Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.07.2015, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 08.07.2015, Qupperneq 27
 5 | 8. júlí 2015 | miðvikudagur Papco stefnir að því að reisa milli þrjú og fjögur þúsund fermetra verksmiðju við Bæjarflöt 19 í Grafar vogi. Borgarráð Reykjavíkur hefur veitt fyrirtækinu vilyrði fyrir lóð- inni með fyrirvara um samþykki deiliskipulags. Þórður Kárason, framkvæmda- stjóri Papco, segir fyrirtækið hafa stækkað hratt að undanförnu. Með nýju og stærra húsnæði verði hægt að auka framleiðslugetu fyrirtæk- isins og þar með auka þjónustu við viðskiptavini. Papco, sem framleiðir klósett- pappír, eldhúsrúllur og servíett- ur, hefur fram til þessa leigt 2.200 fermetra húsnæði við Stórhöfða. „Núverandi húsnæði er orðið allt of lítið,“ segir hann. Þórður vonast til að kostnaður við fl utningana verði á milli 500 og 600 milljónir króna. Hann segir að áhersla verði lögð á að byggja hag- kvæmt til að halda kostnaði niðri. Gangi allt að óskum er stefnt að því að fyrirtækið verði fl utt í nýtt húsnæði innan tveggja ára. - ih Papco hyggst flytja starfsemi sína í Bæjarflöt í Grafarvogi: Reisir þrjú þúsund fermetra verksmiðju Davíð Ólafur Ingimarsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri hjá GreenQloud. Davíð er með B.Sc. og meistaragráðu í hagfræði og einnig meistaragráðu í fjármálum fyrir- tækja. Að auki er hann löggiltur verðbréfamiðlari. Hann lærði hér heima en fékk rannsóknarstyrk og fór til Japans og Ástralíu. „Það var mjög skrítið að búa í Ástralíu,“ segir Davíð Ólafur. Það hafi allir verið sofandi þegar hann sjálfur var vakandi. „Sérstaklega fannst mér skrítið yfi r sumartím- ann þegar það voru vetrarútsölur í öllum búðum. Í júlí á ekki að vera vetrarútsala. Það er eitthvað rangt við það,“ bætir Davíð við í léttum dúr. GreenQloud er nokkurra ára gamalt íslenskt fyrirtæki. Það er fyrst og fremst hugbúnaðar- fyrirtæki og hefur lagt sífellt meiri áherslu á búnað sem heitir Qstat. Það er heildarskýjalausn til að stýra skýjaumhverfum fyrir tækja og sameina kosti sýndar umhverfa, hefðbundinna netþjóna og sjálf- virkni tölvuskýja. Fyrirtækið er því hugbúnaðarfyrirtæki en ekki skýjaþjónusta. „Þetta hefur bara gengið nokkuð vel undan farið,“ segir Davíð Ólafur og bætir því við að fyrirtækið hafi gert samn- inga við erlenda og innlenda endur- söluaðila. Fjörutíu manns vinna hjá fyrirtækinu, sem er með skrif- stofur í Reykjavík og Seattle og fer ört stækkandi. Umhverfið sem Davíð Ólafur kemur úr er töluvert frá brugðið tölvugeiranum. Hann vann hjá Landsvirkjun í átta ár og segist kveðja það fyrirtæki með söknuði. Bjó í Ástralíu og fór á vetrarútsölur í júlí Davíð Ólafur Ingimarsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Green- Qloud eftir langt starf hjá Landsvirkjun. Hann lærði hagfræði og fjármál fyrirtækja í HÍ en fór í skiptinám til annarra heimsálfa. Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn- aði í gær íslenska ríkið af kröf- um Þórðar Más Jóhannessonar, fyrrverandi forstjóra Straums. Þórður Már stefndi ríkinu vegna ákvörðunar ríkisskattstjóra og staðfestingar yfi rskattanefndar á þeirri ákvörðun. Ákvörðun- in snerist um það að tekjur sem Þórður Már hafði af söluhagnaði og arði bréfa, sem hann keypti í gegnum hlutafélag sitt Brekku ehf., skyldu teljast launatekjur, en Þórður Már hafði talið þær fram sem fjármagnstekjur. Á árunum 2004 og 2005 gerði Þórður Már, í nafni einkahluta- félagsins Brekku ehf., tvo samn- inga um kaup á hlutabréfum í Straumi, annars vegar fyrir 328 milljónir króna og hins vegar fyrir 1.350 milljónir króna. Hinn 21. júní 2006 var stefn- anda sagt upp störfum sem fram- kvæmdastjóra hjá Straumi hf. Sex dögum síðar seldi Brekka öll hlutabréf sín í Straumi fyrir alls 2.835 milljónir króna og innleysti þannig söluhagnað af hlutabréfunum sem nam 1.158 milljónum króna. Nettótekjur Brekku af viðskiptunum (arðs- tekjur og söluhagnaður að frá- dregnum fjármagnskostnaði) námu rúmum milljarði