Morgunblaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015 Gunni Helga: Töffari af guðs náð! Kynntist honum um leið og ég kynntist Vigga. Hann var frændinn með stóru F. Var hann þó ekki skyldur honum heldur giftur Kötu föð- ursystur hans. Kirkjubólsfólkið er svolítið sérstakt og tengslin þess á milli afar góð. Það er ekki alltaf sem maður kynnist allri fjölskyld- unni um leið og maður kynnist mannsefninu sínu. Og minnis- stæðastur í þeim hópi er sá sem við kveðjum í dag. Hann Gunni Helga átti stór- an þátt í því að halda hópnum saman, bara af því að hann var svo skemmtilegur og honum þótti svo vænt um dalinn henn- ar Kötu, Staðardalinn. Þar undi hann sér við veiðar og að vera til, því hvergi er næðið og kyrrðin eins og þar. Hann var „húsvörðurinn“ í Kirkjubóli og að öllum öðrum ólöstuðum sá hann um að gera eða láta gera alla þessa hluti sem þarf að gera í gömlu húsi. Hann var einnig hrókur alls fagnaðar á ættarmótunum og brá sér gjarnan í hin ýmsu hlut- verk og lék sér eins og barn. Í mörg ár sá hann um að leggja rafmagnslínur um landið. Og þeir eru ófáir ungu strák- arnir sem hafa fengið sína fyrstu og bestu leiðsögn í vinnu- semi og vinnugleði hjá honum og Kötu sem alltaf eldaði fyrir strákana „sína“ og þeir elska hana allir. Það var eftirsótt að komast í vinnuflokkinn hans Gunna og fengu færri en vildu að komast í þann hóp. Hann greiddi bónusa ofan á launin sem var nánast óþekkt fyrir- bæri á þeim tíma. Þegar hann hætti að vinna fór hann að gera það sem hon- um þótti skemmtilegt. Hann var í leikhóp og lék í auglýsingum og sjónvarpsþáttum. Þegar ég hugsa til þeirra Kötu og Gunna þá er alltaf bros og hlátur í kringum þau. Þau kunnu að njóta lífsins gæða- stunda og nýttu hverja stund sér til ánægju. Þau eignuðust ekki börn sam- an en öll frændsystkini og börn Gunna voru þeirra börn og öll börn hændust að honum. Enda ekki annað hægt, maðurinn var þvílíkt sjarmatröll með lokk í eyra og tannstöngul í munnvik- inu. Með hlýju í hjarta minnist ég Gunna Helga og bið algóðan Guð að vernda og styrkja Kötu á erfiðum tíma. Sigurbjörg Þráinsdóttir (Bogga). Nú er húsið okkar hér að Kleppsvegi 62 búið að missa mikið. Hann Gunnar okkar er farinn til Austursins eilífa. Það eru ófá handtökin sem hann gaf okkur til viðhalds húss og lóðar fyrir utan öll skemmtilegheitin. Þegar ég flutti hingað og hitti þennan hressilega karl með hring í eyra,var mín fyrsta hugsun hann er skrítinn þessi, en það leið ekki langur tími áð- ur en ég áttaði mig á því að þarna fór alveg sérstakur mað- ur. Hér í íþróttasalnum gat manni ekki dottið í hug að mað- ur kominn hátt á níræðisaldur gæti gert það sem hann gerði, þegar hann var að æfa sig í íþróttatækjunum, öll þessi tæki voru eins og fis í höndunum á honum. Hann greip í rimlana, Gunnar Helgason ✝ Gunnar Helga-son fæddist 27. desember 1927. Hann lést 4. júní 2015. Útför hans fór fram 18. júní 2015. hékk á höndunum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Gunnar minn, það var alltaf gam- an að vera með þér og ykkur hjónum og það segir hún Anna mín líka. Kata mín, Gunnar bíður eftir þér, þú þarft ekkert að flýta þér. Með þakklæti og virðingu, Grímur H. Leifsson. Maður lifandi hvað Gunni átti til ógrynni af sögum í sínum sarpi, sem langflestar voru hlaðnar gríni og glensi. Man eft- ir sögum úr hans bernsku þar sem hann var eitthvað að prakk- arast í Flóanum og kringum Stokkseyrarbakka. Sögur sem voru þó með tregablendnum undirtón, sem ekki var furðu- legt í ljósi föðurmissis einungis 5 ára gamall og móðir hans sá sér ekki fært að halda úti heim- ili, þannig að Gunnari var komið í fóstur. Þó svo að Gunni hafi verið einstaklega heppinn og lent hjá góðu fólki þá er næsta víst að þessi tilhögun hafi haft áhrif á barnssálina. Þegar frá leið fór maður að vera partur af þessum sögum, því ég vann í fjölda sumra með Gunna. Ég byrjaði í skítnum með Gunna 13 eða 14 ára, þ.e. við vorum á vor- in að dreifa húsdýraáburði í garða á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Þar lærði maður af Gunna þá gullnu reglu að maður ætti að ganga snyrtilega frá eftir sig, þessi regla stuðlaði að því að Gunnar varð mjög vinsæll hjá sínum viðskiptavinum og safnaði hann til sín mörgum föstum við- skiptavinum. Seinna meir fór maður síðan með Gunna í línu- vinnuna og þar vorum við í að reisa og strengja rafmangslínur víða um land. Þar kynntist ég öðrum kost- um Gunna vel, til að mynda þeim ótrúlega krafti og dugnaði sem hann bjó yfir og einnig hversu örlátur hann var í garð sinna starfsmanna. Hef aldrei fyrr né síðar unnið hjá atvinnu- rekanda sem gerði sér það full- ljóst að starfsemi hans og hvort fyrirtækið gengi vel eða illa var að langstærstum hluta byggt á þeim starfsmönnum sem hann hafði í kringum sig. Það hversu vel hann borgaði spurðist fljótt út meðal annarra vinnuflokka í raflínulögnum og til hans réðust margir dugnaðarforkar og til marks um það hversu reynslu- miklir þessir menn voru þá byrjaði ég hjá honum í línuvinn- unni 16 ára og var hjá honum til 24 ára aldurs eða þangað til hann hættir í línubransanum, öll þessi ár er ég alltaf yngsti starfsmaðurinn. Eftir að línu- vinnunni lauk fór ég síðan með Gunna í girðingavinnu austur að Heylæk í Fljótshlíð og þó svo að hann væri þá kominn af léttasta skeiði þá var krafturinn og hreystin enn til staðar. Í raun var Gunnar alveg ótrúlega hraustur alla tíð fyrir utan þessa fáu mánuði þegar krabb- inn sótti að. Sem er nokkuð furðulegt þar sem hann lenti í fjölda slysa á sinni lífsævi, m.a. sprengdi hann nánast af sér annan fótinn, einn- ig kom í ljós í einni myndatöku á efri árum að hann hafi brotið hryggjarlið fyrr á ævinni án þess að nokkuð hefði verið gert í því á sínum tíma og Gunnar átti í sjálfu sér erfitt með að muna hvað hefði valdið, var þó á því að hann hefði brotið á sér bakið við að fá á sig lestarlúgu á sjómennskuárum sínum, en mundi þó ekki til þess að hafa misst eitthvað úr vinnu vegna þess. Að lokum er ekki hægt að minnast Gunna nema að minn- ast á það einstaklega ástríka og samheldna samband sem hann og Kata áttu alla tíð. Kæra Kata, missir þinn er mikill, mín- ar innilegustu samúðarkveðjur sem og til allra annarra að- standenda og vina. Góða ferð, Gunni minn. Hjörtur Cýrusson. Gunnar Helgason sá ég fyrst á samlestraræfingu hjá Leik- félaginu Snúð og Snældu, í október eða nóvember árið 2000 en Snúður og Snælda er leik- félag eldri borgara í Rvík og ná- grenni, FEB, frá 1990-2014. Um uppruna Gunnars og starfsferil veit ég frekar lítið en ætla aðeins að minnast á störf hans á vegum Snúðs og Snældu þau ár sem hann var í félaginu. Á þessari samlestraræfingu hlustaði ég á og naut leikrænna tilþrifa hjá þessu roskna fólki og þegar kom að Gunnari tók ég eftir því hve rödd hans var skýr og hljómmikil og barst vel um allan salinn. Þarna var hann 73 ára. Gunnar tók þátt í öllum sýn- ingum félagsins frá því hann gekk í það og þær voru margar. Hann lék hin ólíkustu hlutverk og söng meira að segja þó hann segðist vera vita laglaus. Að auki sinnti hann smíði á leik- tækjum og leikmunum, starfaði sem leiksviðsstjóri, stillti upp fyrir sýningar og tók niður leik- tjöldin að sýningum loknum. Það var eiginlega sama hvað þurfti að gera í okkar leikhúsi þá gat Gunnar gert það. Oft kom hann fram í kvik- myndum, leiknum auglýsingum og skemmtiþáttum sem sýndir voru í sjónvarpi auk annars. Hann sat í stjórn Snúðs og Snældu í mörg ár, sem gjald- keri, meðstjórnandi og formað- ur árin 2002-2005. Ekki má gleyma hans ágætu eiginkonu sem í mörg ár lagði mikið af mörkum fyrir félagið okkar og það ber að þakka. Gunnar Helgason var myndarlegur maður að vallarsýn, hár og grannur og samsvaraði sér vel, ekki síst á leiksviði. Hann hafði góða nærveru, var glaðsinna og hrókur alls fagnaðar þegar því var að skipta og skemmtilegur í alla staði. Nú er tjaldið fallið í síðasta sinn og þá ber að þakka gengn- um félaga og vini ómetanlegt starf fyrir leikfélagið Snúð og Snældu. Eftir lifa minningar um góðan vin og listamann. Persónulegar samúðarkveðj- ur sendi ég frú Katrínu sem og frá leikflokknum öllum. Minn- ingin um góðan dreng gleymist ekki. Jón Jónsson, fyrrv. formaður Leikfélagsins Snúðs og Snældu. Elsku Gunnar afi. Mig langar að þakka þér fyr- ir alla góðu tímana, spjöllin, brandarana og