Morgunblaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015
Ýmislegt
Óvissuferðir, ættarmót, hvataferðir,
fyrirtækjaferðir, skemmtiferðir!
Heklusýning, hótel, veitingahús.
Tjaldstæði, hestaleiga, veiði, göngu-
leiðir. Skipuleggjum viðburði ef óskað
er. Uppl. á www.leirubakki.is og í
síma 487-8700.
TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ
50% AFSLÁTTUR og jafnvel
meira
Til dæmis þessir:
Teg. 226-19 Fisléttir sumarskór úr
leðri. Stærðir: 36 - 40. Verð áður:
10.885. Tilboðsverð: 2.500.-
Teg. 202-05 Þægilegir dömuskór úr
leðri. Litir: svart /hvítt og brúnt/hvítt
Stærðir: 36 - 40. Verð áður: 16.500.-
Verð nú: 8.250.-
Teg. 327-08 Mjúkir og þægilegir
dömuskór úr leðri. Stærðir: 37 - 40.
Verð áður: 15.885. Verð nú: 7.940.-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
Sendum um allt land
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
- meðmorgunkaffinu
✝ Kristjana Stein-unn Leifsdóttir
fæddist á Akureyri
25. júní 1924. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 10. mars
2015. Foreldrar
Kristjönu voru
Sigurbjörg Þor-
steinsdóttir frá
Flugumýri í Skaga-
firði, f. 16. mars
1901, d. 15. desem-
ber 1975 og Leifur Kristjánsson
frá Hallgilsstöðum í Fnjóskadal,
f. 26. september 1888, d. 8. júní
1956. Kristjana ólst upp á Akur-
eyri, 24. ágúst 1951 gekk hún að
eiga Þorstein Sigurðsson frá
Brúarreykjum, f. 5.
febrúar 1922, d. í
Reykjavík 23. maí
2008.
Þau hjónin hófu
búskap á Brúar-
reykjum árið 1951
og bjuggu þar til
1990 er þau fluttu
að Hraunteig 23 í
Reykjavík og stuttu
seinna á Kópavogs-
braut og síðar í
Gullsmára í Kópavogi. Síðustu
12 árin dvaldi Kristjana á Hrafn-
istu í Reykjavík. Kristjana og
Þorsteinn ólu upp þrjár dætur,
þær: a) Bryndísi Ósk Haralds-
dóttur, f. 29. febrúar 1952, b)
Steinunni Þorsteinsdóttur, f. 11.
október 1956, maður hennar er
Sigurður Sigurðsson, c) Sigríði
Þorbjörgu Þorsteinsdóttur, f. 26.
febrúar 1966, eiginmaður henn-
ar er Bjarni Bjarnason. Börn
Bryndísar og fyrrverandi maka,
Gísla Grétars Björnssonar, eru
Þorsteinn, Sigurlaug, Fjölnir og
Ýmir Páll. Synir Steinunnar og
fyrrverandi maka, Guðmundar
Arnars Guðmundssonar, eru
Hjalti Már, Haukur Daði og
Hörður Valur. Börn Sigríðar og
Bjarna Bjarnasonar eru Þórir og
Ingunn. Barnabarnabörnin eru
átta.
Útför Kristjönu fór fram frá
Reykholtskirkju 19. mars 2015.
Úr lágum bæ á háum hól, má horfa
yfir sveit,
þar lærði ég um lífið allt, það litla
sem ég veit.
Að allt sem lifir á sinn hátt, þar engu
spilla má.
Þitt lán er mest að lifá í sátt við land-
ið sem þig á.
Er kyrrð og fegurð fölskvalaus varð
fast í hugann greypt,
eignaðist ég auðlegð þá sem enginn
getur keypt.
Þótt stærri hús ég hafi gist með höfð-
inglegri brag,
í lágum bæ á háum hól er heima enn í
dag.
(Hjálmar Freysteinsson.)
Englablessun,
Bryndís Ósk (Dísa).
Mig langar til að minnast
móður minnar, nú á afmælisdegi
hennar.
„Ég veit ekki hvort ég verð
hér þegar þú kemur til baka úr
fríinu, elskan mín.“
Þetta sagði hún móðir mín við
mig þegar við kvöddumst í
hinsta sinn núna í lok febrúar
áður en ég fór í frí. Hún vissi
greinilega að hverju stefndi, því
hún kvaddi þessa jarðvist 10.
mars sl. á 91. aldursári.
