Fréttablaðið - 16.07.2015, Blaðsíða 20
16. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 20
Ekki er öllum gefið að
vera góður stjórnandi
eða yfirmaður. Því miður
eru dæmi um yfirmenn
á alls kyns vinnustöðum
sem skortir flest það sem
telst prýða góðan yfir-
mann. Ekki er hægt að
fullyrða um hvort einelti
sé algengara hjá kven-
yfirmönnum eða karl-
yfirmönnum. Vanda-
málið er dulið því ekki
allir sem upplifa sig
lagða í einelti af yfirmanni
sínum segja frá því. Ganga má
út frá því að langstærsti hópur
yfirmanna séu góðir og faglegir
yfirmenn. Í þessari grein sem
er sú fyrsta af þremur verður
fjallað um þá yfirmenn sem eru
ekki færir um að eiga jákvæð
og góð samskipti við starfsfólk
sitt og eru jafnvel gerendur ein-
eltis. Hvernig getur það gerst
að „vanhæfur stjórnandi“ fær
yfirmannsstöðu? Auðvitað getur
verið um að ræða eiganda fyrir-
tækis sem er þá jafnframt yfir-
maður og stjórnandi. Í öðrum
tilfellum liggur svarið ekki á
lausu og væri í raun ágætis
rannsóknarefni.
Það sem m.a. einkennir yfir-
mann sem leggur starfsmann í
einelti er „valdafíkn“, það „að
ráða“, beita og misbeita valdi
þóknist honum svo. Ekki er
ósennilegt að yfirmaður sem
er valdafíkinn búi einnig yfir
öðrum neikvæðum skapgerð-
areinkennum sem birtast í
samskiptum við aðra. Lýsing,
kannski nokkuð ýkt, á yfirmanni
sem er gerandi eineltis gæti litið
einhvern veginn svona út:
Lund hans og skap er óútreikn-
anlegt, sveiflukennt allt eftir því
hvernig liggur á honum hverju
sinni. Sé hann pirraður lætur
hann það gjarnan bitna á starfs-
fólkinu og verður fljótt reiður
mæti hann mótbyr. Það
kitlar hann jafnvel að
finna að hann getur með
lund sinni, líkamsmáli og
samskiptaháttum valdið
óöryggi á vinnustaðnum.
Þegar manneskja sem
hér er lýst er ráðin sem
yfirmaður er varla von
á góðu ef litið er til sam-
skipta á vinnustaðnum.
Einhverjir gætu séð
þessa yfirmannstýpu
sem ákveðinn og sjálf-
stæðan aðila. Hins vegar má
mikið frekar ætla að neikvæð
framkoma hans sé drifin áfram
af vanlíðan, minnimáttarkennd
og óöryggi. Orsakir geta verið
flóknar og átt rætur að rekja
í samspili persónueinkenna,
félagslegs bakgrunns og hvernig
einstaklingurinn upplifir stöðu
sína á staðnum. Þessi tegund af
yfirmanni kemur oft vel fyrir út
á við. Hann er e.t.v. vinamargur
og kannski ágætur maki og for-
eldri? Tjái hann sig um vinnu-
staðinn opinberlega gæti hann
vel birst sem hæfur stjórnandi
sem tekur frumkvæði og hrindir
hlutum í framkvæmd.
Afbrýðisemi og öfund
Á vinnustað sem stjórnað er af
yfirmanni eins og hér er lýst
getur hæglega þrifist einelti og
stundum er yfirmaðurinn sjálfur
gerandinn. Valdafíkinn stjórn-
andi sem er auk þess fullur
af minnimáttarkennd er ekki
ólíklegur til að níðast með ein-
hverjum hætti á starfsmanni/
starfsmönnum. Hann veifar
valdasprotanum og undirstrik-
ar með honum hver það er sem
hefur heill og hamingju starfs-
fólksins í hendi sér. Einn af
helstu fylgikvillum minnimátt-
arkenndar er afbrýðisemi og
öfund. Þessi tegund af yfirmanni
óttast að einhver skyggi á sig.
