Morgunblaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Sjávarútvegsráðherra hefur lagt til
breytingartillögu á makrílfrumvarpi
sínu sem felur í sér að makríllinn
verði einungis kvótasettur í eitt ár,
út árið 2016. Breytingartillagan á að
koma til móts við kröfur undir-
skriftalistans á vegum Þjóðareignar
og liðka fyrir samkomulagi um þing-
lok.
Makrílfrumvarp sjávarútvegs-
ráðherra hefur verið bitbein þings-
ins síðastliðna mánuði og umræðan
oft á tíðum verið flókin. Í frumvarp-
inu er lagt til að makrílveiðar verði
hluti af aflahlutdeildarkerfinu. Síð-
ustu ár hefur sú leið verið farin við
úthlutun veiðiheimilda á makríl að
sjávarútvegsráðherra úthluti veiði-
leyfum árlega út frá veiðireynslu í
reglugerð. Sumir þingmenn leggjast
gegn því að tekið sé það skref að
aflahlutdeildarsetja makrílinn og
aðrir setja sig upp á móti útfærsl-
unni.
Þegar frumvarpið var fyrst sett
fram var gert ráð fyrir tímabundn-
um aflaheimildum þar sem afla-
hlutdeild mætti ekki skerða eða af-
nema nema með sex ára fyrirvara.
Er þetta ekki ólíkt húsaleigusamn-
ingi þar sem leigusali getur ekki rift
samningnum nema með sex ára fyr-
irvara. Í athugasemdum með frum-
varpinu kemur fram að þessi leið
hafi verið farin til að tryggja fyr-
irsjáanleika í veiðunum sex ár fram í
tímann, án þess að skapa útgerð-
unum sömu réttmætu væntingar og
ef aflahlutdeildinni væri úthlutað
varanlega.
Sex ára leiðinni hafnað
Gagnrýni á þetta fyrirkomulag
kom úr öllum áttum. Samtök fyr-
irtækja í sjávarútvegi töldu sex ára
aflahlutdeildina ganga of skammt í
að tryggja rekstraröryggi útgerða
og ekki væru rök fyrir því að tíma-
binda hlutdeild í makríl fremur en
öðrum fisktegundum. Á hinn bóginn
kom sú gagnrýni fram á frumvarpið,
sem átti eftir að leggja grunninn að
undirskriftalista kenndum við Þjóð-
areign, að það styrkti lagalega stöðu
útgerðanna. Þá væri verið að gera
löggjafanum erfiðara að breyta
fyrirkomulagi fiskveiða, þar sem það
þyrfti að vera þinglegur vilji yfir tvö
kjörtímabil til að skerða eða afnema
makrílkvótann.
Brást þá ráðherrann við með því
að leggja til að gildistími frumvarps-
ins yrði styttur í þrjú ár og nú fyrir
tveimur dögum í eitt ár, út árið 2016.
Ein vika í umsagnir
Atvinnuveganefnd ákvað í gær að
senda frumvarpið aftur út til um-
sagnar í ljósi breytinga ráðherrans.
Ferlinu verður gefin ein vika og tek-
ur þá nefndin frumvarpið aftur fyr-
ir.
Óljóst er hvort málamiðlun ráð-
herrans róar stjórnarandstöðuna.
Þingmenn Vinstri-grænna vilja ekki
setja makrílinn inn í aflahlutdeild-
arkerfið og þingmenn annarra þing-
flokka stjórnarandstöðunnar hafa
talað fyrir því að makríllinn verði
settur á uppboð.
Smábátaeigendur ósáttir
Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir
því að veiðar smábáta á makríl verði
kvótasettar, en þær hafa verið
frjálsar síðustu ár. Styr stóð um þá
breytingu meðal smábátaeigenda og
var sérstaklega deilt um hve hátt
hlutfall aflahlutdeildar ætti að fara
til smábáta. Síðastliðin ár hafa veið-
ar smábáta á makríl verið frjálsar,
enda hefur fjöldi smábáta á makríl-
veiðum margfaldast á þeim tíma.
Hinn 16. júní setti sjávarútvegs-
ráðherra reglugerð um makrílveiðar
fyrir árið 2015. Aðalbreytingin í
þeirri reglugerð frá reglugerðum
fyrri ára var að veiðiheimildum var
úthlutað til smábáta. Var þá bund-
inn endi á frjálsar veiðar smábáta á
makríl og bátum úthlutað út frá
veiðireynslu. Landssamband smá-
bátaeigenda sagði vinnubrögð ráð-
herrans forkastanleg og mótmælti
reglugerðinni harðlega í yfirlýsingu.
Makríllinn klýfur
þingheim í tvennt
Umdeilt makrílfrumvarp aftur sett í umsagnarferli
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Deilur Landssamband smábátaeigenda gagnrýndi sjávarútvegsráðherra
fyrir að binda enda á frjálsar veiðar smábáta á makríl hinn 16. júní.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Vegagerðin stefnir að því að opna
Öskjuleið síðar í vikunni. Veghefill
fór frá Mývatnssveit í gær til að
ryðja snjó frá. Vegurinn yrði þá ann-
ar fjallavegurinn sem opnast, en
hleypt er á undanþágum í Land-
mannalaugar. Enn er gríðarlegt
fannfergi á hálendinu og ástand
fjallvega á einn veg. Þeir eru lokaðir.
