Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 22
FÓTBOLTINN 2015 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 22 mannaðar hjá Fjölni í fyrra og því gæti koma Eyjamannsins Arnórs Eyvars Ólafssonar reynst vel, og svo er spurning hve vel Makedón- íumaðurinn Daniel Ivanovski plum- ar sig í miðri vörninni. Fjölnismenn hafa hins vegar ekki misst neina lykilmenn. Í öðru lagi eru ungir og góðir leik- menn á borð við Bergsvein fyrirliða, Aron Sigurðarson, Guðmund Karl Guðmundsson og Þóri Guðjónsson orðnir árinu eldri og reyndari. Bergsveinn sló í gegn í fyrra og er máttarstólpi í liðinu ásamt Gunnari Má Guðmundssyni, Þórði Ingasyni markverði og nú Ólafi Páli. Ekki má gleyma Ragnari Leóssyni sem stóð sig afar vel í fyrra og átti 10 stoð- sendingar, rétt eins og Ólafur Páll, og voru þeir meðal þriggja efstu manna í þeim efnum í allri Pepsi- deildinni. Vantar helst markaskorara Þórir var einnig afar drjúgur í sóknarleik liðsins og ekki var van- þörf á því hvorki Christopher Tson- is né Mark Magee reyndist hafa það sem til þurfti til að hrella markverði andstæðinganna. Raunar virðist öfl- ugur markaskorari það helsta sem upp á vantar hjá Fjölni fyrir sum- arið. Þriðji þátturinn, í að halda sætinu í efstu deild, gæti falist í þjálf- aranum Ágústi Þór Gylfasyni, sem líkt og lærisveinar hans stóð af sér djúpa lægð þegar leið á tímabilið í fyrra og stóð uppi sem sigurvegari í fallslagnum. Fjölnismenn munu þó væntanlega berjast í neðri hluta deildarinnar í sumar líkt og í fyrra, og vel gæti farið svo að þeir glími aftur við fall- drauginn fram í lokaumferð. „Tíma- bil tvö“ hefur oft reynst mönnum erfitt, þó að Grafarvogspiltar séu sjálfsagt staðráðnir í að troða þeim orðum upp í ofanritaðan og fleiri. Árinu eldri og reyndari Morgunblaðið/Ómar Fyrirliði Bergsveinn Ólafsson sló í gegn í fyrra og skipaði sér í hóp bestu miðvarða deildarinnar, ásamt því að skora 4 mörk í Pepsi-deildinni. Leikmenn árið 2015 Efsta deild Lands- Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá * var í láni 1 Steinar Örn Gunnarsson 1991 0 0 0 *Aftureldingu ‘11 12 Þórður Ingason 1988 57 0 0 BÍ/Bolungarvík‘13 30 Jökull Blængsson 1997 0 0 0 Markverðir 3 Daniel Ivanovski 1983 0 0 0 Mjällby ‘15 5 Bergsveinn Ólafsson 1992 21 4 0 6 Atli Már Þorbergsson 1992 12 0 0 14 Ísak Atli Kristjánsson 1999 0 0 0 15 Haukur Lárusson 1987 15 1 0 19 Arnór Eyvar Ólafsson 1989 85 1 0 ÍBV ‘15 21 Brynjar Steinþórsson 1996 0 0 0 28 Hans Viktor Guðmundsson 1996 0 0 0 Varnarmenn 4 Gunnar Már Guðmundsson 1983 121 30 1 ÍBV ‘14 7 Viðar Ari Jónsson 1994 10 0 0 8 Ragnar Leósson 1991 39 3 0 ÍBV ‘13 11 Ægir Jarl Jónasson 1998 0 0 0 16 Guðmundur B. Guðjónsson 1989 48 1 0 ÍA ‘13 22 Ólafur Páll Snorrason 1982 190 25 1 FH ‘15 23 Emil Pálsson 1993 65 7 0 FH ‘15 27 Anton Freyr Ársælsson 1996 0 0 0 29 Guðmundur K. Guðmundsson 1991 32 2 0 Miðjumenn 9 Þórir Guðjónsson 1991 45 7 0 Val ‘13 10 Aron Sigurðarson 1993 18 3 0 17 Magnús Pétur Bjarnason 1996 1 0 0 18 Mark Magee 1989 8 1 0 Tindastóli ‘14 20 Birnir Snær Ingason 1996 0 0 0 Sóknarmenn  Fjölnir blés á hrakspárnar í fyrra  Komnir með sterkari hóp í ár FJÖLNIR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta var „sokkur“ upp í alla helstu miðla landsins, og bara nánast alla sem tjá sig um íslenskan fótbolta. Ég heyrði ekki einn mann segja að við myndum halda okkur uppi.