Morgunblaðið - 08.06.2015, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015
Þessi vara
er laus við:
Mjólk
Glúten
Soja
Rotvarn-
arefni
10
0%
NÁ
TTÚRULEGT
•100%
NÁTTÚRUL
EG
T
•
Fáanlegt í flestum apótekum,
heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is
P
R
E
N
T
U
N
.
I
S
UPPLIFÐUMUNINN!
Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt
öðrum öflugum góðgerlum
Oft spurt?
Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð-
gerlarnir svona vel og fljótt á marga meltinga-
erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang,
uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl.
Svar
Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ
DDS PLÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa
ferðina af í gegnummagann niður í smáþarmana.
Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur
þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum,
vinnusamur og stöðugur.
Notkun
2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert
kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir
sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari.
- Prófaðu og upplifðu muninn
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Svalaskjól
- sælureitur innan seilingar
Þórshöfn | „Páll, Siggi, Villingur og
Strútur“ er titill sýningar sem lista-
konan Ólöf Nordal opnaði á Fræða-
setri um forystufé á Svalbarði á
laugardaginn. Þetta eru nöfn for-
ystusauða og -hrúts frá Þistilfirði og
Hrunamannahreppi, en ljósmyndir
Ólafar af þessum höfðingjum prýða
sýningarrými í Fræðasetrinu.
Auk ljósmyndanna sýnir Ólöf
vídeóverkið „Palli skoðar heiminn“,
þar sem forystusauðurinn Palli frá
Hagalandi er í aðalhlutverki og er
myndin sýnd á skjá í Fræðasetrinu.
Palli sér sjálfur um töku vídeó-
myndarinnar. Hann sýnir gestum
umhverfi sitt og það sem helst vek-
ur áhuga hans frá eigin sjónarhorni,
en á hornum hans var upptökuvél.
Verkið, sem er um stundarfjórð-
ungur að lengd, sýnir glöggt hvað
vekur helst áhuga Palla og er fróð-
legt að fylgjast með atferli hans á
skjánum.
Ólöf kom í Þistilfjörðinn á miðjum
vetri til að undirbúa verkið, en á
þeim árstíma er fé allt í húsi. For-
ystusauðnum Palla var þá hleypt út
eftir að Ólöf hafði fest upptökuvél-
ina á horn hans og leysti hann hlut-
verkið með prýði, eins og vænta
mátti af slíkum foringja.
Ólöf er fjölhæfur listamaður og
hefur áður unnið verk þar sem for-
ystufé var viðfangsefnið. Sextán ára
sonur hennar, Hjalti, kom með
óvænt innlegg við sýningaropnun og
lék á fiðlu fyrir gestina, m.a. lag eft-
ir afa sinn, tónskáldið Jón Nordal.
Uppbókað til ársins 2020
Þegar Fræðasetur um forystufé
var opnað í fyrrasumar fékk það af-
ar góðar viðtökur og vakti athygli,
enda er það einstakt í sinni röð. Þó
að það sé ekki stórt er það eftirsótt
af listafólki og er litla galleríið nú
uppbókað fyrir sýningar allt til árs-
ins 2020.
Sýning Ólafar er tileinkuð minn-
ingu Páls Kristjánssonar frá Her-
mundarfelli í Þistilfirði og verður
hún opin í sumar til ágústloka.
Palli skoðar heiminn
Ólöf Nordal sýnir á Fræðasetri um forystufé í Þistilfirði
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Hrúturinn Palli Listakonan Ólöf Nordal spjallar við Gunnar Þóroddsson frá
Hagalandi í Þistilfirði, eiganda Palla, við mynd af forystusauðnum.
Stór hluti tekna ÁTVR er hluti af
tekjum ríkissjóðs, þ.e. í formi áfengis
og tóbaksgjalda, virðisaukaskatts og
arðs. Á síðasta ári nam þessi upphæð
um 23,7 milljörðum kr. og hækkaði
um 5,2% á milli ára, var 22,5 millj-
arðar kr. árið 2013. Alls nam arður
ÁTVR til ríkissjóðs 1.400 m.kr.
