Fréttablaðið - 08.07.2015, Síða 38

Fréttablaðið - 08.07.2015, Síða 38
8. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 26 „Þetta er algjörlega nýtt Eistna- flug, við erum búnir að setja saman flottasta Eistnaflugið hing- að til, það er alveg klárt,“ segir Stefán Magnússon, forsprakki tónlistarhátíðarinnar Eistnaflug. Hátíðin hefst í dag í Neskaupstað og stendur til 11. júlí. Eistnaflug hefur hingað til farið fram í félagsheimili kaupstað- arins, Egilsbúð, en í ár fer hún fram í íþróttahúsi kaupstaðarins. „Þetta verður allt miklu stærra og flottara. Það er um tvö til þrjú hundruð manna aukning á milli ára hjá okkur. Nú þegar hafa yfir 500 útlendingar meldað sig, sem er um 40 prósenta aukning á útlend- ingum á milli ára,“ segir Stefán. Íþróttahúsið rúmar í það minnsta 1.500 manns, líklega tals- vert fleiri, en Egilsbúð gat aðeins tekið á móti um 1.000 gestum. Það vakti athygli að hátíð- in fékk ekki styrk frá Uppbygg- ingarsjóði Austurlands og var Stefán augljóslega ekki sáttur við það. „Ég er búinn að velta þessu fyrir mér í nokkra daga og reyna að skilja þessa ákvörðun. Er það þessi straumur af fólki sem kemur austur þegar Eistnaflug er sem veldur þessu, en við reiknum með að minnsta kosti 2.000 manns á Eistnafluginu í sumar? Nú þegar eru um 500 erlendir gestir búnir að bóka sig og eru þeir að koma austur að skoða allt sem er í boði. Ég er að fá um 60 ljósmyndara og blaðamenn á Eistnaflug sem fjalla um Austfirði, land og þjóð og jú Eistnaflug. Eistnaflug eykur sölu í verslunum um milljón prósent þessa fimm daga í Fjarðabyggð og það ætti að skipta máli þegar við skoðum hversu margir fá vinnu út af Eistnaflugi. Öll hótel eru upp- bókuð og ekki bara í Neskaup- stað heldur eru gestir Eistnaflugs farnir að bóka sig á Eskifjörð og Reyðarfjörð líka. Það sem ég er að benda á hér er það að það er eng- inn menningarviðburður á Austur- landi sem hefur önnur eins áhrif á Austurland og Eistnaflug,“ skrif- aði Stefán á Facebook-síðu sína þegar hann fékk þessar fregnir. Alcoa Fjarðaál veitti þó skipu- leggjendum tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs á Neskaupstað hæsta einstaka styrkinn við árlega vor- úthlutun Samfélagssjóðs Alcoa Fjarðaáls eða eina milljón króna. „Ég reikna aldrei með neinum styrkjum og sæki bara um. Þetta snýst bara um að hátíðin gangi vel og allir fari af henni brosandi. Við viljum lenda hátíðinni réttu megin við núllið og því skiptir það máli að fá styrki. Undanfarin ár höfum við komið út réttum megin við núllið, málið snýst um það. Það eru sjálf- boðaliðar sem vinna að hátíðinni í heilt ár. Fólk sér bara Neskaupstað fullan af fólki en það er rosalegur kostnaður og vinna að baki svona hátíð sem fólk áttar sig stundum ekki á.“ Fjöldi þekktra hljómsveita kemur fram í ár. Skálmöld, Sól- stafir, Ham, Agent Fresco og Brain Police eru á meðal þeirra sveita sem fram koma. gunnarleo@frettabladid.is Stærsta Eistnafl ugið hingað til Stefán Magnússon, forsprakki hátíðarinnar, segir að um 40 prósentum fl eiri erlendir gestir hafi boðað komu sína á hátíðina í ár. Hátíðin er með nýju sniði. STEFÁN MAGNÚSSON Forsprakki Eistnaflugs. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GÓÐ STEMNING Tónleikarnir fara fram í íþróttahúsinu, sem rúmar í það minnsta 1.500 manns, líklega talsvert fleiri. Egilsbúð gat aðeins tekið á móti um 1.000 gestum. MYND/GUÐNÝ LÁRA THORARENSEN Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem Kiddi Rokk, fékk á dögunum afhenta heiðursviðurkenningu Eistnaflugs sem kallast Grjótið. „Ég er ferlega stoltur af þessu, sérstaklega því maður fær þetta frá fólkinu í bransanum. Það er gaman að fá klapp á bakið frá bransafólkinu,“ segir Kiddi alsæll með viðurkenninguna. Hann hefur verið í bransanum í um 25 ár og lengst af starfað fyrir Smekkleysu. Honum var komið á óvart þegar hann var boðaður í viðtal á Rás 2. „Ég var kallaður í viðtal til að ræða tón- listarmarkaðinn. Í miðju viðtali segja þeir að þeir hafi ekki verið að biðja mig um að koma í viðtal heldur vildu þeir bara koma mér á óvart,“ segir Kiddi léttur í lundu. „Kiddi er bara algjör perla, þessi einlægni og áhugi hjá honum að bera orðspor rokktónlistar á borð fyrir alla er svo fallegt. Það er alveg sama hvernig staðan er með rokk og ról, hann heldur alltaf áfram,“ segir Stefán um Kidda. Sex manna nefnd skipuð fólki úr bransanum velur heiðurs- verðlaunahafann. Í fyrra fékk Sigvaldi Jónsson, betur þekktur sem Valli Dordingull, viðurkenninguna. Kiddi rokk fékk heiðursviðurkenninguna í ár SÁTTUR Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem Kiddi Rokk, hlaut Grjótið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á sumrin er iðulega mikið að gera og vilja margir nýta þessi björtu síðdegi og kvöld í eitthvað allt annað en að standa við elda- vélina. Þá er gráupplagt að henda í ferskt salat og eyða svo restinni af tímanum í að hendast upp Helgafellið eða hjóla Ægi- síðuna. Uppskrift fyrir fjóra 1-2 msk. ólífuolía 2 hvítlauksrif, pressuð 3-4 kjúklingabringur 3-4 msk. rautt pestó 1 poki blandað salat 1 agúrka 1 mangó 1 meðalstór rauðlaukur 1 askja kirsuberjatómatar Fetaostur, magn eftir smekk Balsamikedik, magn eftir smekk Salt og nýmalaður pipar Radísur Graskersfræ, ristuð Aðferð: 1. Hitið olíu við vægan hita og steikið kjúklinginn í olíu, bætið hvítlauknum saman við á pönnu, kryddið með pipar og einhverju góðu kryddi, val- frjálst. Bætið pestóinu saman við og örlitlu vatni, leyfið þessu að malla í smá stund. 2. Skolið grænmetið vel og skerið smátt, skellið í skál og balsamikedik yfir. Smá fetaostur, geitaostur eða camembert sett út í. 3. Setjið kjúklinginn saman við og hrærið vel, kryddið til með salti og pipar. Sáldrið nokkrum ristuðum graskersfræjum yfir salatið að lokum. Tryllt tímasparandi pestókjúklingasalat GIRNILEGT Lauflétt og gott sumarsalat. Fengið af evalaufey.com. 7. - 11. JÚLÍ Í FAXA FENI 7 FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR! HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS ALLT AÐ50% AFSLÁTTUR AÐEINS Í NOKKRA D AGA! GÁMA- SALA FULLUR GÁMUR AF MONGOOSE HJÓLUM SEM VIÐ ÞURFUM A Ð LOSNA VIÐ - STR AX! SÖLUMENN OKKA R VERÐA Í SAMNIN GSSTUÐI! LÍFIÐ 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 3 -D 0 8 C 1 7 5 3 -C F 5 0 1 7 5 3 -C E 1 4 1 7 5 3 -C C D 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.