„Hálendið opnast þegar það opn-
ast. Það er enn snjór yfir öllu og há-
lendið því lokað,“ segir G. Pétur
Matthíasson, upplýsingafulltrúi
Vegagerðarinnar.
Björgunarsveitir Slysavarna-
félagsins Landsbjargar stefna á að
hefja hálendisvakt þann 3. júlí á
þremur stöðum.
Selflytur fólk á snjótroðara
Gísli Rafn Jónsson, eigandi Mý-
vatn Tours, sem býður upp á ferðir
upp í Öskju, mun aðstoða Vegagerð-
ina með snjótroðara.
„Veghefillinn er farinn af stað og
mun reyna að komast áleiðis upp í
Herðubreiðarlindir. Svo heldur hann
áfram í átt að Drekagili á morgun [í
dag]. Við erum að standsetja snjó-
troðarann okkar til að fara með hann
með Vegagerðinni. Það er svo mikill
snjór að við munum þurfa að sel-
flytja fólk með honum því það er
engin leið að komast upp á bílaplan í
Drekagili. Það vantar líklega um
fimm kílómetra upp á,“ segir Gísli,
en framan á snjótroðaranum er mik-
il ýta og aðstoðar troðarinn veg-
hefilinn og léttir honum störfin.
„Ég geri ekki ráð fyrir því að við
komumst eins langt og í fyrra, það
er enn svo mikill snjór. Stefnan er að
opna leiðina á föstudag, þar fyrir of-
an er algjörlega óljóst hvenær verð-
ur hægt að opna.“
Óljóst með Gæsavatnaleið
Fáir, ef einhverjir, vita meira um
Öskjusvæðið en Gísli og segir hann
að afleiðingarnar af eldsumbrot-
unum í Holuhrauni eigi enn eftir að
koma í ljós, hvort Gæsavatnaleið
verði opnuð á ný. Það muni ekki
koma í ljós fyrr en snjóa leysi og
hvort áin flæði þá yfir gömlu leiðina.
Hvenær það verði sé hins vegar
ómögulegt að spá fyrir um.
„Eins og staðan er núna er hægt
að fara gömlu Gæsavatnaleiðina,
nema um Flæðurnar. Þá þarf að fara
yfir hraunið og þar er allt harðlokað
og verður ekki opnað í bráð,“ segir
Gísli Rafn.
Öskjuvatnaleið
Jökulsá
á
Fjöllum
Dyngjufjöll
Herðubreið
Mývatn
Askja
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Reyna á að opna
Öskjuleið í vikunni
Ljósmynd/Gísli Rafn Jónsson
Rutt Frá aðgerðum í fyrra.
Látið okkur
sjá um
þvottinn
fyrir heimilið
Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Gefið þvottaklemmum frí í sumar
Örnólfur Árnason fararstjóri kynn-
ir Moggaklúbbsferð til Singapúr og
Balí í dag klukkan 17:30 í húsa-
kynnum Ferðaskrifstofunnar Órí-
ental á Suðurlandsbraut 22 í
Reykjavík.
Örnólfur segir þar frá ferða-
tilhögun og svarar spurningum sem
kunna að vakna en ferðin verður
farin í september á þessu ári.
Fyrr á þessu ári hefur Örnólfur
leitt tvo hópa á vegum Mogga-
klúbbsins um Balí og nú hefur
Singapúr verið bætt við. Þar verður
dvalið í þrjár nætur og það mark-
verðasta skoðað í tveimur dags-
ferðum. Á Balí verður haldið til
Úbúd á miðri eynni og þaðan farnar
kynnisferðir til annarra staða á eyj-
unni. Síðustu dögunum verður var-
ið í strandbænum Sanúr.
Morgunblaðið/Ómar
Mannlíf Kátir krakkar á Balí í Indónesíu.
Kynnir Mogga-
klúbbsferð í dag
Rúmlega 40 mál komu upp hér á
landi fyrr í mánuðinum í alþjóð-
legri aðgerð gegn fölsuðum og
ólöglegum lyfjum sem seld eru á
netinu. Embætti tollstjóra og Lyfja-
stofnun tóku sameiginlega þátt í
aðgerðinni og nutu atbeina ríkis-
lögreglustjóra og tengslaskrifstofu
embættisins hjá Europol.
Fram kemur á vef tollstjóra, að í
sendingunum, sem stöðvaðar voru
hér á landi, hafi aðallega verið um
að ræða nikótínvökva.
Í tengslum við aðgerðina var
jafnframt lagt hald á 28 sendingar
með fæðubótarefnum sem inni-
héldu lyfjavirk efni eða jurtir með
lyfjavirkni. Þær höfðu m.a. að
geyma örvandi efni, hormóna,
grenningarefni og „detoxunar-
efni“.
Lögðu hald á fölsuð
og ólögleg lyf
Veiðidagur fjölskyldunnar verður
sunnudaginn 28. júní. Þá gefst
landsmönnum kostur á að veiða án
endurgjalds í 32 vötnum víðsvegar
um landið.
Landssamband stangaveiðifélaga
hefur staðið fyrir veiðidegi fjöl-
skyldunnar í á þriðja áratug ásamt
veiðiréttareigendum.
Hugmyndin á bak við daginn er
að kynna stangveiði sem fjöl-
skylduíþrótt.
Veiðidagur fjölskyld-
unnar á sunnudag
STUTT