Morgunblaðið - 08.06.2015, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015
Þökkum innilega samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
BRYNJÓLFS GUÐMUNDSSONAR,
fyrrum bónda á Galtastöðum,
Flóahreppi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Fossheima
fyrir alúð og góða umönnun.
.
Arndís Erlingsdóttir,
Erlingur Brynjólfsson,
Ragnar Geir Brynjólfsson, María Geraldine B. Cuizon,
afabörn og langafabörn.
Bróðir okkar og frændi,
HARALDUR JÓNSSON
frá Fremra-Hálsi
í Kjós,
lést þann 3. júní síðastliðinn á
hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut.
Útförin fer fram frá Áskirkju 19. júní kl. 13.00.
.
Ósk Jónsdóttir, Jenný Jónsdóttir,
Ása Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir,
Jón Þorgilsson, Eyvindur Þorgilsson,
Birna Grímsdóttir, Ingi Valtýsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og
systir,
VALA INGIMARSDÓTTIR,
Einimel 11,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 1. júní.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 10. júní kl. 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild
Landspítalans.
.
Bjarni Þórður Bjarnason,
Bryndís Líf Bjarnadóttir,
Ingimar Stefán Bjarnason,
Ingimar Jóhannsson, Lillý Valgerður Oddsdóttir,
Oddný Ingimarsdóttir, Thorsteinn Jóhannesson,
Oddur Ingimarsson, Soffía Valgarðsdóttir,
Davíð Ólafur Ingimarsson.
✝ Björn JóhannGuðmundsson
fæddist að Litla-
Lambhaga í Borg-
arfirði 11. apríl
1931 og lést á Ak-
ureyri 24. maí
2015. Foreldrar
hans voru Ásta
Jónsdóttir, f. 6.4.
1901, d. 15.9. 1975
og Guðmundur
Björnsson, f. 2.9.
1896, d. 27.1. 1989.
Systkini Björns eru: Guð-
mundur Óskar, f. 1928 (sam-
feðra), Guðjón, f. 1929, Sess-
elja, f. 1933, d. 2009,
Björnfríður, f. 1936, Valdimar,
f. 1937, Ásmundur, f. 1939.
Eiginkona Björns var Guðný
Sigríður Kolbeinsdóttir frá
Stöng í Mývatnssveit, f. 7. maí
1929, d. 18. febrúar 2015. Þau
gengu í hjónaband árið 1952.
Fyrstu árin bjuggu þau á Stöng
fyrir utan einn vetur í Valagili
í Reykjadal. Árið 1958 byggðu
þau Hólabraut í Reykjadal og
bjuggu þar til hins síðasta. Fyr-
ir nokkrum árum festu þau
kaup á íbúð á Akureyri sem
þau dvöldu í af og til síðustu
árin. Börn þeirra eru:
1) Ragnheiður, f. 1951, maki
Jóhann Karlsson. Börn: Guðný
arsýslu til að vinna á skurð-
gröfu á vegum Vélasjóðs Ís-
lands.
Björn gerðist meðeigandi og
framkvæmdastjóri Rækt-
unarsambandsins Smára árið
1955. Þar var unnið fyrir
bændur við jarðvinnu á sumrin
og viðgerðir á vélum á veturna.
Smári tók m.a. þátt í gerð veg-
ar fyrir Ólafsfjarðarmúla og
byggingu Kísiliðjunnar, sem
hófst árið 1965.
Árið 1971 stofnaði Björn eig-
ið félag, BJG ehf., sem tók að
sér vegagerð og vinnu við bor-
plön við Kröfluvirkjun frá
árinu 1974 og var hann við það
ásamt ýmsu öðru fram yfir
1990. Síðustu árin var hann
með ýtuna sína við minni verk-
efni, var verkstjóri við vega-
gerð og lagfærði m.a. veg yfir
Sandfell í Bárðardal.
Á árunum milli 1980-90
fékkst Björn við að þróa nýjar
lausnir varðandi snjóruðn-
ingstæki og fleira, m.a. var
honum boðið að kynna upp-
finningar sínar á sýningu í
Svíþjóð.
