Morgunblaðið - 08.06.2015, Side 23

Morgunblaðið - 08.06.2015, Side 23
og vinstri manna 1971-78, sat í stjórn Enskukennarafélagsins 1981- 86, var einn af stofnendum Kvenna- kirkjunnar 1993 og ritari hennar. „Ég nýt þess fyrst og fremst að hafa góðan tíma til að sinna barna- börnum, fjölskyldu og vinum. Ég hef sótt leikhús frá unglingsaldri og hef ætíð verið sílesandi en jólabóka- vertíðin er árlegt tilhlökkunarefni. Ég er í lesklúbbi enskukennara og bridsklúbbi okkar Kvennaskóla- systra sem var endurreistur eftir hálfrar aldar hlé. Þar fáum við stundum hlátursköst eins og litlar stelpur. Aðra hópa hitti ég reglulega á veitingahúsum, s.s. gamlar bekkj- arsystur og gamla vinnufélaga. Ekki má gleyma að hreyfa sig en ég fer í vatnsleikfimi á Grensás og göngur með konum í blokkinni minni. Ég hef haft gaman af því að treysta ættarböndin. Árið 1989 hélt okkar leggur Grundarættarinnar, afkomendur Sigríðar Vigfúsdóttur og Vigfúsar Höskuldssonar, stórt niðjamót á Hótel Sögu, og sumarið 2008 héldum við, afkomendur Krist- ófers Þorvarðarsonar og Rann- veigar Jónsdóttur, niðjamót austur á Síðu þar sem mættu á fimmta hundrað manns. Þau hjón voru afar kynsæl og við reistum þeim minn- isvarða og gróðursettum tré í landi Prestbakkakots og nefndum Rann- veigarlund. Mér finnst gaman að ferðast inn- anlands og erlendis hef ég ferðast allvíða. Kínaferðin var líklega mest spennandi. Á síðustu árum höfum við svo, tvær Kvennaskólasystur, ferðast töluvert um Bandaríkin í boði gamallar skólasystur. Afmælinu fagna ég með mínum nánustu austur á Hala í Suðursveit. Á leiðinni ætlum við að borða nestið okkar í Rannveigarlundi á Síðu.“ Fjölskylda Eiginmaður Rannveigar var Ing- ólfur A. Þorkelsson, f. 23.1. 1925, d. 3.1. 2005, fyrsti skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. For- eldrar hans voru Þorkell Björnsson, f. 24.6. 1892, d. 9.8. 1974, verkamað- ur, og k.h., Þóra Margrét Þórðar- dóttir, f. 21.6. 1900, d. 4.5. 1990, hús- freyja. Þau bjuggu á Seyðisfirði. Börn Rannveigar og Ingólfs eru Jón Arnar, f. 31.10. 1961; Þorkell Már, f. 15.5. 1964, bókavörður á Borgarbókasafni Reykjavíkur en sonur hans og Áróru Helgadóttur viðskiptafræðings er Ingólfur Már, f. 2000; Þóra Sigríður, f. 14.6. 1966, forstöðumaður Hljóðbókasafns Ís- lands. Maður hennar er Karl Emil Gunnarsson, starfsmaður 365 miðla, og eru börn þeirra Rannveig, f. 1999, og Kormákur, f. 2001, en son- ur Karls Emils er Gunnar Jökull, f 1978. Systir Rannveigar er Vigdís Jóns- dóttir, f. 22.2. 1927, fyrrv. banka- fulltrúi á Seltjarnarnesi. Foreldrar Rannveigar voru Jón Kristófersson, f. 9.6. 1884, d. 7.2. 1953, skipstjóri í Reykjavík, og k.h. Þórunn Guðmundsdóttir, f. 3.2. 1896, d. 10.6. 