Hagnaður ÁTVR var 1.288 m.kr. í
samanburði við 1.304 m.kr. árið 2013.
Tekjur af sölu áfengis voru 19.067
m.kr. og hækkuðu um 4,7% á milli
ára. Alls voru seldar 19,2 milljónir
lítra af áfengi, sem er 3% meira magn
en árið áður. Flokkað eftir bjór, létt-
víni og sterku áfengi var mesta aukn-
ing í sölu bjórs, eða 3,6%, og 1,4%
aukning í sölu léttvína en 0,3% sam-
dráttur í sölu á sterku áfengi.
Tekjur af sölu tóbaks jukust um
4,1% á milli áranna 2013 og 2014 og
voru 9.510 m.kr. Í magni jókst sala á
neftóbaki um 19% og vindlingum um
0,2%, en þetta eru stærstu flokkarnir,
samkvæmt því sem fram kemur í árs-
skýrslu ÁTVR fyrir 2014.
1.650 milljónir í skilagjald
Þar kemur einnig fram að þriðj-
ungur allra einnota drykkjar-
vöruumbúða sem Endurvinnslan tek-
ur á móti kemur frá Vínbúðunum.
Skil á drykkjarvöruumbúðum dróg-
ust lítillega saman milli ára, en alls
var hlutfallið 88% af seldum umbúð-
um. Á árinu nam heildarsala
drykkjarvöruumbúða 126 milljónum
eininga, en þar af voru 40,6 milljónir
seldar í Vínbúðunum. Gera má ráð
fyrir að skil á umbúðum frá Vínbúð-
unum fylgi almennum skilum og því
hafi verið skilað til Endurvinnslunnar
um 35,3 milljón einingum, eða 87% af
þeim 40,6 milljónum sem seldar eru í
Vínbúðunum.
Greiddar eru 15 krónur í skilagjald
fyrir hverja dós eða flösku og því voru
greiddar fyrir umbúðirnar um 1.650
milljónir hjá Endurvinnslunni.
Skil á áldósum eru best, 89%, en
drógust saman á milli ára. Það sama
gildir um drykkjargler, en þar er
hlutfallið nú 85%. Skil á plasti jukust
lítillega. Skilahlutfall umbúða hér á
landi er mun hærra en að meðaltali í
Evrópuríkjunum og Bandaríkjunum.
aij@mbl.is
Vínbúðirnar
Heimild: Vínbúðin
2013 2014 % breyting
Seldir lítrar 18.653.122 19.216.406 3%
Fjöldi viðskiptavina 4.285.000 4.383.097 2%
Seldir plastpokar 1.838.204 1.761.781 -4%
Bréfpokar gefnir viðskiptavinum 1.919.000 1.632.000 -15%
Fjölnota pokar 23.334 31.457 35%
Hlutfall viðskiptavina sem kaupa plastpoka 43% 40%
Milljarðar króna
fara í ríkissjóð
Hagnaður ÁTVR tæplega 1.300 millj-
ónir í fyrra Arður til ríkisins 1.400
milljónir Mest aukning í sölu bjórs
Enginn var með allar tölurnar rétt-
ar í Lottóinu á laugardagskvöldið
og verður potturinn því sexfaldur
næst. Fjórir skiptu með sér bónus-
vinningnum og hlýtur hver þeirra
136.990 krónur.
Á föstudag var heppinn Finni
einn með fimm réttar aðaltölur og
tvær stjörnutölur í Euro-Jackpot og
fær hann fyrir það rúmlega 3,4
milljarða. Einn var með 2. vinning
og fær hann tæplega 175 milljónir.
Miðinn var keyptur í Koblenz í
Þýskalandi. Norðmaður fær 61,6
milljónir fyrir þriðja vinning.
Sexfaldur vinningur
í lottóinu næst