Fréttablaðið - 08.07.2015, Side 12
8. júlí 2015 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR:
Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
Hættur á hálfu tímabili
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata,
staðfesti það í samtali við fjölmiðla
á mánudaginn að hann hygðist
hætta á þingi í haust og leyfa Ástu
Helgadóttur, varaþingmanni Pírata,
að taka sæti sitt. Það er sjaldgæft að
stjórnmálamenn víki sjálfviljugir til
þess að veita öðrum tækifæri á að
seilast til áhrifa. Það er virðingarvert
að sjá einstakling sem upplifir sig
ekki ómissandi og raunar upplífgandi
í stjórnmálalandslagi þar sem
þjóðaríþróttin er að ríghalda
í þingsæti sitt eins lengi og
mögulegt er. Þó hlýtur það að
teljast undarlegt að þingmaður-
inn hætti eftir einungis tvö ár
á þingi en slíkur tími er
varla teljandi til að huga
að þeim verkefnum sem
þingmenn sinna hverju sinni. Til þess
þyrfti minnst eitt kjörtímabil.
Í æfingu
Ásta Helgadóttir, verðandi þingmaður
Pírata, er ekki með öllu óreynd í
þingstörfum en hún hefur þegar
nokkrum sinnum setið á þingi á kjör-
tímabilinu og hefur meðal annars
mælt fyrir frumvarpi um íbúakosn-
ingar í sveitarfélögum. Hún var í
viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær.
Þar var hún spurð hvort
hún væri búin að æfa sig
fyrir þingstörfin. Manni
er spurn hvort miðaldra,
hvítur, karlkyns tilvonandi
þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins eða
Samfylk-
ingarinnar
myndi nokkurn tíma fá álíka spurn-
ingu við sama tilefni.
Aldrei fleiri konur
Á kjörtímabilinu hafa þrjár nýjar
konur tekið sæti á Alþingi. Ásta
Helgadóttir tekur við af Jóni Þóri
Ólafssyni líkt og fram hefur komið.
Sigríður Á. Andersen tekur sæti
Péturs Blöndals eftir fráfall hans og
Steinunn Árnadóttir tók sæti Árna
Þórs Sigurðssonar eftir að hann var
skipaður sendiherra. Þetta þýðir
að konur skipa 44,4 prósent
þingheims og aldrei hafa verið
jafn margar konur á Alþingi,
sem er einkar vel við hæfi á
100 ára afmæli kosningaréttar
kvenna. Opnið freyðivínið,
þetta er fagnaðarefni!
stefanrafn@frettabladid.is
Björt framtíð freistaði þess á dögunum
að koma í veg fyrir að Alþingi lögfesti þá
leið að tollkvótar á landbúnaðarvörum
yrðu boðnir út. Sú aðferð leiðir til auk-
innar skattheimtu og hærra vöruverðs
því kostnaðurinn við kaup á tollkvóta
lendir á endanum á neytendum.
Neytendasamtökin, Samtök versl unar
og þjónustu og Félag atvinnurekenda
hafa öll bent á að útboðsleiðin vinni gegn
almannahagsmunum, hækki vöruverð og
hamli samkeppni. Sú aðferð brýtur jafn-
framt í bága við sjálft markmið þessara
tollkvóta, sem er að ýta undir verslun
með landbúnaðarvörur milli landa og
auka þannig samkeppni.
Engu að síður ákvað meirihluti
atvinnuveganefndar, skipaður fulltrúum
fjögurra flokka, að leggja til að útboðs-
leiðin yrði lögfest. Það þýðir að ef það
er umframeftirspurn eftir tollkvóta er
hann boðinn út og seldur hæstbjóðanda.
Fulltrúi Bjartrar framtíðar í atvinnu-
veganefnd lagði til hið gagnstæða, að
ráðherra yrði skylt að úthluta tollkvóta
án endurgjalds og yrði hlutkesti varp-
að ef ásókn væri umfram kvóta, eins og
Samkeppniseftirlitið beinlínis mælist til
í nýlegri skýrslu um samkeppni á dag-
vörumarkaði.
Breytingartillaga í þá veru var lögð
fyrir þingið.
Það olli okkur vonbrigðum að ekki
væri meiri stuðningur við viðskipta-
frelsi og aukna samkeppni í verslun á
meðal þingmanna. Aðeins tólf þingmenn
greiddu atkvæði með breytingartillög-
unni sem var því felld og varð því leið
aukinnar skattheimtu og hærra vöru-
verðs ofan á. Það getur vissulega verið
vandasamt að útdeila tollkvótum á rétt-
látan hátt enda um takmörkuð gæði að
ræða. Það er þó skoðun Bjartrar framtíð-
ar að hér hafi versta leiðin verið farin.