“ Svona komst Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, að orði við ofanrit- aðan eftir að liðið tryggði sér áfram- haldandi veru í Pepsi-deildinni í lokaumferðinni síðasta haust. Það er hárrétt hjá Bergsveini. Enginn spáði því að nýliðarnir, sem létu lítið til sín taka á leik- mannamarkaðnum, næðu því tak- marki sínu. En það gekk, ekki síst vegna frábærrar byrjunar á tíma- bilinu, og liðið getur nú byggt ofan á þann árangur. Tímabilið í fyrra var það þriðja hjá Fjölni í efstu deild. Félagið er ungt, stofnað 1988, og lék fyrst í deild þeirra bestu á 20 ára afmæl- isárinu, 2008, en féll svo niður aftur eftir tveggja ára veru þar. Nú er ætlunin að staldra mun lengur við í efstu deild, festa liðið þar í sessi, og þó að sumarið geti vissulega orðið erfitt fyrir Fjölnismenn má færa góð rök fyrir því að það takist. Ólafur getur lagt upp mörkin Í fyrsta lagi virðist leik- mannahópurinn sterkari í ár en í fyrra. Til liðsins er snúinn aftur Ólafur Páll Snorrason, með fjölda verðlaunapeninga um hálsinn eftir veruna í Hafnarfirði, og ljóst að þar er um mikinn liðsstyrk að ræða. Hann er mikill spyrnusérfræðingur og það gæti nýst vel með höfuðin á Bergsveini og Gunnari Má í vítat- eignum. Ásamt Ólafi kemur Emil Pálsson einnig frá FH, að láni, og sá er mjög lunkinn miðjumaður. Bakv- arðastöðurnar voru hvað verst Ágúst Þór Gylfa- son er aðalþjálf- ari Fjölnis líkt og undanfarin ár. Ágúst tók við af Ásmundi Arnars- syni í lok árs 2011, eftir að hafa verið aðstoð- armaður hans og leikmaður Fjöln- is. Kristófer Sig- urgeirsson var Ágústi til aðstoðar en er farinn til Breiðabliks, og mun Ólafur Páll Snorrason því verða spilandi aðstoðarþjálfari eftir að hafa snúið aftur í Grafarvoginn. Þórður Ingason verður áfram að- almarkvörður Fjölnis líkt og und- anfarin tvö ár. Öflugur markvörður þar á ferð. Steinar Örn Gunnarsson verður honum til halds og trausts. Í vörninni verða ný andlit frá síð- asta tímabili. Fyrirliðinn Berg- sveinn Ólafsson verður þó sem fyrr í hjarta hennar, en nú með Daniel Ivanovski sér við hlið. Sá er 31 árs og býr yfir mikilli reynslu úr sænsku úrvalsdeildinni. Haukur Lárusson er öflugur miðvörður en mikill „meiðslapési“ og missir af byrjun mótsins. Atli Már Þorbergs- son er einnig til taks. Í stöðu hægri bakvarðar er kominn Eyja- maðurinn Arnór Eyvar Ólafsson, sem missti af síð- asta tímabili vegna meiðsla en ætti að vera góð- ur liðsstyrkur. Vinstra megin verður vænt- anlega Guð- mundur Karl Guðmundsson, sem er vanari að leika sem kantmaður en leysti stöðuna í Lengjubikarnum. Fjölnismenn skiptu 4-5-1 leik- kerfi sínu út fyrir 4-4-2 kerfi þegar leið á tímabilið í fyrra, sem gaf góða raun. Því má ætla að þeir noti það áfram. Á miðjunni verður vænt- anlega herra Fjölnir, hinn stóri og stæðilegi Gunnar Már Guðmunds- son, ásamt hugsanlega Emil Páls- syni sem kom að láni frá FH. Ólaf- ur Páll Snorrason hefur leikið mikið á miðjunni á undirbúnings- tímabilinu en var alla jafna kant- maður hjá FH. Guðmundur Böðvar Guðjónsson er varnarsinnaður miðjumaður og Illugi Þór Gunn- arsson gæti aukið breiddina frekar þegar hann kemur til landsins úr háskólanámi. Ragnar Leósson verður vænt- anlega á hægri kantinum með sínar stoðsendingar líkt og í fyrra og vinstra megin gæti hinn leikni Aron Sigurðarson fengið enn stærra hlutverk. Viðar Ari Jónsson gæti einnig leyst aðra kantstöðuna. Fremstir verða Þórir Guðjónsson, sem átti gott tímabil í fyrra, og Mark Magee sem skoraði 1 mark í 8 leikjum. Fjölnir Ágúst Þór Gylfason Gunnar Már Guðmundsson KOMNIR: Arnór Eyvar Ólafsson frá ÍBV Daniel Ivanovski frá Mjällby (Svíþjóð) Emil Pálsson frá FH (lán) Guðmundur Þór Júlíusson frá HK (úr láni) Ólafur Páll Snorrason frá FH FARNIR: Arnar Freyr Ólafsson í Leikni R. Árni K. Gunnarsson í Augnablik Chris Tsonis til Bandaríkjanna Gunnar Valur Gunnarsson í Vængi Júpíters (lán) Illugi Þór Gunnarsson, erlendis Matt Ratajczak til Bandaríkjanna Breytingar á liði Fjölnis Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frysitgeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.