Um sjötugt lærði Björn
undirstöðuatriði í silfursmíði
og hóf framleiðslu á víravirki
fyrir þjóðbúninga, auk skart-
gripa. Eftir hann liggja kross-
ar, hringar, nælur og upp-
hlutasett.
Björn var stofnfélagi í Lions-
klúbbnum Náttfara og félagi í
Frímúrarareglunni.
Útförin fer fram frá Glerár-
kirkju 8. júní 2015, kl. 13.30.
Lára og Klara Ás-
rún
2) Ásta, f. 1953,
maki Sigurjón
Valdimarsson.
Börn: Valdimar
Kolbeinn, Signý
Björg og Sara
Valný.
3) Arna Jak-
obína, f. 1957,
maki Skúli Rúnar
Árnason, börn: Jó-
hann Björn og Árni.
4) Guðmundur Kolbeinn, f.
1959, maki Guðlaug Ágústs-
dóttir, börn: Eyrún Ösp, Björn
Jóhann og Ágúst Ingi.
5) Birna, f. 1965, börn: Kol-
björn Ivan, Sigrún Gyða, Björn
Húnbogi og Guðni Hávarður.
Fyrir hjónaband átti Björn
son, Guðmund Eggert, f. 1951,
maki Birgitta Granqvist, börn:
Árný Anna, Eyjólfur, Hrafn-
hildur Stella, Daníel og Martin.
Barnabarnabörnin eru orðin
30.
Þegar Björn var 9 ára flutti
hann með fjölskyldu sinni að
Arkarlæk í Skilmannahreppi.
Hann fór 15 ára að vinna á
jarðvinnsluvélum hjá Rækt-
unarsambandi Flóa og Skeiða.
Árið 1950 fór Björn, þá 19 ára
gamall, norður í Þingeyj-
Faðir minn, Björn J. Guð-
mundsson, oft kallaður Ýtu-
Björn, yfirgaf bernskustöðvar
sínar 15 ára gamall og fór á
vinnuvélanámskeið á Selfossi. Í
framhaldi af því fór hann að
vinna á jarðýtu hjá Sigfúsi
Öfjörð og var síðan viðloðandi
jarðýtur til dauðadags, eða í 69
ár. Hann náði undraverðum
tökum á stjórn véla svo eftir
var tekið. Reyndar var sama
hvað hann tók sér fyrir hendur,
allt lék í höndum hans. Skóla-
félagar á Selfossi horfðu t.d. á
hann skrifa nafnið sitt með báð-
um höndum samtímis til hægri
og vinstri og lá spegilskrift
nafnsins til vinstri. En svona
var pabbi, allt sem hann gerði,
hvort sem var vinna á jarðýtu,
víragröfu eða smíða víravirki úr
silfri á íslenska búninga, allt lék
lék í höndum hans. Hann var
líka nærgætinn og góður mað-
ur. Eitt sinn kviknaði eldur í
vél sem ungur maður var byrj-
aður að vinna á. Með snarræði
tókst honum að slökkva eldinn
en vélin varð ógangfær á eftir.
Hann fór til pabba og sagði
dauðkvíðinn sínar farir ekki
sléttar. „Nú jæja,“ sagði pabbi,
„þá held ég sé rétt að fara í
mat.“ Meira var þetta ekki rætt
heldur gert við vélina eftir að
búið var að borða.
Pabbi var óskaplega góður
við dýr og öll dýr hændust að
honum. Maríuerlur hafa lifað á
bakkelsi frá mömmu í mörg ár
og dúfur í Boston fengu sinn
skerf af brauðinu hans. Eitt
sinn komst mús inn í Hóla-
braut. Við Bína systir vorum
með alls konar ráð til að ná
henni en alltaf sagði pabbi nei,
það varð að ná henni lifandi og
koma henni lifandi út. Músin
hafði ekkert til saka unnið.
Vegna gæsku pabba var villi-
bráð aldrei borin á borð í Hóla-
braut. Eitt sem pabbi kenndi
mér var að fordæma aldrei
nokkurn mann, honum fannst
að allir ættu að fá sinn mögu-
leika og hann var tilbúinn að
gefa hann. Fyrir mörgum ár-
um, þegar ég hafði legið í fjóra
mánuði á sjúkrahúsi, kom pabbi
óvænt til Reykjavíkur á drátt-
arbíl sem hann átti. Við hitt-
umst í mat hjá Ragnheiði syst-
ur og þá tók pabbi sig til og
skammtaði mér mat og flysjaði
fyrir mig kartöflur. Daginn eft-
ir bauð hann mér með sér norð-
ur og lét mig um að keyra bíl-
inn. Þetta hjálpaði mér að finna
aftur trú á sjálfan mig og lífið.
