Morgunblaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015 Aalto og Nor- ræna húsið – byggingarlist og hönnun, hug- myndafræði og list nefnist sýn- ing sem opnuð verður í Nor- ræna húsinu í dag og stendur til 29. ágúst. „Norræna húsið í Reykjavík er hannað af einum af merkustu arki- tektum 20. aldarinnar, finnska arkitektinum Alvar Aalto. Norræna húsið er ein af fáum byggingum Aalto utan heimalands hans og þyk- ir mikil perla af hans hálfu. Húsið er eitt af síðustu verkum Aalto og sérstakt að því leytinu að þar leiðir hann saman fagurfræði frá fyrstu skrefum sínum undir formerkjum hins alþjóðlega eða hvíta módern- isma og fullþroskaða, persónulega nálgun með lífrænum formum og rými í staðbundinn eða ljóðrænan módernisma. Norræna húsið er lítið meistaraverk í sjálfu sér, og sköpun þess er eitt fegursta sameining- artákn norræns samstarfs og menningar,“ segir m.a. í tilkynn- ingu frá Norræna húsinu. Hönnun og list Alvars Aalto Alvar Aalto Arctic Swing Trio kemur fram á fyrstu tón- leikum sum- ardagskrár Jazz- klúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21. Alls verða sex tónleikar í röð- inni út júlí næstu miðviku- eða fimmtudagskvöld. Arctic Swing Trio skipa Haukur Gröndal á saxófón, Ásgeir Ásgeirs- son á gítar og Þorgrímur Jónsson á bassa. „Efnisskráin er samsett af ljúfum söngvum millistríðsáranna sem verða leikin í léttum og skemmtilegum útsetningum félag- anna sem allir eru íslenskum tón- listarunnendum að góðu kunnir,“ segir m.a. í tilkynningu. Miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is. Haukur Gröndal Arctic Swing Trio hjá Múlanum Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sönghátíðin Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verður haldin í 25. sinn um helgina, 26.-28. júní, og er hún að þessu sinni tileiknuð minn- ingu Rutar Magnússon, söngkonu og söngkennara, sem lést árið 2010. Þrjár söngkonur sem stunduðu nám hjá Rut syngja á hátíðinni, þær Ólöf Arnalds, Hallveig Rúnarsdóttir og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, en Guðrún er listrænn stjórnandi hátíð- arinnar. Með þeim leika Árni Heimir Ingólfsson á píanó, Skúli Sverrisson á bassa og Francisco Javier Jáu- regui á gítar. Einnig verður frum- flutt nýtt verk, „Úr Lilju“, eftir stað- artónskáld hátíðarinnar, Pál Ragnar Pálsson, og 27. og 28. júní verður boðið upp á tónlistarsmiðju fyrir 6- 10 ára börn sem Elfa Lilja Gísladótt- ir tónlistarkennari stýrir. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 1991 að frumkvæði Eddu Erlendsdóttur pí- anóleikara sem var listrænn stjórn- andi hennar frá stofnun til ársins 2006 þegar Guðrún tók við starfinu. Guðrún segir að vel á annað hundrað manns hafi komið fram á hátíðinni sem sé ein af elstu tónlistarhátíðum landsins. „Hún hefur breyst á undanförnum árum, úr kammer- tónlist meira yfir í söngtónlist, enda er ég söngkona og það er mitt svið,“ segir Guðrún. Var til í hvað sem er „Rut var bresk söngkona sem flutti til Íslands árið 1966 og gerði rosalega mikið fyrir íslenskt tónlist- arlíf, bjó að mikilli menntun og reynslu. Hún var bæði lærður píanó- leikari og söngkona, var fantagóður nótnalesari og var til í hvað sem er, líka verkefni sem söngvarar hefðu ekki allir hætt sér út í,“ segir Guð- rún um Rut Magnússon. Rut hafi frumflutt nokkur af helstu verkum tónbókmenntanna á Íslandi og einn- ig mörg verk eftir íslensk tónskáld. Guðrún segir hátíðina í raun inn- blásna af minningu Rutar og söng- tónlist því í öndvegi þó ólík sé. Þær Hallveig séu klassískar söngkonur en Ólöf komi úr annarri átt, popp- tónlistarkona, gítarleikari og söngvaskáld. Guðrún segist hafa far- ið á tónleika sem Ólöf hélt í Madrid og á þeim hafi hún sungið enskt þjóðlag án undirleiks í minningu Rutar. Í kjölfarið hafi hún boðið Ólöfu að taka þátt í hátíðinni. „Mér finnst gaman að hafa hana með að flytja svolítið öðruvísi tónlist en þá klassísku tónlist sem yfirleitt er flutt á hátíðinni. Ólöf er bæði söngkona og tónskáld. Hún lærði tónsmíðar í Listaháskóla Íslands og blandar svolítið saman ólíkum heim- um,“ segir Guðrún. Ólöf sé með sína klassísku tækni sem hún færi inn í popp- og indítónlist en haldi þó fast í ræturnar. Frumflutningur á hverri hátíð Á hverju ári er tónskáld fengið til að semja verk til