Morgunblaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ásama tíma og fréttirberast af því að lífslíkurÍslendinga séu á meðalþeirra bestu í heimi og við þykjum borða hreinasta matinn, ef mark er takandi á heimildarþætti breska ríkissjónvarpsins um besta mataræði heims, eru blikur á lofti. Offita og sykursýki munu lík- lega verða okkur að falli í náinni framtíð ef spá sem birtist í skýrslu OECD um sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og stefnu í heilbrigði og heilbrigðisþjónustu verður að veruleika. Þar kemur m.a. fram að af þeim þáttum sem mældir voru sé Ísland oft við og undir meðaltal landanna. Hins vegar mælast Íslendingar með hæsta gildi kólesteróls og segir í skýrslunni að 29% séu með of hátt kólesteról í blóðinu, en meðaltali OECD er öllu minna, eða 18%. Hins vegar eru líkur á því að þessi tala sé ekki rétt í skýrslunni því bæði Thor Aspelund, tölfræðingur hjá Hjarta- vernd, og Karl Andersen, yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans, draga þessa tölu í efa. Thor segir rétta tölu vera um 15% samkvæmt út- reikningum Hjartaverndar. Í skýrslunni segir að 20% Ís- lendinga mælist með of háan blóð- þrýsting en meðaltalið er 26%. Thor segir allar líkur á að þær tölur séu réttar. Hár blóðþrýstingur auk hárra gilda kólesteróls í blóði eru á meðal áhættuþátta á hjarta- og æðasjúkdómum. Karl bendir á að þrátt fyrir þessa skekkju í skýrslunni sé mark takandi á henni. Sykursýki eykst alls staðar „Alls staðar í heiminum er sykursýki að aukast, sem skýrist af stórum hluta af offitufaraldrinum. Hann er vegna mataræðis og hreyf- ingarleysis en við borðum allt of mikla ruslfæðu,“ segir Karl, sem hefur verið mjög virkur á sviði for- varna gegn hjarta- og æða- sjúkdómum. Hann bendir á að lækkandi dánartíðni vegna hjarta- og æða- sjúkdóma eigi eftir að hækka á nýj- an leik vegna þess að fólk sé sífellt að fitna. Hann bendir á að sykursýki sé vangreind hjá fjölda fólks. Honum reiknast til að líklega sé annar eins fjöldi haldinn sykursýki og hefur þegar greinst. Æðasjúkdómar, svo sem þrengingar í æðum, hrjá oft einstaklinga með sykursýki. Marka betri lýðheilsustefnu „Við þurfum að spyrja okkur hvort við ætlum að verða fyrir þessu heilsutjóni. Og því þurfum við að marka betri lýðheilsustefnu. Við þurfum að fara sömu leið og við gerðum með tóbakið, en þá bönn- uðum við t.d. auglýsingar og beitt- um ýmsum aðferðum eins og t.d. að banna reykingar á opinberum stöð- um. Þær aðferðir virkuðu og því þurfum við að beita sömu aðferðum á matvælaiðnaðinn,“ segir Karl og bendir á að 75% af salti sem fólk innbyrði komi úr unnum matvörum. Það sé óviðunandi. Hann kallar eftir öflugri heil- brigðispólitík og vill sjá markvissar stjórnvaldsaðgerðir sem vinni að því að bæta lýðheilsu landsmanna en séu ekki skattlagðar. Í því sam- hengi bendir hann á að þegar stétt- arfélög greiði niður t.d. líkamsrækt- arkort og heilsufarsskoðanir fyrir félagsmenn leggi ríkið skatt ofan á það. „Þetta er dæmi um hvernig kerfið er öfugsnúið,“ segir Karl. Sykursýki og offita ógna heilsu þjóða Morgunblaðið/Ómar Heilsa Ef fram heldur sem horfir mun sá árangur fara fyrir lítið sem hef- ur náðst í að lækka dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. 18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ástandið í ís-lenskriheilbrigðis- þjónustu undan- farnar vikur hefur verið kallað for- dæmalaust. Upp- námið og röskunin sem kjaradeilur undanfarinna mánaða hafa valdið í heil- brigðiskerfinu hefur verið mörgum erfið. Verkföll lækna tóku sinn skerf og ekki bætti úr skák þegar hjúkrunar- fræðingar fylgdu í kjölfarið. Læknar gerðu ærnar kröfur um launahækkanir og varð vel ágengt. Það gaf tóninn fyrir hjúkrunarfræðinga. Ljóst var að íslenskt heil- brigðiskerfi gat ekki verið í uppnámi til lengdar og stjórn- völd gátu vart annað en gripið inn í deiluna. Þegar hjúkr- unarfræðingar stóðu frammi fyrir því að kjör þeirra yrðu ákveðin með gerðardómi ákváðu þeir að undirrita nýjan samning við ríkið seint í fyrradag að lokinni 13 klukku- stunda samningalotu. Eins og Ólafur B. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, orðaði það var talið að „betra væri að hjúkr- unarfræðingar fengju að kjósa um niðurstöðu samningsins en að hlíta einhliða niðurstöðu gerðardóms“. Ljóst er að hjúkrunarfræð- ingar eru ekki ánægðir með stöðuna og margir hafa sagt upp störfum. Enn á eftir að greiða atkvæði um samning- inn. Samningurinn kveður þó á um að laun hjúkrunarfræð- inga hækki um 18,6% á fjórum árum. Að auki virðist útspil ríkis- ins, sem sagt er frá í fréttaskýr- ingu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag, um að koma til móts við kröfur um „stofn- anaframlag“ hafa átt þátt í að skrifað var undir. Það snýst um að jafna aðstöðumun milli heilbrigðisstofnana, sérstak- lega Landspítalans, sem sætt hefur mestum niðurskurði eft- ir að bankarnir féllu og stóð höllum fæti fyrir. Ekki eru öll ljón úr veg- inum enn og má í því sam- bandi benda á að ósamið er við sjúkraliða. Nú ætti hins vegar að skapast svigrúm til að vinna á ýmsu því sem setið hefur á hakanum vegna kjara- deilna. Biðlistar hafa hlaðist upp vegna aðgerða af ýmsum toga. Nú er hægt að ráðast í að vinna á biðlistum þeirra sem bíða eftir mjaðmakúlum, gangráðum og augasteinum. Nú er einnig hægt að bjóða þeim sem glíma við langvinna sjúkdóma og búa við nógu mikið óöryggi fyrir upp á við- unandi þjónustu. Í byrjun júní talaði Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, um að verkfalls- aðgerðir hefðu haft þung áhrif á rekstur spítalans og sú heil- brigðisþjónusta sem væri í boði þessar vikurnar væri óviðunandi. „Heilbrigðiskerfið hefur farið niður um flokk,“ sagði hann. Nú þarf að hysja það aftur upp um flokk og á sinn stað. Nú þarf að greiða úr vandanum sem kjaradeilurnar hafa valdið í heilbrigðis- þjónustunni} Samið undir þrýstingi Markaðir sóttuí sig veðrið þegar þrennan, ESB, AGS og Seðlabanki evr- unnar, náði að snúa nægilega upp á hendur Tsip- rasar forsætisráðherra til að hann samþykkti lækkaðar líf- eyrisgreiðslur til landa sinna og að hlaða á þá fleiri sköttum. En svo kom bakslag á ný. Tsip- ras talaði ógætilega til kröfu- hafa. Guðlast er nú leyfilegt en ekki að leggja nöfn kröfuhafa við hégóma. Tsipras var kall- aður á teppið. Fjölmiðlar í Evrópu fjalla mjög um þetta allt. Orðin blá- þráður og hálmstrá koma mjög við sögu. Grikkland hefur raunar hangið á bláþræði mán- uðum saman og er ótrúlegt hald í honum. Og svo er það hálmstráið, og þau eru raunar mörg. Eitt hálmstrá Grikkja er að leiðtogar Evrópu trúi ekki eig- in fullyrðingum um að evran lifi það af hrökkvi Grikkir út úr sameiginlegu myntinni. Þrátt fyrir að leiðtogar ESB hafi fullyrt þetta oft í huggunarskyni hver við annan sæki efinn sífellt á. Fer evran eða fer hún ekki, er efinn, eins og í tilfelli Danaprinsins. Enn er hangið á bláþræði og haldið í hálmstráið. Grikkir vísa til þess að þeir séu langþjáðir og þrautpíndir. Þótt þeir séu þrekmiklir á þessari raunastund eins og hinni þegar Þjóðverjar sóttu þá heim síðast má öllum ofbjóða. Og þá hálmstráið. Grikkir minna á að það var einmitt seinasta hálmstráið sem hlaðið var á bak úlfaldans sem braut það að lokum. Fyrir þá sem utan við þetta allt standa er erfitt að halda þræði í deilunni og á það jafnt við um bláþráðinn sem hina. Í lagi í gær en í uppnámi í dag. En hvað svo?