Fréttablaðið - 16.07.2015, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 16.07.2015, Blaðsíða 44
16. júlí 2015 FIMMTUDAGUR Fækkar fötum fyrir vefmyndavél Kvikmyndin Webcam var forsýnd í Smárabíói á þriðjudag en hún fj allar um unglingsstúlku sem fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Sigurður Anton Friðþjófsson og með aðalhlutverk fara þau Anna Hafþórsdóttir og Telma Huld Jóhannesdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson, Ævar Már Ágústsson, Gunnar Helgason og Guðmundur Snorri Sigurðarson. ÁNÆGÐ Hér má sjá leikara og aðstandendur myndarinnar, þau Telmu Huld, Elmar, Guðmund, Júlí Heiðar, Ævar Má, Magnús, Önnu, Aron Braga og leikstjórann Sigurð Anton. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í STUÐI Andri og Írena kíktu á Webcam í Smára- bíói síðastliðið þriðjudagskvöld. FLOTTIR Þeir Elmar, Guðmundur og Haukur virtust vera í bananastuði á þriðjudagskvöldi. GÓÐUR HÓPUR Þau Sóley, Þórey, Hákon, Ebba Katrín og Klara létu sig ekki vanta í Smárabíó. Í GÓÐUM GÍR Þessi hressi hópur mætti á forsýninguna en myndin var frumsýnd í gærkvöldi. HRESSAR Sandra, Arnrún og Bylgja voru á svæðinu en myndin fjallar um unga stúlku sem fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél. NAFN: John William Ferrell LISTAMANNSNAFN: Will Ferrell STAÐUR: Irvine, Kaliforníu, Bandaríkjunum FÆÐINGARDAGUR: 16. júlí 1967 FRÆGIR Í NÆRMYND WILL FERRELL Í KARAKTER Hér sést Ferrell í hlutverki Rons Burgundy í myndinni Anchorman. NORDICPHOTOS/GETTY Afmælisbarn dagsins er enginn annar en bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell en talið er að hann sé staddur hér á landi um þessar mundir. Will er einn vinsælasti leikarinn í Hollywood í dag og hefur hann gert þónokkr- ar myndir ódauðlegar enda engum líkur þegar það kemur að gríninu. Ferillinn hans fór á flug á tíunda áratugnum þegar hann var ráðinn sem leikarinn í þáttunum Saturday Night Life en það hefur verið stökkpallur fyrir fjölmarga leikara á borð við Tinu Fey, Amy Poehler og Andy Samberg. Nokkrar af vinsælustu kvikmyndum Ferrells eru Anchorman, Talladega Nights, Stepbrothers og The Other Guys en þær hafa allar slegið í gegn og túlkun hans á karakterunum hittir alltaf í mark. Hann er flokkaður í hóp sem kallast „frat pack“ en það eru gamanleikarar sem að urðu vinsælir í lok seinustu aldar. Aðrir í hópnum eru Ben Stiller, Owen Wilson, Steve Carrell og Jack Black. Will giftist fyrirsætunni Viveca Paulin árið 2000 og eiga þau saman þrjú börn. Fjölskyldan heldur sig að mestu utan sviðsljóssins og er lítið vitað um einkalíf hennar. Fjölskyldan býr til skiptis í New York og Orange County í Kaliforníu. Ásamt því að vera leikari hefur Ferrell framleitt og skrifað kvikmyndir. LÍFIÐ 16. júlí 2015 FIMMTUDAGUR 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 5 -2 5 3 C 1 7 5 5 -2 4 0 0 1 7 5 5 -2 2 C 4 1 7 5 5 -2 1 8 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.