Fréttablaðið - 16.07.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.07.2015, Blaðsíða 40
16. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 28 FIMMTUDAGUR „Það er mikil tilhlökkun innan sveitarinnar. Ég mun útskýra öll lögin mjög vel þar sem að þetta eru jú útgáfutónleikar,“ segir Ingi Bjarni Skúlason, píanóleik- ari hljómsveitarinnar Skarkala. Sveitin hefur gefið út sína fyrstu plötu og heitir hún ein- faldlega Skarkali og verður útgáfunni fagnað með tónleik- um í Hannesarholti í Reykjavík. Auk Inga Bjarna skipa sveit- ina bassaleikarinn Valdimar Olgeirsson og trommuleikarinn Óskar Kjartansson. Hljómsveit- in var stofnuð árið 2013. Áður hafa liðsmenn spilað saman í mörgum hópum við hin ýmsu til- efni eftir að hafa kynnst í Tón- listarskóla FÍH. „Platan var tekin upp á tveim- ur dögum í Amsterdam, þetta gekk nokkuð vel. Auðvitað er maður stundum ekki með sjálf- um sér í hljóðverinu en þetta hljómar mjög vel og við erum mjög sáttir við plötuna,“ segir Ingi Bjarni spurður út í plötuna. Á disknum eru níu frumsamin lög í fjölbreyttum djass-útsetn- ingum. Upptökur fóru fram í Amster- dam í febrúar síðastliðnum þar sem tveir meðlima tríósins stunda tónlistarnám í Hollandi. Skarkali hefur tvisvar komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur auk þess sem tríóið tók þátt fyrir Íslands hönd í Young Nordic Jazz Comets árið 2013 í Noregi. Sum- arið 2014 ferðaðist tríóið til Fær- eyja og hélt þar fjóra tónleika sem voru hluti af tónleikaröðinni Summartónar. Útgáfa nýju plötunnar er styrkt af Hljóðritasjóði STEF, Menningarsjóði F.Í.H og Tón- skáldasjóði Rásar 2. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20.30 og að þeim lokn- um gefst tónleikagestum kostur á að kaupa plötuna á sérstöku tónleikaverði. Skarkali kemur fram á fleiri tónleikum í sumar og verður til að mynda á Ísafirði næsta þriðjudag. - glp Ætla að útskýra öll lögin mjög vel Hljómsveitin Skarkali fagnar útgáfu frumburðarins í kvöld í Hannesarholti. TÖFF TRÍÓ Hljómsveitin Skarkali kemur fram á tónleikum í Hannesarholti í kvöld. MYND/AÐSEND Platan var tekin upp á tveimur dögum í Amsterdam, þetta gekk nokkuð vel. Auðvitað er maður stundum ekki með sjálfum sér í hljóð- verinu en þetta hljómar mjög vel og við erum mjög sáttir við plötuna. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Gjörningar 16.00 Vængjasláttur, lokahátíð Listhópa og Götuleikhúss Hins hússins fer fram í dag á göngugötunni á Laugavegi frá klukkan 16.00 til 18.00. Allir velkomnir. 16.00 Sirkus Íslands verður á Húnavöku á Blönduósi sem hefst í dag, og stendur alla helgina. Verða þrjár sýningar í boði en um ræðir fjölskyldusýninguna Heima er best, krakkasýninguna S.I.R.K.U.S. og fullorðins- kabarettinn Skinnsemi. Miðaverð 3.500 krón- ur. Hvar: Sirkustjaldinu Jöklu á Blönduósi. Leiklist 14.00 Söguleg gamansýning, Let’s Talk Arctic. Farið yfir sögu Íslands með gaman- semina að vopni. Hvar: Menningarsetrið Hof, Akureyri. Aðgangseyrir 2.900 krónur. Opnanir 12.00 Annar hluti er sýning á svarthvítum ljósmyndum Dags Gunnarssonar, Á förnum vegi, verður opnuð í dag. Hvar: Grófarhús- inu