Fréttablaðið - 16.07.2015, Blaðsíða 46
16. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 34
Hárgreiðslukonan Katrín Sif Jónsdóttir
tók í síðustu viku þátt í því að greiða fyrir
sýningu Bowie Wong á Haute couture-sýn-
ingu hans sem er hluti af Paris Fashion
Week. Aðaltískuvikan í París fer fram í
september næstkomandi en Haute cout-
ure-sýningarnar eru haldnar fyrr.
Katrín hefur áður tekið þátt í að greiða
fyrir tískuviku þó þetta sé að hennar sögn
sú stærsta sem hún hefur tekið þátt í. „Ég
hef farið tvisvar á tískuvikuna í Prag í
gegnum Kevin Murphy sem er áströlsk
hársnyrtivara,“ segir Katrín, sem er part-
ur af Kevin Murphy-teyminu.
Katrín fór með teyminu á tískuvikuna í
Prag og var þar beðin um að vera einnig
í teyminu á Haute couture-sýningunni í
París og segist hlæjandi hafa verið fljót
að svara þeirri bón játandi.
Hún segir upplifunina í París talsvert
ólíka þeirri í Prag. „Í París eru mörg
hús að sýna í einu, þetta er miklu meiri
nákvæmnisvinna og miklu meiri tími sem
fer í hvern og einn hönnuð. Allt þarf að
vera alveg fullkomið,“ segir Katrín en
hver hönnuður er með sitt hárgreiðslu-
teymi.
Greiðslan sem gerð var fyrir sýninguna
ber nafnið Cicada og er hönnuð af Masimo
More og innblásin af samnefndu skordýri
og gerði Bowie Wong handgerðar söngtif-
ur sem settar voru í hár fyrirsætnanna
fyrir sýninguna.
Katrín var alsæl með að hafa komist út til
Parísar og að hennar sögn hefur hana alltaf
dreymt um að taka þátt í tískuvikum. „Ég
fór í fyrsta skipti á tískuvikuna í Prag fyrir
þremur árum og var alveg þrjú ár fyrir það
að koma mér upp tengiliðum og komast að
því hvernig ég kæmist út,“ segir Katrín.
Hún útskrifaðist sem hárgreiðslukona
árið 2009 og stofnaði stofuna Sprey í kjöl-
far útskriftar og segist hafa stefnt ómeð-
vitað á að verða hárgreiðslukona frá unga
aldri. „Það var alltaf draumurinn. Ég er
búin að vera að gera hár síðan ég var svona
tíu ára.“
Katrín vonast til að verkefnið muni opna
henni fleiri dyr og segir gott að vera búin
að skipa sér fastan sess í teyminu og að
fólk sé farið að þekkja vinnubrögð hennar.
gydaloa@frettabladid.is
Hárskrautið handgerðar söngtifur
Katrín Sif Jónsdóttir fór með teymi frá Kevin Murphy á Haute couture-tískuvikuna í París og greiddi fyrirsætum fyrir sýningu Bowie Wong.
ALSÆL Katrín Sif var ánægð með það að fá tækifæri til þess að greiða á Paris Fashion Week. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRIMARINÓ
BJALLAN Hér má sjá handgerðar söngtifur sem set-
tar voru í hár fyrirsætnanna. NORDICPHOTOS/GETTY
NÓG AÐ GERA Það var allt á fullu fyrir sýninguna
og Katrín segir gaman að hafa fengið að taka þátt.
MYND/KATRÍNSIF
Það var
alltaf draumur-
inn. Ég er búin að
vera að gera hár
síðan ég var
svona tíu ára.
Hljómsveitin Grúska Babúska
vakti eftirtekt þegar hún gaf
út sína fyrstu plötu árið 2013 á
USB-lykli með útlit babúsku.
