Morgunblaðið - 08.06.2015, Síða 27
finnst gaman að læra það og
spreyta sig á að yrkja slík ljóð. En
til að fá áhugann á að raunverulega
tjá sig, segja eitthvað um lífið eða
sjálf sig, er betra að byrja á að
skoða ljóð frá nýrri tíma og eftir
margvísleg skáld.“
Veit ekki um áhrif annarra
skálda á eigin ljóð
Allir eiga sér uppáhaldsskáld,
-kvikmynd eða -tónlistarmann. Ing-
unn segist sjálf eiga sér uppáhalds-
skáld en er ekki viss um að þau hafi
mikil áhrif á hana.
„Uppáhaldsskáld mín íslensk eru
tvímælalaust Þorsteinn frá Hamri
og Gyrðir. Ég hef dálæti á mörgum
öðrum skáldum, Ingibjörgu Har-
alds, Vilborgu Dagbjarts, Kristínu
Svövu, og mörgum öðrum, en þessa
tvo les ég aftur og aftur, þeir veita
mér einhvern undarlegan sálarfrið.
Ég veit ekki hvort ég hef orðið fyrir
svo miklum áhrifum af neinu þeirra,
samt. Ekki nema ómeðvitað. Tveir
af uppáhaldsrithöfundunum mínum,
Richard Brautigan og Raymond
Carver, eiga það líka sameiginlegt
að nota fá orð til að segja mikið.
Mér hefur alltaf fundist geysilega
flott að geta gert það.“
Þótt stórskáldin hafi ekki mikil
áhrif á Ingunni er ljóst að hún hef-
ur áhrif á aðra enda bækur hennar
selst vel og verið tilefni til útgáfu
ljóðasafns hennar.
„Ljóðasafnið var gefið út núna í
vor, að frumkvæði bókaútgáfunnar
Bjarts. Mér þótti mér mikill heiður
gerður og bókin er alveg ótrúlega
falleg og vönduð hjá þeim. Ég sem
ljóð eftir því sem andinn blæs mér í
brjóst hverju sinni, oftast er það á
kvöldin eða nóttunni, þegar ég er
andvaka, en ég er líka dugleg að
punkta hjá mér hugsanir sem
hrökkva í kollinn á mér dags dag-
lega, eitthvað sem mögulega gæti
ratað í ljóð seinna. Svo safna ég
þessu saman annað slagið og set í
handrit. Heildarmyndin er mér
mjög mikilvæg, það er alltaf ein-
hver þráður í gegnum handritið,
eitthvað sem tengir ljóðin saman.“
Morgunblaðið/Ómar
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015
Könnuðirnir nefnist sýning sem opn-
uð var fyrir helgi í gallerí Klaustri á
Skriðuklaustri. Á sýningunni gefur
að líta ljósmyndir frönsku ljósmynd-
aranna Anne Favret og Patrick Ma-
nez og eru þær hluti af stóru verk-
efni sem þau unnu á nokkrum árum í
og við geimrannsóknarstöðina á Ca-
lern-hásléttunni í Suður-Frakklandi.
„Þau Anne og Patrick vinna saman
að ljósmyndaverkefnum sínum.
Meginviðfangsefni þeirra hefur ver-
ið landslag og ekki síst sögulegt
borgarlandslag. Þau hafa unnið ýmis
stór verkefni í borgum, m.a. í Alex-
andríu, Rotterdam, Montreuil, Gen-
úa, Berlín og Brussel. Anne og Pat-
rick líkjast hetjunum í Solaris,
skáldsögu Stanislas Lem frá 1961.
Þau héldu upp á Calern-hásléttuna
til að skoða náið geimrannsókna-
stöðina sem þar er staðsett milli
himins og jarðar, líkt og geimstöð,“
segir í tilkynningu.
Sýningin stendur til 27. júní og er
opin kl. 10-18 alla daga.
Könnuður Ein af ljósmyndum Anne Favret og Patricks Manez.
Franskir ljósmyndarar
sýna í gallerí Klaustri
Velski söngvarinn, Grammy-
verðlaunahafinn og goðsögnin Tom
Jones heldur tónleika í Laugardals-
höll í kvöld kl. 20. Jones hefur selt
yfir 100 milljónir platna á ferli sín-
um og 36 laga hans hafa komist á
vinsældalista í Bretlandi og 19 í
Bandaríkjunum. Af alkunnum
smellum Jones má nefna „It’s Not
Unusual“, „Delilah“, „Green Green
Grass of Home“, „She’s a Lady“,
„Kiss“, „Sex Bomb“ og „Thunder-
ball“. Jones mun taka sína helstu
smelli auk þess að syngja lög af nýj-
ustu hljómplötum sínum, Praise &
Blame og Spirit In The Room.
AFP
Sprækur Jones slær ekki slöku við.
Hann fagnaði 75 ára afmæli í gær.
Tom Jones í Laug-
ardalshöll í kvöld
þar sem bíllinn
sunkaði gegnum ís á ánni
myndarlegar húsmæður
slumpa í matargerðinni
en fara sparlega með
annað væri ekki stefnilegt
það er litið hornauga að væplast um
tala nú ekki um ef menn eru að slugsast
þeir eiga að vera greinilegir
og haska sér
þar sem aldrei hastar neitt
heldur er siðlast eftir veginum
það er lúði í kirkjugarðinum
helvítis rússan er rúskin í kantinum
og ræfill enn í fjallinu
þótt komið sé langt fram á sumar
ekki tjóar að vera hissugur
þótt veðrið sé tyssið
„Þetta er eitt af ljóðunum um heimasveitina mína. Mér finnst gaman
að velta fyrir mér íslensku máli og málnotkun og hvernig ólík orð til-
heyra mismunandi heimum í okkar litla landi. Það er svo margt sem er
sagt fyrir austan sem ekki hljómar kunnuglega fyrir vinum mínum í
Reykjavík, og öfugt. Mér finnst íslenska svo skemmtileg og leik mér
gjarnan með orð.“
Jökuldalur – orðabók
fyrir byrjendur
hvílíkur munur væri það
ef sæðið í art medica
kostaði aðeins
fimmhundruðsextíuogfimm krónur
skammturinn og getið væri um
lærastig, vöðvafylli og fas
liturinn arfhreinn hvítur
gæti hins vegar orkað tvímælis
„Þetta er annað ljóð sem á upptök sín í sveitinni, en líka í því slítandi
erfiða og rándýra ferli sem ég gekk í gegnum fyrir nokkrum árum til að
reyna að eignast barn. Á einhverjum tímapunkti var komið að því að
taka húmorinn á það að vera búin að eyða hálfum árslaunum í ferðir til
Reykjavíkur og hverja misheppnaða frjóvgunina eftir aðra, með til-
heyrandi geðsveiflum. Mér gengur svo ágætlega að höndla lífið á þenn-
an hátt. Hlæja að því. Ég held að það sé betra þegar upp er staðið.“
Við lestur hrútaskrárinnar
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Mið 10/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00
Fim 11/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/