið 1912 þegar Vesturbæingar sigr- uðu Fram í úrslitaleik á Melavellinum en Eyjamenn voru þriðja liðið sem tók þátt í þessu fyrsta móti. Fram varð meistari næstu sex ár í röð, frá 1913 til 1918, reyndar án keppni fyrstu tvö árin vegna ósættis félaganna. Um miðja síðustu öld voru Fram og KR jöfn með 13 meistaratitla hvort félag. Framarar komu aftur upp með blómaskeið frá 1986 til 1990 þegar þeir urðu þrisvar meistarar en hafa ekki unnið titilinn í 24 ár sem er lang- lengsta bið þeirra frá upphafi. Víkingur varð þriðja félagið til að verða meistari árið 1920, og vann aft- ur 1924, en varð að bíða til 1981 eftir þriðja titlinum af þeim fimm sem fé- lagið hefur unnið. Víkingur varð síð- ast meistari fyrir 23 árum. Valsmenn komust loks fram úr hin- um Reykjavíkurliðunum árið 1930. Þá upphófst mikil sigurganga því Valur varð 11 sinnum meistari á 16 árum og innbyrti þá meirihluta titlanna sem félagið hefur unnið til þessa. Valur hefur unnið titilinn einu sinni síðustu 27 árin en það var 2007. Sögulegur sigur Skagamanna Söguleg umskipti urðu árið 1951 þegar Akurnesingar, undir stjórn Ríkharðs Jónssonar, fóru með Ís- landsbikarinn út fyrir borgarmörkin í fyrsta skipti. Þeir voru komnir til að vera því ÍA varð meistari sex sinnum næstu tíu árin og er það félag sem hefur oftast orðið Íslandsmeistari frá 1951, eða 18 sinnum. Keflvíkingar voru næstir en þeir unnu sinn fyrsta titil árið 1964. Þeirra blómatími stóð í tíu ár og skilaði fjórum titlum en Keflavík hef- ur ekki náð að sigra síðan 1973. Sjöunda meistarafélagið í sögunni varð ÍBV en Eyjamenn lönduðu sín- um fyrsta titli árið 1979. Þeir bættu tveimur við rétt fyrir aldamótin. KA varð áttunda félagið til að verða Íslandsmeistari. KA-menn komu öll- um á óvart, með Guðjón Þórðarson við stjórnvölinn, árið 1989 og stóðu uppi sem meistarar eftir mikla dramatík í lokaumferðinni þar sem FH var lengi vel í lykilstöðu. Sex titlar FH frá 2004 Árið 2004 var röðin hinsvegar loks- ins komin að FH-ingum. Þeir hafa heldur betur sett svip sinn á Íslands- mótið síðasta áratuginn en Hafnfirð- ingarnir hafa innbyrt sex meistara- titla og endað fimm sinnum í öðru sæti á undanförnum ellefu árum. Þeir hafa á þessum árum skotist framfyrir fimm félög í fjölda meistaratitla og eru nú næstir á eftir þeim fjórum sig- ursælustu, KR, Val, ÍA og Fram. Breiðablik varð tíunda félagið sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum árið 2010 en Íslandsbikarinn fór þá í Kópavog í fyrsta sinn eftir æsispenn- andi baráttu Blikanna við ÍBV og FH. Stjarnan bættist síðan í hópinn haustið 2014 eftir sigurinn drama- tíska gegn FH. Morgunblaðið/Ómar Íslandsmeistarar Michael Præst og Veigar Páll Gunnarsson fyrirliðar Stjörnunnar tóku við Íslandsbikarnum í Kaplakrika eftir hinn dramatíska sigur á FH í lokaumferðinni síðasta haust. Nýir meistarar krýndir  Stjarnan varð ellefta félagið til að vinna Íslandsmeistaratitil karla  Fyrsta liðið frá 1978 til að fara tap- laust í gegnum deildina  Hafnarfjörður, Kópavogur og Garðabær hafa bæst á meistarakortið síðustu ár Íslandsmeistarar karla Skipti Lið Ár 26 KR 1912, 1919, 1926, 1927, 1928, 1929, 1931, 1932, 1934, 1941, 1948, 1949, 1950, 1952, 1955, 1959, 1961, 1963, 1965, 1968, 1999, 2000, 2002, 2003, 2011, 2013. 20 Valur 1930, 1933, 1935, 1936, 1937, 1938, 1940, 1942, 1943, 1944, 1945, 1956, 1966, 1967, 1976, 1978, 1980, 1985, 1987, 2007. 18 ÍA 1951, 1953, 1954, 1957, 1958, 1960, 1970, 1974, 1975, 1977, 1983, 1984, 1992, 1993, 1994, 1995, 1996, 2001. 18 Fram 1913, 1914, 1915, 1916, 1917, 1918, 1921, 1922, 1923, 1925, 1939, 1946, 1947, 1962, 1972, 1986, 1988, 1990. 6 FH 2004, 2005, 2006, 2008, 2009, 2012. 5 Víkingur R. 1920, 1924, 1981, 1982, 1991. 4 Keflavík 1964, 1969, 1971, 1973. 3 ÍBV 1979, 1997, 1998. 1 KA 1989. 1 Breiðablik 2010. 1 Stjarnan 2015. Stjarnan 2015

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.