Fréttablaðið - 16.07.2015, Blaðsíða 54
16. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 42
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson
hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ
SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan
Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar
Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
„Við erum að skjóta nýtt mynd-
band núna sem verður vonandi
tilbúið á næstu dögum,“ segir tón-
listarmaðurinn Páll Óskar Hjálm-
týsson. Hann er þessa dagana á
fullu við að vinna nýtt myndband
ásamt framleiðslufyrirtækinu
Silent. Myndbandið er við nýtt lag
sem kallast Líttu upp í ljós og sér
Daníel Bjarnason um leikstjórn,
Snædís Snorradóttir um fram-
leiðslu og Hákon Sverrisson um
stjórn kvikmyndatöku.
„Ég er virkilega ánægður með
þetta lag. Það er samið og útsett,
af Jakobi Reyni Jakobssyni og
Bjarka Hallbergssyni en þeir
mynda teymi sem kallast Dusk.
Við þrír erum búnir að vera að
vinna mikið af músík saman,“
segir Palli um lagið og nýtt sam-
starf sitt í tónlist við Dusk-teym-
ið. „Við byrjuðum að vinna saman
fyrir rúmum tveimur árum og nú
er kominn alveg ágætis grunn-
ur að virkilega fínum lögum. Ég
hlakka til að leyfa fólki að heyra
og það er kominn tími til,“ bætir
Palli við. Hann sendi síðast frá
sér í apríl lagið Ást sem endist.
Gert er ráð fyrir að myndbandið
líti dagsins ljós í næstu viku og þá
getur fólk einnig að nálgast lagið
ókeypis á palloskar.is. „Þessar
smáskífur mínar eru ekki til sölu,
heldur eru þær gefins á netinu.“
Sumarið er annasamur tími hjá
Palla og er nóg að gera hjá honum.
„Það eru einhvers konar bæjar-
hátíðir allar helgar og ég er á
þeim öllum,“ bætir Palli við léttur
í lundu. - glp
Kominn tími til að leyfa fólkinu að heyra
Páll Óskar Hjálmtýsson hefur í nógu að snúast og er um þessar mundir að taka upp nýtt tónlistarmyndband.
HÁSKÓLABÍÓ 15. ÁGÚST 2015
ROKKABILLÝBANDIÐ
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á MIÐI.IS
HEIÐURSTÓNLEIKAR
FLOTTUR Páll Óskar Hjálmtýsson tekur
upp nýtt myndband.
Bandaríski rapparinn Snoop Dogg
sem treður upp í Laugardalshöll-
inni í kvöld undir nafninu DJ
Snoop adelic, sendir allajafnan ítar-
legan lista á tónleikahaldara með
ýmsum kröfum. Á svokölluðum
„ræder-lista“, sem kappinn hefur
sent á tónleikahaldara og Frétta-
blaðið hefur undir höndum er ætl-
ast til þess að ákveðnir hlutir séu
til staðar svo að allt fari vel fram.
Á listanum kemur fram að
Snoop vilji fá nokkrar gæðateg-
undir af ýmsu áfengi. Hann biður
um fjórar flöskur af ísköldu Moet
Rosay kampavíni, tvær flösk-
ur af ísköldu Ciroc Vodka, tvær
flöskur af ísköldu Patrón tekíla
og tvær flöskur af Hennesy XO
koníaki. Allar flöskurnar skulu
vera að minnsta kosti 750 ml.
Ofan á allt þetta fer Snoop
fram á að fá 24 flöskur af ísköld-
um Red Bull orkudrykk, 36
flöskur af ísköldum Premium
bjór og 24 flöskur af ísköldu
vatni. Þá eru ávaxtasafar eins
og ananas- og appelsínusafar
einnig á listanum.