} Lopi spunninn úr bláþráðum E f þú sérð það geturðu orðið það. „If you can see it, you can be it.“ Þetta segir leikkonan og jafn- réttissinninn Geena Davis sem vinnur að því að sannfæra þá sem ráða ríkjum í Hollywood um nauðsyn þess að búa til fleiri kvenpersónur í sjónvarpsþátt- um og kvikmyndum. Rannsóknir hafa sýnt að mun fleiri strákar sjást á sjónvarpsskjánum en nokkurn tíma stelpur þar sem einungis 17% af hlutverkum eru kvenhlutverk. Veröldin birtist yngstu kynslóðunum að stórum hluta í gegn- um sjónvarps- og tölvuskjái. Því telur Geena mikilvægt að þeir sem hafa valdið í hendi sér taki meðvitaða ákvörðun um jafnvægi í hlut- verkavali kvenna og karla. Ísland skorar hæst hjá World Economic Forum þegar kemur að jafnrétti og er í aukn- um mæli horft til okkar sem fyrirmyndar að því hvernig hægt er að minnka bilið milli karla og kvenna. Nú þegar þess er minnst að 100 ár eru liðin frá því íslenskar konur fengu kosningarétt er kastljósinu beint að fjölmörgum kraftmiklum konum sem brotið hafa blað í sögunni og gegnt fyrstar íslenskra kvenna hlutverkum sem áður hafa verið hefðbundin karlahlutverk. Fremst í flokki er Vigdís Finnbogadóttir sem var í hlutverki forseta 1980- 1996. Í öðrum opinberum hlutverkum hafa íslenskar kon- ur verið forsætisráðherra, biskup, borgarstjóri, ráðherra, þingmenn, sendiherrar og forseti Alþingis. Á listann vantar ennþá seðlabankastjóra. Ekki má gleyma öllum þeim íslensku kjarnakonum sem hafa dembt sér í að sinna störfum sem áður þóttu henta körlum einum. Rektorar, forstjórar, stjórn- arformenn, leigubílstjórar, rafvirkjar, pípu- lagningameistarar, múrarar, listamenn, læknar, bókaútgefendur, bankastjórar, lög- menn, verkfræðingar, dómarar og prestar. Listinn er miklum mun lengri. Það ber að þakka öllum þeim konum sem rutt hafa brautina í gegnum tíðina. Þær hafa hver og ein lagt lóð á vogarskálarnar til þess að komandi kynslóðum þyki sjálfsagt mál að tækifærin séu jöfn fyrir stelpur og stráka, að þau hafi frelsi til að velja það hlutverk sem hugurinn stendur til. Þótt margt hafi áunnist í jafnrétti hjá okk- ur er enn nokkuð í land að greidd séu jafnhá laun til kvenna og karla fyrir sambærileg störf. Það ætti að vera keppikefli allra fyrirtækja á Ís- landi að afnema þennan launamun svo við getum með sanni sagt að hér ríki jafnrétti. Það er ekki flókið að af- nema muninn. Allt sem þarf er ákvörðun stjórnenda um að konum sé ekki greitt minna en körlum. Það fer vel á því að landsmönnum sé boðið á Arnarhól næsta sunnudag til að minnast þess að 35 ár eru liðin síð- an þjóðin valdi Vigdísi. En er ekki tímabært að fá konu aftur í hlutverk forseta Íslands? Yngstu kynslóðirnar hafa ekki séð konu í hlutverki forseta. Hvaða kona ætlar að stíga fram og segja „já, ég þori, get og vil“ á Bessastaði? margret@mbl.is Margrét Kr. Sigurðardóttir Pistill „Já, ég þori, get og vil“ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen „Það er til dæmis ekkert eðli- legt við það að þegar maður gengur t.d. inn í bygginga- vöruverslun og aðrar verslanir sem selja alla jafna ekki mat- vöru sé verið að selja nammi við afgreiðsluborðið. Áður en maður veit af er maður farinn að borða súkkulaði, sem er al- gjörlega „mindless eating“ og mjög slæmt. Fólk innbyrðir miklu meiri sykur en það gerir sér almennt grein fyrir eins og t.d. í mjólkurvörum sem eru ætlaðar börnum. Það hefði t.d. átt að hækka sykurskattinn en ekki taka hann af. Hann virkaði ekki því hann var of lág- ur. Á móti ætti að afnema skatt af grænmeti og ávöxt- um,“ segir Karl Andersen hjarta- læknir. Engan skatt á grænmeti HÆKKA SYKURSKATTINN Karl Andersen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.