Fréttablaðið - 13.07.2015, Side 12

Fréttablaðið - 13.07.2015, Side 12
13. júlí 2015 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Að baki er ein snúnasta kjarasamninga- lota sem aðilar vinnumarkaðarins hafa átt aðild að. Verkefnið var ekki einfalt enda kröfugerð launþegahreyfingarinnar hærri en okkur óraði fyrir. Á sama tíma var ljóst að svigrúm til mikilla launa- hækkana var takmarkað. Þessa gjá þurfti með einhverjum hætti að brúa. Eftir því sem leið á samningsferlið var ljóst að atvinnurekendur vildu reyna til þraut- ar að komast hjá vinnustöðvunum sem hefðu getað valdið óbætanlegum skaða. Það tókst sem betur fer en var dýru verði keypt. Ljóst er að samningarnir koma mjög misjafnlega niður á fyrirtækjum eftir því hvers konar starfsemi fer þar fram. Inni í samningum er varnagli frá hendi laun- þega um að ef verðlag hækkar umfram laun komi til endurskoðunar á kjara- samningum í febrúar ár hvert. Þarna liggur ábyrgð okkar atvinnurekenda. Við megum ekki láta það henda að forsendur samninga bresti. Nú þegar hafa allmörg fyrirtæki tilkynnt um hækkanir og í ýmsum tilvikum má færa ágæt rök fyrir þeim. Því er hins vegar ekki að leyna að sumar hækkanir komu jafnvel fram áður en blekið á samningum var þornað. Komi til endurskoðunar á kjarasamning- um er hætta á að við festumst í vítahring verðlags- og launahækkana sem engu skilar nema hærri vöxtum, veikara gengi og skertum lífskjörum. Inn á þá braut viljum við ekki feta á ný. Við verðum að tryggja kaupmátt og stöðugleika. Það er deginum ljósara að það er vandasamt verkefni að búa svo um hnút- ana að hækkanir kjarasamninga renni ekki allar út í verðlag en það er á ábyrgð okkar atvinnurekenda að sjá til þess að svo verði ekki. Samningarnir eru dýrir í byrjun og því er mikilvægt að við dreif- um þessum kostnaðarauka yfir allt tíma- bil samningsins. Beri okkur gæfa til að leysa það farsællega munum við vonandi öll geta litið til baka með stolti til vors- ins 2015 og sagt að tekist hafi að tryggja efnahagslegan stöðugleika og kaupmátt launafólks. Ábyrgð skilar árangri. Ábyrgð skilar árangri F lest höfum við gaman af því að ferðast og sjá meira af heiminum en við gerum í okkar daglega lífi. Stundum förum við um víðáttu og fegurð íslenskrar náttúru en svo er líka gaman að koma út í hinn stóra heim. Flatmaga á sólarströnd, skella sér í verslunarleiðangur, skoða nátt- úru, mannlíf og menningu sem er engu lík. Af nógu er að taka því heimurinn er stór. Fátt vitum við svo meira í frásögur færandi en þegar við finnum eitthvað úti í þessum stóra heimi sem er ósnert, upprunalegt og staðbundið, eða orginal og kúl eins og sagt er á góðri íslensku. Og þetta er einmitt það sem hefur heillað þá útlendinga sem heim- sækja Ísland. Víðátta ósnertrar náttúru, óbeisluð orka íslenskra djammara, rokkið í Reykjavík, listin, lífið og mannlífið. Þetta er ástæðan fyrir því að erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgar hraðar en kanínustofninum í Öskjuhlíð og að ýmsu leyti er það hið besta mál. Allir þessir ferðamenn skila miklum tekjum í þjóðarbúið og það alvöru útlenskum peningum sem gleðja skarfana í Seðlabankanum mikið. Gott mál og allir glaðir. Eða hvað? Eins og Íslendinga er von og vísa ætla nú margir að verða ríkir á þessari gósentíð útlendra peninga og það alveg bremsulaust. Og miðborg Reykjavíkur, sem hefur löngum verið hjarta lista- og menningarlífs landsmanna, virðist ætla að verða illa úti. Keyrð í kaf af tuskulundum, lopafatnaði og gistirýmum í hverju einasta skúmaskoti sem losnar. Mikið af þessu húsnæði losnar reyndar af þeim sökum að íbúarnir, fólkið sem gerir miðborgina byggilega og heillandi, flæmist burt undan drunum langferðabíla, drynjandi ferðatöskum og að ógleymdu hækkandi fasteigna- og húsaleigu- verði. Nú eru til að mynda uppi áætlanir um að skemmtistaðir við Tryggvagötu víki fyrir lopalundabúðum og þetta eru staðir sem hafa gert sér far um að vera virkir í tónlistarlífinu. Þangað er hægt að skreppa á mánudagsdjass og þar hefur Iceland Airwaves verið með fjölda tónleika svo eitthvað sé nefnt. Sem sagt tónlistarviðburð- ir sem útlendingarnir koma til að sjá og heyra eiga að fara eitthvert annað svo það sé hægt að setja upp fleiri minjagripaverslanir. Það má vera að þessi breyting sé ekki besta