Morgunblaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 27
vetrum og gönguferðir á sumrin áð- ur en það komst í tísku. Síðan hefur útivistin alltaf lokkað.“ Gunnar gekk í Glerárskóla á Akureyri og síðan í Menntaskólann á Akureyri. Hann vann í frystihúsi ÚA á sumrin og var línumaður hjá RARIK: „Það er skemmtilegasta starf sem ég hef sinnt um ævina.“ Gunnar útskrifaðist með kandí- datsgráðu frá læknadeild HÍ 1992. Eftir kandídatsár á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri fluttu Gunnar og eiginkona hans, Birna, með Valgerði og Oddnýju, þá ný- fædda, til Gautaborgar þar sem þau bjuggu í átta ár. Gunnar lauk fram- haldsnámi í lyflæknisfræði og síðan hjartalækningum. Meðfram sér- fræðinámi var Gunnar í doktorsnámi við læknadeild Gautaborgarháskóla og varði doktorsritgerð sína við þá deild vorið 2001. Að loknu sérnámi var Gunnar sér- fræðilæknir við Sahlgrenska sjúkra- húsið (Östra) í Gautaborg. Fjöl- skyldan flutti heim árið 2002 og frá þeim tíma hefur Gunnar verið sér- fræðingur í lyf- og hjartalækn- ingum, önnum kafinn við að lækna, líkna og hugga, á Sjúkrahúsinu á Akureyri: „Það er ágætis starf þó að það sé töluvert um sjúkdóma og dauða.“ Gunnar hefur verið lektor við læknadeild HÍ frá 2005. Hann er virkur í vísindastörfum, hefur haldið fjölda erinda á ráðstefnum víða um heim og birt greinar í hérlendum og erlendum vísindatímaritum. Helstu rannsóknarverkefni hans eru hjarta- vöðvasjúkdómar, einkum svokall- aður ofvaxtarhjartavöðvakvilli. Gunnar er í rannsóknarsamstarfi við fjölda vísindamanna, hérlendis og erlendis. Hann er einn af stofn- endum Sarcomeric Human Cardio- myopathy Registry sem er fjölþjóða verkefni um rannsóknir á hjarta- vöðvasjúkdómum (ShaRe, www.theshareregistry.org). Önnur rannsóknaverkefni hans beinast að skyndidauða ungs fólks og áhættuþáttum hjarta- og æða- sjúkdóma hjá ungu fólki. Gunnar hefur áhuga á allri tónlist að undanskilinni diskó- og dixie- landmúsík. Hann les bókmenntir, horfir á góðar kvikmyndir og mat- reiðir af ástríðu: „Nú er það einfald- ur spænskur matur, matur frá Aust- urlöndum nær og hátækni- matreiðsla með sous vide og fleiru eftir höfði Nathans Myhrvold.“ Hjólreiðar og útivist hafa ekki ein- göngu verið áhugamál heldur lífsstíll hjá Gunnari sl. áratugi. Auk þess hefur mikill tími og áhugi farið í sumarbústaðinn í Mývatnssveit sem þau hjónin byggðu árið 2008. „Nú eru spennandi tímar fram- undan. Maður er á fullu að skipu- leggja seinni hluta ævinnar og þar standa ýmsar dyr opnar. En fyrst á að fara í viku hjólaferð til Færeyja og borða hjá Poul Andreas Ziska á restaurant Koks.“ Fjölskylda Eiginkona Gunnars er dr. Birna María Brattberg Svanbjörnsdóttir, f. 14.4. 1964, forstöðukona mið- stöðvar skólaþróunar við HA og lektor við kennaradeild HA. For- eldrar hennar: Reine Margareta Sigurðsson, f. Brattberg, í Gauta- borg í Svíþjóð 23.8. 1941, hár- greiðslumeistari á Akureyri frá 1963, og Svanbjörn Sigurðsson, f. 1.1. 1937, d. 18.8. 2013, rafmagns- tæknifræðingur, rafveitustjóri Raf- veitu Akureyrar og framkvæmda- stjóri Flugsafns Íslands. Dætur Gunnars og Birnu Maríu eru Valgerður Gunnarsdóttir, f. 15.6. 1991, d. 30.11. 2001; Oddný Bratt- berg Gunnarsdóttir, f. 3.5. 1994, há- skólanemi; Sóley Brattberg Gunn- arsdóttir, f. 9.10. 2003, grunnskólanemi. Systkini Gunnars eru Þorsteinn Grétar Gunnarsson, f. 7.12. 1960, blaðamaður í Reykjavík, og Inda Björk Gunnarsdóttir, f. 17.5. 1971, leikskólastjóri á Akureyri. Foreldrar Gunnars eru: Þórdís Þorleifsdóttir, f. 24.1. 1936, hús- freyja og hefur sinnt aðhlynning- arstörfum á Akureyri, og Gunnar Þorsteinsson, f. 16.2. 1937, renni- smiður og lengst af vélstjóri til sjós. Þau búa á Akureyri Úr frændgarði Gunnars Þórs Gunnarssonar Gunnar Þór Gunnarsson Ingibjörg Marteinsdóttir húsfr. á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit Þorsteinn Þorsteinsson b. á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit Þorsteinn Þorsteinsson b. og verkam. í Mývatnssveit og á Akureyri Indíana Jónsdóttir húsfr. í Mývatnssveit og á Akureyri Gunnar Þorsteinsson rennismiður og vélstj. á Akureyri Margrét Jóhannsdóttir húsfr.á Dalvík og víðar Jón Jónsson vinnum. á Sauðnesi og á Ufsaströnd Ágúst Jónsson útvegsb. og vitavörður í Ystabæ í Hrísey Rósa Jónsdóttir húsfr. í Ystabæ og í Hrísey Þorleifur Tryggvi Ágústsson frystihússtj. og fiskmatsmaður í Hrísey og á Akureyri Þóra Magnúsdóttir húsfr. í Hrísey og á Akureyri Þórdís Þorleifsdóttir húsfr. á Akureyri Júlíana Valgerður Símonardóttir húsfr. í Breiðdal og í Hrísey Magnús Þorvarðarson b. á Steyti í Breiðdal, síðar í Hrísey ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Geir fæddist í Héðinsvík áTjörnesi 25.6. 1923. For-eldrar hans voru Kristján Ólason, skrifstofumaður á Húsavík, og Rebekka Pálsdóttir húsfreyja. Kristján var sonur Óla Jóns Krist- jánssonar, bónda á Víkingavatni, í Kílakoti, á Bakka og víðar í Keldu- hverfi, síðar trésmiðs á Húsavík, og k.h., Hólmfríðar Þórarinsdóttur hús- freyju, en Rebekka var dóttir Páls Þorbergssonar, bónda á Bakka á Tjörnesi, og k.h., Nönnu Jakobs- dóttur húsfreyju. Hólmfríður var systir Björns Þór- arins Víkings, bónda á Víkingavatni, föður Þórarins Björnssonar, skóla- meistara MA. Eiginkona Geirs var Sigurbjörg Sigurðardóttir, talsímakona frá Vestmannaeyjum. Geir lauk stúdentsprófi frá MA 1943 og stundaði nám við HÍ næstu tvö árin. Hann stundaði nám í slavn- eskum málum og bókmenntum við Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð 1945-48 og bókmenntanám í Eng- landi og Frakklandi 1948-50. Geir settist síðan að í Reykjavík og vann þar að ritstörfum alla tíð. Geir vakti athygli, strax á unga aldri, fyrir smásögur sínar sem birst höfðu í ýmsum tímaritum. Eftir heimkomuna varð hann einn af brautryðjendum módernismans í ís- lenskum bókmenntum. Hann sendi frá sér sagnasafnið Stofnunina árið 1956 og samdi nokkur útvarpsleikrit en