Fréttablaðið - 13.07.2015, Síða 4
13. júlí 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
HEYRNARSTÖ‹IN
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð)
með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
EFNAHAGSMÁL Efnahagssvið Sam-
taka atvinnulífsins ítrekar skoðun
sína um að Seðlabanki Íslands dragi
úr virkni peningastefnu sinnar með
því að auka peningamagn í umferð.
Í Fréttablaðinu á föstudag var haft
eftir Seðlabankastjóra að efnahags-
sviðið vanmæti umfang stýfðra inn-
gripa bankans. Seðlabankastjóri
sagði að bankinn myndaði mótvægi
gegn gjaldeyriskaupum sínum með
tvennum hætti. Viðskipti Eignasafns
Seðlabankans hefðu dregið umtals-
vert fé af markaði og með bundnum
reikningum innlánsstofnana hefði
umtalsvert fé verið dregið inn frá
áramótum, eða um 98 milljarðar.
Efnahagssvið SA bendir af þessu
tilefni á að eignir sem hafi verið
seldar úr Eignasafninu nemi um 24
milljörðum króna, sem sé lítið í sam-
anburði við 200 milljarða gjaldeyris-
inngrip sem bankinn hefur stund-
að. Einnig telur efnahagssviðið að
bundnar innistæður innlánastofnana
frá ársbyrjun 2014 til júní 2015 hafi
dregist saman um 38 milljarða og að
mikilvægt sé að skoða lengri tíma
þróun frekar en einungis til skamms
tíma líkt og Seðlabankastjóri geri.
- srs
Efnahagssvið SA telur Seðlabankann draga úr virkni peningastefnunnar:
SA ósammála Seðlabankastjóra
ÓSAMMÁLA Seðlabankinn segist ekki
úr vægi peningastefnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Tólf mánaða verðbólga hækkar
úr 1,5 prósentum í 1,6 prósent
í júlí, samkvæmt verðbólguspá
Capacent. Vísitala neysluverðs
hækkar um 0,1 prósent. Gangi
þetta eftir hefur verðbólgan verið
samfellt í 18 mánuði undir verð-
bólgumarkmiði Seðlabankans.
Verðbólgan var síðast yfir verð-
bólgumarkmiði í janúar 2014.
Gert er ráð fyrir að fasteigna-
verð hækki um eitt prósent í júlí
sem hefur áhrif á hækkun tólf
mánaða verðbólgunnar. - jhh
Fasteignaverð hækkar í júlí:
Verðbólga enn
undir markmiði
Er lúpínan algjör pína?
Nær ávallt en þó pínu fín.
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri hefur
áhyggjur af útbreiðslu lúpínunnar á hálendi
landsins.
TÚNIS Yfirvöld í Túnis tilkynntu
í gær áform sín um að reisa 160
kílómetra langan vegg við landa-
mæri Líbíu.
Markmið framkvæmdanna er
að halda herskáum íslamistum
utan landsins. Áætluð verklok eru
í lok ársins í ár.
Vígamaður myrti 38 ferðamenn
í Túnis í síðasta mánuði en vís-
bendingar eru um að hann hafi
hlotið þjálfun í Líbíu. Neyðar-
ástandi var lýst yfir í Túnis í kjöl-
farið. - srs
Vilja halda vígamönnum úti:
Aðskilnaðarmúr
reistur í Túnis
VÍGAMAÐURINN Seifeddine Rezgui
banaði 38 manns í síðasta mánuði.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
SAMFÉLAG Þórir Guðmunds-
son hefur verið ráðinn deildar-
stjóri Rauða krossins í Reykjavík.
Hann hefur undanfarin ár stýrt
alþjóðastarfi Rauða krossins hér
á landi og aðstoð við hælisleitend-
ur og flóttamenn.
Þórir var valinn úr hópi tæp-
lega 60 umsækjenda, en staðan
var auglýst í byrjun júní. Rauði
krossinn í Reykjavík rekur
meðal annars athvörfin Vin fyrir
fólk með geðraskanir og Konu-
kot fyrir heimilislausar konur.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins í
Reykjavík heimsækja einmana
fólk, hjálpa börnum innflytjenda
með heimanám og sinna fleiri
störfum. - jhh
Valinn úr 60 manna hópi:
Stýrir starfi
RKÍ í Reykjavík
SAMFÉLAG „Þetta eru ofsóknir og
einelti sem er algjörlega farið
úr böndunum,“ segir Ásmundur
Ásmundsson myndlistarmaður,
sem rekinn var úr Myndhöggv-
arafélagi Reykjavíkur á aðalfundi
félagsins í lok maí.
Ákveðið var að vísa honum og
Hannesi Lárussyni myndlistar-
manni úr félaginu eftir leynilega
atkvæðagreiðslu.
Á fundinum var lesin upp nafn-
laus tillaga þar sem lagt var til
að þeim yrði vísað úr félaginu.
Margir fundarmenn voru ósátt-
ir við að tillagan væri nafnlaus
og bar þá félagsmaður upp tillög-
una óbreytta fyrir fundinn í eigin
nafni. Gengið var til atkvæða-
greiðslu og niðurstaðan var að
víkja þeim úr félaginu.
Eftir kosninguna var það upp-
lýst að Kristinn Hrafnsson lista-
maður var sá sem bar upp upp-
runalegu nafnlausu tillöguna.