Takk, pabbi.
En sólin rís í austri, hún vísar okkur
veginn
því villugjörn er leiðin og birtu mikil
þörf.
Að mega starfið iðja þá frjáls ég verð
og feginn
og fyllist hugur gleði er lít ég unnin
störf.
Nú hæstum degi hallar og húmið fær-
ist yfir.
Ég held til minnar hvílu og bíð þín
dimma nótt.
Svo yfir birtir aftur og annar dagur
lifir
en upp þá mun ég rísa og áfram
verður sótt.
(Björn J. Guðmundsson)
Guðmundur Kolbeinn
Björnsson.
Látin eru með skömmu milli-
bili hjónin Björn og Guðný í
Hólabraut. Aldrei fæ ég full-
þakkað hlýlegt viðmót þeirra
fyrir um 45 árum þegar ég,
strákurinn sem farinn var að
vera með Ragnheiði dóttur
þeirra, fór að venja komur mín-
ar þangað. Einnig minnist ég
ánægjulegra stunda saman þeg-
ar þau heimsóttu okkur til Dan-
merkur þegar við vorum þar og
ferðalaganna sem við fórum í,
bæði um Danmörku og Þýska-
land.
Þau voru á ýmsan hátt ólík.
Guðný opin og ræðin. Oft áttum
við skemmtilegar samræður
m.a. um pólitík, enda féllu skoð-
anir okkar ekki alltaf saman.
Henni hefur eflaust þótt ég
helst til rauður. Björn var dul-
ari, en undir bjó frjór hugur.
Minnisstæðar eru stundirnar
þegar við vorum samtíða á Eng-
landi í byrjun níunda áratug-
arins þegar honum, um fimm-
tugt, datt í hug að fara í
enskunám. Þar skeggræddum
við mikið um uppfinningar hans,
einkum snjóruðningsblásarann
sem fólst í því að sameina snjó-
ruðningstæki og snjóblásara í
eitt tæki. Við ferðuðumst líka
saman þar og skruppum m.a. til
Parísar. Eftir heimkomuna vann
hann áfram að þróun snjóruðn-
ingsblásarans, m.a. við öflun
einkaleyfis. Stórskemmtilegt
var, þegar Björn breytti bíl-
skúrnum í Hólabraut í kvik-
myndaver, þar sem líkan af
snjóruðningsblásaranum ýtti og
blés kísilgúr af vegi. Myndatak-
an og leiktjöldin heppnuðust það
vel að margir, sem horfðu á
myndbandið, héldu að raunveru-
legt tæki væri að eiga við snjó.
Ég tel mig lánsaman að hafa
kynnst þeim og ég þakka fyrir
öll góðu samskiptin sem við átt-
um í gegnum árin.
Jóhann Karlsson.
Tengdafaðir minn, Björn Jó-
hann Guðmundsson, lést þann
24. maí sl. Birni kynntist ég er
ég hóf sambúð með Ástu dóttur
þeirra hjóna árið 1975. Þótt að
Björn hafi haft lifibrauð af
rekstri á jarðýtum og skurðgröf-
um, verktöku í sambandi við
vegaframkvæmdir og jarðvegs-
vinnu við framkvæmdir í Kröflu
og Kísiliðjunni við Mývatn var
mér fljótt ljóst að Björn hefði
getað fengist við hvað sem er
annað á lífsleiðinni. Hann bjó yf-
ir listrænum hæfileikum í meiri
mæli en flestum er gefið. Þannig
gat hann spilað á hvaða hljóð-
færi sem var, hann gat teiknað
og málað það sem hann vildi og
hann setti saman tækifærisljóð
og samdi lög við þau. Björn naut
ekki mikillar skólamenntunar en
menntaðist af lífinu sjálfu. Til að
bæta sig í enskri tungu sótti
Björn námskeið á Suður-Eng-
landi árið 1983.
