Fréttablaðið - 16.07.2015, Blaðsíða 12
16. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 12
Janet L. Yellen, aðalbankastjóri seðla-
banka Bandaríkjanna, varaði þingmenn
við tillögum þess efnis að auka afskipti
stjórnmálamanna af seðlabankanum.
Slíkt myndi valda öllu hagkerfinu skaða.
Yellen ræddi þetta í skýrslu sem hún
skrifaði fyrir fjárlaganefnd fulltrúa-
deildar Bandaríkjaþings í gær. Á vef The
New York Times segir að þessi yfirlýsing
Yellen sé til þess fallin að auka á spennu
í samskiptum löggjafans og seðlabank-
ans.
„Hversu góður hugur sem kann að vera
að baki áformum um að auka gagnsæi, þá
mega þær alls ekki koma í veg fyrir að
bankinn geti mótað stefnu í þágu banda-
rískra fjölskyldna og fyrirtækja,“ sagði
Yellen í skýrslunni
Yellen sagði að peningastefna seðla-
bankans hefði ekkert breyst á undan-
förnum vikum. Bankinn vænti þess enn
að stýrivextir verði hækkaðir síðar á
árinu, að því gefnu að hagvöxtur verði
í takt við væntingar. „Þegar horft er til
framtíðar þá er útlit fyrir jákvæða þróun
á atvinnumarkaðnum og i efnahagslífinu
í víðara samhengi,“ sagði Yellen við þing-
nefndina.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur
að seðlabankinn eigi að bíða til næsta
árs með að hækka vexti. Nokkrir úr
bankastjórn seðlabankans eru sam-
mála. Yellen sagði hins vegar í gær að
stefna meirihluta bankastjórnarinnar
hefði ekki breyst. Og hún gaf til kynna
að útlit í efnahagsmálum væri betra en
búist var við. Olíuverð lágt, vextir lágir,
fleira starfsfólk ráðið í störf. Þá nytu
Bandaríkin góðs af afleiddum áhrifum
af aðgerðum sem ráðist hefur verið í í
öðrum ríkjum til að örva hagvöxt.
- jhh
Janet Yellen seðlabankastjóri segir að bjart sé fram undan í efnahagslífi Bandaríkjanna og stýrivextir verði hækkaðir síðar á árinu:
Seðlabankastjóri varar við afskiptum pólitíkusa
SEÐLABANKASTJÓRI Janet Yellen birti þingnefnd
skýrslu sína í gær. Hún varar við afskiptum stjórn-
málamanna af seðlabankanum. NORDICPHOTOS/AFP
Litla kaffistofan á Suðurlandsvegi varð
55 ára í byrjun júní. Stefán Þormar Guð-
mundsson, sem rekur kaffistofuna, segir
að undan farið hafi margir komið til að
skoða sýningu sem hann setti upp með
úrklippum af íþróttasíðum dagblaðanna.
Stefán Þormar segir að í dag komi marg-
ir til að sjá úrklippusýninguna sem er inni
á safninu. „Það átti aldrei að verða neitt
merkileg sýning, en ég byrjaði að safna
myndum og setti upp á vegg. En það eru
ótrúlega margir sem koma af því að þeir
hafa heyrt af þessu og vilja skoða,“ segir
Stefán.
Á sýningunni eru knattspyrnumyndir úr
dagblöðum með stiklum úr knattspyrnu-
sögunni. Stefán Þormar segist hafa byrjað
að safna úrklippum úr dagblöðum þegar
hann var tíu ára gamall, árið 1956. „Svo
eru byrjuð að berast flögg frá erlendum
liðum sem ég hengi upp,“ segir Stefán.
Stefán Þormar segir að enn þann dag
í dag gangi reksturinn ágætlega. „Við
eigum erlendum ferðamönnum mikið að
þakka þótt uppistaðan sé Íslendingarnir,“
segir Stefán. Hann segir að gestir komi
víða að. „Það er öll flóran í þjóðfélaginu.
Margir sumarbústaðaeigendur sem fara
i bústaðina sína. Menn sem vinna fyrir
austan fjall og eru að fara til Reykjavíkur
koma á morgnana. Og svo öfugt, Reykvík-
ingar sem vinna fyrir austan fjall, koma
til okkar,“ segir hann.