Upplifi hann að einhver ógni sér
gæti hann gripið til þess að lítil-
lækka þann, gera hann ótrúverð-
ugan eða nota vald sitt og áhrif
til að koma honum illa með ein-
hverjum hætti. Starfsmaðurinn
er þá kannski fluttur til í starfi
eða aðrar leiðir fundnar með það
að markmiði að losna við hann.
Liður í að minna starfsfólkið á
hver ræður er að vera gagnrýn-
inn, dómharður og óútreiknan-
legur. Að vera óútreiknanlegur
er tækni sem er til þess fallin að
grafa undan öryggistilfinningu
starfsmanna. Skilaboðin eru að
enginn skuli halda að hann geti
verið öruggur með stöðu sína.
Þessi yfirmaður fylgist vel með
fólkinu á staðnum og notar til
þess ýmsar leiðir, leyndar og
ljósar. Sumum kann að finnast
að þessi yfirmaður hreinlega
bíði færis á að geta tekið ein-
hvern á beinið. Þegar starfs-
maður er tekinn á beinið er það
oft gert með hörku og óbilgirni.
Sá sem einu sinni upplifir yfir-
manninn í þessum aðstæðum
vill fyrir alla muni ekki lenda í
þeim aftur. Í næstu grein verður
fjallað um „vanvirka“ yfirmann-
inn sem verður stundum, vegna
aðgerðaleysis, óbeinn þátttak-
andi eineltis á vinnustaðnum.
Þegar yfi rmaður
er gerandi eineltis
Í skjóli nætur í reykfylltu bak-
herbergi við Austurvöll var fyrir
stuttu tekin ákvörðun sem fól í sér
fjárhagslega byrði á almenning í
landinu. Þetta kann að hljóma
líkt og umfjöllun um reyfara en
er því miður lýsing á því hvernig
Alþingi ákvað undir frestun þings
að leggja til og samþykkja ákvörð-
un um útboð á tollkvótum á land-
búnaðarvörum sem fól í sér enn
einn viðbótarkostnað í boði hins
opinbera á herðar fyrir tækja og
almennings í landinu.
Sú ákvörðun sem hér um ræðir
er tillaga meirihluta atvinnuvega-
nefndar Alþingis um að afnema
heimild sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra í búvörulögum
til að láta hlutkesti ráða úthlut-
un á tollkvótum fyrir landbún-
aðarvörur þegar umsóknir ber-
ast um meiri innflutning en í
boði er. Var þannig fest í sessi
að ráðherra skuli leita tilboða í
tollkvóta en ráðherra var áður
heimilt að grípa til hlutkestis
sem fól ekki í sér viðbótarkostn-
að fyrir umsækjendur. Hér er
ágætt að hafa hugfast að tilgang-
ur tollkvótanna, sem grundvall-
ast á aðild Íslands að Alþjóða-
viðskiptastofnuninni, er að veita
innlendri framleiðslu samkeppn-
islegt aðhald sem varla er gert
með auknum álögum á þessar
innfluttu vörur.
Boðin hæstbjóðenda
Eins og áður segir var til-
laga þessi lögð fram á Alþingi í
skjóli nætur og keyrð í gegnum
atkvæðagreiðslur án þess að
raunveruleg umræða hafi farið
fram um hana fyrir utan ein-
hliða rökstuðning atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytis. Var sá
rökstuðningur að bregðast þurfti
við dómi Héraðsdóms Reykja-
víkur sem átaldi sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra fyrir
að hafa einhliða val um að leggja
skatt á aðila eða grípa til hlutkest-
is. Með hag almennings að leið-
arljósi var því mat ráðuneytisins
og Alþingis að halda eftir heimild
til að leggja skatt á fyrir tæki, og
almenning í landinu, í stað þess
að festa í sessi heimild til að grípa
til hlutkestis. Því verða tollkvót-
ar á innflutt matvæli framveg-
is boðnir hæstbjóðendum þegar
eftirspurn í þá er meiri en fram-
boð og því dýrara en ella að hag-
nýta þá kvóta. Með hlutkesti hefði
hins vegar kvótum verið úthlut-
að án sérstakra viðbótargreiðslna
fyrir þá.