1960, húsfreyja og rit- ari á lögmannsstofu í Reykjavík. Úr frændgarði Rannveigar Jónsdóttur Rannveig Jónsdóttir Sigríður Vigfúsdóttir húsfr. í Hamrakoti, dóttir Vigfúsar Gunnarssonar b. á Grund í Skorradal og Vigdísar Auðunsdóttur húsfr. þar Vigfús Höskuldsson b. í Hamrakoti í Húnav.s. af Fjallsætt Vigdís Vigfúsdóttir húsfr. í Rvík Guðmundur Stefánsson skútuskipstj. og lögregluþj. í Rvík Þórunn Guðmundsdóttir húsfr. og ritari á lög- mannsstofu í Rvík Anna Jóhanna Guðmundsdóttir húsfr. í Hlöðutúni, frá Hvítárv. Stefán Ottesen b. í Hlöðutúni í Stafholtstungum Sigríður Þórhalladóttir húsfr. í Mörk Jón Bjarnason b. í Mörk á Síðu Rannveig Jónsdóttir húsfr. á Breiðabólstað Kristófer Þorvarðarson landpóstur og b. á Breiðabólstað á Síðu, fylgdarm. í leiðangri Watts í fyrstu ferð yfir Vatnajökul 1875 Jón Kristófersson skipstj. í Rvík Sigríður Pálsdóttir húsfr. í Holti Þorvarður Jónsson pr. í Holti undir Eyjafjöllum og á Prestbakka á Síðu, sem þjónustaði Agnesi fyrir aftökuna í Vatnsdalshólum Vigdís Jónsdóttir fyrrv. bankaritari í Rvík Jón Þórisson arkitekt í Rvík Ingvar Þórisson kvikmyndagerðarm. og fjallaleiðsögum. í Rvík Sigríður Kristófersdóttir húsfr. í Hörgs- dal á Síðu Jakob Bjarnason b. á Hörgs- landi á Síðu Ólafía Jakobsdóttir forstöðum. Kirkjubæjar- stofu Þórður Vigfússon sjóm. í Rvík Þórður Þórðarson rakari í Vestm. eyjum og kaupm. í Rvík Ingibjörg Þórðardóttir form. Félags fasteignasala Vigdís og Rannveig Systurnar á Hrafnseyri við Arnarfjörð 2011. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015 Þór Axel Jónsson alþingismaðurfæddist í Reykjavík 8. júní1922. Foreldrar hans voru Jón Björnsson, f. 18.5. 1891, d. 29.11. 1921, klæðskeri þar, sonur Björns Jónssonar bónda í Núpsdalstungu í Miðfirði, og Lára Þórhannesdóttir, f. 29.10. 1897, d. 11.4. 1978, síðar hús- freyja á Hvítanesi og í Blönduholti í Kjós, dóttir Þórhannesar Gíslasonar bónda á Glæsivöllum og síðar á Mel- um í Miðdölum. Um fermingaraldur fluttist Axel með móður sinni að Hvítanesi í Kjós. Veturinn 1937-1938 stundaði hann gagnfræðanám í Reykjavík. Rúm- lega tvítugur að aldri reisti hann ný- býlið Fell í landi Blönduholts í Kjós og stundaði jafnframt bifreiðaakstur. Árið 1953 flyst hann til Kópavogs og er sundlaugavörður í Reykjavík til 1959 og síðan forstjóri Sundlauganna til 1961. Árin 1962-1968 er hann fulltrúi framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, síðan fulltrúi hjá Al- mannavörnum ríkisins 1968-1971 og loks framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi 1971-1978. Axel Jónsson var löngum áhuga- maður um félagsmál og þjóðmál og valinn til margs konar forystustarfa. Hann var formaður Ungmenna- félagsins Drengs í Kjós 1946-1949, formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings 1950-1956, í stjórn Ungmennafélags Íslands 1955-1957, í stjórn Íþróttasambands Íslands 1959-1964 og formaður Æskulýðs- sambands Íslands 1959-1960. Hann var kosinn í áfengismálanefnd 1964 og í stjórn atvinnuleysistrygginga- sjóðs 1974-1978. Hann var í bæjar- stjórn Kópavogskaupstaðar 1962- 1982, sat lengi í bæjarráði og var for- seti bæjarstjórnar 1976-1977. Í alþingiskosningunum 1963 var hann kjörinn varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi og átti sæti á öllum þingum til 1978, oft sem varaþingmaður en hlaut fast sæti á Alþingi 1965-1967 og 1969- 1971 vegna fráfalls kjörinna þing- manna og var að síðustu landskjörinn alþingismaður 1974-1978. Alls átti hann sæti á 16 þingum. Axel lést 31. ágúst 1985. Merkir íslendingar Axel Jónsson 95 ára Oddur Magnússon 90 ára Helga Helgadóttir Smári Guðlaugsson 85 ára Jóna Guðbergsdóttir Olga Hafberg 80 ára Egill Þ. Jónsson Jóhannes Ingibjartsson Rannveig Jónsdóttir Valgerður Davíðsdóttir 75 ára Agnar Guðmundsson Eberhard Hans Joachim Lignitz Guðrún Eyjólfsdóttir Hilmar F. Thorarensen Ragna Freyja Karlsdóttir Þorgeir Árnason 70 ára Baldvin Atlason Brynjar Ingi Skaptason Charlie Valeriano Radam Freddy Andreas Heidenreich Helgi Guðnason Ingi Páll Karlsson Kristbjörg Jónsdóttir Ólafur Jónsson Sólveig Filippusdóttir 60 ára Elías Þór Baldursson George Hunter Young Guðjón Leifur Sigurðsson Hafliði Loftsson Helena Wiszniewska Hörður Kristjánsson Kristján Júlíus Erlingsson Pétur Eysteinsson Sigurgísli Kristinsson 50 ára Andrés Bjarnason Bragi Guðbrandsson Cezary Dariusz Neumann Guðmundur A. Sigurðsson Gunnar Þór Jónsson Júlíus Heimir Ólafsson Katrín Dóra Þorsteinsdóttir Kristín Jóhannsdóttir Linda Jóhannsdóttir Madis Maeekalle 40 ára Anna Sigríður Arnardóttir Anna Sigríður Gunnarsdóttir Gunnhildur Sunna Albertsdóttir Heiðrún Erika Guðmundsdóttir Helga Dögg Siemsen Hlynur Sigurðsson Kolbrún Heiða Valbergsdóttir Sigrún Ragna Rafnsdóttir 30 ára Brynjar Ásmundsson Daniel Hryniewicki Eggert Sigurður Kristjánsson Ingibjörg Markúsdóttir Magnús Pálsson Peter Koelbæk Johansen Sonja Gísladóttir Þuríður Elísa Harðardóttir Til hamingju með daginn 30 ára Brynjar er Njarð- víkingur og býr þar og er neyðarvörður hjá Neyðar- línunni. Maki: Hanna Birna Valdi- marsdóttir, f. 1992, vinnur í öryggisgæslunni á Kefla- víkurflugvelli og er nemi í uppeldis- og menntunar- fræði við HÍ. Dóttir: Harpa Sóley, f. 2012. Foreldrar: Ásmundur S. Jónsson, f. 1946, og Bryn- dís Sveinsdóttir, f. 1948. Brynjar Ásmundsson 30 ára Ingibjörg er fædd og uppalin á Vorsabæjar- hóli í Flóa og er nýflutt aftur heim. Hún er íþróttakennari og heilsu- nuddari að mennt en er í fæðingarorlofi. Maki: Benedikt Rafnsson, f. 1985, framleiðslustjóri hjá RST Net í Hafnarfirði. Sonur: Baldur Logi, f. 2014. Foreldrar: Markús Ívars- son, f. 1947, og Helga M. Bjarnadóttir, f. 1955. Ingibjörg Markúsdóttir 30 ára Þuríður er fædd á Akureyri, býr í Reykjavík og er fornleifafræðingur. Maki: Rúnar Matthíasson, f. 1980, húsasmíða- meistari. Börn: Matthías Máni, f. 2008, og Aron Freyr, f. 2014. Foreldrar: Hörður Hin- riksson, f. 1960, kennari í Foldaskóla, og Inga Þór- halla Njálsdóttir, f. 1964, læknaritari. Þau eru bú- sett í Reykjavík. Þuríður Elísa Harðardóttir mbl.is/islendingar                                    

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.