Hvað varðar snæðing, þá
vill rapparinn samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins
fá djúpsteiktan kjúkling
og er það mjög mikilvæg
máltíð. Að auki vill hann
hafa val um tvo aðra rétti
sem að jafnaði eru ýmist
steiktur fiskur, BBQ-rif,
lasanja eða nautakjöt.
Kappinn gerir einnig
ráð fyrir að grípa í sígar-
etturnar hér á landi og gerir kröf-
ur um að sex pakkar af Marlboro
Lights séu til staðar fyrir hann.
Að ógleymdum nýjum, hreinum og
hvítum handklæðum þegar Snoop
þarf á þeim að halda. „Það kom
maður á hans vegum á mánudag til
landsins, sem er að taka út svæðið.
Snoop sendir fólk á undan sér til
að kanna hvort allt sé ekki örugg-
lega nógu gott og hvort allt sé til
staðar,“ Kristinn Bjarnason, einn
skipuleggjenda tónleikana. Hann
neitar þó að tjá sig frekar um kröf-
ur kappans.
Snoop lendir hér á landi í
dag á einkaþotu sinni. Slíkur
reynslubolti og kanóna gerir
að sjálfsögðu miklar kröfur
hvað varðar samgöngur enda
hefur hann ferðast um allan
heim í fjölda ára. Kröfurnar
eiga einnig við
um samgöngu-
hætti hér á
landi, því hann
vill eingöngu
ferðast á milli
staða á svartri
extra stórri
Merce-
des Vito
lúxus
sendi-
bifreið
og
tekur fram að hann vilji ekki sjá
limósínur.
Það sem kemur hvað helst á
óvart er að hann gerir ekki kröfu
um leikjatölvu í þetta skiptið því
undanfarin ár hefur kappinn viljað
geta gripið í Play Station-tölvu eða
Xbox-tölvu á tónleikaferðalögum
sínum.
Laugardalshöllinni hefur nú
verið breytt í heljarinnar klúbb og
mun Snoop stýra tæplega þriggja
klukkustunda partíi. „Það er búið
að setja upp brjálað hljóðkerfi og
ljósakerfi sem ekki hefur verið
sett upp áður í Höllinni. Þetta
verður hipphopp-tónlistarveisla
sumarsins, sem verður á heims-
mælikvarða og upplifun sem eng-
inn má missa af,“ segir Kristinn
fullur tilhlökkunar. Ásamt Snoop
Dogg koma fram Blaz Roca, Úlfur
Úlfur, DJ Benni B-Ruff, Shades of
Reykjavík og KSF ásamt Alvia Is-
landia. Miðasala fer fram á midi.
is. gunnarleo@frettabladid.is
Snoop Dogg vill alls
ekki sjá limósínur
Bandaríski rapparinn Snoop Dogg heldur risapartí í kvöld í Laugardalshöllinni.
Hann vill fá ýmsar gæðavörur hér á landi en lætur leikjatölvuna vera í þetta sinn.
SVALUR SNOOP DOGG Bandaríski rapparinn ætlar að stýra risapartíi í Laugardalshöllinni í kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY
➜ Hann biður um fjórar
flöskur af ísköldu Moet Rosay
kampavíni, tvær flöskur af
ísköldu Ciroc Vodka, tvær
flöskur af ísköldu Patrón tekíla
og tvær flöskur af Hennesy XO
koníaki. Allar flöskurnar skulu
vera að minnsta kosti 750 ml.
„Ég fæ mér banana, djús og
heilsutvennu. Þegar ég er í stuði og
um helgar finnst mér gaman að fá
mér fínni bröns og þá eru amerískar
pönnukökur með smjöri, bláberjum,
bönunum, súkkulaðispæni og sírópi
klisjulegur og góður kostur.“
Edda Sif Pálsdóttir, umsjónarkona Íslands
í dag
MORGUNMATURINN
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
4
-E
E
E
C
1
7
5
4
-E
D
B
0
1
7
5
4
-E
C
7
4
1
7
5
4
-E
B
3
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K