Það orkar einnig tvímælis að
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neyti hefur beðið í þó nokkurn
tíma eftir umræddri lagabreyt-
ingu til að afgreiða umsóknir um
tollkvóta á grundvelli skattlagn-
ingarheimildarinnar – umsóknir
þar sem öll gögn hafa legið fyrir
til að afgreiða þær. Rifjast hér
upp sú meginregla stjórnsýslu-
réttarins að taka skuli ákvarðan-
ir í málum svo fljótt og unnt er
og á grundvelli þeirra reglna sem
gilda á hverjum tíma. Með fram-
ferði sínu hefur ráðuneytið því
gengið gegn þessari meginreglu.
Starfa með heildarhagsmuni
Þá þurfa þeir 35 þingmenn Sjálf-
stæðisflokks, Framsóknarflokks
og VG, sem samþykktu þessa
breytingu um að auka álögur á
fyrirtæki og almenning, sem og
þeir fimm þingmenn Sjálfstæð-
isflokks, Pírata og VG sem sátu
hjá, að svara hvers vegna tekin
var afstaða með sérhagsmunum
innlendra framleiðenda umfram
hagsmuni almennings. Þessir aðil-
ar þurfa einnig að svara sínum
kjósendum um hvað réði för við
að veita brautargengi tillögu sem
felur í sér viðbótarkostnað fyrir
heimili landsins.
Þá þurfa þessir sömu aðilar að
taka til skoðunar hvort eðlilegt sé
að svona stórt hagsmunamál sé
afgreitt í flýti á bak við tjöldin og
án þess að kalla eftir umræðu eða
leita umsagnar um þau. Kjörnir
fulltrúar á Alþingi þurfa ávallt að
gæta að því að þeim ber að starfa
með heildarhagsmuni landsmanna
að leiðarljósi en ekki sinna hags-
munagæslu fyrir tiltekna sérhags-
munahópa. Alþingi er, og á að vera,
hagsmunsamtök almennings í land-
inu en ekki þröngs hagsmunahóps.
Þá þurfa þessir sömu aðilar að líta
í eigin barm þegar þeir eða aðrir
kvarta yfir vöruverði hér á landi
enda gafst í þessu máli færi á að
lækka vöruverð en því tækifæri
var hins vegar varpað fyrir róða.
Hagsmunasamtökin
við Austurvöll
Stórum áfanga var náð
nýlega þegar samkomulag
var undirritað um upp-
byggingu hluta raforku-
flutningskerfis Landsnets
hf. innan Hafnarfjarðar.
Í samkomulaginu felst
að línur við byggð verða
fjarlægðar, aðrar settar í
jörð og Ísallína flutt fjær
byggð á lægri og minna
áberandi möstur. Einnig
verður bætt úr hljóðvist
og ásýnd spennuvirkis í
Hamranesi.
Forsenda samkomu-
lagsins er umsókn Landsnets um
framkvæmdaleyfi fyrir Suður-
nesjalínu 2 sem var svo samþykkt
þann 9. júlí sl. af fulltrúum meiri-
hlutans en af einhverjum ástæð-
um sá minnihlutinn ástæðu til
að sitja hjá við afgreiðslu máls-
ins. Nýr meirihluti í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar tók strax þá stefnu
að afgreiða ekki umsóknina fyrr
en niðurrifi Hamraneslína yrði
flýtt og línur í lofti nálægt íbúða-
byggð settar í jörð.
Forsagan
Í stuttu máli þá má rekja þessa
sögu aftur til ársins 2007 þegar
kosið var um stækkun álvers-
ins í Straumsvík. Ísal bauðst til
að greiða fyrir jarðstrengi og
niðurrif lína, þegar niðurstaða
íbúakosningarinnar lá fyrir varð
ekkert úr þeim framkvæmdum.
Eftir kosninguna var haft eftir
þáverandi bæjarstjóra, Lúðvík
Geirssyni, að raflínur í nágrenni
álversins í Straumsvík yrðu lagð-
ar í jörð við nýbyggingar-
svæði á Völlunum, engin
breyting yrði á því, þrátt
fyrir niðurstöðu íbúa-
kosningarinnar. Í ágúst
2009 var undirritað sam-
komulag um uppbyggingu
flutningskerfis raforku
í landi Hafnarfjarðar
þar sem nýjar línur og
spennuvirki yrði reist
fjærri byggð og aðrar
rifnar.
