Fréttablaðið - 16.07.2015, Blaðsíða 42
16. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 30
Teiknimyndin Minions, eða Skósvein-
arnir eins og hún kallast á okkar
ylhýra, fékk gríðarlega góðar viðtökur
í kvikmyndahúsum vestanhafs um
frumsýningarhelgina og sópaði
inn rúmum hundrað og fimmtán
milljónum Bandaríkjadala. Þar með
slær hún út, Despicable Me, þar sem
Minions komu fyrst fram á hvíta
tjaldinu. Sú mynd átti
miklum vinsældum
að fagna, en hún
halaði inn rúmar
fimmtíu og sex
milljónir dala.
Skósveinar slá
Aulann út
BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS
Ant-Man 3D
Hasar- og Sci-Fi mynd
Helstu leikarar: Paul Rudd, Michael
Douglas og Corey Stoll.
Frumsýnd 16. júlí
Paper Towns
Rómantísk gamanmynd
Helstu leikarar: Cara Delevingne,
Halston Sage, Nat Wolff
Frumsýnd 22. júlí
André Rieu á tónleikum í
Maastricht 2015
Söngur og dans
André nýtur stuðnings Johann
Strauss Orchestra. Að auki koma við
sögu frægir tenórar.
FRUMSÝNINGAR
8/10 73% 7.3/10
Í ár eru liðin tuttugu ár frá því að
kvikmyndin Batman Forever leit
dagsins ljós. Leikstjóri myndar-
innar er Joel Schumacher, en hann
leikstýrði svo Batman & Robin
sem kom út árið 1997, eða tveimur
árum á eftir Batman Forever. Val
Kilmer tók að sér hlutverk Leður-
blökumannsins, en hann fetaði þar
í fótspor Lewis G. Wilson, Roberts
Lowrey, Adams West og Michaels
Keaton.
Þá leika þau Nichole Kidman,
Jim Carrey, Drew Barrimore,
Tommy Lee Jones, Chris O’Donn-
ell og Michael Gough stórar rullur
í myndinni.
Í tilefni tvítugsafmælisins er
kjörið að grípa í nokkra mola um
myndina og það sem gerðist að
tjaldabaki.
Tuttugu ára afmæli Batman Forever
Leðurblökumaðurinn barðist við ófétin Two Face og The Riddler í myndinni, en innan leikarahópsins logaði allt í ósætti og veseni.
BATMAN, JÁ TAKK! Þegar Joel
Schumacher var valinn til að leikstýra
myndinni vildi Michael Keaton ekki
halda áfram sem Batman. Hann valdi
því Val Kilmer, sem greip gæsina strax
og samþykkti að leika í myndinni áður
en hann las handritið.
SKELFILEGUR BÚNINGUR Kilmer
kvartaði mikið undan búningn-
um og sagði nær ómögulegt að
heyra nokkuð í honum og alveg
útilokað að bregða sér á kló-
settið. Hann sagði jafnframt
að það hefði farið í skapið
á sér. Kannski það útskýri
stemninguna á settinu
samkvæmt Schumacher.
UPPFÆRÐUR DOKTOR
Nicole Kidman fór með
hlutverk hinnar töfrandi
og eiturkláru Dr. Chase
Meridian, en hún fetaði
þar í fótspor Rene Russo
sem fram til þessa hafði
leikið hana. Þótti Russo
orðin of gömul fyrir
hlutverkið, og var því
skipt út.
ALVÖRU ROKK Írsku ofurtöffararnir í
U2 voru beðnir um að birtast í mynd-
inni þar sem þeir myndu flytja lag í
einu atriðinu. Þeir bættu um betur og
sömdu titillag myndarinnar, ‘Hold Me,
Thrill Me, Kiss Me, Kill Me’. Náði lagið
gríðarlegum vinsældum og nældi sér
til að mynda í fyrsta sæti Billboard
Album Rock Tracks. Bono, söngvari
sveitarinnar, lýsti laginu á þann hátt að
það endurspeglaði hvað virkilega þýddi
að vera í rokkhljómsveit.
HELVÍITIÐ HANN
CARREY Tommy Lee
Jones samþykkti að
leika skúrkinn Two Face,
þar sem sonur hans, þá
ellefu ára gamall, hafði
sérstakt dálæti á þeim
karakter. Hann hefur
líklega bölvað honum á
einhvern tímann, því Two
Face og The Riddler sem
Jim Carrey lék, voru mikið
samtvinnaðir í myndinni,
en Carrey sagði síðar frá
því að Jones hefði hatað
sig innilega og verið
duglegur við að láta hann
vita af því á meðan á
tökum stóð.
TAKIÐ MIG ALVARLEGA
Þegar Drew Barrymore lék Sugar,
hjálparhellu Two Face, var hún
í óðaönn við að hrista af sér
barnastjörnustimpilinn sem festist
við hana eftir kvikmyndina um
geimveruna ET. Þótti henni takast
ágætlega til, en Sugar var áberandi
kynþokkafullur karakter.
27 ára AnnaLynne McCord,
leikkona, leikstjóri, handritshöf-
undur og fyrrverandi fyrirsæta
Þekktust fyrir: Nip/Tuc, 90210 og
Excision
BATMAN OG ROBIN
Þóttu félagarnir standa
sig vel, en Val kilmer átti
ekki afturkvæmt í gallann.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
4
-9
6
0
C
1
7
5
4
-9
4
D
0
1
7
5
4
-9
3
9
4
1
7
5
4
-9
2
5
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K