dæmið. Að húsin verði fallegri og betri og útkoman hagstæðari fyrir þjóðarbú morgundagsins. En til lengri tíma litið er öll þessi þróun innan miðborgarinnar óheillavænleg og það vita allir Íslendingar sem hafa einhvern tímann ferðast út fyrir landsteinana. Því vonandi eru Íslendingar ekki að ferðast langar vegalengdir til þess eins að skella sér í minjagripaverslanir eða að láta fóðra sig á tilbúinni sölumenn- ingu. Þetta er því þróun sem borgaryfirvöld verða að hafa eitthvert taumhald á og það er auðvitað vel gerlegt. Í útlöndum er t.d. að finna fjölmörg dæmi um það hvernig er hægt að koma takmörkunum á fjölda gistirýma, bílaumferð, verslunarstarfsemi og annað sem hefur áhrif á götumyndina og mannlífið sem þar þrífst. Vissulega hefur talsvert verið talað um að eitthvað gæti mögulega þurft að gera. Ráðstefnur haldnar og útlenskir sérfræðingar sagt okkur að við verðum að grípa í taumana. En við virðumst ætla að láta þar við sitja enda vita þessir útlendingar ekkert um hvað þeir eru að tala – ekki frekar en þessir sem bentu okkur á að íslensku bankarnir væru orðnir of stórir fyrir okkar litla hagkerfi. Það voru nú meiri bullukollarnir. Menning í miðborginni víki fyrir ferðaþjónustu: Meiri bullukollarnir Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Travel John ferðaklósett leysa málið Fyrirferðalítil, létt, einföld og hreinleg í notkun. Engin kemísk efni, engin þrif, aðeins tvöfaldur poki með efni sem gerir vökva að geli og eyðir lykt. Pokanum er lokað eftir notkun, einfaldara verður það varla. Pokana má nota í venjuleg ferðaklósett til að losna við að þrífa þau. Travel John pokar fyrir þvag eða uppköst gelgera vökvann og eyða lykt. Verð 3 stk. í pakka kr. 1.280,- Klósettpokar 3 stk. í pakka kr. 1.370,- Klósettstóll kr. 6.820,- Tilboð ásamt 3 pökkum af pokum kr. 8.500,- fæst hjá Donnu, Móhellu 2, Hafnarfirði. Póstsendum. KJARAMÁL Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins og vara- formaður Samtaka atvinnulífsins ➜ Inni í samningum er varnagli frá hendi launþega um að ef verðlag hækkar umfram laun komi til endurskoðunar á kjarasamningum í febrúar ár hvert. Þarna liggur ábyrgð okkar atvinnurekenda. Stefna Sjálfstæðisflokksins Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði lausnina á húsnæðisvanda ungs fólks í Reykja- vík felast í að úthluta fleiri lóðum í borginni í hádegisfréttum Bylgj- unnar í gær. Flokksbróðir Kjartans, borgarfræðingurinn og fyrrverandi borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson, var þó ekki á sömu línu og samherjinn. Gísli deildi frétt um málið á Twitter þar sem hann sagði að hugmyndafræði Kjartans væri „gjörsamlega úrelt“. Gísli sagði að í ódýrum lóðum fælust ný út- hverfi og spurði hvort þetta væri stefna Sjálfstæðisflokksins. Vill unga fólkið lóðir? Lífleg umræða skapaðist á Twitter um málið í kjölfarið. Einhver sagðist aldrei hafa hitt unga manneskju sem væri á höttunum eftir lóð. Gísli bætti því við að ódýrar lóðir væri aðeins að finna í lélegum úthverfum og velti því upp hvort unga fólkið væri að biðja um það. Skipulagsfræðingurinn Guðmundur Kristján Jónsson sagði ekkert vera til sem heitir ódýrar lóðir. Þrátt fyrir að Gísli sé ekki hluti af borgarstjórnarflokki sjálfstæðis- manna lengur kristallast í þessu litla dæmi vandi flokks- ins. Húsnæðisvandi ungs fólks verður ekki leystur með „ódýrum“ lóðum á lítt eftirsóttum svæðum. Stokkið á vagninn Flokkssystir þeirra Kjartans og Gísla Marteins, þingmaðurinn Elín Hirst, nældi sér í auðsóttar vinsældir um helgina þegar hún sagði það „út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuð- stöðva Landsbankans við Austurhöfn á meðan það skorti fé til að byggja nýjan Landspítala. Í bloggfærslu sem Elín birtir segir hún það eiga að vera margfalt ofar á forgangslistanum að byggja nýjan spítala og að það sé út í hött að vera að ræða þessa hluti yfirleitt. Þó að Elín hafi mögulega eitthvað til síns máls um íburð nýrra höfuðstöðva Landsbankans þá eru það alltaf svolítið ódýr stig að vinna sér inn að bera saman eplin og appelsínurnar sem spítali og bankahöfuðstöðvar eru. fanney@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 0 -E 2 0 C 1 7 5 0 -E 0 D 0 1 7 5 0 -D F 9 4 1 7 5 0 -D E 5 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.