Fréttablaðið - 16.07.2015, Blaðsíða 2
16. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
GRIKKLAND Mótmælendur sem
mótmæltu niðurskurðartillögum
grísku ríkisstjórnarinnar köst-
uðu bensínsprengjum að lög-
reglu og mikil átök brutust út í
kjölfarið á milli þeirra og lög-
reglu við gríska þingið í gær-
kvöldi.
Á sama tíma rökræddu þing-
menn tillögur vegna samnings
Grikklands og Evrópusam-
bandsins um 86 milljarða evra
neyðarlán til landsins.
Stefnt var á að kosið yrði um
tillögurnar í gærkvöldi en ekki
var búið að kjósa þegar Frétta-
blaðið fór í prentun.
Alexis Tsipras forsætisráð-
herra hefur staðið í ströngu við
að afla tillögunum stuðnings á
þinginu en hópur þingmanna úr
flokki Tsipras ætla sér að kjósa
gegn þeim en Nadia Valavani,
varafjármálaráðherra landsins,
sagði til að mynda af sér emb-
ætti í gær og líkti samkomulag-
inu við ESB við grískan harm-
leik.
Ljóst er að ríkisstjórnin hefur
ekki þingmeirihluta til að koma
tillögunum í höfn án þess að
treysta á stuðning stjórnarand-
stöðuflokkanna sem eru líklegir
til að kjósa með tillögunum.
Niðurskurðartillögurnar fela í
sér mikinn opinberan niðurskurð
og breytingar á virðisaukaskatt-
kerfinu og lífeyriskerfi Grikkja.
Ef þingið samþykkir tillögurn-
ar mun Evrópusambandið veita
neyðarlán sem er það þriðja til
Grikklands á þremur árum. - srs
Líklegt þykir að stjórnarandstöðuflokkarnir kjósi með niðurskurðartillögum ríkisstjórnarinnar:
Mótmælendur köstuðu bensínsprengjum
ÓEIRÐIR Fjöldi manns mótmælti í gær-
kvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
VEÐUR
SJÁ SÍÐU 24
FERÐAÞJÓNUSTA „Okkur fannst
þetta hefta of mikið ferðamenn-
ina,“ segir Sigrún Magnúsdóttir,
formaður Þingvallanefndar, um
þá ákvörðun að hætta að taka gjald
fyrir afnot af salernum þjóðgarðs-
ins á Hakinu.
Salernisgjaldið, sem er 200
krónur, verður afnumið þegar nýtt
bílastæðagjald verið tekið upp á
Þingvöllum. Það verður sennilega
síðar í sumar eða haust.
Að sögn Sigrúnar tókst inn-
heimta salernisgjaldsins ekki eins
og til var ætlast. Bæði hafi sumir
reynt að koma sér undan því að
borga og búnaðurinn hafi verið
bilunargjarn. Þyngst vegi þó að
kerfið hafi verið tafsamt.
„Svona hlið þýðir töf og það
myndi verða betra flæði að þurfa
ekki að borga þar neitt. Maður sá
þessar biðraðir hjá fólkinu í rútun-
um sem sá svo aldrei Þingvelli því
það stóð bara í biðröð til þess að
komast á klósett,“ útskýrir Sigrún.
Í tilefni fréttar í gær af fólki
sem hægir sér aftan við Þingvalla-
bæinn undirstrikar Sigrún að á
Vallhallarreitnum þar skammt
undan séu fjögur salerni auk þess
sem tvö salerni séu við Silfru.
„Þannig að sitthvorum megin við
þetta ógeð eru þó sex salerni,“
segir Sigrún og upplýsir að það
kosti þjóðgarðinn hálfa milljón
króna á mánuði að reka salernin
fjögur á Valhallarreitnum.
„Þannig að það hefur vissulega
verið reynt að koma til móts við
kröfur en það virkar eins og menn
hafi hreint út sagt ekki vitað um
þau. Það hvílir líka ábyrgð á leið-
sögumönnum að afla sér upplýs-
inga um staðhætti,“ segir Sigrún.
Auk þess að vera formaður Þing-
vallanefndar er Sigrún umhverfis-
ráðherra. Hún segir salernismálin
víða um land mikið áhyggjuefni.
„Það er mitt sem umhverfisráð-
herra að reyna að verja náttúru
landsins og mér svíður hvernig
ástandið er,“ segir Sigrún, sem
segir lausnina felast í samhentu
átaki. „Ég treysti alltaf á sam-
vinnuhugsjónina; það þarf sam-
hent átak ríkis, sveitarfélaga og
þjónustuaðila,“ segir umhverfis-
ráðherra, sem kveður vandann nú
felast í því að menn hafi ekki séð
fyrir fjölda ferðamanna í dag fyrir
tíu árum. „En hver gerði það svo
sem?“ gar@frettabladid.is
Salernisgjald lagt af
í Þingvallaþjóðgarði
Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu.
Nefndin hafi því ákveðið að hætta innheimtunni þegar nýtt bílastæðagjald verð-
ur tekið upp. Kallar eftir sameiginlegu átaki opinberra aðila og ferðaþjónustunnar.
Maður sá
þessar bið-
raðir hjá
fólkinu í
rútunum sem
sá svo aldrei
Þingvelli því
það stóð bara í biðröð til
þess að komast á klósett.