Björn hafði mikla ánægju af
því að velta fyrir sér nýjum
lausnum á ýmsum verkum.
Þetta leiddi til þess að hann fór
að þróa uppfinningar og sótti
m.a. um einkaleyfi á nokkrum
þeirra. Fór með hugmyndir sín-
ar og sýndi þær á sýningum hér
heima og í Svíþjóð, þar sem
meðal annarra Karl Gústaf kon-
ungur kynnti sér hugmyndir
hans.
Allt varðandi vélar lék í hönd-
unum á Birni. Ég varð einhverju
sinni fyrir því óláni að Audiinn
minn bræddi úr sér norður í
landi. Þó að Björn hefði aldrei
komið nálægt Audi-viðgerðum
tókst honum að taka upp vélina
og gera hana eins og nýja og
kom svo keyrandi á bílnum suð-
ur yfir heiðar.
Björn var ætíð ljúfur í sam-
skiptum við menn og dýr og það
var sama hvað um var rætt, allt-
af reyndi hann að sjá nýja fleti á
umræðuefninu. Það var alltaf
stutt í glettnina og heimspeki-
lega afstöðu til manna og mál-
efna.
Þótt við Ásta ættum ekki oft
heimangengt norður í land var
Ásta ætíð í miklu sambandi við
foreldra sína, síminn var óspart
notaður og leið varla sá dagur
að hún heyrði ekki í þeim. Þegar
Björn fór að fást við silfursmíð-
ina setti Ásta sig í samband við
gullsmiði í Reykjavík til að út-
vega Birni bæði efni og upplýs-
ingar um tæki til að nota við
víravirkið. Þar sem Ásta hefur
unnið mikið með þjóðbúninga og
þekkir vel til þjóðbúningasilfurs
var henni auðvelt að ræða silf-
ursmíðina við föður sinn. Það
var auðsætt hve vel þau skildu
hvort annað á þessu sviði sem
og öðrum og þurftu fá orð til
þess að komast að niðurstöðu.
Síðustu árin þegar við komum
norður settist Ásta gjarnan nið-
ur og fylgdist með smíði föður
síns á meðan þau ræddu um-
búðahönnun og fleira.
Um leið og ég þakka Birni
góða samleið sl. 40 ár vil ég
minnast Guðnýjar sem stóð hon-
um við hlið í 65 ár. Saman
mynduðu þau gæfuríkt samband
sem fjölskyldan öll mun minnast
um ókomin ár.
Ég sendi ættingjum og vinum
mínar bestu samúðarkveðjur.
Sigurjón Valdimarsson.
Þá er komið að því að kveðja
hann nafna minn og afa hinsta
sinni, tel það nokkuð ljóst að
ömmu hefur leiðst einni þarna
uppi og kallað hann til sín. Sem
fyrr fer ég að velta vöngum yfir
hversu ótrúlega heppinn ég hef
verið að fá að kynnast öðru eins
fólki, en það sem eftir stendur
nú eru aðeins góðar minningar
frá þeim tíma sem ég hef eytt
hjá þeim. Ég var svo heppinn að
foreldrar mínir nenntu ekki að
hafa mig hjá sér á sumrin þegar
ég var barn svo ég var sendur
með rútu norður á Laugar til
þess að vera hjá ömmu minni og
afa, og fékk því sem betur fer að
kynnast þeim mjög vel. Þessum
sumrum mun ég líklega aldrei
gleyma og miðað við það sem
við Árni brölluðum í frelsinu hjá
þeim er ég hissa á að hvorugur
okkar skuli vera verkfræðing-
ur … Eða í það minnsta frétta-
þulur. Þó svo að hann afi minn
sé farinn þá standa ekki aðeins
eftir minningar í huga manns
heldur einnig hundruð minnis-
varða um hans ævistarf úti um
allar Þingeyjarsýslurnar, og ég
mun geta stoltur sagt við börnin
mín: „Sjáiði … Þetta gerði hann
langafi ykkar.“ Vertu sæll, afi,
og berðu innilegar kveðjur til
hennar ömmu.
Björn Jóhann
Guðmundsson.
