Morgunblaðið - 08.06.2015, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Bernhöfts bazaar eða ein-faldlega Basarinn nefnistmarkaður sem fata-hönnuðirnir Laufey Jóns-
dóttir og Þórey Björk Halldórsdóttir
tóku að sér að setja á laggirnar í
tengslum við verkefnið Torg í bið-
stöðu á vegum Reykjavíkurborgar.
Nafngiftin „bazaar“, rituð á út-
lensku, er á þeirra ábyrgð og hug-
myndin um margþema markað er
sömuleiðis runnin undan þeirra rifj-
um. Enda eru þær allt í öllu og allt í
senn; hönnuðir, verkefnastjórar og
hugmyndasmiðir Bernhöfts bazaars.
Þær kynntust í Listaháskóla Ís-
lands og síðan hafa leiðir þeirra oft
skarast. Báðar hafa komið víða við í
tengslum við þverfaglegt hönnunar-
starf, grafíska hönnun, sýningahald
og viðburðastjórnun svo fátt eitt sé
talið. Markaðsstarf er líka á feril-
skránni, til dæmis hélt Þórey utan
um PopUp-verslun; hönnunarmark-
að, sem skaut upp kollinum annað
slagið hér og þar í borginni.
Þótt hönnunarflíkur verði ekki í
aðalhlutverkum á Bernhöfts bazaar í
sumar kennir þar margra grasa.
Fatahönnuðirnir komu sér saman
um að hver laugardagur frá 20. júní
til 25. júlí yrði helgaður einu þema.
Fyrsta þemað verður tónlist og síð-
an koll af kolli plöntur, bretti og
reiðhjól, leikföng, beint frá ömmu og
afa og loks list.
Marga vantar söluvettvang
„Við vorum með fjölmargar
hugmyndir, vildum bjóða upp á
þemu sem kæmu á óvart og jafn-
framt áhugaverðan markað sem
höfðaði til margra,“ segir Laufey og
nefnir sem dæmi þemað Beint frá
ömmu og afa, sem sé vettvangur
fyrir seljendur sem venjulega taki
ekki þátt í mörkuðum. „Margir
vinna ótrúlega fallegt handverk en
vantar vettvang til að kynna það og
selja,“ segir Laufey.
Með því að hafa eitt ákveðið
þema alla opnunardagana segja þær
Laufey og Þórey að meiri fjölbreytni
skapist en ella. „Leiðarljós okkar og
útgangspunktur er að vekja athygli
á fallegum garði og hafa alltaf eitt-
hvað nýtt á boðstólum fyrir gesti og
gangandi til að skoða, kaupa og
njóta,“ segja þær og benda á að í
samræmi við þemu hvers mánaðar
verði uppákomur af ýmsu tagi, t.d.
tónlistaratriði og leikrit sem flutt
verða á taflborðinu í miðju garðsins.
Þær stöllur segja þemun skapa
tækifæri til að brydda upp á alls
konar skemmtilegum nýjungum.
Ein sé að gefa fólki tækifæri til að
Flaggað til bazaars
á Bernhöftstorfu
Laufey Jónsdóttir og Þórey Björk Halldórsdóttir eru allt í senn, hönnuðir, verk-
efnastjórar og hugmyndasmiðir Bernhöfts bazaars, margþema markaðar sem
haldinn verður sex laugardaga í sumar. Þemun eru tónlist, plöntur, bretti og hjól,
leikföng, beint frá ömmu og afa og loks list.
Morgunblaðið/Arnaldur
Kennileiti Bernhöftstorfan er eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar.
Árið 2011 voru 300 milljónir tonna
af plasti framleiddar í heiminum, þar
af fór um þriðjungur í einnota um-
búðir og varning. Afleiðingarnar eru
m.a. þær að árlega hafna meira en 6
milljónir tonna af rusli í ám og höf-
um.
Þessar sláandi staðreyndir koma
m.a. fram í heimildarmyndinni Plast-
strendur, Plastic Shores, klukkutíma
heimildarmynd um plastmengun í
sjó, sem sýnd verður í Bíó Paradís í
kvöld, 8 júní, á alþjóðlegum degi
hafsins .