prakkarasögurn- ar. Fyrir allan áhugann á því sem ég var að gera og fyrir að hvetja mig áfram í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Og alltaf hlustaðir þú og sýndir áhuga þó svo þú hafir kannski ekki alltaf skilið alveg hvað það var sem ég var að tala um. Ég mun sakna þín óendanlega og vona að þér líði vel þar sem þú ert. Kær kveðja, þín sonardóttir, Bergdís Eyland Gestsdóttir. Elsku elsku Gunni, þegar við systurnar hugsum um þig kem- ur jólasveinninn upp í hugann, þú varst hann, örlátur og glað- ur, líka svolítið hrekkjóttur og ófyrirsjáanlegur. Mamma kom með góða at- hugasemd þegar við ræddum Gunna okkar jólasveininn: en stelpur, hann var alltaf til stað- ar alla daga í gleði og í sorg, ekki bara á tyllidögum. Gunni, þú varst líka okkar Bubbi bygg- ir, alltaf tilbúinn með tæki og tól til að hjálpa við uppbyggingu eða lagfæringar og ekki má gleyma sögumanninum sem ýkti duglega til að skemmta okkur. Elsku elsku Gunni, núna þegar við kveðjum þig eru hjörtu okk- ar þrútin af þakklæti og við lof- um þér að hugsa vel um eig- inkonu þína til fimmtíu ára og eilífðarkærustu, hana Kötu frænku og mína elsku systur. Guðlaug, Þorbjörg og Katrín. HINSTA KVEÐJA Elsku Gunnar. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir árin okkar saman. Þín, Katrín. Elsku sonur okkar og bróðir, ÞÓRSTEINN ARNAR RÚNARSSON, sem lést 13. júní, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 26. júní kl. 14. . Rúnar Pálsson, Sigurlaug Ó. Guðmannsdóttir, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, Ágúst Natan Rúnarsson, Erla Jóhanna Rúnarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI GUÐJÓN STRAUMFJÖRÐ KRISTJÁNSSON, Skúlagötu 40, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. júní kl. 13. . Sæunn Guðmundsdóttir, Sigurður Gunnar Helgason, Guðmundur Ólafur Helgason, Alma D. Jóhannesdóttir, Kristján Hólmsteinn Helgason, Matthildur Helgadóttir, Sigþór Þórarinsson og barnabörn. Maki minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRYNJAR INGI SKAPTASON, Hamarstíg 35, Akureyri, er látinn. Kveðjustund auglýst síðar. . Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Hrólfur, Hrönn og Hrafnkell Brynjars- og Sigrúnarbörn, Helga Tómasdóttir, Pálmi Óskarsson, Marco Ploeg, Sigrún Rósa og Tómas Ingi Hrólfs- og Helgubörn, Tumi og Ingi Hrannar- og Pálmasynir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HELGA KRISTÍN LÁRUSDÓTTIR frá Ólafsvík, sem lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 15. júní, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju mánudaginn 29. júní kl. 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Ólafsvíkurkirkju. . Ásta Lára Leósdóttir, Þorvarður Sæmundsson, Guðbrandur Rúnar Leósson, Gunnhildur Tryggvadóttir, Erla Leósdóttir, Hjörtur Þorgilsson, Ágúst Helgi Leósson, Sigrún Ellertsdóttir, Þröstur Leósson og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, amma og langamma, SIGRÚN EINARSDÓTTIR, úr Skólastræti 5b, lést á Droplaugarstöðum 19. júní. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 29. júní kl. 15. . Skúli Jónsson, Sigríður María Jónsdóttir, Ágústa María Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÁSGEIRSDÓTTIR, áður til heimilis að Garðavegi 9, Hafnarfirði, lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 17. júní. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 3. júlí kl. 13. . Lilja Sölvadóttir, Ásgeir Sölvason, Þórdís Sölvadóttir, Erla Sölvadóttir, Kristín Sölvadóttir, Benedikt Kröyer, Steinunn Sölvadóttir, Stefán Símonarson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir og bróðir, JÓN ÓLAFSSON tannlæknir, frá Gröf á Höfðaströnd í Skagafirði, Hlynsölum 3, Kópavogi, er látinn. Útförin fór fram í kyrrþey. . Inga Svava Ingólfsdóttir, Hildur Karítas Jónsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Edda Jónína Ólafsdóttir. Föðurbróðir minn, EINAR DANÍELSSON frá Bjargshóli, lést á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga 19. júní. Útför hans fer fram frá kirkjunni á Melstað mánudaginn 29. júní kl. 14. . Fyrir hönd aðstandenda, Ásgeir Daníelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.