þekktast þeirra er Snjómokstur. Þá ritstýrði hann tímaritinu MÍR á árunum 1950-59 og sat um árabil í ritstjórn tímaritsins Birtings og lagði báðum þessum tímaritum til þýðingar, greinar um menningarmál og frumsamdar smásögur. Geir er þó þekktastur fyrir þýð- ingar sínar, einkum ljóðaþýðingar úr rússnesku á verkum frá öndverðri 20. öld, enda þykja þær afbragð af þeim sem til þekkja. Auk þess þýddi hann skáldsögur og fjölmörg leikrit til flutnings í útvarpi og á leiksviði. Geir sat í Rithöfundaráði. Hann fékk Bókmenntaverðlaun Ríkis- útvarpsins árið 1974. Geir lést 18.9. 1991. Merkir íslendingar Geir Kristjánsson 90 ára Friðrikka Óskarsdóttir 85 ára Guðrún Elíasdóttir Höskuldur Elíasson 80 ára Fríða Gestrún Gústafsdóttir Geir Baldursson Kolbeinn Gíslason María Júlía Helgadóttir Ragnar Bergsson 75 ára Anton Jón I. Angantýsson Hörður Björgvinsson Margrét Þórisdóttir 70 ára Davíð Jack Grímur Bjarndal Jónsson Helena Svanlaug Sigurðardóttir Magnús Waage Sigurlaug Haraldsdóttir Soffía Magnúsdóttir 60 ára Helgi Guðmundsson Helgi Sönderskov Harrysson Sveinbjörg Egilsdóttir 50 ára Alma Björk Sigurðardóttir Ásta Karen Rafnsdóttir Baldvin Áslaugsson Emil Guðjónsson Heiðrún Óladóttir Hildur Gunnlaugsdóttir Jóhann Sigurðsson Kristín Jónína Gísladóttir Margrét Eysteinsdóttir Þórunn Ósk Sigbjörnsdóttir 40 ára Alexander Vestfjörð Kárason Andrea Jónsdóttir Anna Wojtynska Ástþór Freyr Bentsson Bjarki Vilhjálmur Guðnason Bjarnrún M. Tómasdóttir Olsen Bryndís Guðmundsdóttir Eik Gísladóttir Nisveta Dervic Sigurlína Edda Þórðardóttir Sæþór Helgi Jensson Valur Guðmundsson Virginie Christine Cano 30 ára Ana Tepavcevic Berta Hrönn Einarsdóttir Birnir Orri Pétursson Chaowalit Tasantia Christoph Graefe Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir Piotr Szewc Steinunn Bergs Til hamingju með daginn 30 ára Karl Víðir býr í Garðabæ, lauk sveins- prófi í rafvirkjun frá FB og er rafvirki á eigin vegum. Maki: Ríkey Jóna Eiríks- dóttir, f. 1986, MA í mannauðsstjórnun. Börn: Eiríkur Þór, f. 2009, og Sigurlín Unnur, f. 2011. Foreldrar: Magnús Þór. Gunnarsson, og Sigur- björg Unnur Guðmunds- son. Sjúpfaðir: Bjarni Þór Óskarsson. Karl Víðir Magnússon 30 ára Ingibjörg ólst upp í Reykjavík, býr í Kópavogi og var að ljúka prófum í margmiðlunarfræði. Maki: Einar Valur Þor- varðarson, f. 1976, þjónn. Börn: Kári Einarsson, f. 2009, og Katla Einars- dóttir, f. 2012 Foreldrar: Þorgerður Guðrún Jónsdóttir, f. 1960, hjúkrunarfræð- ingur, og Guðmundur Ingi Georgsson, f. 1960, lækn- ir. Ingibjörg L. Guðmundsdóttir 30 ára Gunnar býr í Reykjavík og starfar hjá Strætó bs. Synir: Júlíus Garðar, f. 2009, og Guðmundur Jó- hann, f. 2012. Systkini: Dagmar, f. 1970; Friðjón Ingi, f. 1974; Guðmundur Rúnar, f. 1979; Hrefna Guðrún, f. 1982; Björk, f. 1989. Foreldrar: Matthildur Kristrún Friðjónsdóttir, f. 1953, og Guðmundur Bergþórsson, f. 1950. Gunnar Guðmundsson Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.