Morgunblaðið - 08.06.2015, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015
Allir litir regnbogans Fjöldi fólks tók þátt í litahlaupinu í miðborginni á laugardaginn og vart mátti sjá hvort áhorfendur eða þátttakendur skemmtu sér betur í allri litadýrðinni.
Golli
Á undanförnum árum hefur
verið unnið að því að gera
stjórnsýslu og fjárlagagerð
markvissari og gagnsærri. Í því
efni hefur sumt tekist vel, annað
síður. Ég er þeirrar skoðunar að
mikilvægt sé að staldra við og
reyna að fá sýn á heildarlín-
urnar í þessum efnum – spyrja
hvert stefni þegar allt er lagt
saman. Ég fæ ekki betur séð við
slíka skoðun en að þegar á heild-
ina er litið stefni í aukið ráð-
herraræði og aukna miðstýringu
á kostnað löggjafans. Þetta er slæm þróun.
Nefnd vildi auka
völd forsætisráðherra…
Á síðasta kjörtímabili var sett á laggirnar
nefnd til að gera tillögur um umbætur í
Stjórnarráðinu og stjórnsýslunni. Hún skil-
aði frá sér endanlegu áliti í desember árið
2010. Í niðurstöðum álits þessarar nefndar
kemur fram að hún telji brýnt „að tryggja
betur samheldni innan ríkisstjórna, m.a. í því
skyni að auðvelda þeim að taka erfiðar
ákvarðanir. Rannsókn sem nefndin studdist
við sýnir að sjálfstæði ráðherra er óvíða
meira en hér á landi og hlutverk ríkis-
stjórnar og forsætisráðherra að sama skapi
veigaminna.Telur nefndin æskilegt að rík-
isstjórn hafi meira að segja um stefnumót-
andi yfirlýsingar einstakra ráðherra, fjár-
hagslega skuldbindandi ákvarðanir,
þýðingarmiklar reglugerðarbreytingar, veit-
ingu æðstu embætta í ráðuneytum og stofn-
unum og skipun nefnda sem undirbúa stefnu-
markandi breytingar á löggjöf svo nokkur
dæmi séu tekin“.
...við pólitíska smalamennsku
Árið 2011 leit síðan dagsins ljós stjórnar-
frumvarp sem byggði á áliti framangreindrar
nefndar. Þar kom í ljós á hvern hátt stuðla
mætti að samhæfingu og „samheldni“ innan
ríkisstjórna. Gleymum því ekki að þetta ger-
ist á sama tíma og vinsælt var að tala um
ketti og kattasmölun, svo vísað sé í orðfæri
þáverandi forsætisráðherra um ráðherra og
þingmenn í stjórnarmeirihlutanum sem þá
héldu uppi gagnrýni um ýmis efni. Í grein-
argerð með umræddu frumvarpi segir: „Í
frumvarpinu er kveðið skýrar á um skipunar-
og verkstjórnarvald forsætisráðherra.“
Á grundvelli þessarar stefnu-
mörkunar setti ég fyrirvara við
afgreiðslu frumvarpsins úr rík-
isstjórn og gerði grein fyrir
honum við umræður á Alþingi
hinn 15. september 2015. Því er
skemmst frá að segja að frum-
varpið tók nokkrum breytingum
í meðförum þingsins og hafði ég
á orði í þingumræðunni að jafn-
framt því sem málið þróaðist
„dofnaði fyrirvari minn“. Eftir
sem áður teldi ég frumvarpið þó
afleitt og gagnrýndi harðlega þá
meginhugsun þess að auka á
miðstýringu í Stjórnarráðinu.
Þáverandi stjórnarandstaða...
Þáverandi stjórnarandstaða gagnrýndi
frumvarpið harkalega og þá ekki síst að Al-
þingi ætti ekki lengur að hafa hönd í bagga
um skipulag Stjórnarráðsins. Enda gekk
stjórnarfrumvarpið út á það að ríkisstjórnin
skyldi ráða þessu ein. Þetta þótti þáverandi
stjórnarandstöðu ófært. Skiljanlega. Var að
lokum sæst á þá málamiðlun að nýskipan
ráðuneyta yrði að byggja á þingsályktunar-
tillögu sem fengið hefði samþykki Alþingis.
Þetta var árið 2011.
...núverandi stjórnarmeirihluti
En skjótt skipast veður í lofti. Nú á því
herrans ári 2015 er þáverandi stjórnarand-
staða, núverandi stjórnarmeirihluti, að leggja
til svipaða hugsun og gagnrýnd var svo
harkalega í tíð fyrri ríkisstjórnar. Fyrsta
grein stjórnarfrumvarps um breytingar á
lögum um Stjórnarráð Íslands sem nú er til
umræðu á Alþingi hefst á þessum orðum:
„Ráðherra kveður á um aðsetur stofnunar
sem undir hann heyrir.“
Þetta vill núverandi stjórnarandstaða ekki
sætta sig við og krefst aðkomu þingsins til að
tryggja að fyrir hugsanlegum flutningi ríkis-
stofnana séu rökstuddar málefnalegar ástæð-
ur en ekki geðþóttavald að ofan. Skiljanlega.