Ég var bara nokkra mánaða
þegar mamma og pabbi ætt-
leiddu mig, fyrir höfðu þau tekið
að sér eldri systur mína hana
Bryndís Ósk, síðar bættist Sig-
ríður Þorbjörg í hópinn.
Þvílík forréttindi að alast upp
í sveit hjá foreldrum sem unnu
okkur, jörðinni, dýrunum og
nutu þess að rækta, byggja upp
og hlúa að sínu.
Margt er í sjóði minninga
þegar ég rifja upp samveru-
stundir með mömmu, nostur
heima í eldhúsi við bakstur eða
matargerð, stúss við gegningar,
verið að hlúa að dýrum, ferðir í
sund á Varmalandi, vorferðir við
að keyra féð á fjall upp á Holta-
vörðuheiði, við mamma á Land
Rover með kerru fulla af lömb-
um og sungum alla leiðina,
pabbi og Dísa á gamla Lettanum
með ærnar á undan og allar
þessar dásamlegu tengingar við
annir og leik hverrar árstíðar.
Hún mamma var dugnaðar-
og atorkukona frá Akureyri, fór
sem kaupakona eitt sumar suð-
ur í Borgarfjörð og fann þar pilt
sem heillaði hana upp úr skón-
um og ákvað að eyða lífinu með
honum á hans ættaróðali að
Brúarreykjum í Borgarfirði.
Þar hófust þau handa að byggja
upp, nýtt íbúðarhús var byrjun-
in og svo var haldið áfram að
byggja og breyta, tún stækkuð,
vélakostur nútímavæddur og
búskaparháttum breytt úr
blönduðu búi í kúabú.
Mamma vílaði ekki fyrir sér
að ganga í öll verk jafnt úti sem
inni, hvort sem það var að sinna
gegningum og hlúa að dýrunum,
sitja á dráttarvélum að slóða-
draga, heyja eða ganga í það
sem til féll, ásamt því að vera
með stórt heimili og vera mjög
myndarleg húsmóðir.
Hún mamma var mjög list-
ræn, það sást á fallegu heimili
þeirra pabba sem hún skreytti
af natni og listfengi, m.a. með
því sem hún gerði sjálf í gler-,
flos- og útskurðarlistaverkum.
Hún hafði unun af að rækta
og kom sér upp fallegum garði
við heimili sitt ásamt því að
gróðursetja fleiri þúsund trjá-
plöntur í skógræktarlandi Brú-
arreykja þar sem þau pabbi
voru búin að koma sér upp sum-
arhúsi sem þau dvöldu í lang-
tímum saman á sumrin meðan
heilsa leyfði eftir að þau hættu
búskap.
Ekki er hægt að sleppa fé-
lagsmálaáhuga mömmu. Hún
var öflug í starfi Kvenfélags
Stafholtstungna, ásamt Sjálf-
stæðiskvennafélagi Borgar-
fjarðar og síðar í Sinawik ásamt
fleiri félagsstörfum eftir að hún
flutti í höfuðborgina. Hún hafði
líka ánægju af því að ferðast og
saman ferðust mamma og pabbi
bæði innan- og utanlands sér til
mikillar gleði.
Elsku mamma mín, það var
þér líkn og lausn að yfirgefa
þessa jarðvist, hafðu hjartans
þakkir fyrir þína mildu móður-
og ömmuhönd sem studdi og
styrkti.
Að lokum vil ég færa starfs-
fólki Hrafnistu í Reykjavík
bestu þakkir fyrir umönnun
mömmu þessi ár hennar þar.
Bið ég þér blessunar, mamma
mín, blessuð sé minning þín.
Þín dóttir,
Steinunn
Þorsteinsdóttir.
Kristjana Steinunn Leifsdóttir HINSTA KVEÐJA
Nú er hún Kristjana Steinunn
kvödd,
kona, með lífið þakklát og södd.
Komin til himna og hittir nú
hópinn, sem bíður við himnabrú.
Og einn er búinn að bíða þín
í Borgarfirði, með plássin fín.
En við, sem kveðjum, þökkum þér
þína tilvist á jörðu hér.
(HB)
Hjartans samúðarkveðj-
ur til ástvina.
Þorsteinn, Hrafnhildur
og fjölskyldur.
Þann 23. maí sl.
kvaddi þennan
heim stórkostleg
kona, Bára Anders-
dóttir, en hún hefði orðið 66 ára
18. júní sl. Mig langar að minn-
ast hennar með örfáum orðum.
Báru tengdamóður minni
kynntist ég þegar við unnum
saman á Lækjarási. Það var
gott að vinna með Báru og hún
var að mörgu leyti fyrirmynd
Bára Andersdóttir
✝ Bára And-ersdóttir var
fædd í Reykjavík
18. júní 1949.