Hljómsveitin var stofnuð árið
2012 og segir Harpa Fönn Sigur-
jónsdóttir, einn meðlima, þær
koma úr ólíkum áttum en allar
hafa átt sameiginlegan draum
um að stofna hljómsveit og
vinna þær nú að því að gefa út
nýtt efni.
Lögin sem gefin verða út í ár
eru fimm talsins og verða þau
öll gefin út sem smáskífur ásamt
myndbandsverkum eftir ólíka
leikstjóra sem allir eiga það sam-
eiginlegt að vera kvenkyns.
„Það var eiginlega hálf óvart,
fyrsta myndbandið sem við gerð-
um unnum við með konu og líka
númer tvö og það gekk svo vel,“
segir hún glöð í bragði og held-
ur áfram: „Þegar maður fer að
leita að leikstjóra á Íslandi detta
manni fyrst í hug karlmenn.
Konurnar eru kannski ekki með
eins tækifæri þar og við fórum
að skoða hvaða konur væru að
leikstýra tónlistarmyndböndum
og það var bara heill hellingur
þegar maður fór að skoða og það
var rosalega gaman.“
Meðlimir hljómsveitarinnar
eru fimm talsins, þær Harpa
Fönn Sigurjónsdóttir hljómborðs-
leikari, Arndís Anna Kristínar-
og Gunnarsdóttir flautuleikari,
Dísa Hreiðarsdóttir trommu-
leikari, Guðrún Birna La Sage
de Fontenay gítarleikari og Björk
Viggósdóttir, synþa-leikari.
Í dag verður myndband við
lagið Fram frumsýnt á Vísi en
myndbandinu er leikstýrt af
Björk Viggósdóttur sem í kring-
um samvinnuna varð meðlimur í
hljómsveitinni. - gló
Kom á óvart hversu margar konur leikstýra myndböndum
Grúska Babúska gaf út sína fyrstu plötu á USB-lykili og gefur nú út fi mm nýjar smáskífur á þessu ári. Hljómsveitina skipa fi mm tón-
listarkonur sem dreymdi um að stofna hljómsveit. Smáskífunum fylgja tónlistarmyndbönd sem leikstýrt er af konum.
HRESSAR Hljómsveitin Grúska Babúska hefur verið starfandi frá árinu 2012. MYND/MATTEISMAN
Konurnar eru
kannski ekki með eins
tækifæri þar og við fórum
að skoða svona hvaða
konur voru að leikstýra
tónlistarmyndböndum og
það var bara heill hell-
ingur þegar maður fór að
skoða og það var rosalega
gaman.
FRÁ LEIKSTJÓRA
BRIDESMAIDS OG THE HEAT
ANT-MAN 3D 5, 8, 10:30(P)
SKÓSVEINARNIR 2D 2, 4, 6
SKÓSVEINARNIR 3D 2, 4
MINIONS - ENS TAL 2D 6, 8, 10
TED 2 10:35
JURASSIC WORLD 2D 8
INSIDE OUT 2D 2
TILBOÐ KL 2
TILBOÐ KL 2
POWERSÝNING
KL. 10:30
SÝND í
2D OG 3D
SÝND MEÐ
ÍSL OG ENS TALI
KRINGLUNNI
AKUREYRIKEFLAVÍK
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
bio. siSAM
CINEMABLEND
SEGÐU MANNINUM ÞÍNUM AÐ ÞAÐ SÉ STELPUKVÖLD Í KVÖLD!
ÍSLANDSVINURINN CHANNING TATUM ER SJÓÐHEITUR Í ÞESSARI
SKEMMTILEGU SUMARMYND
METRO NY
NEW YORK DAILY NEWS
SPARBÍÓ
IN TOUCH
VARIETY
CHICAGO SUN TIMES
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR AVENGERS
OG GUARDIANS OF THE GALAXY
EMPIRE
TOTAL FILMVARIETY
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
5
-C
3
3
C
1
7
5
5
-C
2
0
0
1
7
5
5
-C
0
C
4
1
7
5
5
-B
F
8
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K