Tryggvagötu. Sýningar 17.00 Soffía Sæmundsdóttir og Heike Liss opna sýninguna Wish you were here. Sýningin er örsýning og póstkorta prójekt málarans Soffíu Sæmundsdóttur og fjöl- tæknilistakonunnar Heike Liss sem kynnt- ust á námsárum sínum í Kaliforníu. Hvar: Grafíksalnum Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Uppákomur 17.30 Júníus Meyvant ætlar að spila fyrir gesti og gangandi í 12 Tónum við Skóla- vörðustíg í dag. Allir hjartanlega velkomnir. 21.30 Ljóðakvöld verður haldið á Gaukn- um í kvöld. Allir velkomnir. Uppistand 22.00 Tilraunauppistand á Rokkbarnum í Hafnarfirði í kvöld. Hér fá óreyndir að prófa sig áfram og reynsluboltar geta prófað nýtt efni. Aðgangur ókeypis. Tónlist 12.00 Guðný Einarsdóttir heldur orgel- tónleika í Hallgrímskirkju, en tónleikarnir eru hluti af Alþjóðlegu orgelsumri í Hall- grímskirkju 2015. Á efnisskrá tónleikanna eru Magnificat eftir Matthias Weckmann, Prélude, fugue et variation eftir César Franck og Tokkata eftir Jón Nordal. Miða- verð 2.000 krónur. Hvar: Hallgrímskirkju. 19.30 Í kvöld leiðir Elfa Rún Kristinsdóttir Barokkbandið Brák á sínum fyrstu tón- leikum. Frumflutt verður nýtt verk eftir staðartónskáld Sumartónleika í Skálholti, Finn Karlsson, leikin verða kammer- og hljómsveitarverk eftir Rameau, de la Guerre og Muffat ásamt splunkunýjum útsetningum Gregoire Simon á Les Dom- inos eftir Couperin. Hvar:Skálholti. 20.00 DJ Lazybones mun skemmta gestum Boston í kvöld. Aðgangur ókeypis. 20.00 Anna Jónsdóttir sópran mun í dag halda áttundu tónleikana í tónleikaröðinni „Uppi og niðri og þar í miðju“ í Stefáns- helli í Borgarfirði í kvöld. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög vel þegin. 20.00 Arnljótur leikur fyrir gesti og gang- andi á Hlemm Square í kvöld. Aðgangur ókeypis. 20.30 Útgáfutónleikar Skarkala tríós verða haldnir í kvöld, og því spilað efni af nýju plötunni. Hvar: Hannesarholt, Grundar- stíg 10. 21.00 DJ Introbeats þeytir skífum á Prik- inu í kvöld. Aðgangur ókeypis. 22.00 Magnús R. Einarsson, Karl Pétur Smith og Tómas Magnús Tómasson halda tónleika á Ob-La-Dí-ObLa-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur ókeypis. Leiðsögn 20.00 Helgi Máni Sigurðsson sagnfræð- ingur mun í kvöld leiða áhugaverða göngu í Öskjuhlíð þar sem sagt verður frá ýmsum minjum sem þar er að finna. Skoðaðar stríðsminjar frá 1939-1945. Lagt verður af stað frá inngangi í Perluna og gangan hentar öllum. Aðgangur ókeypis. Listamannaspjall 16.00 Listamannaspjall með mynd- listarkonunni Ástu Óladóttur. Mun hún sýna gvassmyndir, og að sjálfsögðu verður Gallerí Gestur (Ferðagallerí í tösku) einnig á staðnum. Hvar: Iðnó. Samkoma 20.00 Spilakvöld hjá Spilavinum. Spiluð verða alls konar borðspil og fullorðnir, og börn eldri en tólf ára í fylgd með full- orðnum eru velkomin. Hvar: Spilavinir, Bláu húsunum við Faxafen. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. SIRKUS ÍSLANDS Á FÖRNUM VEGI 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 5 -5 1 A C 1 7 5 5 -5 0 7 0 1 7 5 5 -4 F 3 4 1 7 5 5 -4 D F 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.