Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2015, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 16.07.2015, Qupperneq 40
16. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 28 FIMMTUDAGUR „Það er mikil tilhlökkun innan sveitarinnar. Ég mun útskýra öll lögin mjög vel þar sem að þetta eru jú útgáfutónleikar,“ segir Ingi Bjarni Skúlason, píanóleik- ari hljómsveitarinnar Skarkala. Sveitin hefur gefið út sína fyrstu plötu og heitir hún ein- faldlega Skarkali og verður útgáfunni fagnað með tónleik- um í Hannesarholti í Reykjavík. Auk Inga Bjarna skipa sveit- ina bassaleikarinn Valdimar Olgeirsson og trommuleikarinn Óskar Kjartansson. Hljómsveit- in var stofnuð árið 2013. Áður hafa liðsmenn spilað saman í mörgum hópum við hin ýmsu til- efni eftir að hafa kynnst í Tón- listarskóla FÍH. „Platan var tekin upp á tveim- ur dögum í Amsterdam, þetta gekk nokkuð vel. Auðvitað er maður stundum ekki með sjálf- um sér í hljóðverinu en þetta hljómar mjög vel og við erum mjög sáttir við plötuna,“ segir Ingi Bjarni spurður út í plötuna. Á disknum eru níu frumsamin lög í fjölbreyttum djass-útsetn- ingum. Upptökur fóru fram í Amster- dam í febrúar síðastliðnum þar sem tveir meðlima tríósins stunda tónlistarnám í Hollandi. Skarkali hefur tvisvar komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur auk þess sem tríóið tók þátt fyrir Íslands hönd í Young Nordic Jazz Comets árið 2013 í Noregi. Sum- arið 2014 ferðaðist tríóið til Fær- eyja og hélt þar fjóra tónleika sem voru hluti af tónleikaröðinni Summartónar. Útgáfa nýju plötunnar er styrkt af Hljóðritasjóði STEF, Menningarsjóði F.Í.H og Tón- skáldasjóði Rásar 2. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20.30 og að þeim lokn- um gefst tónleikagestum kostur á að kaupa plötuna á sérstöku tónleikaverði. Skarkali kemur fram á fleiri tónleikum í sumar og verður til að mynda á Ísafirði næsta þriðjudag. - glp Ætla að útskýra öll lögin mjög vel Hljómsveitin Skarkali fagnar útgáfu frumburðarins í kvöld í Hannesarholti. TÖFF TRÍÓ Hljómsveitin Skarkali kemur fram á tónleikum í Hannesarholti í kvöld. MYND/AÐSEND Platan var tekin upp á tveimur dögum í Amsterdam, þetta gekk nokkuð vel. Auðvitað er maður stundum ekki með sjálfum sér í hljóð- verinu en þetta hljómar mjög vel og við erum mjög sáttir við plötuna. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Gjörningar 16.00 Vængjasláttur, lokahátíð Listhópa og Götuleikhúss Hins hússins fer fram í dag á göngugötunni á Laugavegi frá klukkan 16.00 til 18.00. Allir velkomnir. 16.00 Sirkus Íslands verður á Húnavöku á Blönduósi sem hefst í dag, og stendur alla helgina. Verða þrjár sýningar í boði en um ræðir fjölskyldusýninguna Heima er best, krakkasýninguna S.I.R.K.U.S. og fullorðins- kabarettinn Skinnsemi. Miðaverð 3.500 krón- ur. Hvar: Sirkustjaldinu Jöklu á Blönduósi. Leiklist 14.00 Söguleg gamansýning, Let’s Talk Arctic. Farið yfir sögu Íslands með gaman- semina að vopni. Hvar: Menningarsetrið Hof, Akureyri. Aðgangseyrir 2.900 krónur. Opnanir 12.00 Annar hluti er sýning á svarthvítum ljósmyndum Dags Gunnarssonar, Á förnum vegi, verður opnuð