Hún lést 23. maí
2015.
Útför hennar fór
fram 4. júní 2015.
mín í samstarfi
okkar, en það fólst
m.a. í því að annast
fólk með þroska-
hömlun. Hún hafði
einstakt lag á sum-
um, náði bara svo
góðum tengslum
við fólkið og öllum
þótti vænt um
Báru og fólk bar
mikla virðingu fyr-
ir henni, því hún
bar virðingu fyrir því. Bára var
góðhjörtuð kona og hafði sterka
réttlætiskennd. Hvort sem var í
vinnunni eða fjölskyldu mátti
hún ekki heyra að brotið væri á
sínu fólki, hún beitti sér fyrir
rétti þeirra sem henni þótti
vænt um. Okkur varð vel til
vina og við fórum nokkrar ferð-
ir saman til Spánar með Sveini.
Það voru góðar stundir, alltaf
var glatt á hjalla og kom Bára
öllum í gott skap ef einhver var
fúll á móti. Bára á einn son,
Vigga, og grínaðist hún stund-
um með að hún ætti góðan son
sem ég mætti fá, við yrðum
bara að hittast og allt myndi
smella. En það fór ekki alveg
svo, við þurftum að láta örlögin
sjá um það, sem þau og gerðu.
Það var erfitt að halda því
leyndu fyrir Báru þegar við
hittumst á förnum vegi, hún
spurði mig út í ástarmálin og
ég sagði henni að ég væri búin
að kynnast góðum manni, meira
fékk hún ekki að vita að sinni.
Síðan einn góðan veðurdag
ákváðum við Viggi að birtast
saman í Jöldu og koma henni á
óvart. Það gekk svo sannarlega,
við stóðum saman við útidyrnar
þegar hún kom til dyra og hélt
hún að ég hafði komið á ná-
kvæmlega sama tíma og Viggi í
kaffi en hann var að fara að
keyra hana á BSÍ. Bára sagði
mér kurteislega eftir gott kaffi-
spjall að hún yrði því miður að
fara því hún átti að fara með
rútunni til Stykkishólms til
baklæknis og Viggi væri að
fara að skutla henni niður á
BSÍ. Ég sagðist alveg vita það
og sagði henni að ég ætlaði
með, við Viggi hefðum komið
saman til þess. Það var gaman
að sjá hve undrandi hún varð
og alla leiðina var hún eitt stórt
bros, ég var svo heppin að vita
þá hve góða og yndislega
tengdamóður ég fengi að eiga.
Ég á eftir að sakna þess að
kíkja í kaffi til hennar eftir
vinnu og ræða um heima og
geima. Það var alltaf tekið vel á
móti manni, alltaf til nýlagað
kaffi og með því. Samtalanna
mun ég sakna mest og hlýj-
unnar sem stafaði frá henni,
nærvera hennar var svo góð og
manni leiddist aldrei í kringum
hana. Maturinn hennar á jól-
unum, páskunum, eða hvenær
sem hún hristi hann fram úr
erminni, var ekkert slor, kökur
og kræsingar líka, ekkert hálf-
kák þar.
Elsku Þór,Viggi, Freyr og
Edda, nú verðum við öll að
standa saman og halda minn-
ingunni um þessa stórkostlegu
konu á lofti alla tíð en það verð-
ur nú ekki erfitt því hún verður
alltaf með okkur í hjarta.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Ásdís Kristjánsdóttir.
Kæri tengdafaðir
minn, Kristinn Lúð-
víksson. Það er með
trega og söknuði
sem ég rita þessi orð þó að ég viti
að þú sért kominn á besta stað-
inn þar sem allt er í blóma hjá
Drottni. Ég þakka fyrir að hafa
fengið að kynnast þér en minn-
ing þín mun ávallt lifa í huga
mínum um alla framtíð. Guð
blessi þig.
Kynni mín af tengdaföður
mínum Kristni Lúðvíkssyni
heitnum hófust árið 1995 og
fannst mér strax að þarna færi
maður sem væri bæði viljasterk-
ur og þrautseigur. Auðsýndi
hann mér aldrei annað en kurt-
eisi og velvilja frá fyrstu stundu
þegar ég ókunnugur maðurinn
var allt í einu orðinn hluti af fjöl-
Kristinn
Lúðvíksson
✝ Kristinn Lúð-víksson fæddist
12. október 1934.
Hann lést 12. júní
2015.
