Morgunblaðið - 08.06.2015, Side 29

Morgunblaðið - 08.06.2015, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015 » Stuðsveitin Stuðmenn fagnaði 40ára útgáfuafmæli sígildrar breið- skífu sinnar Sumars á Sýrlandi með glæsilegum tónleikum í Eldborg í Hörpu föstudagskvöldið 5. júní. Voru það veglegustu tónleikar Stuðmanna frá upphafi og fengu þeir til sín góða gesti úr íslensku tónlistarlífi. Platan var kjarni tónleikanna og þeir krydd- aðir og skreyttir með viðeigandi lögum sem falla að megininntakinu, eins og stuðmaðurinn Jakob Frímann Magn- ússon orðaði það í viðtali við Morg- unblaðið á dögunum. Stuðmenn fögnuðu fertugsafmæli breiðskífu sinnar Sumars á Sýrlandi í Eldborg Sumar á Sýrlandi Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon og Valgeir Guðjónsson hafa löngum þótt frumlegir í tónlistarsköpun sinni eins og breiðskífan Sumar á Śýrlandi ber vitni um. Leikur Eggert Þorleifsson var ógleymanlegur sem gömul kona. Tilþrif Ágústa Eva Erlendsdóttir og Egill Ólafsson sungu saman. Söngvari Valgeir Guðjónsson þenur ranndböndin af krafti. Gulir Félagarnir voru að venju flottir í klæðaburði. Upp með hendur Áhorfendur settu hendur upp í loft. Morgunblaðið/Golli Tónskáldið Emily Hall hefur bæst í hóp þeirra sem gefa út verk sín hjá Bedroom Community og eru lista- menn útgáfunnar nú orðnir tíu. Bedroom Community gefur út tón- verk Hall, Folie à Deux, 20. júlí nk. en það var pantað af Mahogany Opera Group á Englandi. Emily Hall er listrænn stjórnandi Sound Among Sounds, viðburðar sem fór fram um helgina, 6. og 7. júní, og er hluti af Spitalfields-tónlistarhátíð- inni í Lundúnum. Folie à Deux var flutt á hátíðinni og á henni komu fram fleiri listamenn sem eru á mála hjá Bedroom Community, þeir Puzzle Muteson og James McVinn- ie. Í tilkynningu er haft eftir Hall að það sé frelsandi að vera hluti af samfélagi þar sem tónlistartegund sé ekki það sem máli skiptir. „Það er eins og mér opnist hér með dyr að herbergi fullu af skapandi og einstökum listamönnum … lætur mér líða eins og ég vilji helst bara skapa, skapa, skapa,“ segir Hall. 10. Emily Hall á umslagi Folie á Deux sem Bedroom Community gefur út. Tíundi listamaður Bedroom Community POWERSÝNING KL. 10:30 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.