Ráðherranefndir lögfestar
En þótt athygli manna hafi einkum beinst
að fyrstu grein framangreinds frumvarps um
Stjórnarráð Íslands um valdheimildir ráð-
herra eru ekki síður afgerandi þær grund-
vallarbreytingar sem felast í þriðju grein
frumvarpsins um lögbindingu svokallaðra
ráðherranefnda. Með lagabreytingunni 2011
var verkstjórnarvald forsætisráðherra m.a.
styrkt með því að heimila forsætisráðherra
að skipa ráðherranefndir um aðskiljanleg
mál. Þetta getur að sönnu verið til góðs um
tiltekin afmörkuð málefni en þegar þetta er
orðið fast form í ríkisstjórn sem ekki er fjöl-
skipað stjórnvald, þar sem einstakir ráð-
herrar fara með málefni sem undir þá heyra,
getur þarna orðið til ákvörðunarvettvangur
sem ekki er í samræmi við stjórnskipanina
og læt ég þá liggja á milli hluta að þetta
fyrirkomulag í síðustu ríkisstjórn varð ekki
til að efla samvinnu þvert á ráðuneyti, hvað
þá auka gagnsæi. Nú vissu sumir en aðrir
síður hvað gerðist. Ætlunin er nú að ganga
enn lengra í þessa átt, án þess þó að for-
sendur með tilvísan í stjórnskipan hafi verið
nægilega ígrundaðar.
Eða hvað?
Hafa þessar lagabreytingar ef til vill verið
vel hugsaðar? Mynda þær og breytingar á
ýmsum öðrum lögum þegar allt kemur til alls
samfellu þar sem allt gengur út á að efla ráð-
herraræði og á endanum ráðsmennsku for-
sætisráðherra? Í greinargerð með þriðju
grein frumvarpsins um Stjórnarráðið sem nú
er til umræðu, þar sem fjallað er um lögbind-
ingu ráðherranefnda, er vísað í reynslu af
ráðherranefndum frá því í tíð síðustu ríkis-
stjórnar og geri ég ráð fyrir að jákvætt mat í
því efni sé komið frá embættismönnum í for-
sætisráðaneytinu. Varla er það komið frá
þeim fyrrverandi ráðherrum sem hafa tjáð
sig um þetta sérstaklega á þingi í umræðunni
um Stjórnarráðsfrumvarpið á undanförnum
dögum. Þar hefur mátt kenna gagnrýni á
þetta fyrirkomulag. En meira hangir á spýt-
unni. Í greinargerðinni segir nefnilega: „Til-
lagan er sett fram í samhengi við fram komið
frumvarp til laga um opinber fjármál en sam-
kvæmt þeim tillögum sem þar eru settar
fram munu ábyrgð og valdheimildir ráðu-
neyta þegar kemur að framkvæmd fjárlaga
aukast umtalsvert.“
Opinber fjármál að tillögu AGS
Fyrir þinginu liggur nú frumvarp um
Opinber fjármál. Það er unnið að frumkvæði
og með aðstoð sérfræðinga frá Alþjóðagjald-
eysissjóðnum og er mjög í anda hans. Sam-
kvæmt frumvarpinu er leitast við að gera
fjármál ríkisins sem líkust því sem tíðkast í
fyrirtæki, að mínu mati á kostnað félagslegra
sjónarmiða. Í samhengi þessarar greinar vil
ég þó fyrst og fremst benda á að flestum
þeim sem fylgjandi eru þessari tillögusmíð í
anda AGS og hinum sem gagnrýna hana ber
saman um að hún gangi út að efla vald ráð-
herra og ráðuneyta.
Stjórnarskrártillögur í sömu átt
Þótt það eigi varla heima í þessari blaða-
grein um stjórnarfrumvörp fyrr og nú þá vil
ég benda á að tillögur sem fram hafa komið
um breytingar á Stjórnarskrá Íslands virðast
margar hverjar þessu markinu brenndar.
Stjórnlagaráð setti fram tillögur um að ráð-
herrar sætu ekki á Alþingi og glötuðu þar
með tengslum við aðra innan þingsins en
samráðherra sína og síðast en ekki síst við
sinn góða verkstjóra, forsætisráðherrann,
sem samkvæmt tillögum ráðsins „ákveður
skipan ráðuneyta og tölu ráðherra og skiptir
störfum með þeim…“!
Áherslurnar virtust mér í sama farvegi og
komu fram í áliti starfshóps forsætisráðu-
neytisins í byrjun maí 2010 um „samhenta
stjórnsýslu“ sem vikið var að í upphafi. Þar
var talað um að þörf væri á að „skerpa á for-
ystuhlutverki forsætisráðherra í ríkisstjórn“;
aðrir ráðherrar ættu að sitja „í skjóli“ hans
og mætti ekki orka tvímælis hverjum bæri
„að knýja á um ábyrgð þeirra eða afsögn
þegar ástæða þykir til“.
Efla þarf Alþingi
Ég er þeirrar skoðunar að auka eigi beina
aðkomu þjóðarinnar að ákvarðanatöku um
mikilvæg málefni. En næsta þrep lýðræðisins
við almennan þjóðarvilja eins og hann kemur
fram í almennri atkvæðagreiðslu er fulltrúa-
lýðræðið á Alþingi.
Ég hvet til vakandi og gagnrýninnar um-
ræðu um greinilega tilhneigingu tillögusmiða
stjórnarfrumvarpa sem lúta að stjórnskipan
landsins – óháð ríkisstjórnum – til þess að
draga úr vægi Alþingis. Tillögur eru gerðar
af þeirra hálfu um auknar valdheimildir ráð-
herra jafnframt því sem reynt er að miðstýra
ákvarðanatöku í Stjórnarráði Íslands. Allt
væntanlega til að auka „samheldni“ að hætti
hins góða smala. Spurningin er hvort
gagnsæi og gagnrýnin hugsun gæti orðið
fórnarlambið.
Eftir Ögmund Jónasson »Ég er þeirrar skoðunar að
auka eigi beina aðkomu
þjóðarinnar að ákvarðanatöku
um mikilvæg málefni.
Ögmundur
Jónasson
Höfundur er alþingismaður.
Aukin miðstýring í stjórnarráði og stjórnsýslu