„Þetta með ofbeldið og þjófnað-
inn eru bara dylgjur og til skamm-
ar fyrir félag sem nýtur opin-
berra styrkja frá borginni,“ segir
Ásmundur, en í tillögunni segir að
Ásmundur hafi ekki greitt leigu
fyrir vinnuaðstöðu sem hann leig-
ir af félaginu og sé því um þjófn-
að að ræða. Þá segir í tillögunni að
Ásmundur og Hannes hafi rústað
kaffistofu félagsmanna og lagt
hana undir sig með ofbeldi.
Ásmundur vísar öllum ásökun-
um á bug og spyr hvort ekki sé ein-
eltisstefna hjá borginni sem fara
þurfi eftir. „Ég er alveg klár á því
að þetta tengist meiðyrðamálinu
og deilunum milli okkar Kristins,“
segir Ásmundur og vísar í deilur
milli sín og Kristins. Kristinn
skrifaði í grein sinni að Ás mundur
væri kunnast-
ur fyrir að eyði-
leggja listaverk
annarra lista-
manna. Í kjöl-
far ummælanna
höfðaði Ásmund-
ur meiðyrðamál
gegn Kristni og
hélt því fram að
Kristinn væri
með þessum orðum að gera pers-
ónulega árás á sig og sinn starfs-
heiður. Ásmundur tapaði málinu
fyrir dómi.
„Þeir spreyjuðu hatursáróður
á kaffistofu félagsins og frömdu
þannig skemmdarverk. Kaffistof-
an er ekki vettvangur sýningar,“
segir Logi Bjarnason, formaður
Myndhöggvarafélagsins. Hann
bætir því við að Ásmundur og
Hannes hafi verið með yfirgang
og frekju og að það sé almenn
óánægja með þá á meðal félags-
manna.
Logi segir að þeim hafi verið
vikið úr félaginu á löglegan hátt.
Halda á annan aðalfund í lok sum-
ars að sögn Loga og gæti þá vel
komið önnur tillaga um að þeir
verði teknir inn í félagið aftur.
Ragnhildur Jóhannsdóttir,
myndlistarmaður og stjórnar-
maður félagsins, segir aðalmál-
ið vera hegðun Ásmundar og
Hannesar. „Þeir hafa verið að
grýta hlutum og hafa króað fólk af.
Það hefur verið gengið svo langt
að þeir hafa grætt félagsmenn,”
segir Ragnhildur sem harmar það
að tillagan hafi komið frá Kristni.
„Þetta lítur út fyrir að vera ein-
hver hrútakeppni en það hefði allt-
af einhver annar sett þessa tillögu
fram.“ nadine@frettabladid.is
Myndhöggvarar munn-
höggvast um frávikningu
Ásmundur Ásmundsson og Hannes Lárusson myndlistarmenn voru reknir úr Myndhöggvarafélagi Reykja-
víkur. Ásmundur segir um ofsóknir og einelti að ræða. Formaður félagsins segir þá rekna á löglegan hátt.
OFSÓKNIR OG EINELTI Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður er ósáttur við
brottrekstur sinn úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
LOGI
BJARNASON
„Mér finnst þessi tillaga ólíðandi. Ég hef unnið bæði við
hlið Hannesar og Ásmundar og tek alls ekki undir hana.
Þeir eru kannski svolítið ágengir en ekki þannig að fólk geti
ekki unnið með þeim,“ segir Hulda Hákon myndlistarkona
og bætir því við að hún taki tillögunni með fyrirvara því
Kristinn Hrafnsson bar hana upp.
„Samkvæmt félagarétti er skylt að geta þess í fundarboði
þegar það á að taka stórar ákvarðanir. Það er mjög stór
ákvörðun þegar það á að reka tvo félagsmenn,“ segir
Hulda og bætir við að hefði hún vitað af því að kjósa ætti
á fundinum hefði hún mætt. „Ég mætti ekki á þennan fund því fyrr í vor
var haldinn fundur um þetta málefni og ég hélt að það væri búið að ljúka
málinu.“
Ekki sátt
HULDA HÁKON
Talið er líklegt að lausn sé loks í
sjónmáli í kjarnorkuviðræðum
stórveldanna sex við Íran og að
samningurinn verði kynntur hlut-
aðeigandi aðilum á morgun.
Viðræður hafa staðið yfir í
Vínarborg undanfarna mánuði
og lokafrestur ítrekað komið og
farið. Vesturveldin hafa sagt ekk-
ert liggja á, en Íranar hafa sakað
þau um að draga lappirnar í við-
ræðunum.
Framtíðarfyrirkomulag virð-
ist nú loks í augsýn og þrettán ára
pattstöðu því hugsanlega lokið.
Rammasamkomulag náðist í
apríl en í því felst að Íranar dragi
verulega úr kjarnorkuáætlun sinni
og takmarki auðgun úrans og ann-
arra geislavirkra efna sem mögu-
lega væri hægt að nota í kjarn-
orkuvopn. Í staðinn verður dregið
verulega úr alþjóðlegum viðskipta-
þvingunum og bönnum gegn Íran,
sem hafa leikið efnahag landsins
grátt árum saman. - sks
Líklega er lausn í sjónmáli í kjarnorkuviðræðum stórveldanna sex við Íran:
Framtíðarfyrirkomulag í augnsýn
LAUSN? Talið er líklegt að lausn sé loks
í sjónmáli í kjarnorkuviðræðum stór-
veldanna sex við Íran. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
SPURNING DAGSINS
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
1
-D
8
E
C
1
7
5
1
-D
7
B
0
1
7
5
1
-D
6
7
4
1
7
5
1
-D
5
3
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
2
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K