Öllum framkvæmd-
um átti að vera lokið árið
2017. Fyrirvari í sam-
komulaginu varð þess valdandi
að engar framkvæmdir eru enn
hafnar. Það var svo í október
2012 sem þáverandi bæjarstjóri,
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir,
undirritaði viðauka við samkomu-
lagið frá 2009 þar sem segir m.a.
í 4. gr: „Landsnet hefur upplýst
Hafnarfjarðarbæ um þá ákvörð-
un sína að ráðast í nauðsynleg-
ar framkvæmdir við niðurrif
Hamraneslínu 1 og 2.“ Þessum
framkvæmdum átti að vera lokið
2020 og að mati lögfróðra er óvíst
að samkomulag þetta hefði hald-
ið.
Aðkoma íbúasamtaka Valla
Íbúum á efri hluta Valla sem búa
næst háspennumannvirkjum
hefur ítrekað verið lofað að þessi
mannvirki verði rifin niður og
eru orðnir langþreyttir á að þau
loforð hafi ekki verið efnd. Nýr
meirihluti setti sér þau markmið
að flýta niðurrifi Hamraneslína
og nýjar línur færu í jörðu næst
íbúabyggð. Að fenginni reynslu
kom ekki til álita að setja fyrir-
vara inn í samkomulagið. Eftir
langar viðræður við Landsnet lá
fyrir að fyrirtækið var reiðubúið
að flýta niðurrifi Hamraneslína
til ársins 2018 og leggja nýjar
línur í jörð næst byggð. Var fram-
kvæmdin sett í grenndarkynn-
ingu og má segja að lán hafi fylgt
okkur sem stóðum í samninga-
viðræðum við Landsnet, að gam-
alt skipulag fór í loftið með línum
ofanjarðar næst byggð. Íbúar á
Völlum mótmæltu og haldinn var
íbúafundur. Í framhaldinu var
fulltrúa íbúasamtakanna boðin
þátttaka í viðræðunum þar sem
áherslur íbúa sem ekki höfðu
komið fram áður, s.s. bætt hljóð-
vist við spennuvirki og niðurrif
Ísallína, voru settar á oddinn.
Landsnet var upplýst um stöð-
una og viðræður miðuðu að þeirri
lausn sem skrifað var undir. Það
er mjög ánægjulegt hversu gott
samstarf við íbúasamtökin var í
þessum viðræðum og sýnir slag-
kraft íbúa þegar þeir standa
saman.
Mikilvægt skref
fyrir Hafnfi rðinga
EINELTI
Kolbrún
Baldursdóttir
sálfræðingur
➜ Það sem m.a. einkennir
yfi rmann sem leggur
starfsmann í einelti er
„valdafíkn“, það „að ráða“,
beita og misbeita valdi
þóknist honum svo. Ekki er
ósennilegt að yfi rmaður sem
er valdafíkinn búi einnig
yfi r öðrum neikvæðum
skapgerðareinkennum sem
birtast í samskiptum við
aðra.
BÆJARMÁL
Ó. Ingi Tómasson
bæjarfulltrúi í
Hafnarfi rði,
formaður skipulags-
og byggingaráðs
➜ Var framkvæmdin
grenndarkynnt og má segja
að lán hafi fylgt okkur sem
stóðu í samningaviðræðum
við Landsnet, að gamalt
skipulag fór í loftið með lín-
um ofanjarðar næst byggð.
Íbúar á Völlum mótmæltu
og haldinn var íbúafundur.
TOLLKVÓTAR
Andrés
Magnússon
Framkvæmdastjóri
SVÞ
Lárus M. K.
Ólafsson
Lögfræðingur SVÞ
➜ Með hag almennings
að leiðarljósi var því mat
ráðuneytisins og Alþingis
að halda eftir heimild til að
leggja skatt á fyrirtæki, og
almenning í landinu, í stað
þess að festa í sessi heimild
til að grípa til hlutkestis.
40.000
fréttaþyrstir
notendur
Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum:
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
5
-F
9
8
C
1
7
5
5
-F
8
5
0
1
7
5
5
-F
7
1
4
1
7
5
5
-F
5
D
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K