Kristinn var
jarðsunginn 22.
júní 2015.
skyldu hans á þess-
um árum.
Mestan sinn
starfsaldur stundaði
Kristinn sjó-
mennsku bæði sem
launþegi en aðal-
lega þó fyrir eigin
útgerð. En þó að
sjómennskan hafi
verið hans aðals-
merki var hann vel
að sér í ýmsum iðn-
greinum, svo sem trésmíði og
múrverki, og starfaði hann við
smíðar og þess háttar eftir að
hann hætti útgerðinni. Kiddi til-
heyrði þessari dugnaðarkynslóð
sem átti stóran þátt í þeirri gríð-
arlegu uppbyggingu sem átti sér
stað á Íslandi upp úr 1950, en
segja má að hann hafi undirstrik-
að það sjálfur með þeim hand-
verkum sem eftir hann liggja.
Skal það snotra hús Hjarðarhóll
14 á Húsavík fyrst nefnt í því
sambandi sem þau Þóra Rós-
mundsdóttir eftirlifandi eigin-
kona hans byggðu af eigin
rammleik yfir fjölskyldu sína
sem óðum stækkaði. Kiddi var
skynsamur maður og húmorinn
var aldrei langt undan með smá
slatta af stríðni. Minnist ég
fjörugra samræðna milli náinna
fjölskyldumeðlima og hans á
góðum stundum þegar hin ýmsu
málefni bar á góma og góðlátleg
skot gengu á milli. Skal minnst á
golfið og briddsið, en þar var
Kiddi á heimavelli og eru medalí-
ur og bikarar sem hann hlaut
fyrir góðan árangur vitnisburður
um kappið og eljuna í honum.
Aldrei hugnaðist honum að sitja
með hendur í skauti og alltaf
voru einhver viðfangsefni í gangi
bæði í leik og starfi og ekki var
að sjá að hann væri neitt að
draga úr slíku þrátt fyrir aldur.
Ávallt var hann tilbúinn að að-
stoða sína nánustu við hinar
ýmsu framkvæmdir, stórar sem
smáar, en handverksmaður var
hann góður og fjölhæfur eins og
áður var minnst á. Þótt alvarleg
veikindi settu mark sitt á
tengdaföður minn þessi síðustu
ár bar hann sig ávallt vel og
kvartaði aldrei, æðruleysið og
baráttuandi hans í þessum veik-
indum líða mér ekki úr minni.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Óskar Þorsteinsson.
„Vitur maður
hefur sagt að næst
því að missa móður
sína sé fátt hollara
úngum börnum en missa föður
sinn.“ Þessa speki Nóbels-
skáldsins í Brekkukotsannál
hef ég aldrei getað skilið. Þó
held ég að það hræðilegasta og
það sem allir foreldrar óttast sé
að missa barnið sitt. 17 ára
stúlka í blóma lífsins hrifsuð
burt frá fjölskyldu sinni, stúlka
sem átti lífið fram undan,
stúlka sem hafði mikla hæfi-
leika.
Ég kynntist Ingibjörgu Mel-
korku þegar hún kom í Heið-
arskóla í Hvalfjarðarsveit í 7.
bekk, þá var ég skólastjóri við
þann skóla. Maður sá strax að
þarna var á ferð sérstakur per-
Ingibjörg M.
Ásgeirsdóttir
✝ Ingibjörg Mel-korka Ásgeirs-
dóttir fæddist 8.
mars 1998. Hún
lést 2. júní 2015.
Útför hennar
fór fram 12. júní
2015.
sónuleiki. Hún fór
sínar eigin leiðir,
var ótrúlega list-
ræn og skapandi
þó að hún rækist
ekki alltaf í því
sem kallað er hefð-
bundið. Hún kom
oft með ótrúlegar
spurningar og var
að velta fyrir sér
allt öðrum hlutum
en jafnaldrar henn-
ar. Þarna fór sérstakt eintak af
manneskju með stórt hjarta
sem vildi að öllum liði vel. Ég
gat því miður ekki fylgt Ingi-
björgu síðasta spölinn vegna
fjarveru erlendis en skrifa
þessi fátæklegu orð í minningu
hennar. Þarna fór hæfileikarík
stúlka sem hefði án efa sett
svip sinn á samtímann hefði
hún lifað.
Elsku Kristín, systur og fjöl-
skyldur, megi minningin um
Ingibjörgu Melkorku lifa í
hjörtum okkar allra sem vorum
svo lánsöm að kynnast henni.
Helga Stefanía
Magnúsdóttir.