Morgunblaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Orð þín munu falla í frjóan jarðveg
ef þú bara ert sannur/sönn. Vissulega eru
fleiri en ein leið til að skoða hlutina.
20. apríl - 20. maí
Naut Hafir þú farið eftir eigin brjóstviti
hefur þú ekkert að óttast. Vinkona finnur
sig knúna til þess að létta á hjarta sínu við
þig, gefðu henni tíma þinn og veittu góð
ráð.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það kemur jafnan að því í lífinu
að maður þarf að skipta um áherslur og í
augnablikinu þarft þú að einbeita þér að
heimili þínu og fjölskyldu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ekki gera lítið úr draumum þínum.
Eitthvað á eftir að koma þér svo á óvart að
þú munt undrast þín eigin viðbrögð.
Gakktu hægt um gleðinnar dyr.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Sérhver manneskja á jörðinni finnur
einhvern tíma til líkamlegrar eða andlegrar
vangetu. Láttu það ekki á þig fá og taktu
það bara rólega í dag. Þolinmæðin þrautir
vinnur allar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú stendur frammi fyrir vali sem
getur haft mjög örlagaríkar afleiðingar í
framtíðinni. Ef þú ætlar þér að hafa vit fyrir
öðrum kanntu að rata í harðar deilur í dag.
23. sept. - 22. okt.
Vog Taktu það rólega núna, þú átt inni smá
hvíld eftir amstur síðustu daga. Gáfurnar
skína af þér og það fer ekki fram hjá nein-
um í dag.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú þarft þú að komast að nið-
urstöðu í máli sem þú hefur lengi velt fyrir
þér. Samskipti þín við aðra verða lág-
stemmd en ánægjuleg.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Tafir og ergelsi sem þú fannst
nýverið fyrir heyra nú sögunni til.
Rannsóknarhæfileikar þínir njóta sín svo
sannarlega nú á komandi tímum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það getur oft reynst erfitt að fá
aðra á sitt band. Gerðu eitthvað í dag sem
er skapandi og krefst frumlegrar hugsunar.
Þú getur það alveg.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þig þyrstir í einhverja spennu
núna svo þú ert meira en til í að yfirgefa
þægindin fyrir ævintýri. Besta leiðin úr
vandræðum er ávallt beint af augum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú stendur á tímamótum og ættir
ekki að líta um öxl. Það er um að gera að
sætta sig við sjálfa/n sig. Fólk vill vera með
þér af því að þú ert mannleg/ur.
Kerlingin á Skólavörðuholtinufagnaði afmæli sínu á fésbók-
inni 19. júní. Hún orti vísu í tilefni
dagsins sem er auðvitað sjálfslýsing:
Innra logar óheft bál,
ekki er mér stirt um mál.
Ég er væn en viðkvæm sál.
Vinir góðir, SKÁL!
Ingólfur Ómar Ármannsson sendi
henni kveðju:
Kerlu ei er stirt um stef
stökusnilldin flæðir.
Dálæti á henni hef
hróður andans glæðir.
Sá gamli er annar skrítinn fugl á
fésbók. Hann orti til hennar:
Hræðir menn og hrellir elli
hrikalega sporlétt;
eins og fleiri ellismelli
ætlar þig í forrétt!
Þá Helgi Björnsson:
Kærar skalt þú kerling fá
kveðjur mínar.
Kem ég ekki kossi á
kinnar þínar.
Guðbrandur Þorkell Guðbrands-
son sendi henni kveðju í bundnu
máli og hún svaraði að bragði:
Viltu ekki hróið hreyfing fá
og hressa upp á þig?
Komdu þá strax og kíktu á
kerlinguna mig.
Hann svaraði því til að stundum
væri of langt á milli og rifjaði upp
vísu eftir Egil Jónasson á Húsavík:
Úr því mér er engin leið
opin til þín, vina,
sendi ég þér salta reyð
seinna færðu hina.
Kerlingin svaraði að bragði:
Þótt fastur sértu fyrst um sinn,
við fúsk og annað hversdagsjag,
þá kvíddu engu karlinn minn
komdu bara á mánudag.