í dag. Hvar: Grófarhús- inu Tryggvagötu. Sýningar 17.00 Soffía Sæmundsdóttir og Heike Liss opna sýninguna Wish you were here. Sýningin er örsýning og póstkorta prójekt málarans Soffíu Sæmundsdóttur og fjöl- tæknilistakonunnar Heike Liss sem kynnt- ust á námsárum sínum í Kaliforníu. Hvar: Grafíksalnum Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Uppákomur 17.30 Júníus Meyvant ætlar að spila fyrir gesti og gangandi í 12 Tónum við Skóla- vörðustíg í dag. Allir hjartanlega velkomnir. 21.30 Ljóðakvöld verður haldið á Gaukn- um í kvöld. Allir velkomnir. Uppistand 22.00 Tilraunauppistand á Rokkbarnum í Hafnarfirði í kvöld. Hér fá óreyndir að prófa sig áfram og reynsluboltar geta prófað nýtt efni. Aðgangur ókeypis. Tónlist 12.00 Guðný Einarsdóttir heldur orgel- tónleika í Hallgrímskirkju, en tónleikarnir eru hluti af Alþjóðlegu orgelsumri í Hall- grímskirkju 2015. Á efnisskrá tónleikanna eru Magnificat eftir Matthias Weckmann, Prélude, fugue et variation eftir César Franck og Tokkata eftir Jón Nordal. Miða- verð 2.000 krónur. Hvar: Hallgrímskirkju. 19.30 Í kvöld leiðir Elfa Rún Kristinsdóttir Barokkbandið Brák á sínum fyrstu tón- leikum. Frumflutt verður nýtt verk eftir staðartónskáld Sumartónleika í Skálholti, Finn Karlsson, leikin verða kammer- og hljómsveitarverk eftir Rameau, de la Guerre og Muffat ásamt splunkunýjum útsetningum Gregoire Simon á Les Dom- inos eftir Couperin. Hvar:Skálholti. 20.00 DJ Lazybones mun skemmta gestum Boston í kvöld. Aðgangur ókeypis. 20.00 Anna Jónsdóttir sópran mun í dag halda áttundu tónleikana í tónleikaröðinni „Uppi og niðri og þar í miðju“ í Stefáns- helli í Borgarfirði í kvöld. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög vel þegin. 20.00 Arnljótur leikur fyrir gesti og gang- andi á Hlemm Square í kvöld. Aðgangur ókeypis. 20.30 Útgáfutónleikar Skarkala tríós verða haldnir í kvöld, og því spilað efni af nýju plötunni. Hvar: Hannesarholt, Grundar- stíg 10. 21.00 DJ Introbeats þeytir skífum á Prik- inu í kvöld. Aðgangur ókeypis. 22.00 Magnús R. Einarsson, Karl Pétur Smith og Tómas Magnús Tómasson halda tónleika á Ob-La-Dí-ObLa-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur ókeypis. Leiðsögn 20.00 Helgi Máni Sigurðsson sagnfræð- ingur mun í kvöld leiða áhugaverða göngu í Öskjuhlíð þar sem sagt verður frá ýmsum minjum sem þar er að finna. Skoðaðar stríðsminjar frá 1939-1945. Lagt verður af stað frá inngangi í Perluna og gangan hentar öllum. Aðgangur ókeypis. Listamannaspjall 16.00 Listamannaspjall með mynd- listarkonunni Ástu Óladóttur. Mun hún sýna gvassmyndir, og að sjálfsögðu verður Gallerí Gestur (Ferðagallerí í tösku) einnig á staðnum. Hvar: Iðnó. Samkoma 20.00 Spilakvöld hjá Spilavinum. Spiluð verða alls konar borðspil og fullorðnir, og börn eldri en tólf ára í fylgd með full- orðnum eru velkomin. Hvar: Spilavinir, Bláu húsunum við Faxafen. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. SIRKUS ÍSLANDS Á FÖRNUM VEGI 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 5 -5 1 A C 1 7 5 5 -5 0 7 0 1 7 5 5 -4 F 3 4 1 7 5 5 -4 D F 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.