Litla kaffistofan var stofnuð þann 4. júní
árið 1960 og segir Stefán Þormar að stað-
urinn sé að mestu leyti óbreyttur síðan þá.
„Það hefur aðeins verið byggt við hana. En
það er engin glerhöll og ég held það standi
ekki til að gera það. Þetta er bara vinaleg-
ur staður með góðar vættir allt í kringum
okkur,“ segir Stefán. - jhh
Í júní voru liðin 55 ár frá því að Litla kaf istofan var opnuð við Suðurlandsveg. Úrklippusýning vekur athygli á meðal gestanna:
Byrjaði að safna íþróttamyndum 10 ára gamall
Á KAFFISTOFUNNI Stefán Þormar safnar úrklipp-
um af íþróttasíðum blaðanna sem gestir geta
skoðað þegar þeir heimsækja hann. NORDICPHOTOS/AFP
Meira var keypt af byggingarefni
núna í júní en í sama mánuði árið
áður. Rannsóknarsetur verslunar-
innar telur aftur á móti að vöxtur
á fyrri helmingi ársins hafi verið
minni en tilefni hafði gefið til, með
auknum umsvifum í hagkerfinu.
Vöxturinn í júní var 9,5 prósent
frá fyrra ári en vöxtur í bygginga-
vöruverslun fyrstu sex mánuði árs-
ins var 2,4 prósent. Verðlag bygg-
ingavara lækkaði um 1,8 prósent
frá júní í fyrra og kemur þar til
lækkun virðisaukaskatts og niður-
felling vörugjalda um áramótin.
Þetta sýna tölur Rannsóknarset-
urs verslunarinnar.
- jhh
Byggingarefni lækkar í verði:
Meira keypt af
byggingarefni
Ríkissjóður greiddi í gær upp
eftirstöðvar svokallaðs Avens-
skuldabréfs að fjárhæð 192 millj-
ónir evra (rúmlega 28 milljarð-
ar króna) auk vaxta. Upphaflegt
nafnverð bréfsins var 402 millj-
ónir evra og var það afborgunar-
bréf, gefið út árið 2010 með loka-
gjalddaga 2025.
Eftirstöðvar Avens-skulda-
bréfsins voru greiddar af gjald-
eyrisinnstæðum ríkissjóðs í
Seðlabanka Íslands. Þær hafa
vaxið nokkuð á árinu. Meðal
annars vegna uppgreiðslu Arion
banka á víkjandi lánum ríkis-
sjóðs, samtals að fjárhæð um 20
milljarðar króna. - jhh
Rúmir 28 milljarðar greiddir:
Avens-bréfið
greitt upp
Vilborg Arna Gissurardóttir, betur
þekkt sem Vilborg pólfari, hefur
verið ráðin sölu- og markaðsstjóri
Sagafilm. Hún tekur við af Öldu
Karenu Hjaltalín sem hefur nám
í Háskóla Íslands haust.
„Ég hlakka til að ganga til liðs
við öflugt og skapandi starfsfólk
Sagafilm og takast á við ný og
krefjandi verkefni,“ segir Vilborg
í tilkynningu. Hún er með MBA-
gráðu frá Háskóla Íslands og BA-
gráðu í ferðamálafræðum.
Í tilkynningu frá Sagafilm segir
að Vilborg hafi víðtæka reynslu í
sölu- og markaðsmálum auk fjár-
mögnun hinna ýmsu verkefna.
Hún hefur einnig starfað sem
stundakennari og unnið að fjöl-
breyttum ráðgjafarverkefnum. - jhh
Vilborg Arna Gissurardóttir tekst á við ný verkefni:
Pólfari til Sagafilm
Í SÖLU- OG MARKAÐSMÁL Vilborg Arna Gissurardóttir verður væntanlega eitthvað
minna á hálendinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Seðlabanki Íslands tilkynnti í
gær að fyrirhugað væri að veita
lífeyrissjóðum ásamt öðrum inn-
lendum vörsluaðilum séreignar-
lífeyrissparnaðar undanþágu
frá lögum um gjaldeyrismál til
að fjárfesta í erlendum gjaldeyri.