Við teljum að auka þurfi frelsi í við-
skiptum með landbúnaðarvörur og að sú
verndarstefna sem nú er við lýði sé ekki
til hagsbóta fyrir neytendur. Þau lög sem
voru samþykkt um útboð á tollkvótum
og þær álögur á neytendur sem sú leið
hefur í för með sér eru svo sannarlega
ekki skref í rétta átt.
Meiri álögur, hærra vöruverð
GLÆSILEG
MATAR-
STELL
KÍKTU Á
ÚRVALIÐ
➜ Við teljum að auka þurfi frelsi í
viðskiptum með landbúnaðarvörur
og að sú verndarstefna sem nú er
við lýði sé ekki til hagsbóta fyrir
neytendur.
TOLLAR
Eldar Ástþórsson
Brynhildur
Pétursdóttir
þingmenn Bjartrar
framtíðar
S
kömmu eftir fall Sovétríkjanna fór prófessor í sagn-
fræði við Háskóla Íslands í heimsókn til ónefnds
fyrrverandi Sovétlýðveldis. Leiðin lá í háskóla hátt
uppi í fjöllum hins nýfrjálsa ríkis, og alla leið inn á
skrifstofu rektors. Þar settust þeir niður við skrif-
borðið og skröfuðu sín á milli, en heldur truflaði það inni-
legar samræður að á borðinu á milli þeirra stóð risastór
nýtísku ljósritunarvél. Þar sem þeir reyndu að ná augnsam-
bandi á milli skúffanna í vélinni, eða til hliðar við hana,
kom í ljós að um var að ræða
gjöf frá bandarískum háskóla.
Rektor var býsna stoltur af
vélinni og lét það ekkert á sig
fá að ekkert rafmagn var í
skólanum og allsendis óvíst
hvenær það yrði lagt.
Þessi saga kemur reglulega
upp í hugann á mér þegar
fylgst er með umræðum um virkjanamál hér á landi. Þar
er nefnilega stundum eins og byrjað sé á öfugum enda.
Þannig heyrum við af því trekk í trekk að búið sé að skrifa
undir samninga um uppbyggingu stóriðju án þess að orka
hafi verði tryggð í fabrikkurnar. Og þegar gagnrýnisraddir
hljóma um að ekki sé rétt staðið að málum er viðkvæðið
oftar en ekki það að búið sé að eyða svo miklum fjármunum
í undirbúning að það sé spurning um þjóðarhag að útvega
orkuna.
Það má velta því fyrir sér hvort stjórnendur sem eyða
miklum fjármunum í verkefni upp á þá von og óvon að orka
fáist í þau séu sérstaklega góðir stjórnendur. Ef í ljós kemur
síðan að orkan liggur ekki á lausu eru fjármunirnir fyrir bí
og það getur varla talist góð stjórnun, eða hvað?
En kannski er það einmitt góð stjórnun. Kannski er þetta
hluti af því sem á ensku kallast að vera passive agressive.
Farið er af stað með undirbúning verkefna undir því yfir-
skyni að ekkert sé nú ákveðið. Varla er fólk á móti því að
hlutirnir séu skoðaðir? En síðan kemur að því að það næst
saman um uppbyggingu og þá kemur annað hljóð í strokk-
inn. Öllum þessum fjármunum hefur verið eytt í undirbún-
ing verkefnisins og þess vegna er engin hæfa að vera á móti
því að virkjað sé til að standa undir herlegheitunum. Ætlar
fólk að vera á móti framförum?
Við höfum landið okkar að láni og ef við ákveðum að
ganga á það þarf sú ákvörðun að vera vel ígrunduð. Hún má
ekki vera tekin eingöngu út frá forsendum þeirra sem unnið
hafa að einhverju verkefni um hríð. Þeirra rödd hefur ekk-
ert meira vægi en annarra og ef þeir hafa eytt peningum án
þess að orka sé tryggð er það einfaldlega þeirra mál.
Virkjanir eru mál okkar allra og ákvarðanir um þær eiga
ekki að vera afgangsstærð í samningum sveitarstjórnar-
manna, sem vilja iðnað í umdæmi sín, og forsvarsmanna
iðnfyrirtækjanna, sem leita að hentugu plássi fyrir verk-
smiðjur sínar.
Það þarf nýja hugsun í virkjanamálum:
Að byrja verkið
á öfugum enda
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
3
-A
4
1
C
1
7
5
3
-A
2
E
0
1
7
5
3
-A
1
A
4
1
7
5
3
-A
0
6
8
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
0
4
8
s
_
7
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K