frumflutnings á há- tíðinni og í ár er það Páll Ragnar. „Eitt af því sem ég lærði af Rut Magnússon var þessi áhersla á að okkar viðfangsefni sé ekki bara það sem hefur verið samið frá því fyrir 1600 til fyrri hluta 20. aldarinnar, heldur er líka mikilvægt að leggja rækt við nýja tónlist, nýja sköpun og það sem er að gerast í dag. Til þess að það gerist þurfa tónskáld að fá tækifæri til að verkin þeirra séu flutt. Það er því á stefnuskrá hátíð- arinnar að frumflytja nýtt verk eftir íslenskt tónskáld á hverri hátíð,“ segir Guðrún. Páll Ragnar eigi það sameiginlegt með Ólöfu Arnalds að brúa bilið milli popptónlistar og klassískrar. Páll var í hljómsveitinni Maus um árabil en fór svo út í klass- ískar tónsmíðar og lauk nýverið doktorsgráðu í þeim. „Hann tók texta úr Lilju og samdi tónlist fyrir rödd og gítar. Hann er gítarleikari sjálfur og þó hann hafi áður spilað popptónlist skrifaði hann verkið á klassískan hátt, fyrir messósópran og klassískan gítar,“ segir Guðrún. Verk Páls verður frumflutt á laugardagstónleikunum kl. 17 en á þeim koma fram Guðrún, Francisco, Hallveig og Árni Heimir. Auk verks Páls verða m.a. fluttir Lútusöngvar eftir John Dowland og Philip Rosse- ter og sönglög frá Bretlandseyjum, dúettar eftir Mendelssohn og söng- leikjatónlist. Allir tónleikar hátíð- arinnar fara fram í Kirkjuhvoli og halda Ólöf Arnalds og Skúli Sverr- isson fyrstu tónleikana annað kvöld kl. 21, flytja lög af plötum Ólafar og verkið „Kaldur sólargeisli“ eftir Skúla við ljóð Guðrúnar Evu Mín- ervudóttur sem þau hafa flutt áður með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Syngja steinalög Guðrún segir það einnig sérstakt við hátíðina að boðið sé upp á ókeyp- is tónlistarsmiðju fyrir börn. Börnin munu fara í tónlistarleiki, spinna og taka undir lokin þátt í fjölskyldu- tónleikum með tónlistarmönnum há- tíðarinnar á lokadeginum, 28. júní, kl. 15. „Þau vinna að alls konar lög- um, vinna með steina, mála steina og syngja steinalög, innblásin af ís- lenskri náttúru,“ segir Guðrún. Tón- listin á lokatónleikunum verði öll ís- lensk, m.a. íslensk þjóðlög og fyndin lög eftir íslensk tónskáld við smellna texta Þórarins Eldjárns. Börn sem sækja smiðjuna þurfa ekki að kunna á hljóðfæri. Skráning fer fram með tölvupósti á kammertonleikar- @gmail.com. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á kammer- tonleikar.is. Ein af elstu tónlistarhátíðunum Músíkalskt par Hjónin Guðrún og Francisco Javier Jáuregui koma fram á hátíðinni á Kirkjubæjarklaustri.  Aldarfjórðungsafmæli Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri  Rut Magnússon heitin heiðruð af þremur söngkonum sem stunduðu nám hjá henni Kári Þormar, organisti Dómkirkj- unnar í Reykjavík, heimsækir ná- granna sína í Hallgrímskirkju í dag, fimmtudag, og heldur hádegis- tónleika kl. 12. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Alþjóðlegs orgelsumars í Hall- grímskirkju árið 2015. „Kári leikur bæði hugljúfa tóna og kraftmikla á stóra Klais-orgelið en á efnisskránni eru Concerto 2 í a-moll eftir Bach og Vivaldi, Ada- gio for strings eftir Samuel Barber og Tokkata úr 5. sinfóníu Widors,“ segir m.a. í tilkynningu. Organisti Kári Þormar. Kári Þormar leikur í Hallgrímskirkju Síðbúnir Jónsmessutónleikar verða haldnir á Kaffi Flóru í Grasagarð- inum í kvöld kl. 21. Þar verða flutt lög af plötunni Hver stund með þér sem Anna María Björnsdóttir sendi frá sér fyrr á árinu. Platan geymir tónlist Önnu Maríu við ástarljóð sem afi hennar, Ólafur Björn Guð- mundsson, orti til ömmu hennar, Elínar Maríusdóttur, á 60 ára tíma- bili. „Þann 23. júní hefði afi orðið 96 ára gamall og ákvað ég því að halda þessa tónleika. Afi var mikill garð- yrkjuáhugamaður og má finna plöntur í Grasagarðinum sem komu upprunalega frá honum. Einnig er bekkur í garðinum sem Garðyrkju- félag Íslands gaf til minningar um hann og hans framlag til garðyrkju á Íslandi,“ segir Anna María um til- urð tónleikanna. Með Önnu Maríu koma fram Magnús Trygvason Eli- assen á trommur, Andri Ólafsson á bassa og Gunnar Jónsson á gítar og ukulele. Miðasala er á midi.is. Tónskáld Anna María Björnsdóttir. Hver stund með þér í Grasagarðinum MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja súrdeigsbrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.