Áður hafði verið ráðgert að veita
þessa heimild eftir áramót.
Samanlagt munu þessir einstak-
lingar geta fjárfest fyrir 10 millj-
arða króna í erlendum gjaldeyri.
Fjárfestingarheimildin kemur til
með að skiptast milli þeirra með
þeim hætti að annars vegar verð-
ur horft til stærðar sjóðanna, sem
fær 70% vægi, og hins vegar verði
horft til hreins innstreymis í sjóð-
ina, sem fær 30% vægi. Í tilkynn-
ingu á vef lífeyrissjóðanna segir
að útreikningurinn byggi á upp-
lýsingum úr nýjustu ársreikninga-
bók Fjármálaeftirlitsins um líf-
eyrissjóði. Það er tölum frá árinu
2013. Mun undanþága miðast við
að heimild hvers aðila gildi til loka
þessa almanaksárs.
Seðlabankinn segir að gjald-
eyris innstreymi að undanförnu
og minni óvissa um þróun greiðslu-
jafnaðar í framhaldi af setningu
laga á Alþingi, sem lúta að upp-
gjöri búa fallinna fjármálafyrir-
tækja og kynningu áforma varð-
andi svokallaðar aflandskrónur
síðar á yfirstandandi almanaksári,
skapi svigrúm til fjárfestinga líf-
eyrissjóða og annarra vörsluaðila
séreignarsparnaðar í fjármála-
gerningum útgefnum í erlendum
gjaldeyri.
Í slíkum fjárfestingum fel-
ist þjóðhagslegur ávinningur
þar sem lífeyrissjóðunum er
gert mögulegt að bæta áhættu-
dreifingu í eignasöfnum á sama
tíma og dregið er úr uppsafn-
aðri erlendri fjárfestingarþörf
lífeyris sjóðanna þegar fjár-
magnshöft verða leyst. Þar með
er dregið úr hættu á óstöðugleika
í kjölfar losunar fjármagnshafta.
Gunnar Baldvinsson, fyrrver-
andi formaður Landssamtaka líf-
eyrissjóða, segist mjög ánægður
með að þessi heimild hafi verið
veitt. „Og vonast til þess að þetta
sé bara fyrsta skrefið til þess að
sjóðirnir geti fjárfest erlendis og
dreift áhættu. Þetta er lágmarks-
fjárhæð sem ég vonast til að geti
hækkað í framtíðinni,“ segir
Gunnar. Hann segir að í skýrslu
sem Landssamtök lífeyrissjóða
gáfu út í nóvember hafi komið
fram það álit Landssamtakanna
að þau teldu að lífeyrissjóðirnir
þyrftu tíu milljarða á ári til að
viðhalda núverandi hlutfalli af
erlendum eignum, sem væri vel
að merkja of lágt.
„En ég skil vel að Seðlabank-
inn og stjórnvöld vilji taka eitt
skref í einu. Góðir hlutir gerast
hægt,“ segir Gunnar í samtali við
Fréttablaðið. jonhakon@frettabladid.is
Lífeyrissjóðirnir geti
fjárfest erlendis í ár
Innlendir aðilar munu fá að fjárfesta í erlendum gjaldeyri fyrir áramót. Heimildin
nemur samtals 10 milljörðum króna. Fyrrverandi formaður Landssamtaka ís-
lenskra lífeyrissjóða segir það of lága fjárhæð. En góðir hlutir gerist hægt.
AFNÁM HAFTA KYNNT Í vor var búist við að ekki yrði hægt að heimila lífeyrissjóð-
unum að fjárfesta í erlendum gjaldeyri fyrr en eftir áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ég skil
vel að Seðla-
bankinn og
stjórnvöld
vilji taka eitt
skref í einu.
Góðir hlutir
gerast hægt.
Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi for-
maður Landssamtaka lífeyrissjóða
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
5
-A
0
A
C
1
7
5
5
-9
F
7
0
1
7
5
5
-9
E
3
4
1
7
5
5
-9
C
F
8
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K