Fréttablaðið - 16.07.2015, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.07.2015, Blaðsíða 48
16. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 36 Í DAG KL. 19:00 365.is Sími 1817 KR – ROSENBORG KR-ingar mæta norska stórveldinu Rosenborg í annarri umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Vestubæjarstórveldið ætlar sér í næstu umferð og þarf því að eiga sinn besta leik á heimavelli. SPORT FÓTBOLTI „Þeir eru ágætir. Þetta er hörkulið og við þurfum að eiga tvo mjög góða leiki til að komast áfram,“ sagði Heimir Guðjóns- son, þjálfari FH, á blaðamanna- fundi í Kaplakrika í gær, spurður um möguleika Fimleikafélagsins gegn Inter Baku frá Aserbaídsjan í 2. umferð forkeppni Evrópudeild- arinnar í kvöld. Ólíkt FH er Inter Baku á miðju undirbúningstímabili. Einu leik- irnir sem liðið hefur leikið síðan deildin heima fyrir kláraðist eru tveir Evrópuleikir gegn Laci frá Albaníu en Aserarnir fóru áfram á útivallarmarki. Heimir segist vera búinn að fara yfir þá leiki. „Það var talsverður munur á Inter-liðinu milli leikja. Þeir voru mun betri í seinni leiknum og þetta er gott lið. En við erum á heimavelli og þurfum að ná góðum úrslitum,“ sagði Heimir en FH vann 2-0 samanlagðan sigur á finnska liðinu SJK í 1. umferðinni. „Ég sá líka báða leiki þeirra við Elfsborg í Evrópudeildinni í fyrra. Þeir voru miklu betri í fyrri leikn- um og hefðu átt að vinna stærra en 1-0 en Elfsborg kláraði þetta í víta- spyrnukeppni í seinni leiknum,“ sagði Heimir en FH mætti svo ein- mitt Elfsborg í næstu umferð og féll úr leik, samanlagt 5-3. Miklar breytingar hafa orðið á liði Inter Baku frá síðasta tímabili þegar það endaði í 2. sæti asersku deildarinnar. Að sögn þjálfara Inter Baku, Zaur Svanadze, eru aðeins fjórir leikmenn eftir í liðinu frá því í fyrra. „Þetta verður mjög erfiður leikur en við erum nánast með nýtt lið,“ sagði Svanadze á blaðamannafundinum í gær. Kollegi hans hjá FH var leik- maður Fimleikafélagsins þegar það mætti öðru asersku liði, Neftchi Baku, í 1. umferð for- keppni Meistaradeildar Evrópu fyrir áratug. Heimir á ekki góðar minningar frá þeim leikjum. „Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð. Þeir spiluðu okkur svo sundur og saman í heimaleiknum,“ sagði Heimir en Tomislav Misura, núverandi leikmaður Grindavíkur, skoraði í báðum leikjunum fyrir Neftchi sem vann einvígið, 4-1 samanlagt. Það er skammt stórra högga á milli hjá FH-ingum en á sunnu- daginn taka þeir á móti KR í Krik- anum í uppgjöri tveggja efstu liða Pepsi-deildarinnar. Síðan tekur við langt ferðalag til Aserbaísjan en seinni leikur FH og Inter Baku fer fram næsta fimmtudag. FH á svo leik í Kefla- vík sunnudaginn 26. júlí en lík- lega verður sá leikur færður yfir á mánudaginn. - iþs Önnur heimsókn frá Aserbaídsjan FH mætir liði Inter Baku í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. ERFITT VERKEFNI FH á fyrir höndum erfiða Evrópuleiki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI BÚIÐ SPIL Ólafur stýrði Víkingi í tæp fjögur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI FÓTBOLTI Bikarmeistarar KR eiga tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evr- ópudeildarinnar í knattspyrnu, en Vesturbæjarliðið mætir norska stórveldinu Rosenborg í næstu umferð. Fyrri leikurinn fer fram á Alvogen-vellinum í kvöld. Hann hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Skrítið að vera hérna Hólmar Örn Eyjólfsson, leikja- hæsti leikmaður íslenska U21 árs landsliðsins frá upphafi, gekk í raðir Rosenborg á miðju tímabili í fyrra og er búinn að festa sér byrjunarliðssæti. Hann hefur spil- að 14 af 16 leikjum liðsins í norsku úrvalsdeildinni í ár þar sem það trónir á toppnum. „Það er frekar skrítið að vera hérna undir þessum kringum- stæðum. Mér líður dálítið eins og ég sé í útlöndum en samt er ég heima á Íslandi. Ég tala bara ensku við alla og svona,“ sagði Hólmar Örn brosandi við Frétta- blaðið eftir æfingu Rosenborg á KR-vellinum í gær. „Það er gaman að koma heim til Íslands og mæta KR í fyrsta sinn í langan tíma,“ bætti hann við. Vanmetum ekki KR Norska stórveldið ætlar sér að sjálfsögðu að komast í gegnum KR-ingana og mun lengra en það. „Markmiðið er að komast í riðla- keppnina,“ sagði André Han- sen, markvörður Rosenborg, við Fréttablaðið í gær, en hann þekk- ir vel til í Vesturbænum. Hansen kom til landsins á láni sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon af KR-ingum. Hann spilaði í þrjú ár með Odd Gren- land áður en hann gekk í raðir Rosenborg fyrir tímabilið, en hann hefur staðið sig mjög vel. „Við erum með mjög sterkt lið en við vanmetum ekki KR. Við erum búnir að sjá þá spila og vitum hvað þeir geta,“ sagði Hólm- ar, sem fagnaði mikið fyrst þegar dregið var til annarrar umferðar. En svo stefndi allt í að Rosenborg væri á leið til Írlands í síðustu viku þegar KR var marki undir og manni færri. „Þeir spjöruðu sig og þá var mikið fagnað,“ sagði Hólmar Örn, en hann segir Rosenborg-liðið vera að spila mjög góðan fótbolta um þessar mundir. „Við spilum 4-3-3 mjög sókn- djarft og sækjum mikið og hratt. Það er að ganga upp og ef við höld- um svona áfram getur fátt stöðvað okkur á leiðinni að titlinum.“ Loksins í liði sem vinnur Hólmar Örn var á mála hjá Boch- um í þýsku B-deildinni áður en hann kom til Rosenborg. Þar áður var hann hjá West Ham en spilaði aldrei leik fyrir aðalliðið. Eftir upp og niður gengi á ferlinum er hann í mjög góðri stöðu hjá Rosenborg. „Ég hef líklega aldrei notið mín betur. Ég er loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar. Það er virkilega gaman að vera hluti af svona liði og það er mikil jákvæðni í kringum það. Það er gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Hólmar. Aðspurður um landsliðsdrauma sagði miðvörðurinn hávaxni að hann langi til að komast í hópinn hjá Lars og Heimi. „Það er eitt mitt helsta mark- mið. Ég hef nokkrum sinnum verið í hópnum og þar vil ég vera fastamaður. Ég verð bara að halda áfram að gera það sem ég hef verið að gera til að komast þang- að,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson. Kemur á hverju ári André Hansen, markvörður Rosenborg, er mikill Íslandsvinur. Hann hefur verið fastagestur hér á landi síðan hann spilaði níu leiki fyrir KR í Pepsi-deildinni 2009. „Ég eignaðist mjög góðan vina- hóp sem sá vel um mig og því kem ég hérna nánast árlega. Þetta er gott land og hingað er gott að koma,“ sagði André Hansen við Fréttablaðið. tomas@365.is Eins og ég sé í útlöndum Hólmar Örn Eyjólfsson mætir KR með norska stórveldinu Rosenborg í annarri umferð forkeppni Evrópu- deildarinnar í kvöld. Hólmar nýtur lífsins í Þrándheimi og hefur ekki liðið betur á vellinum í langan tíma. GENGUR VEL Hólmar Örn Eyjólfsson kom til Rosenborg á síðustu leiktíð til að leysa miðvarðarvandræði, en hann negldi sér stöðu í byrjunarliðinu og er fastamaður. Honum hefur ekki liðið betur í boltanum í langan tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Ólafur rekinn frá Víkingi Ólafi Þórðarsyni, öðrum þjálfara Víkings, var sagt upp í gær, en hann hefur þjálfað liðið í þrjú og hálft ár. Víkingar hafa aðeins unnið 1 af síðustu 10 leikjum sínum í Pepsi-deildinni og í þeim leik tók Ólafur út leikbann. Milos Milojevic verður einn þjálfari Víkings en hann var þjálfari við hlið Ólafs. Fyrsti leikurinn undir stjórn Milosar er gegn botnliði Keflavíkur á sunnudag. SUND Jón Margeir fékk silfur Jón Margeir Sverrisson vann silfur í gær í 200 metra skriðsundi á HM fatlaðra í sundi í Glasgow. Jón Margeir kom í mark á 1:58.06 mínútum og var rúmri sekúndu á eftir Rússanum Viacheslav Emeliantsev sem hafði áður tekið af honum heimsmetið í undanrásunum. FÓTBOLTI Gunnar varði vítaspyrnu Gunnar Nielsen, færeyski markvörður Stjörnuliðsins, átti frábæran leik þegar Stjarnan tapaði 2-0 fyrir Celtic í gær í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistara- deildarinnar. Celtic skoraði fyrra mark sitt rétt fyrir hálfleik og það síðara eftir besta kafla Stjörnunnar í leiknum í byrjun seinni hálfleiks. Gunnar Nielsen (sjá mynd) bjargaði Stjörnuliðinu margoft, sér- staklega þegar hann varði víti frá Leigh Griffiths á 78. mínútu. Seinni leikur liðanna fer fram á Íslandi í næsti viku en Stjarnan á smá von eftir að hafa sloppið með tveggja marka tap. FLEIRI SIGRAR EN TÖP FH hefur unnið 12 af 28 Evrópuleikjum sínum undir stjórn Heimis Guðjónssonar frá 2008 en tapleikirnir eru 11 talsins. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 6 -0 D 4 C 1 7 5 6 -0 C 1 0 1 7 5 6 -0 A D 4 1 7 5 6 -0 9 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.