Fréttablaðið - 13.07.2015, Side 10
13. júlí 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10
MEXÍKÓ Yfirvöld í Mexíkó hafa
hafið gríðarmikla leit að eitur-
lyfjabaróninum Joaquin Guzman
eftir að hann slapp úr fangelsi.
Þetta er í annað sinn sem Guzman
nær að flýja úr þarlendu fangelsi.
Verðir í Altiplano-fangelsinu
uppgötvuðu að Guzman, oft kall-
aður El Chapo sem útleggst sem
„hinn smávaxni“, var ekki í klefa
sínum á laugardag. Hann hafði
gert holu í klefa sínum sem leiddi
í mílulöng göng til frelsis.
Yfirvöld hafa ekki aðeins hafið
mikla leit að strokufanganum held-
ur hefur millilandaflugvellinum
í Toluca, skammt frá Altiplano,
verið lokað.
Guzman er um sextíu ára gam-
all en ekki er víst hvenær hann
fæddist. Hann er foringi Sinaloa-
gengisins, sem er eitt allra skil-
virkasta dópgengi veraldar. Það
sendir kókaín, marijúana og met-
amfetamín með flugi, bátum, kaf-
bátum, dráttarvélum og í raun með
öllum hugsanlegum fararskjótum.
Guzman var handtekinn árið
1993 og dvaldi átta ár í fangelsi
áður en hann náði að strjúka. Í
febrúar í fyrra var hann handsam-
aður að nýju en nú tók það hann
aðeins rúmt ár að komast út fyrir
múra fangelsisins á ný. Hann er
í tíunda sæti yfir ríkustu menn
Mexíkó og hefur iðulega ratað á
lista Forbes yfir valdamestu menn
heimsins. Forbes hefur kallað
hann stærsta eiturlyfjabarón sög-
unnar og vill meina að veldi hans
sé stærra en það sem Pablo Escob-
ar byggði upp. - jóe
Tíundi ríkasti maður Mexíkó er á flótta undan réttlætinu. Dópveldi hans er það stærsta sem sögur fara af:
Eiturlyfjabarón strauk aftur úr fangelsi
HÁLL SEM ÁLL Fjölmenni flutti „hinn
smávaxna“ í fangelsið og fjölmenni
leitar hans. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
SAMFÉLAG Undirritaður hefur
verið samningur um kaup á fim-
leikaáhöldum og búnaði fyrir nýtt
fimleikahús sem er í byggingu
við Egilshöll. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu frá fasteigna-
félaginu Reginn hf.
Að lokinni verðkönnun var boð
Altís ehf. metið hagstæðast að
teknu tilliti til verðs og gæða. Altís
er rótgróið fyrirtæki sem flutt
hefur inn íþróttabúnað um árabil.
Verkís var ráðgjafi Regins við
verðkönnun og samningagerð
vegna verksins. - ngy
Nýtt fimleikahús við Egilshöll:
Samningur um
fimleikaáhöld
NÁTTÚRA „Þetta virðist hafa dott-
ið niður og fallið í ljúfa löð. Undar-
leg var uppákoman,“ segir Erling
Ólafsson, skordýrafræðingur hjá
Náttúrufræðistofnun Íslands, um
lúsmý, flugu sem virtist hafa náð
fótfestu hér á landi í fyrsta sinn.
Margir voru illa bitnir af lúsmýi í
lok síðasta mánaðar, helst þeir sem
voru á suðvesturhorni landsins.
„Ég geri mér ekki grein fyrir því
enn hvað það var sem hleypti þessu
af stað,“ segir Erling og bætir við
að enn hafi hann ekki fengið stað-
fest heiti á tegundinni. „Það er
maður erlendis að hjálpa mér með
greininguna.“ - ngy
Heiti á tegundinni ekki staðfest:
Lúsmý ekki
eins áberandi
LÚSMÝ Jóhann Gunnar Arnarson varð
fyrir barðinu á lúsmý. MYND/JÓHANN
SAMGÖNGUR Írska lágfargjalda-
flugfélagið Ryanair lækkar verð
á öllum farmiðum til Grikklands
um 30 prósent til október. Far-
miðar með Ryanair milli nokk-
urra staða í Grikklandi kosta
næstu tvær vikurnar miklu minna
en áður eða aðeins 4,99 evrur.
Talsmenn flugfélagsins segjast
hafa boðist til að fljúga ókeypis
næstu vikur hefðu flugmálayfir-
völd í Grikklandi aflétt flugvallar-
gjöldum á sama tíma. Ekki var
orðið við beiðni flugfélagsins. - ibs
Ryanair lækkar verð:
Grikklands-
ferðir á útsölu
GRIKKLAND Fjármálaráðherrar
evruríkjanna funduðu í yfir tíu
klukkustundir í gær til að finna
lausn á skuldavanda Grikkja. Er
fundi þeirra lauk tók við fund-
ur leiðtoga ríkjanna í kjölfarið.