króna. Ríkisskattstjóri ákvað með endurákvörðun í október 2012 að umræddar tekjur væru launa- tekjur og stofn Þórðar Más til tekjuskatts og útsvars vegna gjaldársins 2007 var hækkaður um 944 milljónir króna. Í lok árs 2013 staðfesti yfirskattanefnd þá ákvörðun ríkisskattstjóra í megin atriðum, en lækkaði stofn til útsvars og tekjuskatts um 348 milljónir króna. Ýtrustu kröfur Þórðar Más voru að úrskurður yfirskatta- nefndar og úrskurður ríkis- skattstjóra yrðu felldir úr gildi og tekjuskatts- og útsvarsstofn stefnanda gjaldárið 2007 yrði lækkaður um 596 milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavík- ur komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að ákvarða hefði átt tekjur Þórðar Más sem skatt- skyld hlunnindi og sýknaði íslenska ríkið af öllum kröfum Þórðar. Var Þórður Már dæmdur til að greiða íslenska ríkinu 900 þúsund krónur í málskostnað. jonhakon@frettabladid.is Þórður Már fær ekki 596 milljónir til baka Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Straums, stefndi ríkinu vegna endurákvörðunar skatta í tengslum við hlutabréfa- kaup í Straumi. Ríkið var sýknað og Þórður greiðir málskostnað. ÞÓRÐUR MÁR JÓHANNESSON Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á málatilbúnað fyrr- verandi forstjóra Straums. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KANNAR AÐSTÆÐUR Þórður tekur út nýju lóðina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MYNDI SVIPA TIL HULK Davíð Ólafur bendir á að allt gerist hraðar í tölvugeiranum en í orkugeiranum. „Verkefni mín eru kannski svipuð að því leytinu til að fjármál eru kannski ekkert að breytast. Hjá Landsvirkjun var ég í erlendri og innlendri fjármögnun, sjóðastýringu og hjá Green Qloud verð ég í fjármögnun. Að passa upp á peningana og sjóðina,“ segir Davíð. Hann bætir því við að það sé því aðallega umhverfi ð sem breyt- ist en ekki verkefnin. „Nema það er kannski meiri ábyrgð að vera fjár- málastjóri.“ Helstu áhugamál Davíðs eru líkams rækt og útivist og svo kenn- ir hann í Háskóla Íslands. „Kennsla er eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á,“ segir Davíð ,en bætir við að maður fari ekki í kennslu í HÍ fyrir peninga. „Ég stofnaði fyr- irtæki með vini mínum, Bjarna Ingimar Júlíussyni, og við erum að þróa rafrænar kennslubækur á spjaldtölvur,“ segir Davíð. Upphaf- lega átti fyrsta útgáfan að koma út í sumar en Davíð segir það allt eins geta breyst vegna nýju vinnunnar. jonhakon@frettabladid.is Davíð Ólafur er frábær vinur og samstarfsfélagi. Hann tekur rosalega á því í ræktinni, er duglegur að rækta líkama og sál. Ef hann væri í Avengers þá myndi honum svipa til The Incredible Hulk eða þrumuguðsins Þórs. Svo er eitt sem ekki allir vita: Hann er ósigraður skákmeistari Landsvirkjunar frá árinu 2010. Þannig að skákmennirnir í GreenQloud geta farið að vara sig. Svo er hann nefnilega líka lunkinn dansari, þótt fáir viti af því. Það hefur sést af honum á árshátíðum. Við munu sakna hans mikið í Landsvirkjun. Hann er duglegur við að hjálpa fólki við það sem það þarf á að halda og eflir liðsheild. Daði Sverrisson, sérfræðingur hjá Landsvirkjun. Á meðal okkar í vinahópnum er Davíð Ólafur kallaður Clark Kent eða Súperman og fátt fer jafn illa með sjálfstraust okkar og að horfa máttlitlir á hann lyfta lóðum í World Class. Sam- hliða vöðvasöfnun safnar hann háskólagráðum og til að ná okkur niður á honum uppnefnum við hann gjarnan Georg Bjarnfreðarson. Davíð er líka fyrirmyndarfaðir og til að bæta gráu ofan á svart er hann dverghagur smiður. Hann lagði parketið heima hjá sér svo listavel að mörg ár liðu fram að innflutningspartíi fyrir okkur strákana. En umfram allt er Davíð einlægur og góður vinur sem alltaf er hægt að treysta á. Allir vita hversu dýrmætt er að eiga slíkan vin. Bolli Thoroddsen verkfræðingur. Kennsla er eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 4 -C 2 7 C 1 7 5 4 -C 1 4 0 1 7 5 4 -C 0 0 4 1 7 5 4 -B E C 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.