Umræður verða á eftir myndinni
með þátttöku Egils Helgasonar sjón-
varpsmanns, Hrannar Ólínu Jörunds-
dóttur, doktors í umhverfisefnafræði
og verkefnisstjóra hjá MATÍS, Karen-
ar Kjartansdóttur, upplýsingafulltrúa
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi,
og Árna Snævarr, upplýsingafulltrúa
Sameinuðu þjóðanna.
UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sam-
einuðu þjóðanna, Samtök fyrirtækja
í sjávarútvegi (SFS), Evrópustofa og
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
standa að sýningu myndarinnar.
Sjónum beint að mengun neyslusamfélagsins
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Fýkur yfir hæðir Rúlluplast sem og annað plast getur feykst til og frá og
endað með ósköpum í ám og sjó þar sem það mengar lífríkið gríðarlega.
Heimildarmynd og umræður um
plastmengun í höfum heims
Söngkonurnar Silva og Anna Sóley
koma fram með Hilmari Jenssyni gít-
arleikara og Þórði Högnasyni bassa-
leikara á djasstónleikum í Djúpinu í
kvöld kl. 20. Fluttir verða standardar
í hefðbundum útsetningum, t.d. My
Ideal og Some Other Time. Söngkon-
urnar flytja sitt settið hvor.
Djúpið er á neðri hæð veitinga-
hússins Hornsins við Hafnarstræti í
Reykjavík. Meiningin er að endur-
vekja staðinn sem tónleikastað, en
hann var áður þekktur djassklúbbur
þar sem fram komu þekktir djassleik-
arar.
Endilega …
… farið á djasstónleika í Djúpinu
Silva Anna Sóley
Byltingafræði við Háskólann á Bif-
röst stendur fyrir málstofu með yfir-
skriftinni Hverju skila brjóstabylt-
ingar?, í húsnæði skólans við
Hverfisgötu 4-6, 5. hæð kl. 12 til 13
þriðjudaginn 9. júní.
Ýmsum spurningum verður velt
upp, t.d. í ljósi þess að rúmum tveim-
ur mánuðum eftir brjóstabyltinguna
á Íslandi er eins og hún hafi verið
gerð fyrir mörgum árum.
Aðgerðir sem vöktu athygli erlend-
is og tóku yfir umræðuna hér á landi í
nokkra daga eru nú eins og eitthvað
úr fortíðinni, eitthvað sem við getum
skoðað og greint í ljósi tímans.
En breyttist eitthvað eða getum
við kannski ekki enn metið hvað það
er? Hvað segja aðgerðir eins og
brjóstabyltingin okkur um mótmæla-
menningu samtímans? Hvaða breyt-
ingar hafa orðið á jafnréttisbarátt-
unni? Er femínismi annað í dag en
hann var fyrir nokkrum árum? Og
hverju skila aðgerðir eins og að birta
myndir af sér berbrjósta? Er hægt að
breyta samfélagi eða hugmyndum
fólks með aðgerðum af þessu tagi?
Málstofa á vegum byltingafræði við Háskólann á Bifröst
Hverju skila aðgerðir eins og að
birta myndir af sér berbrjósta?
Berbrjósta frelsisbaráttukona Málverkið La Liberté guidant le peuple frá
1830 eftir Ferdinand Victor Eugène Delacroix í Louvre-listasafninu í París.
Níu opnir kofar
úr timbri, kross-
viði, speglum og
gegnsæju báru-
blasti með þök-
um mynda basarinn. Hver þátt-
takandi fær hálfan kofa og
standa þeir bak í bak við söluna.
Fyrirtæki fá heilan kofa til um-
ráða og ráða uppsetningu rým-
isins sjálf. Í hverjum kofa eru
hillur og borð fyrir söluvörur.
Kofarnir eru níu talsins, átta
einstaklingspláss og fjögur
fyrirtækjapláss, ásamt einum
kofa fyrir veitingasölu.
Bak í bak
BERNHÖFTS BAZAAR
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP)
eru margverðlaunuð fyrir hönnun,
myndgæði, notagildi, umhverfisvernd
og áreiðanleika.
• Bjóðum þjónustusamninga,
rekstrarleigusamninga og alhliða
prentumsjón.
• Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur
sem eiga það sameiginlegt að gera
kröfur um gæði og góða þjónustu.
• Kjaran er viðurkenndur söluaðili á
prentlausnum af Ríkiskaupum.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
• BLI A3 MFP Line of the Year 2013
• BLI A3 MFP Line of the Year 2012
• BLI A3 MFP Line of the Year 2011
bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki