Morgunblaðið - 08.06.2015, Side 12

Morgunblaðið - 08.06.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is M.BENZ CLS 500 Árg. 2005, ekinn 126 Þ.km, 304hö, sjálfskiptur. Verð 3.990.000. Raðnr.253093 BMW M5 E60 Nýskr 08/2005, ekinn aðeins 28 Þ.km, 509 hö, sjálfskiptur. Mjög eigulegur sportari! Verð 7.900.000. Raðnr.285936 FORD MUSTANG GT PREMIUM Árg. 2005, ekinn 93 Þ.km, 8 cyl, sjálfskiptur. Supercharged, ca. 500 hö! Verð 3.980.000. Raðnr.253617 PONTIAC FIREBIRD TRANS AM blæju Árg. 2001, ekinn 51 Þ.km, 5,7L sjálfskiptur. Verð 3.590.000. Raðnr.283147 BMW M3 Árg. 2003, ekinn 178 Þ.km. Verulega flottur! Verð 3.990.000. Raðnr.252703 Mikið var um að vera í sjávar- plássum um allt land um helgina í til- efni sjómannadagsins og má sjá sýnishorn af hátíðahöldunum hér á síðunni. Skip og bátar voru í höfn lögum samkvæmt og víða var brugðið á leik, auk þess sem gamlir sjómenn voru heiðraðir og víða voru sjó- mannamessur. „Allir dagar eru sjómanna- dagar, því vart líður sá dagur að íslenskir sjómenn séu ekki einhvers staðar að störf- um,“ sagði Sigurður Ingi Jóhanns- son sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni í Reykjavík í gær. Hann sagði framlag sjómanna til efnahagslegrar velsældar þjóðarinnar mikilsvert, hefði ætíð verið og myndi alltaf verða. Ráðherra vék að stöðu farmanna: „Þeir sigla á skipum sem eru í eigu íslenskra fyrirtækja en skipin eru skráð undir hentifána. Ágreiningur er milli verkalýðshreyfingarinnar og sjómannafélaga um íslenska skipa- skrá sem veitti útgerðum sömu skat- taívilnanir og sú alþjóðlega. Hér tel ég að menn eigi að setjast niður og reyna að finna lausn sem allir geti sætt sig við. Það væri fengur að því að íslenskir farmenn gætu verið skráðir á íslensk skip sem skráð væru á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði Íslendinga hafa verið lánsama að hafa náð tökum á sinni sjósókn, fiskistofnar við landið væru sjálfbærir, íslenskur fiskur væri úr- valsvara sem hátt verð fengist fyrir á erlendum markaði og síðast en ekki síst greiddi íslenskur sjávar- útvegur háar upphæðir til ríkisins en væri ekki á framfæri hins opin- bera eins og víða fyndust dæmi um. „Í ljósi stöðu sjávarútvegsins er skýrt í mínum huga að við erum að gera hlutina með réttum hætti sem tryggir sjálfbærni og arðsemi,“ sagði ráðherra og enn fremur í loka- orðum sínum: Kollsteypur koma niður á sameiginlegum hagsmunum „Þótt ýmislegt annað hafi rekið á fjörur þjóðarbúsins á undanförnum árum og ætlað er að standa undir efnahagslegri hagsæld hefur sjávar- útvegurinn verið ein meginstoð hag- sældar hér landi um langa hríð og svo mun áfram verða. Því allt er í heiminum hverfult; ferðamenn geta misst áhugann á Íslandi, kannski verður álið ekki málið í framtíðinni, tölvuleikir koma og fara – en fisk- urinn hefur svamlað hér um ómuna- tíð og fólk þarf mat; prótín. Svo mik- ið vitum við. Þjóðin hefur treyst á þolgæði sjómanna og allra sem næstir þeim standa og mun gera það áfram. Ég tel að það verði best gert með því að byggja áfram á því fyrir- komulagi sem við höfum haft við veiðar og vinnslu. Það fyrirkomulag tryggir arðsemi veiða og vinnslu til hagsbóta fyrir alla sem hér á landi búa. Að sjálfsögðu er kerfið ekki haf- ið yfir gagnrýni og sjálfsagt að sníða af vankanta, en kollsteypur munu koma niður á sameiginlegum hags- munum.“ aij@mbl.is Morgunblaðið/Albert Kemp Fáskrúðsfjörður Eftir siglingu um fjörðinn á laugardag var farið í ýmsa leiki við smábátahöfnina í köldu sumarveðri. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Vestmannaeyjar Óskar Þór Kristjánsson (t.v.) og Magni Hauks- son tóku á því í koddaslagnum og söfnuðu fyrir gott málefni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Þessir piltar biðu spenntir eftir því að landfestar Húna II yrðu leystar. Boðið var upp á siglingu um Pollinn. Allir dagar eru sjómannadagar  „Erum að gera hlutina með rétt- um hætti,“ sagði sjávarútvegs- ráðherra Morgunblaðið/Golli Reykjavík Fjöldi fólks lagði leið sína að höfninni um helgina og margt var þar í boði, meðal annars á athafnasvæði HB Granda í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.