Fréttablaðið - 08.07.2015, Page 23

Fréttablaðið - 08.07.2015, Page 23
Ég labbaði Laugaveginn þegar ég var 12 ára, með mömmu og Ferðafélagi Ís- lands. Það var dálítið erfitt en ég var mjög ánægður eftir á,“ segir Aron Freyr Stefánsson, 14 ára göngugarpur, en hann stundar fjallgöngur af miklum móð. Frá síðustu áramótum hefur hann gengið á eitt fjall í hverjum mánuði. „Ég gekk á Kerhólakamb síð- asta laugardag og þar á undan fórum við á Hengil og Þríhyrn- ing og fleiri fjöll. Ég er yngstur í hópnum og eini krakkinn. Mamma er líka í ferðunum en hún eltir mig bara,“ segir hann sposkur. Áttu þér uppáhaldsfjall? „Það var svolítið gaman að labba á Þríhyrning, það var svo flott útsýni. Við höfum alltaf verið mjög heppin með veðrið í gönguferðunum. Ég fékk mynda- vél í fermingargjöf sem ég tek með mér og mynda umhverfið.“ Aron hefur ferðast um allt Ís- land með fjölskyldunni og þá er tíkin Glóð jafnan með í för. „Ég og mamma og Jón bróðir minn förum stundum í útilegur og fjallgöngur. Við förum á hús- bílnum okkar um Ísland og tök- um Glóð með í gönguferðir. Hún fór til dæmis með okkur á Hengil á laugardaginn. Það eru samt aðallega við mamma sem erum í fjallgöngunum,“ segir Aron og bætir við að þau mæðginin séu þegar búin að skipuleggja næstu ferðir. „Við ætlum á Fimmvörðuháls í sumar og svo á Snæfellsjökul næsta sumar.“ Milli þess sem Aron þvælist um fjöll og firnindi sinnir hann öðru áhugamáli sínu sem er keramik. „Ég var alltaf að fylgjast með mömmu vinna í keramik og fékk sjálfur áhuga. Síðan fór ég í Myndlistaskóla Reykjavíkur og bjó til hluti úr leir. Ég bý til gifs- mót af alls konar hlutum og helli síðan í þau. Svo glerja ég hlutina með því að dýfa þeim ofan í gler- unginn og mamma brennir þá fyrir mig. Ég hef gert Volkswagen- bjöllu og gerði líka húsbíl en við vorum að safna leikfangahús- bílum og ég fékk að gera mót af einum,“ segir Aron en gripirnir hans hafa vakið athygli. „Á sjómannadaginn var ég að prófa að selja með mömmu í Ís- húsi Hafnarfjarðar og var sá sem seldi flesta hlutina á markaðn- um. Það gekk rosa vel. Ég held örugglega áfram að gera leir- hluti og verð kannski listamaður en annars er ég ekkert búinn að ákveða hvað ég ætla að gera í framtíðinni.“ GÖNGUGARPUR FJALLGANGA Aron Freyr Stefánsson gengur á fjöll í frístundum. Hann hefur þegar lagt Laugaveginn að baki og tekur nú fyrir eitt fjall í hverjum mánuði. Milli fjallganga steypir hann leirmuni sem vakið hafa eftirtekt. MYNDAÐ Á ÞRÍHYRNINGI Aron fékk myndavél í fermingargjöf og grípur hana með sér í fjallgöngurnar. MYNDIR/HANNA GRÉTA PÁLSDÓTTIR KERAMIKER Leirmunir Arons fengu góðar undirtektir á Sjómannadaginn í Íshúsi Hafnarfjarðar. NÁKVÆMNISVERK Aron býr til gifsmót utan um ýmsa hluti og hellir svo í þau. Hann glerjar munina sjálfur og fær að brenna þá í ofninum á vinnustofu móður sinnar. PARÍS HEILLAR Ertu á leið til Parísar? Hér færðu góð ráð áður en þú leggur í hann. Það er nefnilega eitt og annað sem er ókeypis í París, að minnsta kosti stundum. Síða 2 DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 4 -2 9 6 C 1 7 5 4 -2 8 3 0 1 7 5 4 -2 6 F 4 1 7 5 4 -2 5 B 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.