Fréttablaðið - 08.07.2015, Qupperneq 36
8. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 24
„Þessi hátíð byrjaði 2004 þegar
það var einhver fádæma sköpunar-
kraftur í veðrinu hérna fyrir vest-
an því Aldrei fór ég suður var líka
hleypt af stokkunum á þessu sama
ári,“ segir Elfar Logi Hannes-
son, leikari og forsvarsmaður
Act Alone einleikshátíðarinnar á
Suður eyri, sem verður haldin dag-
ana 5.-9. ágúst næstkomandi.
Vex og dafnar
„Hátíðin var fyrst haldin á Ísafirði
og gekk alveg ljómandi vel. En árið
2012 var haft samband frá Suður-
eyri og okkur boðið að koma með
hátíðina alla til þorpsins og við það
varð algjör sprenging. Ég held að
ástæðan fyrir því hafi verið að á
Suðureyri þéttist þetta allt saman.
Eitt félagsheimili tók inn alla við-
burðina, einn bar tók við gestum
sem vildu koma saman og spjalla
og fólk fór meira að kynnast og
njóta hátíðarinnar í heild.
Allt síðan Act Alone var haldin
í fyrsta sinn hefur hátíðin vaxið
og dafnað frá ári til árs. Viðburð-
um hefur fjölgað en þeir eru nú
tuttugu talsins og að sama skapi
hefur áhorfendafjöldi margfald-
ast. Á síðasta ári komu um 3.000
gestir til okkar og það var alveg
rosalega gaman. Við erum að fá til
okkar gesti alls staðar af landinu
og þar af koma vissulega margir
frá höfuð borgarsvæðinu. Það er
enn hægt að fá einhverja gistingu
inni á Suðureyri og svo er líka
stutt á Ísafjörð, Flateyri og fleiri
staði. Auk þess er alveg frábært
tjaldstæði á Suðureyri og það er
náttúrulega afskaplega gaman að
gista þar.“
Kenneth Máni og landsliðið
Elfar Logi segir að þegar hátíðin
komst fyrst á laggirnar á sínum
tíma hafi hún verið bundin við
einleiksform leiklistarinnar en það
hafi þó breyst og þróast að undan-
förnu. „Eftir því sem hátíðin hefur
stækkað hefur fjölbreytnin auk-
ist. Hátíðin í sumar verður sú fjöl-
breyttasta enn sem komið er.
Auk leiklistarinnar fórum við
að horfa til fleiri listgreina þar
sem listamennirnir eru einmitt
mikið að vinna einir. Á hátíðinni í
ár verða því ritlist, tónlist, mynd-
list, gjörningur, dans og alls konar
skemmtilegheit. Það verður eigin-
lega landsliðið sem sér um þetta í
ár því þarna verða m.a. Þórarinn
Eldjárn, KK, Lára Rúnars, Edda
Björgvins að ógleymdri stjörnunni
Kenneth Mána, sem ætlar að koma
vestur og vera með okkur. Act
Alone gleymir ekki heldur börn-
unum því við höfum alltaf lagt
áherslu á að hafa eitthvað fyrir
þau og í ár ætlar Ævar vísinda-
maður að koma og skemmta krökk-
unum með alls konar tilraunum og
uppátækjum. Það verður algjör
sprengja.“
Fyrirtækin og fólkið
Eitt af aðalsmerkjum hátíð arinnar
Act Alone er að allt frá upphafi
hefur verið frítt inn á alla við-
burði. Elfar Logi segir að það hafi
alla tíð verið lykilatriði að allir
sem vilja koma og njóta viðburð-
anna geti átt þess kost óháð efna-
hag. „Ég er sjálfur listamaður og
því geri ég mér líka grein fyrir
mikilvægi þess að listamenn fái
greitt fyrir sína vinnu sem þeir
fá að sjálfsögðu hér. Við eigum
öflugan bakhjarl í Fisherman-
ferðaþjónustunni á Suðureyri og
svo hafa bæði uppbygginga sjóður
Vestfjarða og fjölmörg fyrirtæki
á svæðinu stutt vel við bakið á
okkur.
En það er mikilvægt að það
komi fram að ekkert af þessu væri
mögulegt nema fyrir fólkið í þorp-
inu sem hefur tekið alveg gríðar-
lega vel á móti okkur. Fólk tekur
virkan þátt í hátíðinni, vinnur
mikið sjálfboðastarf og er meira
að segja orðið vant því að það sé
bankað upp á hjá því af því að
það vantar bláan bolla eða gulan
disk eða einhverja aðra leikmuni.
Suður eyri er meira að segja alveg
frábært props-þorp svo það er ekki
hægt að biðja um meira.“
magnus@frettabladid.is
Bankað upp á til þess að propsa
Einleikslistahátíðin Act Alone verður haldin á Suðureyri í ágúst og hefur aldrei verið fj ölbreyttari að sögn Elfars Loga Hannessonar.
Sýning Ástu er sú fyrsta í röð fimm sýninga sem G.ERLA, Guðrún Erla
Geirsdóttir, skipuleggur í samvinnu við Gallerí Gest og Menningarhúsið
Iðnó í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Sýningaröðin
nefnist Argintætur í íslenskri myndlist.