Lagabreytinga er þörf á gríska
þinginu svo af aðstoð verði og
verða þær að vera afgreiddar frá
þinginu fyrir 15. júlí.
Meðal þess sem lagt var fram
á fundinum var fjögurra síðna
plagg með stífum skilmálum
evruríkjanna fyrir áframhald-
andi aðstoð til handa Grikkjum.
Er það mál manna að það muni
reynast Grikkjum erfitt að upp-
fylla skilyrðin sem þar eru sett
fram fyrir áframhaldandi aðstoð.
Á listanum má finna hluti á
borð við að einkavæða raforku-
flutningskerfi landsins og gagn-
gerar endurbætur á ellilífeyris-
kerfinu. Verði af nýju neyðarláni
er talið að það nemi allt að 86
milljörðum evra en til að það
gangi í gegn heimta lánardrottn-
ar að Grikkir framselji yfirráð
yfir fjölda ríkiseigna til þeirra.
Verðmæti eignanna nemur um
fimmtíu milljörðum evra.
Skuldir Grikkja nema nú
um 320 milljörðum evra, eða
í kringum 180 prósentum af
vergri landsframleiðslu. Aukin
aðstoð þýðir að skuldir þjóðar-
innar fara yfir 200 prósenta
múrinn. Gríska ríkisstjórnin,
með Alexis Tsipras forsætisráð-
herra í broddi fylkingar, féllst
í gærkvöldi á drög að úrbótum
þó að enn eigi eftir að fínpússa
samninginn. Verði ekki geng-
ið að samningnum er sá mögu-
leiki á borðinu að Grikkir yfir-
gefi evrusamstarfið og taki upp
drökmu á nýjan leik í fyrir fram
ákveðinn tíma til að ná stjórn á
vandanum.
Úr herbúðum Finna hafa þær
fregnir borist að þeir hyggist
ekki samþykkja nýtt neyðar-
lán. Ólíklegt er að vægi þeirra
sé slíkt að það hafi úrslitáhrif.
Pirrings gætir hjá fleiri þjóðum
en Finnum. Matteo Renzi, forsæt-
isráðherra Ítalíu, lét þau orð falla
við komu til Brussel að það væri
tímabært að Evrópa sneri sér
aftur að hlutum sem hún yrði að
gera. Nefndi hann í því samhengi
ástandið í Líbíu, Úkraínu og Íran.
„Ég man ekki eftir svipaðri
stöðu á mínum ferli,“ segir Mart-
in Schulz, forseti Evrópuþings-
ins. „Þetta snýst í raun allt um
ESB. Ef taka á ESB alvarlega á
alþjóðavettvangi verður það að
sýna að það geti tekið á eigin
vandamálum.“ Hann er andvíg-
ur því að Grikkir yfirgefi sam-
bandið, jafnvel þó að það sé í
stutta stund.
Er fréttir bárust af því að drög
að samkomulagi væru í höfn
mátti sjá megna óánægju Grikkja
á samfélagsmiðlinum Twitter.
Margir tístu undir myllumerkinu
#TsiprasLeave EUSummit. Vildu
þeir meina að stjórnin væri að
fara á svig við vilja þjóðarinn-
ar en 61 prósent kjósenda vildi
að Grikkir höfnuðu samningum
við Evrópusambandið í þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Niðurstaða spekúlanta um
framhaldið virðist ával lt
vera sú sama. Aðeins tíminn
getur leitt í ljós næstu skref.
johannoli@frettabladid.is
Tíminn geymir næstu skref
Maraþonfundir fóru fram í Brussel í gær. Drög að samkomulagi liggja fyrir sem þýðir að skuldir Grikkja fara yfir
200 prósent af vergri landsframleiðslu. Óvissa ríkir um framhaldið, næstu skref og hvað þau hafa í för með sér.
MANNAMÓT Leiðtogar evruríkjanna funduðu er fjármálaráðherrar þjóðanna höfðu lokið sér af. Hér má sjá, talið frá vinstri,
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópuráðsins, Francois Hollande
Frakklandsforseta og Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, ráða ráðum sínum fyrir fundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Þetta snýst í raun allt
um ESB. Ef taka á ESB
alvarlega á alþjóðavett-
vangi verður það að sýna
að það geti tekið á eigin
vandamálum.
Martin Schulz,
forseti Evrópuþingsins.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
1
-A
7
8
C
1
7
5
1
-A
6
5
0
1
7
5
1
-A
5
1
4
1
7
5
1
-A
3
D
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
2
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K