Morgunblaðið - 08.06.2015, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015
Anna Sigríður Arnardóttir er sérfræðingur í eignastýringu oglögfræðingur hjá Kaupþingi og sinnir hún aðallega eignumsem Kaupþing á í London, fasteignaþróun og nýbyggingu á
skrifstofum og íbúðarhúsnæði. Að auki er hún formaður aganefndar
Kraftlyftingasambands Íslands og varaformaður Brjóstaheilla.
Áhugamál Önnu Siggu eru margvísleg. „Ég stunda fjallaskíði,
kraftlyftingar, jóga og hugleiðslu og er í Beyoncé-dansi í Kramhús-
inu. Svo er ég mikið í fjallahjólreiðum og götuhjólreiðum. Ég tilheyri
hópi öflugra kvenna sem kalla sig Kríurnar Adventure Club og við
verðum með tíu manna lið í götuhjólakeppninni Wow Cyclothon eftir
tvær vikur.“ Keppnin er með boðsveitarformi og er hjólað hringinn í
kringum landið.
Eiginmaður Önnu Siggu er Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Sam-
áls, börn þeirra eru Ólöf Kristrún, 13 ára, og Örn Óskar, 10 ára.
„Við erum nýkomin frá Balí með gönguhópnum okkar Drífandi
fyglingum. Þetta var algjörlega dásamleg ferð enda yndislegt sam-
félag þar og ótrúleg náttúrufegurð. Við fórum á brimbretti, hjóluðum
niður eldfjallastíga og stunduðum jóga. Þá var alveg ný upplifun að
synda með stórum skjaldbökum í tærum sjónum og taka þátt í trúar-
hefðum hindúa.“
Anna Sigga bauð nokkrum vinum í afmælisútilegu í Fljótshlíð á
laugardag og var með óvissudagskrá sem lukkaðist vel. „Á afmælis-
daginn sjálfan ætla ég að fá jógakennarann minn til að fara með
okkur fjölskyldunni út að Gróttu og eiga þar góða kósístund.“
Hjónin Anna Sigga og Pétur á leið frá Balí til Gili-eyja.
Fjallahjólreiðar og
brimbretti á Balí
Anna Sigríður Arnardóttir er 40 ára í dag
R
annveig fæddist 8.6.
1935 og ólst upp á
Ránargötu 22 í
Reykjavík en þar var
hún búsett í nær hálfa
öld. Frá sjö ára aldri var hún mörg
sumur í sveit hjá frændfólki sínu
austur á Síðu, lengst í Mörk, og
kynntist snemma ættarsögunni.
Hún lauk barnaprófi frá Landakots-
skóla 1948, landsprófi frá Kvenna-
skólanum í Reykjavík 1951 og stúd-
entsprófi frá MR 1955. Hún var í
enskunámi við Lundúnaháskóla
1957 og lauk BA-prófi í ensku, sögu
og kennslu- og uppeldisfræðum frá
HÍ 1959, lauk cand.mag.-prófi í
ensku frá HÍ 1980, stundaði fram-
haldsnám í kennslufræðum við
Kennaraháskólann í London 1990
og sótti fjölda námskeiða innanlands
og utan.
Á námsárunum vann Rannveig á
sumrin margs konar störf til sjós og
lands. Hún kenndi við KÍ 1959-60,
Gagnfræðaskólann í Kópavogi 1959-
61, Námsflokka Reykjavíkur 1962-
70, Framhaldsdeildirnar við Lindar-
götu 1970-76 og var síðan ensku-
kennari við Fjölbrautaskólann við
Ármúla 1976-2002.
Rannveig var deildarstjóri í ensku
og átti sæti í skólastjórn. Hún var
árum saman stjórnskipaður próf-
dómari í ensku á unglinga- og gagn-
fræðastigi og við MR.
Rannveig skrifaði cand.mag.-
ritgerð um síðustu ljóð Sylvíu Plath
og ævi hennar undir lokin. Hún sat í
ritnefnd ársrits KRFÍ, 19. júní,
1981-87 og skrifaði einnig greinar
og viðtöl í önnur blöð og tímarit. Á
árunum 2000-2003 þýddi hún þrjár
bækur úr ensku fyrir bókaútgáfuna
Sölku og hafði áður þýtt framhalds-
sögu fyrir dagblaðið Tímann. Hún
er einn af höfundum bókarinnar Á
rauðum sokkum – baráttukonur
segja frá (Háskólaútgáfan, 2011), en
þar segja 13 konur frá uppvexti sín-
um og lífsbaráttu, en þær fæddust
allar fyrir miðja síðustu öld og voru
meðal stofnenda Rauðsokkahreyf-
ingarinnar 1970.
Rannveig sat í miðstöð Rauð-
sokkahreyfingarinnar 1972-73, tók
virkan þátt í Samtökum frjálslyndra
Rannveig Jónsdóttir framhaldsskólakennari – 80 ára
Ein af Rauðsokkunum
Vinsæl amma Rannveig og barnabörnin Rannveig, Kormákur og Ingólfur
40 ára brúðkaupsafmæli Ingólfur og Rannveig með fjölskyldunni.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinni mbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Landsins mesta
úrval af trommum
í öllum verð�lokkum.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.