Nú er elsku afi minn farinn,
farinn í annan heim í faðm
ömmu sem svo nýlega kvaddi
okkur. Ég minnist afa sem ein-
staks manns sem var alltaf
hress og glaður. Þegar ég hugsa
um tímann með afa kemur svo
margt upp í hugann, hvað hann
var hlýr og góður þannig að öll
börn hændust að honum og hans
góðu nærveru, til eru ófáar
myndir af barnabörnum og
barnabarnabörnum að kúra í
fanginu á afa í sófanum í Hóla-
braut. Heimsóknirnar til afa og
ömmu voru svo skemmtilegar,
Hólabraut var einstök paradís,
lengi voru endur í garðinum,
það var gaman að fylgjast með
afa þegar hann var að gefa þeim
brauð og tala við þær, það var
eins og afi talaði dýramál miðað
við hvað hann náði góðu sam-
bandi við öll dýr. Í garðinum var
stórt bú sem afi hjálpaði okkur
að gera sem raunverulegast og
toppaði það allt þegar hann
tengdi vatn í kranann í búinu,
þá varð búið að því flottasta sem
maður vissi um. Ég man eftir
því þegar ég fór í fyrsta sinn ein
til ömmu og afa árið sem ég
varð sjö ára. Ég keyrði þangað
með þeim á Buicknum, sem allt-
af var kallaður forsetabíllinn,
svo flottur var hann. Þetta var
langt ferðalag og ekki skemmti-
legt framan af, amma svaf lang-
leiðina og lítið var talað. Mér
leist ekkert á þetta, ekki fyrr en
afi stoppaði bílinn og bauð mér
að sitja frammi í hjá sér enda
þar þriggja manna bekkur. Við
spjölluðum saman og skyndilega
var þetta langa ferðalag orðið að
ævintýri enda ekki á hverjum
degi sem maður fékk að sitja í
framsætinu á Buicknum. Ég
sagði oft frá afa mínum sem var
svo sniðugur að hann var meira
að segja uppfinningamaður sem
hefði fundið upp snjóblásara,
það þótti mér sko merkilegt.
Hann var ekki bara uppfinn-
ingamaður heldur var hann al-
gjör listamaður eins og allir silf-
urmunirnir sem hann gerði
segja til um. Ég er svo stolt að
bera hálsmen eftir afa minn og
eiga þjóðbúning sem prýðir víra-
virki eftir hann. Auk þess að
smíða úr silfri spilaði hann á pí-
anó, fiðlu og skeiðar, hann var
ótrúlega fjölhæfur. Ég á eftir að
sakna afa mjög mikið og tilhugs-
unin um að fara norður og geta
ekki hitt ömmu og afa er mjög
sár. Ég vona að afi sé núna
kominn til ömmu og þeim líði
vel. Bless, elsku afi, þín verður
sárt saknað.
Eyrún Ösp Guðmundsdóttir.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Bless, elsku afi.
Andri Freyr og
Guðlaug María.
Það er alltaf erfitt að sætta
sig við fráfall ástvinar en ég trúi
því að amma hafi kallað afa til
sín svo þau gætu orðið saman á
ný. Það var alltaf jafn yndislegt
að koma í Hólabraut og fá hlý
og góð faðmlög frá ömmu og afa.
„Ertu komin elskan mín“ sagði
afi alltaf svo hressilega. Hóla-
braut er stór partur af mínum
æskuminningum þar sem drul-
lubúið uppi í brekku hafði mikið
aðdráttarafl og var mikið notað.
Ég minnist sérstaklega úr Hóla-
braut að vakna snemma og vera
fyrst niður í kistuna í eldhúsinu
að leita að morgunkorninu sem
amma sá til að væri alltaf til
handa okkur. Amma var þá allt-
af komin í stólinn og afi í sófann.
Elsku afi. Ég á eftir að sakna
þín og ömmu og góðu faðmlag-
anna frá þér í Hólabraut en ég
trúi því að þið séuð komin á góð-
an stað saman.
Þín
Klara ÁsrúnJóhannsdóttir.
Björn Jóhann
Guðmundsson
HINSTA KVEÐJA
Kveðja til afa
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson)
Þínar
Agnes Þóra, Freyja
Ragnheiður og Hanna
Lára.
Fleiri minningargreinar
um Björn Jóhann Guðmunds-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.