Annars heyrðist síðast frá kerl-
ingunni í apríl þegar hún kastaði
fram limru:
Oft fer ég illa að slaga,
öl þegar kneyfa til baga.
Vottast það hér
að víst hefur hver
sinn eigin djöful að draga.
Um þetta var ég að hugsa þegar í
gær ég sá karlinn á Laugaveginum
storma upp Frakkastíginn með rósir
í annarri hendinni og rauðvíns-
flösku í hinni tautandi fyrir munni
sér:
Skyldi ég mega skammast mín!
Skrítið að gleyma deginum. –
Þú veist að ég kem í kvöld til þín
karlinn á Laugaveginum!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Afmæli kerlingarinnar
Í klípu
ÞEIR HORFÐUST Í AUGU. SPENNAN Á MILLI
ÞEIRRA - VILJAVERK. VANDRÆÐALEG ÞÖGN
ER MJÖG ÓÞÆGILEG FYRIR FUGLAHRÆÐUR.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„MÍN MISTÖK! ÉG HÉLT ÉG HEYRÐI LÆTI
HÉRNA NIÐRI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hrjóta í takt.
ÉG ER Í PRÓFI,
GRETTIR.
HVAR ERU LIT-
IRNIR MÍNIR?
ÞETTA VORU
SJÁLFKRAFA
MÍNUS TÍU
STIG.
,,Á HVAÐA ÞROSKA-
STIGI ERTU?”
ÞEIR GÆTU VERIÐ AÐ REYNA
„ÖFUGSÁLFRÆÐI“ Á OKKUR.
Þú veist nákvæmlega hvernig flug-ið þitt verður þegar það hefst á
því að náunginn fyrir framan þig
ákveður að halla sætinu eins langt
aftur og það kemst. Það eina sem
bjargaði eiginkonu Víkverja frá
þeim örlögum að geta talið nákvæm-
lega flösukornin í strípuðum kolli
samferðamannsins var að viðkom-
andi náði í leiðinni að brjóta sætis-
bakið í vélinni, þannig að það þurfti
að finna fyrir hann annað sæti. Eftir
sem áður sat Frú Víkverji eftir með
sætisbakið í fanginu.
x x x
Í annarri flugferð stuttu síðar, semvar sem betur fer mun styttri,
ákvað einn ferðalangurinn, fjögurra
ára stelpa, að láta í ljós óánægju sína
með það að hún sæti ekki við hliðina
á pabba sínum alla flugferðina.
Stúlkan, sem upprunnin var af Bret-
landseyjum, hreinlega öskraði á
pabba sinn. Öskrin hættu ekki þó að
pabbinn kæmi og tæki sér sæti við
hliðina á henni, og ekki heldur þegar
látið var undan ekki svo frómum
óskum hennar um gluggasæti.
„Glugginn er of lítill!“ bergmálaði þá
á mjög skýrri engilsaxnesku um far-
þegarými vélarinnar, og var skiljan-
lega lítið hægt að gera í því, í ljósi
þess að flugvélin var þá löngu komin
úr verksmiðjunni.
x x x
Sú flugferð hefði eflaust orðið ögnþolanlegri ef vélin hefði farið af
stað á réttum tíma, en flugstjórinn
tilkynnti að ferðin hefði tafist „vegna
tæknilegra örðugleika í vélinni, sem
búið væri að gera við“. Líklega þótti
engum af farþegunum það sérstak-
lega hughreystandi útskýring, sér í
lagi þar sem allir vissu að flugstjór-
inn var að fara mjög frjálslega með
sannleikann. Ástæða tafanna var
nefnilega einföld. Farþegi í vélinni
sem var við hliðið á undan þessari
ákvað að fara ekki um borð fyrr en á
nákvæmlega sömu mínútu og hún
átti að taka á loft. Farþegarnir sem
biðu þess að fara um borð gátu því
séð þegar þeirra eigin vél beið eftir
því að hin færi af stað og lagði að
hliðinu. Einhverra hluta vegna þótti
flugfélaginu þó skárra að kenna
„vélarbilun“ um, svona til að róa
taugarnar. víkverji@mbl.is
Víkverji
Og eins og vér höfum borið mynd hins
jarðneska, munum vér einnig bera
mynd hins himneska.
(I. Kor. 4:16.)
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is