Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 29
Morgunblaðið/Eva Björk Sigursæll Leikmenn KR tolleruðu Rúnar Kristinsson eftir sigurinn á Kefl- víkingum í úrslitaleiknum í fyrrasumar. Þriðji titillinn undir hans stjórn. artíma gegn Keflavík. Hörður Sveinsson hafði komið Keflavík yfir snemma leiks en Grétar Sigfinnur Sigurðarson jafnað metin. Sig- urmark Kjartans kom eftir und- irbúning Gary Martin þegar ekkert annað en framlenging blasti við eft- ir tíðindalitlar lokamínútur. Þar með stýrði Rúnar Kristinsson KR í þriðja sinn til bikarmeistaratitils á þeim fjórum heilu tímabilum sem liðið lék undir hans stjórn. Keflavík mistókst að endurtaka leikinn Keflvíkingar voru ekki langt frá því að landa sínum fimmta bik- armeistaratitli, þrátt fyrir að hafa á sama tíma átt erfitt uppdráttar í Pepsi-deildinni. Þeir unnu titilinn síðast árið 2006, einmitt með sigri á KR-ingum og undir stjórn Krist- jáns Guðmundssonar en tókst ekki að endurtaka leikinn í fyrra. Bikarkeppnin var fyrst haldin ár- ið 1960. KR vann bikarmeistaratit- ilinn fimm fyrstu árin og alls sjö sinnum fram til ársins 1967 en þá tók við 27 ára bið félagsins eftir næsta titli. Alls hafa ellefu lið land- að bikarmeistaratitlinum en það var Breiðablik sem síðast bættist í hóp- inn, árið 2009, með sigri á Fram í vítaspyrnukeppni. Meðfylgjandi tafla sýnir bikarmeistaratitla lið- anna ellefu. Af liðunum tólf sem leika í Pepsi-deildinni í sumar eru þrjú sem aldrei hafa landað bik- armeistaratitlinum; Fjölnir, Leiknir R. og Stjarnan. Fyrsta umferð bikarkeppninnar í ár hefst í dag með sex leikjum og segja má að það séu fyrstu leikir tímabilsins. Þar eru á ferð lið úr 2., 3. og 4. deild, sem og utandeildalið. Einnig er spilað á morgun og á sunnudag, og alls taka 50 lið þátt í fyrstu umferðinni. Í 2. umferð bætast við 15 lið, með- al annars liðin tólf sem leika í 1. deild karla, og eru því alls 20 leikir í þeirri umferð. Í 3. umferð, sem leik- in verður í byrjun júní, koma liðin 12 úr Pepsi-deildinni inn í keppnina, sem sagt í 32 liða úrslitum en dag- setningar má sjá í leikjatöflunni á bls. 2. Þriðji sigur KR-inga í bikarnum á fjórum árum  Hafa leikið til úrslita sex sinnum á níu árum  Sigursælastir frá upphafi BIKARKEPPNIN Sindri Sverrisson sindris@mbl.is KR-ingar hafa leikið til úrslita um bikarmeistaratitilinn á sex af síð- ustu níu keppnistímabilum. Fjórum sinnum hefur liðið landað bik- armeistaratitlinum, þar af þrisvar á síðustu fjórum árum, og þar með undirstrikað stöðu sína sem sig- ursælasta liðið í sögu bikarkeppn- innar með alls 14 bikarmeist- aratitla, fimm fleiri en næstu lið, Valur og ÍA. Það var Kjartan Henry Finn- bogason sem tryggði KR bikarinn í fyrra með sigurmarki í uppbót- FÓTBOLTINN 2015 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 - Fæst í helstu raftækjaverslunum Remington rakvélar Gæði - Gott verð - Frábær ending Sex leikmenn hefja leiktíðina í Pepsi-deildinni á því að taka út leik- bann. Kassim Doumbia, miðvörður FH, þarf raunar að bíða 23 dögum lengur en liðsfélagar hans með það að spila fyrsta leik sumarsins. Do- umbia var úrskurðaður í fjögurra leikja bann síðastliðið haust vegna framferðis síns eftir að flautað var til leiksloka hjá FH og Stjörnunni í úr- slitaleiknum um Íslandsmeistaratit- ilinn. Hann missir af leikjum gegn KR (ú), Keflavík (h), Val (ú) og ÍA (h) en getur tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið, ef svo má segja, með því að mæta Stjörnunni í Garðabæ 26. maí. Veigar Páll Gunnarsson missir af fyrsta leik Stjörnunnar, gegn ÍA á Akranesi, vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í fyrrnefndum úr- slitaleik. ÍBV verður án Ian Jeffs í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en Jeffs fékk rauða spjaldið í tapinu gegn Fjölni í lokaumferðinni í fyrra, í leik sem skipti litlu sem engu máli fyrir Eyjamenn. Jeffs missir af endur- komu í Grafarvoginn og heimaleik við Íslandsmeistarana. Valsmenn verða án Kristins Freys Sigurðssonar og Ragnars Þórs Gunnarssonar í heimaleik gegn Leikni R. í fyrstu umferð. Ragnar var í láni hjá Selfossi í 1. deildinni í fyrra en fékk þar rauða spjaldið í lokaumferðinni. Loks tekur Ósvald Jarl Trausta- son, leikmaður Breiðabliks, út eins leiks bann eftir að hafa fengið rautt spjald í búningi Fram í lokaumferð- inni í fyrra. Hann missir af leik við Fylki á útivelli. sindris@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Bann Kassim Doumbia spilar ekki fyrstu fjóra leiki FH-inga í vor. Kassim Doumbia bíður 23 dögum lengur Aukablað vegna Íslandsmóts- ins, eins og það sem þú ert með í höndunum, lesandi góður, á sér nokkuð langa sögu hjá Morgun- blaðinu myndi ég halda. Ég minnist þess að þetta aukablað var svo gott sem heilagt þegar ég var púki. Ég og frændi minn Halli Pé, sem smitaði mig af íþróttabakteríunni, lásum það upp til agna í villta vestrinu og héldum því til haga fram á haust. Fyrir vikið gátum við alltaf flett upp leikjaplani sumarsins. Auk þess færðum við samvisku- samlega inn öll úrslit í deildinni. Ef til vill höfum við gert þetta ef ske kynni að Víðir Sigurðsson myndi ekki nenna að gefa út bókina sína í lok árs. Internets- uppfinningin er nefnilega svo ná- lægt okkur í tíma að hún var meira að segja ekki komin til sögunnar þegar ég var að alast upp, kornungur maðurinn. Foreldrar mínir lærðu fljótt að þetta aukablað átti ekki að verða eldinum í arninum að bráð. Þessu blaði væri mikilvægt að halda til haga. Til öryggis handskrifaði ég utan á blaðið: „Má ekki henda.“ Snemma varð maður skipulagður. Þau voru nú alltaf furðu umburðarlynd gagn- vart þessum íþróttanördisma mínum, gamla settið. Morgunblaðið er vitaskuld eini fjölmiðilinn sem fjallað hefur um Íslandsmótið frá því það hóf göngu sína. Í dag er það líklega sá fjölmiðill sem enn fjallar mest um Pepsi-deildina, þ.e.a.s ef um- fjöllun blaðsins og mbl.is er lögð saman. Umfjöllunin breytist þó eðlilega í tímans rás enda frétta- flutingur orðinn hraður. Þeir sem lengi hafa fylgt Mogganum verða að sætta sig við að umfjöllun um leiki daginn eftir er ekki leiklýs- ing eins og áður. Hún er afgreidd á mbl.is sem fyrst en reynt að finna aðra vinkla í blaðinu. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is 29 Bikarmeistarar karla Skipti Lið Ár 14 KR 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966, 1967, 1994, 1995, 1999, 2008, 2011, 2012, 2014 9 ÍA 1978, 1982, 1983, 1984, 1986, 1993, 1996, 2000, 2003. 9 Valur 1965, 1974, 1976, 1977, 1988, 1990, 1991, 1992, 2005. 8 Fram 1970, 1973, 1979, 1980, 1985, 1987, 1989, 2013. 4 ÍBV 1968, 1972, 1981, 1998. 4 Keflavík 1975, 1997, 2004, 2006. 2 FH 2007, 2010 2 Fylkir 2001, 2002. 1 Breiðablik 2009. 1 Víkingur R. 1971. 1 ÍBA 1969. KR 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.