Sigrún Magnúsdóttir,
formaður Þingvallanefndar
SALERNISFERÐIR Dvöl sumra ferðamanna á Þingvöllum hefur einskorðast við að bíða hér í röð og skoða salernisaðstöðuna á
Hakinu að innan. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Áfram norðaustlæg átt 3-10 m/s í
dag og að mestu skýjað og þurrt, en
nokkrir dropar munu þó falla allra syðst
seinnipartinn. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast
suðvestan til.
SUMARFERDIR.IS
TILBOÐ
Í EINN SÓLARHRING
Á VÖLDUM BROTTFÖRUM
Í SUMAR
HEFST Í DAG KL. 12:00 Á
SÓLARHRINGUR
SUMARFERÐA
ÞÝSKALAND Höfuðkúpunni af leikstjóranum Friedrich Wilhelm Mur-
nau var stolið úr gröf hans í Þýskalandi á dögunum.
Lögreglan í Þýskalandi telur að höfuðkúpunni hafi verið stolið á
milli 4. og 12. júlí. Lögreglan hefur kallað eftir vitnum sem gætu
varpað ljósi á grunsamlegar mannaferðir í Stahnsdorf-kirkjugarðin-
um sem er í úthverfi Berlínar.
Murnau var einn frægasti leikstjóra svarthvíta tímabilsins í Holly-
wood en hans allra þekktasta verk er vampírumyndin Nosferatu, sem
kom út árið 1922. Murnau lést í bílslysi í Kaliforníu árið 1931. - srs
Lögregla leitar vitna sem geta varpað ljósi á þjófnaðinn:
Hauskúpan tekin úr gröf Murnau
GRÖF MURNAU F. W. Murnau er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt Max Schreck sem
Orlok greifa í kvikmyndinni Nosferatu frá árinu 1922. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu lagði hald á
öfluga vél eða pressu til töflu-
gerðar í íbúðarhúsi á höfuðborg-
arsvæðinu í lok síðasta mánaðar.
Auk þess lagði lögregla
hald á mikið magn e-taflna og
fimm manns voru handteknir
í aðgerðinni sem þótti nokkuð
umfangsmikil.
Talið er að pillurnar hafi
verið framleiddar í vélinni sem
lagt var hald á.
Fjórir mannanna voru
úrskurðaðir í gæsluvarðhald og
tveir eru enn í haldi lögreglu.
- srs
Fjórir í gæsluvarðhaldi:
Lögðu hald á
pillugerðarvél
STJÓRNSÝSLA Peningaþvættis-
skrifstofa ríkislögreglustjóra
flutti í gær yfir til Embættis sér-
staks saksóknara.
Flutningurinn er í samræmi
við nýsamþykkt lög um breytingu
á lögum um meðferð sakamála og
lögreglulögum.
Peningaþvættisskrifstofa mun
starfa hjá sérstökum saksóknara
til 1. janúar 2016 eða þar til emb-
ætti héraðssaksóknara tekur til
starfa. Embætti héraðssaksókn-
ara mun meðal annars höndla
móttöku tilkynninga á grundvelli
laga um aðgerðir gegn peninga-
þvætti. - srs
Breytt lög kalla á flutninga:
Fara til sérstaks
saksóknara
FERÐAÞJÓNUSTA Starfsfólk þjóð-
garðsins á Þingvöllum segir dæmi
um að leiðsögumenn hvetji gesti til
að greiða ekki fyrir að nota salerni
sem boðið sé upp á í þjóðgarðinum.
Þess í stað bendi þeir fólkinu á að
ganga örna sinna úti í náttúrunni.
Í yfirlýsingu þjóðgarðsstarfs-
fólksins kemur fram að nýlega hafi
verið reist girðing við salernin
við Hakið því fólk hafi gert þarf-
ir sínar á veggina. Með því sparar
það sér tvö hundruð krónur sem
það hefði annars þurft að greiða
fyrir að nýta klósettin.
„Í þjónustumiðstöðinni á Leirum
er 21 gjaldfrjálst salerni en þrátt
fyrir það lenda starfmenn iðulega
í því að ferðamenn fara bak við
byggingar þjóðgarðsins og létta á
sér fyrir framan þá og aðra,“ segir
meðal annars í yfirlýsingunni.
Salerni þjóðgarðsins eru alls 56
og það er sama hvar þú ert stadd-
ur á svæðinu, aldrei er lengra en
1.300 metrar á „Frissabúð“.
„Við leiðsögumenn erum í því
að afsaka gerðir stjórnvalda í
hvert sinn sem við komum á þessa
staði,“ sagði leiðsögumaðurinn
Helgi Jón Davíðsson, í samtali við
Fréttablaðið í gær. Á forsíðu blaðs-
ins í gær var vakin athygli á því
að margir ferðamenn nýta náttúru
þjóðgarðsins sem salerni. Klósett-
pappír og saur mætti finna á víð
og dreif um svæðið. - jóe
Leiðsögumenn kvarta yfir því að stjórnvöld standi sig ekki í stykkinu:
Segja ferðafólk forðast salernin
LÉTT Á SÉR Gestir í þjóðgarðinum á Þingvöllum hafa gerst full náttúrulegir við
saur- og þvaglát. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
4
-6
E
8
C
1
7
5
4
-6
D
5
0
1
7
5
4
-6
C
1
4
1
7
5
4
-6
A
D
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K