Í stuttri útgáfu er sagan um Argintætu svona: Kerling nokkur, svarkur
og orðhákur, var kölluð Argintæta. Umkomulaus stúlka laðaðist að henni
og Argintæta arfleiddi hana að öllu sínu. Arfurinn nægði til að koma
stúlkunni til mennta og naut hún síðar hylli fólks.
Argintætur í íslenskri myndlist
Miðvikudagur 5. ágúst
Fiskismakk og upphafsstef Act alone.
Þórarinn Eldjárn rithöfundur.
Barry and his Guitar, leikari og höfundur Bragi Árnason.
Fimmtudagur 6. ágúst
Án titils– sellóeinleikur, Kristín Lárusdóttir.
Hringferðin, leikari og höfundur Kristín G. Magnúsdóttir.
Act alone– heimildarmynd, leikstjóri Baldur Páll Hólmgeirsson, Kvik-
myndafélagið Gláma.
Föstudagur 7. ágúst
Doría, leiklestur. Leikari: Ársæll Níelsson. Höfundar: Eyrún Ósk Jónsdóttir,
Helgi Sverrisson. Leikstjórn: Eyrún Ósk Jónsdóttir.
Húmor er dauðans alvara með Eddu Björgvins. Leikari/höfundur: Edda
Björgvinsdóttir.
Lára Rúnars, tónleikar.
Saving History, danssýning. Dansari/Höfundur: Katrín Gunnarsdóttir.
Laugardagur 8. ágúst
Vísindanámskeið Ævars. Flytjandi: Ævar Þór Benediktsson.
Blaðrari– blöðrulistamaður.
Hertu þig upp, gjörningur. Flytjandi: Kolbrún Elma Schmidt.
Fiskiréttaveisla Fisherman.
Ein stakur markaður.
Út að leika með Ísgerði. Ísgerður Gunnarsdóttir hefur skemmt börnum á
öllum aldri síðustu ár.
Þú kemst þinn veg. Leikari/Höfundur: Finnbogi Þorkell Jónsson. Leik-
stjórn: Árni Kristjánsson.
Kenneth Máni. Leikari: Björn Thors. Höfundar: Björn Thors, Saga Garðars-
dóttir, Jóhann Ævar Grímsson. Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson.
KK, tónleikar.
Karl Örvarsson eftirherma.
Ásta Fanney rithöfundur.
Dagskrá Act Alone 2015
EINLEIKARI Elfar Logi Hannesson er forsprakki hátíðarinnar.ACT ALONE Um 3.000 manns mættu á hátíðina í fyrra og stemningin var frábær.
„Verkin í einni stofunni í Iðnó eru
gerð í kringum rokkinn hennar
ömmu og þá hugmynd að konur sátu
á rúmstokkunum með bogin bök og
spunnu á rokka langtímum saman.
En upp úr því að þær fengu kosn-
ingarétt fóru þær aðeins að rétta
úr sér því smám saman fengu þær
meira val í lífinu og hófu að spinna
öðruvísi þræði.“ Þannig lýsir Ásta
Ólafsdóttir myndlistarkona inntaki
nýjustu verkanna á sýningunni í
Iðnó um þessar mundir. Hún er líka
með sýningu í Galleríi Gesti en það
er taska sem dr. Magnús Gestsson
hefur alltaf með sér og opnar þar
sem hann stingur niður fæti.
Óhlutbundnar vatnslita- og gvass-
myndir eru meðal verka Ástu, hún
kveðst hafa mikla ánægju af að
mála með gvassi sem er tegund af
vatnslitum. „Það er eitthvað sem ég
fæst við meðfram öðru í myndlist-
inni og mér finnst auðvelt að bregða
fyrir mig á ferðalögum. Svo eru
líka olíumálverk í einni stofunni,“
lýsir hún.
Ásta vinnur í ýmsa miðla og var
meðal fyrstu Íslendinga til að gera
myndbandsverk. „Ég var svo hepp-
in að vera við nám í Jan van Eyck
akademíunni í Hollandi frá 1981
til 1984 þegar þar var mikil vídeó-
vakning. Ég hef samt ekki einbeitt
mér að þeirri tækni í seinni tíð,“
útskýrir hún og segir að sér hafi
fundist vídeólistin meira spennandi
meðan fáir fengust við hana. „Ég
hef alltaf haft gaman af tilrauna-
kraftinum og að leita nýrra mögu-
leika með nýrri tækni eða nýju
efnis vali. Það er í mínu eðli,“ segir
hún. „Þegar ég er fyllilega búin að
ná tökum á einhverju finnst mér ég
geta farið að framleiða og þá hætti
ég í því. Þarf alltaf að vera í ein-
hverri baráttu.“ gun@frettabladid.is
Hef alltaf haft gaman af tilraunakraft inum
Verk Ástu Ólafsdóttur myndlistarkonu í Iðnó eru sum hver unnin út frá hugmyndinni um spunakonur fortíðar.
ARGINTÆTA Ásta Ólafsdóttir myndlistarmaður og verk hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MENNING
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
3
-F
C
F
C
1
7
5
3
-F
B
C
0
1
7
5
3
-F
A
8
4
1
7
5
3
-F
9
4
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
4
8
s
_
7
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K